Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR X^ur Segj a brest í stj ómarsamstarfi Margrét Frimaims- dóttir segir að ekki hafi gróið um heilt síðau hankasölumálin komu upp sl. sumar. Steiugrímur J. Sigfús- son segir framsóknar- menn vera að reyna að rétta sinn hlut í stjómarsamstarfinu. Á síðasta kjörtfmabili var öllum ágreiningi milli stjórnarflokk- anna haldið bak við tjöldin þannig að svo virtist sem engin snurða hlypi á þráðinn. Nú er staðan önnur. Sá mikli ágrein- ingur sem kominn er upp í kvótamálinu og varðandi söluna á Landssímanum, og ekki hvað síst í Evrópumálunum, vekur at- hygli. Stjórnarandstaðan segir brest kominn í stjórnarsamstarf- ið. „Mér sýnist sem samstarfið hafi ekki verið gott hjá stjórnar- Margrét Frímannsdóttir. flokkunum alveg frá því sl. sum- ar þegar bankamálin komu upp, með söluna á FBA efsta á baugi. Þá byrjaði togstreita sem virðist hafa farið vaxandi. Og miðað við málflutning þingflokksformanns Framsóknarflokksins í kvótamál- inu þá er það öllum ljóst að uppi er mikill ágreiningur. Það er himinn og haf milli þess sem hann er að segja og þess sem þingmenn og ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins eru að segja. Steingrímur J. Sigfússon. Gleymum því ekki að formaður flokksins bakkar hann upp,“ seg- ir Margrét Frímannsdóttir. Hún bendir á að sömuleiðis sé deila um sölu á ríkisfyrirtækjum eins og Landssímanum og að sér virðist vera fátt um kærleika í dag þótt reynt sé að breiða yfir þá og þræta fyrir ágreining. „Við erum ekki heyrnardauf, við erum læs og við sjáum þetta,“ segir Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samíylkingarinnar. Aukaverkanir „Maður tekur eftir því að það eru uppi nokkrir núningsfletir í sam- starfinu. Því miður held ég að þeir leiði ekki til alvarlegra breyt- inga, því auðvitað vil ég losna við þessa ríkisstjórn. Eg sé þetta meira sem ákveðna viðleitni framsóknarmanna til að marka sér einhverja stöðu. Þeir hafa legið ansi flatir fyrir og verið undir ágjöf en Sjálfstæðisflokk- urinn verið í vari og sloppið miklu betur frá hlutunum. Þess vegna held ég að framsóknar- menn séu að reyna að rétta sig svo lítið af og minna á sig og það að þeir lifi í einhverri sjálfstæðri tilveru sem stjórnmálaflokkur,“ segir Steinarímur j. Sigfússon, formaður VG. Hann segir að þessi tilraun framsóknarmanna geti ef til vill styrkt þeirra stöðu eitthvað en það veiki um leið ríkisstjónar- samstarfið. „Það er því greinilegt að þeir eru í þeirri stöðu að það geta orðið aukaverkanir af lyfjatök- unni,“ segir Steingrímur Jóhann. - S.DÓR Björn Bjarnason. Yfírfærsla gnmnskóla endurmetm Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur skipað nefnd til að annast endurmat á kostn- aði og tekjuþörf sveitarfélaga vegna framkvæmdar grunn- skólalaganna. Nefndinni er ætl- að að semja við hlutlausan aðila um framkvæmd matsins, fylgjast með þeirri vinnu, veita matsað- ila upplýsingar og stuðla að því að hann fái greiðar upplýsingar frá öðrum. I nefndinni eiga sæti af hálfu ríkisins Hrólfur Kjart- ansson, menntamálaráðuneyti, formaður nefndarinnar; Her- mann Sæmundsson, félags- málaráðuneyti og Leifur Ey- steinsson, fjármálaráðuneyti. Af hálfu sveitarfélaganna eiga sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga; Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi og Garðar Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarð- arbæjar. — GG Alþingi sem homkerling „Mér finnast þessi áform og þessi okurleiga með ólíkindum og að sjálfsögðu rifjast upp til- laga mín frá því fyrir 10 árum um að kaupa Hótel Borg, en þá bauðst Alþingi að kaupa hótelið á 120 milljónir króna. Hug- myndin var að selja á móti Skóla- brú 2 og jafnvel Vonarstræti 12 og hugsanlega fleiri hús. Ríkis- endurskoðandi mælti með þessu, en flestum óx þetta í aug- um,“ segir Guðrún Helgadóttir, fyrrum forseti Alþingis, spurð um þá fyrirætlan þingsins að Ieigja hið nýja hús að Austur- stræti 8 á 28 milljónir króna á ári. Kaupverðið sem Guðrún nefn- ir samsvarar um 155 milljónum króna í dag og lætur nærri að kaupverðið jafnist á við fimm og hálfs árs Ieigu í húsinu. Alþingi greiðir rúmar 2,3 milljónir á mánuði í húsaleigu eða um 28 milljónir króna ári. Til stendur að allt nefndasvið Alþingis flytji í húsið og fái 2. og 3. hæöina. Þar með væri nefndasviðið komið á einn stað. Tvær efstu hæðirnar verða notaðar fyrir skrifstofur þingmanna. Alþingi hefur líka tekið á Ieigu hæð í Austurstræti Guðrún Helgadóttir fyrrum þingforseti: Mikill skaði að Hótel Borg var ekki keypt. 10. Sjaldan hlustað á konur Guðrún fullyrðir að Hótel Borg hefði verið mjög hentugt fyrir starfsemi Alþingis, þótt veitinga- húsið héldi sér á götuhæðinni. „Það«e&<h»i«nung að vita til þáráA^WAt,Tivfe[jfr?rsfr’ anr með þau byggingaráform þings- ins sem Iöngu eru afráðin, því aðbúnaður þingmanna er fyrir neðan allar hellur. Þingmenn eru hlaupandi fram og til haka á milli 8 eða 9 húsa og það er full- komið vandræðaástand. Það er óþolandi að láta jneð Alþingi - -úins og einhver|í! nnmkerlingtn - en eyða offjár í okurleigu. Þetta er satt að segja með mestu ólík- indum. Ég benti á þessa leið með Hótel Borg fyrir 10 árum og það er mikill skaði að ekki var farið eftir henni, en því miður er sjald- an hlustað á það sem frá konum Jtemur," segir Guðrún. — FÞG Samnini í endurskoðim Tvör stór fyrirtæki í endurskoðun og ráðgjöf hér á landi hafa samein- ast, KPMG og Ernst&Young. Nýja fyrirtækið verður það Iangstærsta á sínu sviði á Islandi, með 1 milljarðs króna vellu og 180 starfsmenn. Áðurvoru þessar endurskoðunarskrifstofur hluti af alþjóðlegum keðj- um. Samruninn kemur til framkvæmda á miðju árinu. Öryrkjar fá frítt í sund og á skíði Bæjarráð Akureyrar leggur til við bæjarstjórn að staðfestar verði regl- ur sem Iþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt um aðgang öryrkja að sundlaugum og skíðamannvirkjum á Akurcyri. Lagt er til að þeir sem metnir eru 75% öryrkjar fái frían aðgang að sundlauga- og skíða- mannvirkjum bæjarins. Bæjarráð leggur til að reglurnar taki gildi þeg- ar tryggt er að allir sem rétt eiga á fríum aðgangi hafi haft tækifæri til að útvega sér þar til gerð kort. - HI Ólafur nýr aðstoðarforstjóri Hafró Sjávarútvegsráðnerra hefur ráðið dr. Ólafur S. Ástþórsson aðstoðar- forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Ólafur lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Islands árið 1975 og Iauk doktorsprófi í sjávarlíffræði frá Há- skólanum í Aberdeen 1980. Frá 1981 hefur Ólafur starfað sem sér- fræðingur á Hafró, aðallega við rannsóknir á líf- og vistfræði dýra- svifs, meðal annars í sambandi við afkomu lirfa og seiða nytjafiska. Frá 1990 hefur Ólafur verið forstöðumaður sjó- og vistfræðasviðs Hafró, setið í Rannsóknarráði Islands og verið fulltrúi íslands í stjórnunarnefndum rammaáætlana Evrópusambandsins um hafvís- indi og umhverfi. — gg Símiim með ASP-þjónustu Landssfminn hefur tekið ákvörðun um að snfða fjarskiptakerfi sitt að þörfum kerfisþjónustuveitna (Application Service Providers, ASP) og hjóða þeim uppá hýsingu hug- og vélbúnaðar í nýju húsnæði í Múla- stöð, sem tekið verður sérstaklega til þessara nota. Kcrfisþjónustu- veitur hafa í auknum mæli haslað sér völl erlendis og munu slík fyr- irtæki verða til hér á landi á næstu mánuðum. Kerfisþjónustuveitur sérhæfa sig í að reka tölvubúnað, hugbúnað og IJarskipti fyrir önnur fyrirtæki, gjarnan íyrir fast verð á mánuði. I tilkynningu frá Símanum segir að forsendur hafi skapast fyrir ASP-þjónustu af þessu tagi með ört Iækkandi fjarskiptakostnaði, auk- inni áherslu á áreiðanleika tölvu- og upplýsingakerfa og skorti á sér- hæfðu starfsliði til að reka slík kcrfi. Eftir því sem fleiri lýrirtæki sæk- ist eftir þjónustu,- /jiegi ætla að hjjun, y^Ghttgstajðaji, kostur. ‘ J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.