Dagur - 12.02.2000, Page 11
ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 12. FERRÚAR 2000 - 11
Óvissa um
framhaldiö
Skilti á Nordur-írlandi þar sem því er hótað að IRA snúi sér aftur að fyrri
verkum, sem voru hryðjuverk.
Reynt verður að
semja um framhald
mála á Norður-ír-
landi. Hugsanlega
verða málin sett í salt
þangað til í maí.
Ekki var annað að sjá en að írski
lýðveldisherinn (IRA) ætlaði
ekki að heija afvopnun eða lýsa
yfir neins konar vilja til aívopn-
unar í gær, en þá rann út frestur-
inn sem bresk stjórnvöld settu.
Samkvæmt lögum sem breska
þingið hafði samþykkt átti því að
Ieysa upp heimaþingið á Norður-
írlandi, og um leið tók breska
stjórnin við beinum völdum á
Norður-írlandi af heimastjórn-
inni, sem aðeins hafði setið í
rúma tvo mánuði.
Mikil óvissa ríkir þó um fram-
haldið eftir þetta. Friðarsam-
komulag milli sambandssinna og
aðskilnaðarsinna á Norður-Ir-
landi var undirritað á fösludag-
inn Ianga árið 1998 eftir langar
og þreytandi samningaviðræður.
Deilunum var þó ekki lokið og
nærri lá að samkomulagið færi
út um þúfur síðastliðið sumar
þegar mynda átti heimastjórn
með þátttöku bæði sambands-
sinna og aðskilnaðarsinna.
Sambandssinnar, undir for-
ustu Davids Trimble, gátu ekki
sætt sig við að sitja í stjórn með
fulltrúum frá Sinn Fein, sem er
stjórnmálaflokkur í nánum
tengslum við IRA, fyrr en af-
vopnun IRA væri að minnsta
kosti hafin. Enn á ný hófust
þreytandi samningaviðræður
sem lauk loks í nóvember síðast-
Iiðnum með því að sambands-
sinnar sættu sig við fulltrúa Sinn
Fein í stjórninni um leið og Sinn
Fein gaf út yfirlýsingu um að
ótvírætt væri stefnt að afvopnun
og IRA gaf sömuleiðis út yfirlýs-
ingu um vilja til þess að semja
um afvopnun. Heimastjórnin var
síðan mynduð í byrjun desember
og hefur því starfað í rúmlega 70
daga.
Sambandssinnar skildu þetta
samkomulag sem svo að afvopn-
un IRA ætti að vera komin af
stað í síðasta lagi í lok janúar.
Sinn Fein og IRA hafa hins veg-
ar ekki tekið mark á þessum
fresti, á þeim forsendum að í
upphaflega samkomulaginu var
IRA og öðrum vopnuðum hóp-
um á N-írlandi gefinn frestur
þangað til í maí á þessu ári til að
heíja afvopnun.
Ekki þótti ólfklegt í gær að nú
tækju við samningaviðræður um
að veita IRA frest fram í maí, en
heimastjórnin yrði lögð niður á
meðan. Sfðan mætti hefja
stjórnarsamstarfið að nýju þegar
IRA væri tilbúinn til þess að af-
vopnast.
Bretar
í vanda
Hvað á að gera við
gíslana sem sóttu um
hæli?
Bresk stjórnvöld standa nú
frammi lyrir all snúnu vanda-
máli varðandi fólkið frá
Afganistan sem sótt hefur um
hæli í Bretlandi eftir að hafa
komið til Iandsins með flugvél-
inni sem rænt var á sunnudag-
inn.
74 af gíslum flugræningjanna
hafa sótt um hæli, eða nærri
helmingur allra sem voru um
borð, en þrálátur orðrómur hef-
ur verið um að stór hópur þeirra
hafi verið í vitorði með ræningj-
unum og markmið flugránsins
hafi verið að komast til Vestur-
landa í því skyni að fá þar póli-
tískt hæli.
Talebanastjórnin hefur fullyrt
að gíslarnir geti óttalausir snúið
heim, þeirra bíði engar refsing-
ar. Hins vegar segir stjórn Tale-
bana að flugræningjanna bíði
ekkert annað en dauðadómur ef
þeir verða sendir til Afganistans.
Breska lögreglan hefur hand-
tekið 22 af þeim sem voru í flug-
vélinni og var búist við að þeir
verði kærðir í Bretlandi. Meira
en 30 manns voru í gær að búa
sig undir heimferð til Afganist-
ans með leiguflugvél, sem
breska stjórnin sendir væntan-
lega af stað strax í dag.
Áfram átök í Suðitr-Líbanon
ISRAEL - Ekkert lát er á átökum ísraelska hersins og skæruliða
Hisbolla-hreyfingarinnar í Suður-Líbanon. í gær Iést ísraelskur her-
maður þegar Hisbollamenn gerðu árás á bækistöðvar ísraelska hers-
ins. Tveir hermenn særðust í sömu árásinni. Alls hafa Hisbollamenn
því valdið dauða sex ísraelskra hermanna frá því í síðustu viku, og
ísraelsmenn jafnan svarað með loftárásum á Líbanon.
Suharto kallaður í
yftrheyrslu
INDÓNESÍA - Suharto, fyrrverandi forseti
Indónesíu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í rann-
sókn á vegum indónesísku stjórnarinnar á spillingar-
málum. Lögfræðingar Suhartos segja hann hins veg-
ar orðinn of veikburða til þess að mæta í yfirheyrsl-
una. Þeir segja heilsufari hans hafa hrakað mjög eft-
ir að hafa fengið heilablóðfall nokkrum sinnum.
Hann gæti jafnvel ekki svarað spurningum því hann
væri orðinn svo þvoglumæltur.
Suharto er orð-
inn gamall eins
og Pinochet.
Clintou gæti misst lögmannsréttmdin
BANDARÍKIN - Hugsanlegt er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti
missi lögmannsréttindi sín í ríkinu Arkansas. Þetta væri síðbúin af-
leiðing af Lcwinsky-málinu. Hæstiréttur í Arkansas hefur tekið mál-
ið upp að beiðni lögmannafélags ríkisins á þeirri forsendu að Clint-
on laug vísvitandi fyrir rétti og braut þannig siðareglur lögmanna.
Austurríki gagnrýnt á fundi ÖSE
AUSTURRIKI - Arsfundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE) fór fram í Austurríki í gær. Hin nýja hægristjórn í Austurríki
sætti á fundinum nokkurri gagnrýni af hálfu fulltrúa annarra ríkja.
Fulltrúar Frakklands og Belgíu yfirgáfu salinn meðan utanríkisráð-
herra Austurríkis hélt ræðu sína. Og fulltrúi Bandaríkjanna sagði
bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að stjórnmálaflokkur, sem
er undir forustu manns sem hefur lýst samúð sinni með nasistum og
gert lítið úr helför Gyðinga, skuli nú vera orðinn þátttakandi í ríkis-
stjóm Austurríkis: • ‘ '
betri verslun
á Lónsbakka
✓
I tilefni breytinganna bjóðum
við viðskiptavinum í kaffi og
kleinur laugardaginn 12. febrúar.
Krakkarnir fá íspinna.
Nói verður með glœsilega málverkasýningu á Kaffibakkanum
Skráðu þig « / vefklúbbinn v**** www.husa.is HÚ! Sími 46 IAN husa.is
AKUREYRI
TIL LEIGU
400 - 600 femetra
IÐNAÐAR/VERSLUNAR-
HÚSNÆÐI V/DALSBRAUT.
Tækifærið
Erum að hefja framkvæmdir við innréttingar
og frágang 390 fermetra húsnæðis
v/Dalsbraut.
Möguleg hæð dyra 5,70 m mesta lofthæð
hússins er 7 m. Hentugt að setja milliloft.
Ótrúlegir möguleikar
Athafnafólk
gæti þessi staður á heitasta svæði bæjarins
hentað þínum hugmyndum.
Hafið þá samband
í síma 894 4292 símboði 846 2620