Dagur - 29.02.2000, Page 5

Dagur - 29.02.2000, Page 5
 ÞRIDJUD AGUR 29. FEBRÚAR 2000 - S FRÉTTIR l. Álversbygging dregst til hausts Tolvumynd af fyrirhuguðu álveri í Reyöarfirði. Skipulagsstjóri segir ákvörðim Sivjar Frið- leifsdóttur íunhverfis- ráðherra kalla á að allt ferlið verði skoð- að upp á nýtt. Kol- hrún Halldórsdóttir alþingismaður segir niðurstöður ekki muni liggja fyrir fyrr en næsta haust. Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, segir að augljóslega hefði hann kosið að ráðherra hefði staðfest úrskurð stofnunarinnar. Það komi sér líka svolítið á óvart sú megin niðurstaða að óheimilt sé að fallast á hluta fram- kvæmda, sem eru í skoðun og úr- skurða svo aðra hluta fram- kvæmdarinnar í frekara mat. Fyrir því séu ákveðin fordæmi. „Þessi niðurstaða ráðherra kallar á að þetta ferli verði skoð- að upp á nýtt. Hins vegar er það alfarið undir framkvæmdaaðil- anum komið og hvernig hann bregst við þessu hvort úrskurður ráðherra veldur einhverjum um- talsverðum töfum á að fram- kvæmdir hefjist. Þó er augljóst að ekki verður ráðist í þessar framkvæmdir á þeim tíma sem fyrirhugað var,“ sagði Stefán Thors. Nýtt umsagnarferli Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður, einhver harðasti um- hverfisverndarsinni á Alþingi, segir að enda þótt ráðherra telji sig vera að liðka til fj'rir að fram- kvæmdir við 120 þúsund tonna álver geti hafist, þurfi málið allt að fara í umsagnarferli. Sam- kvæmt lögunum um mat á um- hverfisáhrifum þarf skipulags- stjóri nú að auglýsa frummats- skýrsluna. Það eru um það bil fjórar vikur, sem almenningur og félagasamtök og aðrir þeir sem vilja gera athugasemdir, hafa til að gera það. Eftir það hefur skipulagsstjóri ákveðinn tíma til að fara yfir þær umsagnir og birta sinn úrskurð. Þá opnast kærumöguleiki á þann úrskurð það tekur allt ákveðinn tíma. Ef kærur koma fram þarf umhverf- isráðherra vissan tíma til að fara yfir þær. „Allt þetta ferli gæti aldrei ver- ið búið fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Og ef svo fer að nýi úr- skurðurinn fyrir álverið verður ekki tilbúinn fyTr en í haust þá hafa menn allan næsta vetur líka, ef vilji er til þess, að láta Fljótsdalsvirkjun fara í lögform- Iegt umhverfismat, vegna þess að menn hefja ekki virkjunar- framkvæmdir að vetri til,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Hún segist hafa lagt inn beiðni um utandagskrárumræðu um málið þegar þing kemur saman aftur næsta mánudag, en nú stendur yfir nefndavika svoköll- uð. Hún sagðist þó vilja sjá hverning málið þróast áður en hún ákveður endanlega með ut- andagskrárumræðuna. — S.DÓR Tugir björgunarsveitarmanna voru uppteknir við að leita vélsleða- mannana Vélsleða- meirn lieilir Leit var gerð að alls sjö vélsleða- mönnum í tveimur hópum sem komu ekki í leitirnar eftir óveðrið á sunnudag og fram á mánudag. Allir komu þeir óskaddaðir í leit- irnar. Á sunnudagskvöldið var farið að svipast um eftir þremur vélsleða- mönnum sem farið höfðu frá Litlu kaffistofunni á sunnudags- morguninn. Um miðnætti var ákveðið að hcfja formlega leit að mönnunum og voru tveir snjóbíl- ar og sjö snjósleðar sendir til leit- arinnar. Ekki var hægt að senda fleiri til leitarinnar þar sem mikið af mönnum og tækjum voru í Þrengslunum við björgunarstörf. Vélsleðamennirnir komu síðan fram í morgunsárið í gær og am- aði ekkert að þeim, en þeir höfðu grafið sig í fönn við Geitafell og gleymt að hafa með sér farsíma. Um hádegið hófst síðan leit að fjórum vélsleðamönnum, sem lögðu af stað frá skála í Lunda- reykjardal. Þeir fundust síðdegis í gær nálægt þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Um 60 björgunar- sveitarmenn tóku þátt í þeirri leit. - FÞG Flýtir 120.000 tonna álveri Ákvörðtm lunhverfis- ráðherra um að fella úrskurð skipulags- stjóra um 480 þúsund tonna álver úr gildi mim flýta íýrir fram- kvæmdum við 120 þús- und tonna álver. Jón Kristjánsson alþingis- maður segir þessa ákvörðun engu hreyta með umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun. Ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur um að fella úr gildi úrskurð skipu- lagsstjóra um 480 þúsund tonna álver við Reyðarljörð og frummats- skýrslu Hrauns vegna álversins, er til þess gerð að flýta fyrir þvi að framkvæmdir geti hafist við 120 þúsund tonna álver. Umhverfismat fyrir 120 þúsund tonna álverið er svo gott sem tilbúið en ekki fyrir stækkun þess í tveimur áföng- um upp í 480 þúsund tonn. Umhverfismat fyrir tveimur síð- ari áföngunum hefði orðið að liggja fyrir áður en framkvæmdir Jón Kristjáns- gætu hafist ef son, alþingis- ráðherra hefði maður. staðfest úrskurð ---- skipulagsstjóra um 480 tonna álver, en það var sú stærð sem framkvæmdaaðilarnir lögðu inn til skipulagsstjóra. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Austur- landskjördæmi, segist vona að menn Iáti nú hendur standa fram úr ermum og ljúki umhverfismati fyrir 120 þúsund tonna álveri. Vegna lögboðins auglýsingafrests og kærufrests rnuni það taka nokkra mánuði en það seinki ekki að marki fyrri áformum um að hefja framkvæmdir. Hann segir að með þessum úrskurði sínum sé Siv Friðleifsdóttir í raun að flýta fyrir því að framkvæmdir við 120 þús- und tonna álver hefjist. Breytir engu lyrir virkjunina Jón Kristjánsson hafnar því alfarið að tækifærið verði notað til að Iáta fara fram lögformlegt umhverfis- mat á Fljótsdalsvirkjun. „Að mínum dómi er það mál endanlega afgreitt. Það var farið eftir öllum reglum við afgreiðslu þess, þannig að ég tel engar líkur á því að þetta hafi nein áhrif þar á,“ sagði Jón. Hann var spurður hvort hann óttaðist að þessi ákvörðun um- hverfisráðherra verði til þess að Norsk Hydro missi áhuga á þessu álveri, Norðmennirnir hafi alla tíð talað um að álverið verði að vera 480 þúsund tonna ef það eigi að verða hagkvæmt? „Það hefur legið fyrir alla tíð að 480 þúsund tonna álver verður að fara í umhverfismat þegar þar að kemur. Það er vilji lýrir því hjá mér og mínum líkum í þessu máli, að umhverfismat fari fram á 480 þús- und tonna álveri. En ég hef enga ástæðu til þess að óttast eitthvert bakslag hjá Norsk Hydro vegna þessa, enda leggja Norðmennirnir mikla áherslu á að l’arið verði eftir reglum í þessu máli öllu,“ sagði Jón Kristjánsson. — S.DÓR Beið bana í vélsleðaslysi Vélsleðamaður lést á Súðavík í gær þegar hann ók fram af um þriggja metra hárri snjóhengju og lenti undir sleðanum. Lögregl- unni á ísafirði barst tiikynning um slysið um tuttugu mínútum fyrir klukkan sex í gær og voru björgunarsveitarmenn þá strax sendir á staðinn. Þegar að var komið reyndist ökumaður vélsleð- ans látinn og báru lífgunartil- raunir ekki árangur. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. — Hi Besta ár Lyfjaverslimar íslands Hagnaður af rekstri Lyljaverslunar Islands hf. árið 1999 nam rúmum 58 milljónum króna, sem er besta rekstrarniðurstaða félagsins til þessa. Arðsemi miðað við eigið fé í upphafi árs var 10,4%. Velta félagsins nam 1.647 milljónum króna sem er 6% hækkun frá árinu 1998. Veltufé frá rekstri var 58 milljónir króna, en handbært fé frá rckstri 79 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 38 milljónum króna, en óreglulegir liðir skiluðu hagnaði að upphæð 20 milljónir króna. Oreglu- legir liðir samanstanda af innlausn hluta hagnaðar vegna sölu fram- leiðsludeildar félagsins til Delta hf. árið 1998 auk kostnaðar vegna yfir- töku dreifingar á framleiðsluvörum Delta á seinni hluta ársins 1999. íbúðaveltan 81 milljarðiix Velta í viðskiptum með íbúðarhús- næði hefur aukist 54% síðustu tvö árin, í 81 milljarð króna á nýliðnu ári, samkvæmt Hagvísum Þjóðhags- stofnunar - sem samsvarar til dæm- is hátt í 1,2 milljónum á hverja fjög- urra manna Ijölskyldu í landinu. Um 80% allra viðskipta með íbúðar- húsnæði hafa verið á höfuðborgar- svæðinu síðasta áratuginn. Þar eru um 88% viðskipta með íbúðir í Ijöl- býli og um 60% allra viðskipta með sérbýli (einbýli og raðhús). Velta í sölu sérbýlis hefur þó aukist mun meira en í Ijölbýli frá 1994, eða meira en þrefaldast. Sala fjölbýlisíbúða stóð í stað frá 1990 til 1993 og fór ekki á verulegt skrið fyrr en árið 1995, en hefur síðan u.þ.b. tvöfaldast. - HEI Samskiptalausn frá Oz Netfyrirtækið OZ.COM hefur sett á markað samskiptalausn sem hlotið hefur nafnið mPresence. Það er víðtæk þjónusta fyrir netviðskipti sem fjarskiptafyrirtæki geta boðið notendum sínum. Segja má að mPresence sé fyrsta skrefið í átt að þráðlausum netviðskiptum en OZ.COM er að kynna nýtt hugtak í þráðlausa Ijarskiptaheiminum; „M-business“ eða „Mobile business". Lausnin verður formlega kynnt í tengslum við Wireless 2000 sýninguna í New Orleans í þessari viku. mPresence er hannað með samskipti einstaklinga í fjarskiptakerfum í huga og býður m.a. upp á hraðar sendingar skilaboða. mPresence byggist á iPulse tækninni sem þróuð var í samvinnu OZ.COM og Ericsson og sameinar notkun lnternetsins, farsímaneta og hefðbundinna símneta.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.