Alþýðublaðið - 18.02.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1967, Síða 3
Kennedy hefur sókn gegn stefnu LBJ WASHINGTON, 17. febr. (NTB- AFP-Reuter) — Robert Kennedy öldungadeildarma'ður sagði í dag, að hann ætiaði að halda stórræðu í öldungadeildinni eftir nokkrar vikur um allar Iiliðar Vietnamdeil unnar. Að hans dómi verður að leysa deiluna við samningaborðið. Hann efast um að loftárásirnar á Norður-Vietnam liafi áhrif. Þrálátur orðrómur er á kreiki um það í Washington, að Kenne- dy muni i ræðu sinni taka ský- lausa afstöðu gegn stefnu John- sons forseta í Vietnammálinu. Samkvæmt góðum heimildum hef ur hann skýrt stjórninni frá þess- ari ætlun sinni, og er því talið að bilið milli hans og forsetans muni breikka enn. Kennedy öldun'gadeildarmaður hefur verið pólitískur keppinaut- ur Johnsons forseta síðan bróðir hans var veginn. Upp á síðkastið ihefur hann dregið úr gagnrýni sinni iá stefnu stjórnarinnar í mál- efnum Suðaustur-Asíu. En nú virð ist hann aftur að vera að skipta um skoðun, þar sem hann hefur gagnrýnt ákvörðun Johnsons um að hefja að nýju loftárásir á Norð ur-Vietnam eftir vopnahléið á ný- ' árshátíð Vietnammanna. Kennedy er ósammála Johnson um það, að nauðsynlegt hafi verið að hefja loftárásirnar á ný, þar sem Norður-Vietnammenn hefðu notað vopnahléið til stórfelldra birgðaflutninga suður á bóginn. Kennedy telur, að framlengja hefði átt hléið á loft'árásunum og reyna að ganga úr skugga um hvað Kosygin forsætisráðherra átti við þegar hann lýsti yfir í London, að framlenging á hléinu mundi stuðla að friðsamlegri lausn Vietnam- deilunnar. Samkvæmt góðum heimildum er Kennedy þein-ar skoðunar, að bæði Norður-Vietnammenn og Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafi notað 'hléið á loftárás- unum til stórfelldra hergagna- flutninga og endurskipulagning- ar á herliði sínu. Hann telur að Bandarílcjastjórn verði að stíga fyrsta skrefið til að kanna skoðan- ir Norður-Vietnamstjórnar á frið- arviðræðum. Lögfræðingafélagið styður Bandalag háskólamanna Annar hélt á buddunni en hinn á kaffipakkanum. GAMAN AÐ FUÚGASl Á Það var næstum orðið vor- lefft I Reykjavík í gær, Sólin skein, svo lengi sem hún mátti og það var eins og fólki fynd ist þegar komið vor, þó að ekki væri golan hlý. A túninu við Snorrabraut og Þorfinnsgötu hittum við tvo stráka sem voru að fljúgast á Það er ekki svo að skilja, að strákar fljúgist ekki á allt ár ið um kring, en þessir tveir sögðu, að það væri svo gaman að fara í áflog, þegar veðrið væri svona gott. — Það er að koma vor, sögðu þeir, og nú er grasið svo þurrt og hreint að það er alveg óhætt að velta sér á því, við ’skemmum ekkert fötin okkar þó að við fljúg- umst á. Við Snorrabrautina hefur ver ið plantað nokkrum grenitrjám og er það vel. Það hefur komið í ljós að trén sem gróðursett voru fyrir nokkrum árum við gamla kirkjugarðinn við Suður götu, hafa dafnað vel og eru nú orðin stærðartré og mikil bæjarprýði og því ekki úr vegi að gróðursetja grenitré sem víð ast um borgina. Þegar við tókum rnynd af strákunum í áflogunum, hitt' um við þriðja drenginn rétt hjá. Hann stóð við eitt greni tréð og var að bíða eftir strætó. Hann var að koma úr skólanum sagði hann. Inni á Laugavegi rákumst við á tvíburadrengi varla eldri en þriggja, fjögurra ára, sem voru Framhald á 15. síðu. Grenitrén á Snorrabrautinni eru bæjarprýði. Þeim fannst gaman að fljúgast á í þurru og hreinu grasinu. Lögfræðingafélag íslands hélt félagsfund þriðjudaginn 14. febr- úar sl. í Tjarnarbúð. Fundarefni var hlutverk og þátttaka Lögfræð- ingafélagsins í Bandala'gi háskóla manna, og voru frummælendur prófessor Ármann Snævarr há- skólarektor og Ólafur W. Stefáns- son deildarstjóri. Gerði fyrri frummælandi eink- um grein fyrir tildrögum þess, að Ársþing UMSE Ársþing Ungmenhasámbands Eyjafjarðar verður haldið á Dal vík laugardaginn 25. og sunnu daginn 26. febrúar og liefst fyrri daginn kl. 2,30 eftir hádegi Að venju verður gerð grein fyrir starfinu á sl. ári og gerð starfsá ætlun fyrir yfirstandandi ár. í Ungmennasambandi Eyjafjarðar eru nú 15 félög, sem hafa rétt til að senda rúmlega 60 full trúa á þingið Bandalag háskólamanna var stofn- að, stofnaðild Lögfræðingafélags- ins að bandalginu og starfi þess fyrstu árin. Síðari frummælandi gerði einkum að umræðuefni störf bandalagsins síðustu áíjn. Sé|r- staklega gerði hann grein fyrir því baráttumáli bandalagsins, að Framhald á 14. síðu. Fundur í Iðnó í dag klukkan 12.10. 18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.