Alþýðublaðið - 18.02.1967, Page 6
Starfssvið arkitekta
verði betur skilgreint
Frá aðalfundi arkitektafélags íslands:
Aðalfundur Arkitektafélags ís-
lan is var haidinn í lok janúar sl.
Fói þá fram stjórnarkjör og frá-
farfendi stjórn igeröi grein fyrir
starfi síðasta árs og helztu verk-
efnum féiagsins.
tsíðasca starfsári var stofnað-
Lífeyrissjóður Arkitektafélags
Islands, þótt enn sé félagið held-
ur fámennt. Er lífeyrissjóður þessi
ibyggöur upp á all nýstárlegan
hátat og var það verk unnið af
Þóri Bergssyni tryggingafræðingi,
en til ráðuneytis stjórninni voru
einjnig lögfræðingur félagsins,
Guðmundur Ingvi Sigurðsson og
Kr. Guðmundur Guðmundsson,
tryggingafræðingur. Er t.d. í
fyrista sinn hér á landi gefinn
möguleiki á sjúkratryggingu.
Únnið hefur verið að því að fá
starfssvi'ö arWitekiln íbetur skilj-
greint og starfsheitið virt.
Er ali undarlegt ástand þeirra
mála hér á landi. Starfsheitið er
lögverndað síðan árið 1936 og geta
þeir einir borið það, sem ráð-
herra hefur veitt leyfi til þess, og
hafa lokið prófi frá háskóla, uem
er viðurkenndur af alþjóðasamtök
um arkitekta og Arikitektafélagi
íslands. Starfssvið arkitefkta er
aftur á móti ekkert verndað, og er
þetta líklega ein af mjög fáum
starfsgreinum, sem ekki njóta laga
verndar hér. Er þetta enn furðu-
legra, er hugsa'ð er til þess, hvert
verkssvið arkitekta í raun og veru
er.
Arkitektar eiga að forma og
mynda ailt okkar daglega um-
hverfi. Þeir hafa stundað nám frá
5 og upp í 10 ár við háskóla til að
geta, á sem hagkvæmastan og feg-
urstan hátt, teiknað hús okkar og
híbýli, skipulagt bæjarliverfi eða
heilar borgir, hjálpað ökkur við
efnisval Og framkvæmd bygginga
og verða oft að umskapa nátt-
úruna umhverfis okkur.
Arkitektinn hefur þannig hönd
í bagga með formun alls þess um-
hverfis, er við verðum að hrærast
í, allt okkar jarðneska líf.
Þetta starf er talið nær öllum
fært án fullkominnar menntunar
eða reynslu, þótt undarlegt megi
virðast, en mjög nákvæm og
ströng lög eru til um það, hverjir
megi klippa h'ár á höfði okkar, eða
mála forstofuna, og hverja mennt-
un slíkir skuli hafa.
Er það þó stærstur liður í menn
ingarsvip hverrar þjóðar, hvernig
hún byggir upp borgir sínar og
hyggð, og skapar þegnum sínum
fagurt og hagkvæmt umhverfi.
Meginstarf félagsins er því og
verður, að skapa Skilning almenn-
ings og stjórnarvalda á mikilvægi
starfs'greinar okkar og stöðugt að
vera á verði, að hvergi slaki fé-
lagsmenn á kröfum þeim til sjálfs
sín, er starfsheitið ber í sér.
Var á aðalfundinum gerð sam-
þykkt um, að fela menntamála-
nefnd félagsins, að kanna mögu-
leika á því, að komið yrði á fót
starfsréttindaprófi fyrir arkitekta
hér.
Yrðu þá allir arkitektar, er
heim koma að loknu námi, að
starfa 'hér á landi í minnst t.d.
Framhald á 10. siðu.
Marta í síðasta sinn
Óperan Marta hefur nú verið sýnd 15 sinnum í Þjóðleikhús
inu, en nú eru aðeins eftir tvær sýningar á óperunni og verð
ur næst síðasta sýningin í kvöld, laugardaginn 18_ febrúar og
síðasta sýning verður sunnudaginn 26. þ.m. Myndin er af
Kristni Hallssyni og Sigurveigu Hjaltested í hlutverkum sín
um í óperunni.
j.
MEELDSQLUBIRGÐIR:BIRGÐASTÖÐ SÍS REVKJAVÍK, EGGERT KRISIJÁNSSON REYKJAVÍK, HEILDVERZL.VALÐIMARS BALDVINSSONAR AKUREVRI.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
g 18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ