Alþýðublaðið - 18.02.1967, Qupperneq 14
Firmakeppni
Framhald af bls. 11
IjO. Skósalan Laugvegi 1.
11. Dráttarvélar h.f., Suðurlands-
braut 6.
12. Klúbburinn, Lækjarteigi 2.
13. Birkiturninn, Hringbraut
/Birkimel.
14. Ölgerð Egill Skallagrímsson,
Ægisgötu 10.
15. Ferðaskrifstofa Saga, Ingólf-
stræti.
16. Heildverzlun Þórhalls Sigur-
jónssonar, Þingholtsstræti 11.
Af 189 fyrirtækjum er þátt
itóku í keppninni eru aðeins þessi
sextán eftir. Búast má við
mörgum jöfnum og hörðum leikj
um, því keppendur hafa verið
•dregnir saman til að ná sem jöfn
ustum leikjum, til þess að fyrir-
tækin hefðu sem jafnasta mögu-
leika til sigurs. Verðlaun verða
afhent á árshátíð félagsins sem
haldin verður um kvöldið í fé-
lagsheimilinu í Kópavogi -niðri)
og hefst hún kl. 8,30. Skorað er
á félagsmenn að mæta á árshá-
tíðina.
(Allar laugardagsæfingar falla
niður).
ÍR vann
Framhald 11. síðu.
þeim mjög vel. Þeir náðu oft
góðum hraðupphlaupum, sem í
eina tíð var helzta vopn liðsins.
Beztur í liði ÍR var Birgir Ja-
kobsson, sem skoraði 22 stig og
var, ásamt Agnari og Hólmsteini,
ágætur í vörn. Af öðrum í lið
inu sýndi Jón Jónasson beztan
leik. Honum hefur farið mikið
fram og er orðinn einn af okkar
beztu bakvörðum.
Hjá KFR var Marinó beztur.
Ilann, Einar og Ólafur eru mátt-
arstólpar liðsins, en þótt hinir
ungu leikmenn liðsins standi þeim
enn nokkuð að baki hafa þeir
tekið miklum stakkaskiptum frá
því í fyrra, og haldi sem stefnir,
er mikils að vænta af þessu liði.
Dómarar í leiknum voru Krist-
björn Albertsson ÍKF og Hall-
grímur Gunnarsson Á.
t
KR-.ÍKF 80:39
Fr.á upphafi leiksins var mun-
urinn á getu liðanna slíkur, að
aldrei var um neina keppni að
ræða. KR-ingar tóku þegar í sín-
ar hendur öll völd og skoruðu
hvað eftir annað hjá ÍKF, án þess
að um verulega mótspyrnu væri
að ræða. Komst KR fljótlega í
22:14 og var þar aðallega að verki
Kolbeinn Pálsson, sem ,„stal“
mörgum boltum af ÍKF og skauzt
upp völlinn og 'skoraði. í seinni
Iiluta hálfleiksins tóku ÍKF-menn
á sig rögg og skoruðu 10 stig gegn
10 stigum KR-inganna ug var stað
an í hálfleik 32:14.
Í^síðari hálfleik héldu KR-ing-
ar uppteknum hætti og juku
stigamismuninn jafnt og þétt.
Lokastigin urðu 80 gegn 39, KR ,
í vil.
Einar og Kolbeinn voru beztu
menn KR liðsins að þessu sinni
pg voru jafnframt stigaliæstir.
Veikti það liðið mikið, að þá
Gunnar Gunnarsson og Kristin
Stefánsson vantaði, en þeir eru
báðir rúmfastir. Stöðu Kristins
sem miðherji hefur Ágúst Svav-
14 18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUI
arsson tekið, hávaxinn og efnileg
ur leikmaður, sem greinilega á
eftir að ná langt í þessari íþrótt,
leggi hann sig fram.
Hjá ÍKF bar mest á Friðþjófi
og Hilmari, en Ingi Gunnarsson
stjórnaði liði sínu af röggsemi.
Einnig vakti Helgi Hólm athygli
fjTir ágæta frammistöðu sína.
Hólmsteinn Sigurðsson ÍR og
Davíð Jónsson Á dæmdu þennan
leik vel, en leikur þessara liða
hefur um árabil verið helzti höf-
uðverkur ikörfuknattleiksdómara,
ýmissa hluta vegna.
Bogi Þorsteinsson, formaður
KKÍ, útskýrði leikina fyrir áhorf-
endum og setur sú nýbreytni
mjög skemmtilegan svip á keppn-
ina, auk þess að vera nauðsynleg
þeim, sem ekki þekkja reglurnar
til hlítar.
AÖalfundur
Fram
Aðalfundur Knattspyrnufélags-
ins Fram verður haldinn í félags-
heimilinu laugarda'ginn 25. febrú-
ar n,k. og hefst kl. 14. Venjuleg
aðalfunda’rstörf. — Stjórnin.
Knattspyrnudeild U.B.K. heldur
spila- og skemmtikvöld sunnudag-
inn 19. febrúar kl. 8.30 í Æsku-
lýðsheimili Kópavogs Álfhólsvegi
32. Fjölmenniö og mætið stund-
víslega. Nefndin.
§Cína
Framhald af 2. síðu.
um stuðningsmanna og andstæð-
inga Maos á svæði einu í Tíbet.
Enn berast fréttir af andstöðu
gegn Mao í Shanghai. Sagt er að
valdatöku stuðningsmanna Maos í
borginni sé ekki lokið og bráða-
birgðastjórn sé við völd í Shang-
íhai.
★ BÓKUM ÚTRÝMT
Rauðir varðliðar hafa tekið að
sér stjórn stærstu vöruverzlunar-
innar í Peking og sett fyrrverandi
yfirmenn stofnunarinnar í að þvo
gólf og gera hreint í byggingunni.
Tass hermir, að rauðu varðlið-
arnir í Kína haldi áfram að eyði-
leggja erlendar bókmenntir í stór
um stíl. Fólk, sem nýkomið er frá
Peking, kveðst hafa séð endalausar
raðir burðarkerra fullar af bókum
eftir Púsjkin, Sjolokov, Balzac,
Romain, Rolland og Dickens. Öll-
um bókunum var ekið til pappa-
verksmiðju.
Útgáfu allra bóka nema verka
Maos hcfur verið hætt i Kína.
Lesendum er aðeins boðið upp á
andsovézka pésa, ögrandi flugu-
miða ogr ssföld, segir Tass.
Hæra? .
Framhald af 1. síðu.
á rekstri málsins að rjúka með
það fyrst í blöðin og kveða upp á-
fellisdóm fyrirfram yfir stofnun
inni og reyna þannig að gera þetta
að æsingamáli.
Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins vill að sjálfsögðu eiga sem
bezt samstarf við viðskintamenn
sína, kaupmenn og neytendur, og
reyna eftir megni að koma til
móts við óskir þeirra. í þessu sam
bandi er ástæða til að taka fram,
að forráðamenn Neytendasamtak
anna hafa ekki íeitað eftir slíku
samstarfi.
Stjórn Grænmetisverzlunarinnar
hefur nú til athugunar, hvort þess
skuli krafizt að forstöðumenn Neyt
endasamtakanna verði látnir sæta
ábyrgð fyrir óréttmæta árás á
hendur stofnuninni.
Þrír undir
Framhald af 1. síðu.
prestur, og af þeim hafa 23
náð sjötugsaldri, 32 eru milli
sextugs og sjötugs, 27 á sex-
tugsaldri, 30 milli fertugs og
fimmtugs, 41 milli þrítugs og
fertugs og 3 innan við þrítugt.
Yngstur prestvígðra manna er
séra Sigfús Jón Árnason, fædd
ur 1938.
Lögff ræðs ngaf élag
Framhald af 3. siðu.
það verði viðurkennt sem samn-
ingsaðili fyrir hönd háskólamanna
í þjónustu hins opinbera. Lögðu
frummælendur áherzlu á, að Lög-
fræðingafélagið veitti bandalag-
inu fullan stuðning í baráttu þess
fyrir áhugamálum sínum,
Að framsöguræðum loknum
tóku til máls Hrafn Bragason dóm
arafulltrúi og formaður félagsins,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Að lokum voru kosnir fulltrúar
í fulltrúaráð Bandalags háskóla-
manna.
AB-bék
Framhald af 2. síðu.
anlegra ljósmynda" eins og þýð-
andinn segir. Engar tvær lífverur
FRÉTTIR í
STUTTU
MÁLI
★ STÓRSÓKN í VIETNAM ,
□ í viðtali við „New York Times“
í dag bauðst Hailes Selassie Eþí-
ópíukeisari til að fara til Hanoi
að miðla málum í Vietnamdeil-
unni.
□ í Saigon var frá því skýrt, að
hersvqitir Saigonstjórnar hefðu
fellt 100 hermenn Vietcong á
sömu slóðum og Suður-Kóreuher-
menn felldu 243 hermenn úr hin-
um reglulega her Norður-Viet-
nam fyrir tveimur dögum. Bardag-
ar þessir fóru fram á austurströnd
Suður-Vietnam, þar sem hafin er
stórsókn gegn Norður-Vietnam-
hersveitum og Vietcong.
□ Bandar.skar flugvélar hafa sett
nýtt met í loftárásum á hermenn
Vietcong. Níu stórfelldar loftárás
ir voru gerðar á ýmsar stöðvar
Vietcong á 30 tímum.
□ Sífellt fjölgar þeim sem strjúka
úr liði Vietcong. 3.465 Vietcong-
menn svikust undan merkjum frá
1. jan. til 11. febrúar, 1822 fleiri
en á sama tíma í fyrra.
eru eins, en í bókinni fyl'gist les-
andinn stig af stigi með þeim
margslungnu athöfnum, sem liggja
að baki vaxtar og þroska, og ber
þá margt forvitnilegt á góma.
Fullyrða má, að Vöxtur og
þroski hafi að geyma ótrúlega mik
ið af þeirri þekkingu, sem varðar
hvem mann, jafnt gamlan sem
ungan. Þar geta foreldrar leitað
margrar hagnýtrar fræðslu við
lausn uppeldislegra vandamála,
og ugglaust getur æskulýðurinn
einnig að sínu leyti lært þar heil-
mikið — um foreldra sína.
í Vexti og- þroska er talsvert á
annað hundrað mynda, þar á með-
al um föötíu litmyndasíður. Rit-
stjóri Alfræðasafns AB er Jón
Eyþórsson veðurfræðingur.
Ég flyt öllum hjartans þakkir, sem cg á gott að þakka á Iífs
leið' minni, og þá einnig og ekki sízt alla elskusemina á áttræðis
afmælinu.
Guðbrandur Magnússon.
Eiginmenn og unnustar!
MUNIÐ KONUDAGINN
BLÓMASKÁLINN viö Nýbýiaveg,
Laugavegi 63 og Vesturgötu 54.
TOYOTA CORONA
Glæsilegur og traustur einkabíll með frábæra
ökuhæfileika. Innifalið í verði m.a. 74 HA.
VÉL — SÓFASTÓLAR — ALTERNATOR
GÓÐ MIÐSTÖÐ — TOYOTA RYÐVÖRN
ÞYKK TEPPI — BAKKLJÓS — RÚÐU-
SPRAUTA.
Japanska bifrelöasalan hff.
Ármúla 7 — Sími 34470.
Systir mín
ELÍNBORG AÐALBJARNARDÓTTIR
kennari, Hjarðarliaga 30, andaðist 16. febrúar
Fyrir hönd vandamanna
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR.