Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 FRÉTTIR * I leikhúsmu gildir bara dánarvottorð Egill Ólafsson í hlutverki sínu í Kysstu mig Kata. - mynd: e.ól. Egill Ólafsson, aðal- karlleíkari í söng- leiknum Kysstu mig Kata í Borgaxleikhús- inu, sleit vöðvafest- ingar í fæti í miðri frumsýningu. Eftir meðhöndlun lækna í nokkuð löngu hléi hélt hann áfram eins og lítið væri. „Þetta gerðist rétt fj'rir hlé þegar ég tók stökkið og Iínuskotið af þrjátíu metra færinu. Þá slitn- uðu vöðvafestingar. I hléinu fékk ég síðan meðhöndlun hjá tveim- ur læknum og hjúkrunarkonu sem voru á sýningunni. Það vildi svo heppilega til að hjúkrunar- konan var með bólgueyðandi efni með sér, eitthvað sem hún greip með sér á síðustu stundu. Þau settu líka ís á fótinn til að kæla þetta niður, en dansararnir í sýningunni eiga allt sem til þarf við svona óhöpp," sagði Egill Ólafsson, sem Ieikur aðal karl- hlutverkið í hinni frábæru sýn- ingu Borgarleikhússins á söng- Ieiknum Kysstu mig Kata. Þetta gerðist á frumsýningunni síðast- liðið laugardagskvöld. Leikhúsgestir urðu áreiðan- lega ekki allir varir við þegar óhappið gerðist, sennilega fæstir. Síðan gerðist það þegar hléið átti að vera búið að tilkynnt var að það myndi af óviðráðanlegum or- sökum lengjast um 10 mínútur og að þeim liðnum um aðrar 10 mínútur. Það barst út meðal leikhúsgesta að Egill hefði meitt sig eitthvað. En síðan hófst síð- ari hluti sýningarinnar og þá var Egill kominn með staf og stakk aðeins við. Meira var það nú ekki. En hvernig í ósköpunum gat hann haldið áfram sýningu með slitnar vöðvafestingar? Þetta var sárt „I leikhúsinu er þetta þannig að eina fjarvistarplaggið sem gildir er dánarvottorð. Menn Ieika með slitna vöðva, biluð bök og með 40 stiga hita. Eg hef gert þetta allt saman. Eg minnist þess að hafa leikið þegar ég gat í raun- inni ekki gengið. Eg var bara sprautaður niður,“ sagði Egill. Hann var spurður hvort það hafi ekki verið óbærilega sárt að halda áfram en það skal tekið fram að ótrúlega Iítið sást á Agli, leikurinn var jafn góður eftir hlé. „Jú, það var sárt að hreyfa sig, ég skal játa það. I síðari hlutan- um var ég kominn með staf, eins og allir sáu, en átti ekki að vera með hann,“ sagði Egill, sem lék svo í sýningu númer tvö strax á sunnudagskvöld, „á annari löpp- inni,“ eins og hann orðaði það. „Ég fékk strax góða ummönn- un eins og ég sagði áðan en síð- an fékk ég lækna landsliðsins í handknattleik og sjúkraþjálfara þcss til þess að annast um mig og ég er því í góðum höndum," sagði Egill. Hann sagðist vera dálítið þreyttur eftir helgina en sagðist vonast til að þetta versni ekki og þá gæti hann leikið í næstu sýn- ingu sem er á fimmtudag. En hann benti á að auðvitað vissu menn aldrei hvernig færi með svona meiðsl. Það væri bara að vona hið besta. — S.DÓR SD^tr Svo virðist sem fé hafi beinlínis streymt inn í Búnaðarbanka ís- lands í fyrra. Innlánin ank- ast um 33% Innlán í Búnaðarbankann hækk- uðu um 33% á síðasta ári (í 61 milljarð) á meðan útlánin jukust aðeins 26% (í 81 milljarð), sam- kvæmt ársskýrslu BÍ. Meira að segja í krónum talið slagaði inn- lánaaukningin (15,2 milljarðar) hátt í útlánaaukninguna (16,9 milljarðar). Vegna tilmæla Seðla- bankans segjast Búnaðarbanka- menn hafa leitast við að halda aft- ur af neyslulánum til einstaklinga, sem jukust aðeins um 16,7% milli ára, en lán til einstaklinga eru tæp 23% heildarútlánanna. Athygli vekur, með hliðsjón af nafni bank- ans, að útlánahlutfallið til land- búnaðar er komið niður í 6,1% eða aðeins um þriðjung þess sem það var 1990 (17,2%) en hlutur sjávarútvegsins óx á sama tíma úr 6,1% upp í 16,4% - enda lán bank- ans til sjávarútvegs aukist um 116% á tveim árum. Rekstrarhagnaður bankans var um 1,7 milljarðar fyrir skatta, nær 93% meiri en árið áður, þrátt fyrir lækkandi vaxtamun (3,37%). Heildareignir Búnaðarbankans jukust um þriðjung í fyrra og hafa þar með næstum tvöfaldast á þrem árum. — hei Samviima HA og HÍ Háskóli íslands og Háskólinn á Akureyri Iieíja samstarf um fjarkennslu í hugvís- indum. „Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus," söng Egill Ólafs- son í gamla daga með Þursa- ílokknum og nú hafa Háskólinn á Akureyri og Háskóli Islands komið á fót þróunarverkefni í fjarkennslu sem fer af stað í haust. Þemað er tildrög og eðli nútímans og verður þetta við- fangsefni skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Samstarfsverk- efnið markar ákveðin tímamót, hvort tveggja út frá tæknilegu sjónarmiði sem og frá sjónarmiði hugvísindanna að sögn Þorsteins Gunnarssonar rektors Háskólans á Akureyri. Námsbrautin verður inngang- ur að námi í hugvísindum á há- skólastigi og er ætlunin að hún verði viðurkennd sem aukagrein með öðru námi í heimspekideild, félagsvísindadeild og guðfræði- deild Háskóla Islands, og kjör- Þorsteinn Gunnarsson. svið í kennaranámi við Háskól- ann á Akureyri og Kcnnarahá- skóla Islands. Kennt verður með aðstoð fjarfundabúnaðar, bæði frá Akureyri og Reykjavík. Nám- ið verður aðgengilegt öllum Iandsmönnum sem aðgang hafa að fjarfundabúnaði og þaðan sem mynda má minnst fimm nemenda hóp. I upphafi og við lok námsins hittist allur hópur- inn á helgarnámskeiðum í heimavistarskóla á Iandsbyggð- inni. Námsframboð á þessari nýju braut verður blanda af nám- skeiðum sem nú þegar eru kennd við skólana og nýju náms- efni sem tekur mið af þemanu, sem er tildrög og eðli nútímans. Þverfagleg samvinna Aðstandendur námsbrautarinnar telja hana mörgum kostum gædda, meðal annars að þetta nám muni vcita undirstöðu sem fari vel saman við áframhaldandi nám í heimspekideild, félagsvís- indadeild, guðfræðideild eða kennaradeild. Þá muni brautin njóta góðs af sameiningu krafta frá báðum stöðum og sérþekk- ingu og reynslu kennara við báða skólana. Námsbrautin sé þver- fagleg, þannig að nemandinn kynnist aðferðum og viðfangs- efnum ólíkra greina. Slík almenn menntun leiði oft til betri skiln- ings á því fagi sem nemandinn ákveður að sérhæfa sig í. Einnig endurspegli þema námsins, nú- tíminn, sumt af þvf markverðasta sem er að gerast á þeim fræða- sviðum sem að náminu snúa, auk þess sem lögð verði áhersla á þjálfun í akademískum vinnu- brögðum og aðferðum. — hi Friður 2000 minnir á sig Ástþór Magnússon og félagar hans í Friði 2000 sáu ástæðu til þess í gær að senda frá sér frétta- tilkynningu þar sem minnt er á að samtökin bjóði enn ódýrustu símtölin til útlanda. Þar segir að Friður 2000 hafi verið fyrsti að- ilinn hér á landi til að „brjóta niður einokunarmúr" Pósts og síma fyrir þremur árum með því að bjóða allt að 80% ódýrari sím- tök til útlanda en þá tíðkuðust. Kvartað er yfir því að flestir fjöl- miðlar hafi gleymt símaþjónustu Friðar 2000. Sem dæmi úr verð- skrá er nefnt að í gegnum síma- þjónustuna kosti símtal til Bandaríkjanna aðeins rúmar 1 5 kr. pr. mínútu. Það sé lægra verð en nokkuð fjarskiptafyrirtæki bjóði hér í dag. Verðlækkuu á físki Eftir samfellda verðlækkun á sjávarafurðum allt nýliðið ár hefur verð verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði, segir í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Mælt í íslenskum krónum var verð sjávarafurða um 3% lægra að meðaltali árið 1999 en árið áður. Þjóðhagsstofnun seg- ir verð botnfiskafurða hafa verið gott að undanfömu og cngar hlikur á lofti um að það lækki á næstunni. Loðnumjöl og lýsi féll í verði í ársbyrjun 1999 og hefur ekki verið lægra síðan 1995. — hei Ólafur fagnar Pútín Forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, sendi nýkjörnum forseta Rússlands, Vladimir Pútín, heillaóskaskeyti í gærmorgun. í kveðju sinni vísaði forsetinn til langrar og farsællar samvinnu íslands og Rússlands á sviði viðskipta og menningar og áréttaði nauðsyn þess að ríki í Evrópu sameinuöust um að tryggja frið, lýðræði og framfarir í álfunni. Stúlka á nítjánda ári dæmd vegna fíkniefnabrots Stúlka á nítjánda ári hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd til að greiða 30 þúsund krónur í sekt, auk greiðslu málskostn- aðar, vegna fíkniefnabrots. I október í fyrra var stúlkan handtekin og Iagt hald á 0,73 grömm af hassi og 0,32 grömm af amfetamíni. Auk stúlkunnar voru fjögur ungmenni einnig ákærð en málurn þeirra var lokið með dómi í lok nýliðins árs. Vegna forfalla stúlkunnar var henn- ar þáttur skilinn frá málum hinna. Stúlkan hlaut á árunum 1998 og 1999 fjóra dóma, tvisvar átta mánaða fangelsi sem skilorðsbundið var til þriggja ára, einu sinni tíu mánaða fangelsi sem bundið var skilorði í tvö ár og að auki þrjátíu daga fangelsisdóm sem skilorðsbundinn var í tvö ár. Með dómnum nú er tekið tillit til þess að stúlkan var við fyrri brot sín aðeins sautján ára þannig að eftir atvikum „...þykir mega dæma ákærðu í refsingu sér í lagi, en láta skilorðiö haldast," segir í forsendum dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra. — hi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.