Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 1
1/erð ílausasölu 150 kr. 83. og 84. árgangur -61. tölublad Harkan sex í Lottótekjuslag Það hrikti í stoðiun ÍSÍ á íþróttaþingi um helgina þegar tekist var á uin hvemig ætti að skipta upp sífellt minnkaudi tekjum af Lottóinu. Umskeið leit út fyrir að fulltrú- ar myiidu ganga út og þar með í raun kljúfa ÍSÍ, en því var afstýrt. Fyrir íþróttaþingi lá tillaga frá Iþróttabandalagi Reykjavíkur, Iþróttabandalagi Hafnarfjarðar og Iþróttabandalagi Akureyrar um breytingar á skiptingu Lottóhagn- aðar. Breytingin átti að leiðrétta misræmi sem þessi aðildarfélög telja að sé á úthlutuninni milli þeirra félaga sem eru bæði í ISÍ og UMFÍ annars vegar og þeirra sem eru einungis í ÍSÍ. Hefði tillagan fengið samþykki hefði hlutur héraðssambandanna sem fluttu tillöguna hækkað sam- tals úr 35,3 millj- ónum króna upp í 41,7 milljónir króna. A hinn bóg- inn hefðu t.d. tekj- ur UMSK, sem m.a. er með Breiða- blik í Kópavogi inn- an sinna vébanda, Iækkað úr 15,1 milljón króna niður í liðlega 10 milljón- ir króna. Mikið fjaðrafok varð við framlagninu tillög- l/aldimar Leó Friðriksson. sættanlegt. Eftir nokkurt orða- skak í ræðustóli, sem og úti í sal, Iagði Valdimar til að tillögunni yrði vísað frá. Þá gerði þingforseti, Kristján Þór Júlíus- son, fundarhlé, meðan Ieitað var sátta um framhald- ið, og má segja að loft hafi verið mjög rafmagnað. Ekki síst vegna þess að hvisast hafði að ef tillagan yrði sam- þykkt myndu full- trúar þeirra héraðs- sambanda sem Riðlai allri starfsemi Valdimar Leó Friðriksson, for- maður UMSK, sagði samþykkt þessarar tillögu ekki koma til greina, tekjutap UMSK yrði um 4 milljónir króna hennar vegna, það riðlaði allri starfsemi sambands- ins, og það væri einfaldlega óá- einnig eru innan vébanda UMFl, yfirgefa íþrótta- þing, og þannig í raun kljúfa ÍSÍ, aðeins tveimur árum eftir að það sameinaðist Olympíusambandi Islands. Tillagan Itemtir aftur Málamiðlun fannst eftir að tillög- unum hafði verið vísað til fjár- hagsnefndar, sem lagði til að kannað yrði hvort hagkvæmt væri að sameina UMFI og ISÍ, en í málamiðluninni felst í raun frest- un á ágreiningsefninu f tvö ár. Þann tíma hyggjast menn nota til að vinna úr því. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, sagði Degi að samþykkt tillögunn- ar hefði þýtt röskun á allri starf- semi aðildarfélaga UMSK. „Það er ekki hægt að koma á íþrótta- þing með tillögu sem kippir fót- unum undir starfsemi UMSK og félaga innan þess. Þetta hefði orðið um 25% tekjuskerðing fyrir aðalstjórn Breiðabliks. Lóttó til- lagan mun þó koma aftur fram verði ekkert gert í málinu, því þeir eru ósáttir sem eiga hlut í lottóinu aðeins á öðrum staðnum. Erfið- ara rekstrarumhverfi krefst þess einnig að þetta sé skoðað, ekki síst vegna þess að starfsemi félaga breytist sem og félagatalan," sagði Valdimar Leó Friðriksson. Sjd ítarlega umfjöltun um ÍSÍ þingið á bls. 8-9. Slaguriim á fima ferð Nú hefur verið ákveðið að fundaferð þeirra Ossurar Skarp- héðinssonar og Tryggva Harðar- sonar, formannsefna Samfylk- ingarinnar, hefjist á Fosshótel KEA á Akureyri 4. apríl. Síðan verður haidið áfram og farið til Sauðárkróks og fundað þar í Ólafshúsi 5. apríl og daginn eftir þann 6. apríl verður fundur í Keflavík í Víkinni, húsnæði Verkalýðs- og sjómannafélagins. A Isafirði verður síðan fundur 8. apríl á Hótel ísafirði. Þar næst verður fundað á Reyðarfirði 11. apríl í Félagslundi. A Selfossi verður svo fundur þann 12. apríl á Hótel Selfoss og í Venusi í Borgarnesi þann 13. Laugardag- inn 15. apríl lýkur fundaferðinni með fundi í Reykjavík. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hvar hann verður haldinn. Þess má geta að Tryggvi kynn- ir í dag pólitíska stefnuskrá sína vegna framboðsins. — S.DÓR Úlafur Ragnar Grímsson nýtti tímann vel á Akureyri um helgina og brá sér meðal annars á skíði í Hlíðarfjalli. Ekki var annað að sjá en þarna færi vanur íþróttamaður. Fjallað er um Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri f innblaðinu Akureyri-Norðurland. - mynd: brink Ingþór Bjarnason nær ekki á pólinn í þetta sinn. Ingþór sóttur Ákveðið var síðdegis í gær að senda Twin Otter vél flugfélags- ins First Air til að sækja Ingþór Bjarnason, annan pólfaranna. Ingþór er það slæmur af kali á fingrum að hann treystir sér ekki til að halda lengra en félagi hans, Haraldur Örn Ólafsson, mun hins vegar halda áfram einn síns liðs. Þeir tóku sjálfir ákvörðun um þetta í gær. Þeir höfðu þá gengið 86,6 kílómetra frá því gönguferð þeirra hófst. Haraldur Örn þarf nú að endurskipuleggja þá vegalengd sem eftir er vand- lega því að mörgu er að huga er menn leggja einir á slík hættu- svæði. Upphafleg áætlun göngu- garpanna var að ná pólnum í byrjun maí. Leiðangrar á Norðurpólinn þurfa að glíma við einhverjar erf- iðustu aðstæður sem þekkjast á jörðinni og hafa margir þurft frá að hverfa sökum ofþreytu, kals og ýmissa áfalla. I gær var 35 gráðu frost en með vindkælingu samsvaraði kuldinn um 50 gráðu frosti. — HI Keikó lærir Umsjónar- menn Keikós eru mjög ánægðir með hversu vel hann hefur aölagast Klettsvíkinni Keikó. og eru núna að kenna honum að skipta sér ekkert af bátum sem sigla fram- hjá. Þegar það hefur tekist verð- ur Keikó kennt að nálgast aðeins einn bát. Sá heitir Draupnir, en ætlunin er að hann fylgi Keikó út úr Klettsvíkinni ef og þegar hon- um verður sleppt á haf út. Þetta kemur fram á vefsíðu Keikós. Skipverjar á Draupni munu hafa samband við Keikó með því að kalla til hans í gegnum neðan- sjávarhátalara og mótttakara sem verður festur við bakborðshlið bátsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.