Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 5
 ÞRIOJUDAGUR 28. MARS 2000 - S FRÉTTIR L VMSÍ neitar sMpu- lðgðu undanhaldi Verkfallsboðim hreyfði við atvinuu- rekendum. Undan- haldi vísað á bug. Launakrafan lítið rædd. Ný launatafla. Hervar Gunnarsson varaformað- ur VMSI segir að samstaða sé um það í samninganefndinni að fresta áður boðuðu verkfalli á Iandsbyggðinni um hálfan mán- uð, eða frá 30. mars til 13. apríl. Því hefði ráðið sameiginlegt stöðumat á gangi viðræðna. Ef eitthvað var þá hefði valið staðið á milli þess að fresta í 10 eða 14 daga. Hann vísar því á bug að þetta sé merki þess að skipulagt undanhald sé hafið innan þeirra raða við að ná fram meiri kaup- hækkunum en aðrir hafa fengið. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir frestunina vera rétta ákvörðun og hefði í sjálfu sér ekki komið á óvart. A formannafundi aðildar- félaga Alþýðusambands Vest- fjarða í kvöld verður tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu Ari Edwald. um verkfallsboðun í fjórðungn- um. Þurfti Jjrýsting Varaformaður VMSI segir að frestunin sé fyrst og fremst byggð á því að samninganefnd- inni hafi miðað áfram í viðræð- um við atvinnurekendur, öndvert við það sem var áður en verk- fallsboðunin var samþykkt. Að því leyti hafi verkfallsboðunin aukið þann þrýsting sem þurfti til að hreyfa við samingsvilja at- Hervar Gunnarsson. vinnurekenda, enda verkfall ekki takmark í sjálfu sér. Þá segist hann ekki hafa heyrt annað en jákvæð viðbrögð félagsfólks við frestuninni. Hann segir rekspöl viðræðna snúast aðallega um önnur atriði í kröfugerðinni en þau sem lúta að beinum launa- hækkunum. Þótt kaupkröfurnar hafi lítið verið ræddar bjóst hann við að tekist yrði á um þær í framhaldi af vinnu við gerð nýrr- ar launatöflu. Hinsvegar sé ekki búið að leggja kostnaðarmat á það sem náðst hefur eða það sem sé innan seilingar. Samkomulag um lífeyrissjóði Meðal annars hefur náðst sam- komulag um ákvæði um viðbót- arframlag í Iífeyrissjóði. Þótt það framlag sé að vísu jafnmikið og kveðið er á f samningi Flóa- bandalagsins, eða 2%, en frá- brugðið að því leyti að þar geta menn valið á milli séreignasjóðs og sameignarsjóðs. Af öðrum málum sem eru frágengin eða á lokastigi eru meðal annars breyt- ingar á kafla kjarasamnings sem Qallar um fýrirtækjaþátt samn- inga, breytingar og skýrari upp- setningu samnings um veitinga- hús og greiðasölustaði, ákvæði er lúta að samningum ræstingar- fólks, nýr kafli um starfsfólk í mötuneytum og sérmál fisk- vinnslufólks. Þá er hafin vinna við nýja launatöflu, eða fram- setningu hennar, breyttar áhersl- ur um skyldutryggingar, ákvæði um starfs- og grunnmenntun verkafólks, ákvæði um fræðslu erlends verkafólks og sérstakur kafli um bifreiðastjóra. — GRH Eftírlitið villrök „Komi til veru- legra breytinga á iðgjöldum í lögboðnum ökutækjatrygg- ingum, gerir Fjármálaeftir- litið kröfu til þær ítarlega fyr- ir almenningi, með vísan til fyrri reynslu af ið- gjöldum og tjónakostnaði, auk almennrar fjárhagsstöðu félag- anna,“ segir meðal annars í yfir- lýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í gær vegna um- ræðu um hugsanlega þörf á hækkunum iðgjalda á lögboðn- um ökutækjatry'ggingum. Fjármálaeftirlitið minnir á að það hafi tekið iðgjaldahækkanir tryggingafélaga fyrir í fyrra og komist m.a. að þeirri niðurstöðu að hækkun, umfram það sem rekja mátti beint til breytinga á skaðabótalögum, hefði ekki ver- ið nauðsynleg í öllum tilvikum. Taldi Eftirlitið brýnt að hvert fé- lag tæki forsendur iðgjalda- hækkana til endurskoðunar um leið og frekari reynsla væri feng- in. Fjármálaeftirlitið vill að hvert félag geri grein fyrir sínum hækkunum, ef til þeirra kemur nú. Nýlega var skipuð nefnd til að huga að tillögum um breyt- ingu á reglugerð um ársreikn- inga tryggingafélaga, annarra en Iíftryggingafélaga. — BJB þess að einstök vátryggingafé- lög rökstyðji Tryggingafélögin eru krafin um rök fyrir hækk- unaráformum. Flestar umsóknir um íjárhagsadstod Golfararnir sem tóku hring á golfvellinum við Korpúlfsstaði I gær voru trú- lega lítið að hugsa um aukningu umsókna um hvers kyns þjónustu í Mið- garði f Grafarvogi sem hefur aukist um 27% milli ára. Miðgarður í Grafar- vogi. Husaleigubætur og sáUræðiþjónusta. Fjöldi umsókna um þjónustu Miðgarðs í Grafarvogi á sl. ári var einna mestur vegna fjárhagsað- stoðar, eða vel á fjórða hundrað. Þar á eftir voru það umsóknir vegna húsaleigubóta, eða 247. Þá bárust 185 umsóknir vegna sál- fræðiþjónustu grunnskóla og 170 umsóknir vegna heimaþjónustu. Samtals unnu starfsmenn Mið- garðs með 1748 tilkynningar eða umsóknir á sl. ári sem var um 27% aukning frá fyrra ári. Böm og ímglingar Þetta kom m.a. fram í kynningu Regínu Asvaldsdóttir forstöðu- manns Miðgarðs á fjölskylduþjón- ustunni í Grafarvogi á málþingi um reynsluveitarfélag. I erindinu kom einnig fram að Ijölskyldu- þjónustan vann á sl. ári einnig með um 180 bömum í 330 fjöl- skyldum. Þar af voru 75 börn frá fyrri árum og 105 ný. Þá voru alls teknar um 230 lögregluskýrslur. Þar kom einnig fram að í Grafar- vogi sé hlutfall barna og unglinga undir 18 ára aldri mun hærra en í öðrum borgarhverfum af öllum íbúum eða 40% á móti 20%. Þann 1. desember sl. voru börn og ung- lingar alls 6.300 á sama tíma og íbúar eldri en 67 ára voru aðeins 470, eða 2,9% af íbúum. fbúar hverfisins em 16.272 og hefur þeim fjölgað árlega að meðaltali um 1.200 manns. — GRH Staðgreiðsla á netinu í tilkynningu frá Búnaðarbank- anum segir að bankinn og ferða- skrifstofan Urval-Utsýn séu fyrstu fyrirtækin í öllum heimin- um til að nýta sér staðgreiðslu á Internetinu. Þessi netverslun fór af stað fyrir helgina. Þegar keypt er ferð hjá Úrvali-Útsýn má greiða staðfestingargjaldið með netgreiðslum Búnaðarbankans. Ekki þarf að gefa upp kortanúm- er viðkomandi viðskiptavinar. Eina skilyrðið er að hann sé skráður notandi í Heimilisbank- anum. Netgreiðslurnar eru hluti af Netgíróþjónustu bankans og þurfa fyrirtæki, sem bjóða upp á þetta, ekki að vera í viðskiptum við bankann. Auk ferðaskrifstof- unnar bjóða Vefverslun Símans, Bóksala stúdenta og Skífan upp á Netgreiðslur Búnaðarbankans. Reiknað er með að fleiri bætist í hópinn á næstunni. Vígði kynbótastöð á írlandi Árni M. Matniesen sjávarútvegsráð- | ....t— herra og Frank Fahey, matvæla- og sjávarútvegsráðherra írlands, opn- uðu nýja kynbótastöð fyrir lax í Galway á Irlandi á laugardaginn var. Stöðin er í meirihlutaeigu íslenska eldisfyrirtækisins Stofnfisks. Eftir ítarlega úttekt sérfræðinga á vegum írska ríkisins á þeim verkefnum sem í boði voru á þessu sviði ákvað hún að ganga til samstarfs við Stofnfisk. Taldi ríkisstjórnin mikinn tíma- sparnað og fjárhagslegan ávinning af því að tengjast verkefni sem þeg- ar er hefur verið í mikilli þróun hjá Stofnfiski. Með þessum samningi við fyrstu laxeldisstöðina á Irlandi má segja að verkefnið sé formlega hafið, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Árni og írski kollegi hans skoða kynbótastöðina á írlandi. Myndavélar til góðs Lögregla, dómsmála- og borgaryfir- völd eru mjög ánægð með reynsluna af notkun efrirlitsmyndavéla í mið- borg Reykjavíkur og þykir sýnt að öryggi almennra borgara og lög- reglumanna hafi aukist með til- komu vélanna. Þær hafa átt þátt í því að koma í veg fyrir afbrot og upplýsa um afbrot og þannig verið grundvöllur sakfellinga í dómsmál- um. Til skoðunar er að koma vélum fyrir víðar í borginni og nágranna- sveitarfélögum. Bráðabirgðaskýrsla um árangurinn af eftirlitsmyndavélunum var kynnt í höfuðstöðvum Iögreglunnar í Reykjavík í gær, að viðstöddum Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra. Bæði lögreglan og borgarstjóri eru sammála um að myndavélarnar og svo breyttur afgreiðslutími veitingahúsa hafi bætt ímynd miðborgarinnar til muna, en ástandið þar hafi verið verulega áfátt með Ijölmennum „útihátíðum" um hveija helgi. Dregið hefur úr líkamsárásum, eignaspjöllum og fíkniefnabrotum og ómæld þau tilvik þar sem vélarnar hafa komið í veg fyrir afbrot. Um nýliðna helgi komu upp tvö tilvik þar sem vélarnar aðstoðuðu við að upplýsa mál, en í öðru þeirra náðist til manns sem gekk um með hamar og hníf í ofbeldistil- gangi (sjá Dagbók lögreglunnar á bls. 11 í blaðinu í dag). — FÞG Frá kynningu bráðabirgðaskýrslu um notkun eftirlitsmyndavéla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.