Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐl Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(KJ563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páli Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritStjÓrnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAV(K) Rússnesku kosningamar í fyrsta lagi Naumur meirihluti þeirra lcjósenda í Rússlandi sem maettu á kjörstað um helgina hafa staðfest þann gjörning Boris Jeltsíns að gera fyrrverandi foringja í sovésku leyniþjónustunni KGB að eftirmanni sínum á forsetastóli. Vladimir Pútin mun því taka formlega við því embætti, sem hann gegnir nú án kosn- inga. Þessu hafa ráðamenn á vesturlöndum fagnað sérstak- lega, án þess þó að hafa nokkra vissu fyrir því að Pútín mun reynast farsæll forseti fyrir Rússland eða umheiminn. Þeir veðja einfaldlega á hann eins og lottómiða. I öðru lagi Ferill nýkjörna forsetans réttlætir engar slíkar væntingar. Hann er alinn upp í sovésku leyniþjónustunni, sem hingað til hefur ekki talist sérstakur lýðræðisskóli, og starfaði þar í fimmtán ár. Pútin var óþekktur innan lands sem utan þegar Jeltsín gerði hann að forsætisráðherra í ágúst í fyrra. Síðan gerðust hlutimir hratt. Pútin skipulagði og hóf af mikilli hörku eyðingarstríð í Téténíu sem nú er rústir einar. Rússar, sem gremst mjög eymd og volæði rússneska ríkisins eftir hrun Sov- étríkjanna, fögnuðu því að allt í einu væri kominn forystumað- ur sem gæti lamið frá sér af fullkomnu miskunnarleysi. í þriðja lagi Til að nýta þá stuðningsbylgju sem reis vegna stríðsins í Tétén- íu var Jeltsín fenginn til að segja af sér og gera Pútin að eftir- manni sínum. Sú atburðarás var öll hin ógeðfelldasta, en hef- ur nú fengið stimpil lýðræðislegra kosninga. Forvitnilegt verð- ur að sjá hvort vinsældir Pútins endast fram á sumarið, en þá áttu forsetakosningarnar að fara fram. Fljótlega mun líka skýr- ast hvort hann er einræðissinnað hörkutól, eins og margir full- yrða, eða hefur raunverulegan áhuga á umbótum. Slíkar fram- farir verða ekki nema hann sé reiðubúinn að takast á við þær öflugu valdaklíkur og mafíur sem ráða efnahagslífi landsins. Slíkt stríð mun reynast honum erfiðara en að beija á óbreytt- um borgurum í Téténíu með ofurefli rússneska hersins. Elías Snæland Jónsson. Læmingj aheilkennið Steingrímur J. Sigfússon er nú orðinn næstvinsælastur stjórn- málamanna, næstur á eftir Dav- íð samkvæmt nýrri skoðana- könnun í DV. Oruggur í þriðja sætinu er svo sjálfur Ossur Skarphéðinsson verðandi Sam- fylkingarformaður, en í fjórða sæti kemur sfðan Hall- dór Asgrímsson utan- ríkisráðherra og for- maður Framsóknar- flokksins. Halldór er raunar vanur að vera í öðru sæti í svona kosn- igum en nú eru breyttir tímar og uppröðunin og hlutföllinn milli flokka og foringja talsvert önn- ur en þau hafa- verið. Þannig er það, að sjálfur Davíð er nú að upplifa sögulega vin- sældalægð. Bæði eru óvinslædir hans áberandi mikið meiri en þær hafa áður verið og á sama tíma hafa vinsældir hans minnkað mikið. Deilt við öiyrkja Garri hefur mikið velt fyrir sér hvað sé hér í gangi. Það er nokkuð auðvelt að skýra vinsældartap Davíðs, en það liggur hins vegar ekki alveg eins í augum uppi hvernig skýra megi enn minnkandi vinsældir Halldórs og Framsóknarflokks- ins. Garri mun þó að sjálfsögðu útskýra það líka en skýringin á óvinsældum framsóknar tengist einmitt óvinsældum Davíðs. Nema hvað að skýringin á fylgistapi Davíðs hlýtur að liggja í því að hann hefur staðið í ill- skeyttum deilum við Orykja- bandalagið og Garðar Sverris- son. Það er einfaldlega vond lat- ína að ætla að reyna að slá sig til riddara með því að sparka í þá sem á einhvern hátt eiga undir högg að sækja og slíkt mun seint skila stjórnmálamönnum auknu fylgi. Kjósendur vilja Davíð Oddsson. ekki lemja menn með gleraugu. Þess vegna er beinlínis hættu- legt að fara að slást við öryrkja eða aðra „smælingja“ svo gripið sé til orðalags sem forsætisráð- herra hefur gert vinsælt. Fer út og hengir sigH Hvað framsóknarmenn varðar í stjórnarsam- starfinu má eiginlega segja að þeir hafi til- einkað sér hið svokall- aða „læmingjaheil- kenni“. „Læmingjaheil- kennið" felst í því að einstaklingarnir ákveða að elta forustudýr hjarðarinnar hvað sem það kostar. Fari forustu- dýrið fram af bjargbrúninni og út í opinn pólitískan dauða, þá fylgja hin dýrin á eftir. I stað þess að Iáta Davíð einan um að slást við talsmenn lamaðra og fatlaðra hafa framsóknarmenn gengið fram fyrir skjöldu og lagt „sínum manni“ lið. Bæði gerði heilbrigðisráðherra það í þing- ræðu og eins framsóknarstúlka sem er í forsvari fyrir nefnd um aukinn hlut kvenna í pólitík. Nú um helgina stóð síðan Páll Pét- ursson upp og yfirtropmpaði sjálfan Davíð þegar hann Iýsti frati á fátæktarumræðuna. Ef- laust hefur Davíð orðið grænn af öfund þegar Páll gerðist dav- íðskari en sjálfur Davíð. Páll sagði það af og frá að hér á landi væri slæmt ástand í velferðar- málum fjöiskyldunnar, hvað svo sem einhveijir sérfræðingar og fólkið sjálft væri að pípa. Ef ekki þá gæti hann þá allt eins gengið út og hengt sig. Töffaralætinn í ráðherrunum eru slík og veru- Ieikatengin þeirra svo lítil, að meira að segja 19. aldar smala- drengjasósíalistar eins og Stein- grímur J. eru nær hugarheimi kjósenda en þeir. — GARRi JÓHANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Ráðhemun riðið út? Sérkennileg fyrirsögn í Degi á laugardag fékk ýmsa til að staldra við eins og fleira í því ágæta hlaði: „FORYSTA VMSÍ REIÐ RÁÐHERRUM“, stóð þar sem sé svart á hvítu. Og lesend- ur sáu ugglaust fyrir sér þá, Björn Grétar, Aðalstein Baldurs- son, Björn Snæbjörnsson og aðra pótintáta Verkamannasambands- ins, storma niður á þing, söðla þar frísandi, hvíandi og hneggj- andi ráðherra og þeysa svo á þeim út um holt og hæðir kjara- baráttunnar. Þegar fréttin undir fýrirsögn- inni var lesin kom reyndar í ljós að þarna var ekki verið að fjalla um útreiðartúra á ráðherrum, (eða eitthvað þaðan af vafasam- ara) heldur um reiði verkalýðs- foringjanna í garð ráðherra fyrir að hlanda sér með óviðurkvæmi- legum hætti (að mati foringj- anna) í viðkvæma kjarasamn- inga. Ráðherrar höfðu sem sé út- talað sig um óheppilegar afleið- ingar verkfalla úti á landi og þessu reiddust forystumenn VMSÍ. Engir guö- spjallamenn Þetta var nú kannski óþarfa viðkvæmni hjá forkólfum VMSÍ. Ráðherrar hafa auðvitað eins og aðrir málfrelsi og ekki bara rétt til þess að tjá sig um þau mál sem eru efst á baugi í samfélaginu heldur er þess beinlínis krafist af þeim. En þeir þurfa auðvitað öðrum fremur að gæta tungu sinnar þannig að ekki fari allt í bál og brand vegna vanhugsaðra yfirlýsinga ráða- manna, eins og dæmi eru reynd- ar um. En í þessu tilfelli var tæplega um slíkt að ræða. Páll Pétursson benti á að beinar efnahagslegar afleiðingar verkfalla væru gjarn- an neikvæðar, ekki bara fyrir lau nagreiðendu r heldur einnig fyr- ir launþega. Og þegar allt er reiknað þá kann þetta að vera rétt og eru engin ný sannindi fyrir verkalýð. En kjarabarátta og verkföll snúast ekki eingöngu um peninga, heldur einnig og ekki síður um sjálfsvirðingu sem er misboðið, um jöfnuð og rétt- læti. Og þó einhverjir ráðherrar láti einhver orð falla sem ríma ekki við stefnu verkalýðsforkólfa og þjóna ekki hagsmunum iaun- þega, þá er það fjandakornið ekki stórmál. Enda ekki lenska á Is- landi að líta á ráðherra sem ein- hverskonar guðspjallamenn í einu eða neinu. Hneggjað í vindinn Enda er það nú komið á daginn að yfirlýsingar Páls virðast ekki hafa spillt gangi kjarasamninga, nema hugsanlega síður sé, því einhver skriður komst á umræð- ur um helgina og nú er búið að fresta verkfalli um hálfan mán- uð. Kannski hafa yfirlýsingar ráðherra einmitt orðið til þess að minna atvinnurekendur á það tjón sem verkföll hafa allajafnan í för með sér, þannig að þeir hafi farið að hugsa sinn gang. Þetta kennir mönnum kannski að varast ofurviðkvæmni gagn- vart yfirlýsingum. Því í mörgum tilfellum eru umdeildustu yfir- Iýsingar aðeins hnegg í vindinn og áhrif þeirra, ef einhver eru, til góðs eða ills, ófyrirsjáanleg. Forysta VMSI reið ráðhernim V iBJiusiadnm tt nry aJTÖrra-fil tll þr« aA ni Biínnuju al cjccjjilríJ aA liBA in£jbotAlDO, ttílt BJAm So*toJðrt**AO /ornuAur Elnl ojju. E j> botaa tkLrrt I hrm vr<i» wn» mti* fkil *fœ«r Mttotf illl I þtuum ríuam, *rjir UáWUrAjírímuoa. —•W I \: i,...... Vj&ftr spujPqi svaira ö Afhverju erDavíðsvona óvinsæll? (Davíð Oddsson er óvinsælasti stjómmálamaður þjóðarinnar aðmati 47% þeirra sem taka afstððu í nýrri skoðanakönnun DV.) GuðlaugurÞórÞórðarson „Menn geta ekki alltaf verið á toppnum. Það hefur þó verið óþægilegra heldur en hitt fyrir Davíð að vera í ati við Garðar Sverrisson, formann Or- yrkjabandalags Islands en í þeirri umræðu hafa menn ekki rætt efn- isatriði - og aldrei hefur þótt til fylgis fallið að vera að deila við menn sem eru í embætti einsog þeim sem Garðar gegnir. En síðan vil ég líka minna á að í þessari DV könnun mælist Davíð líka vinsæl- asti stjórnmálamaðurinn og það þarf talsvert til að halda þeirri stöðu ár eftir ár.“ Einar Skúlason formaðurSambands ungra framsóknar- „Davíð virðist eiga það til að tala óvarlega um menn og málefni og það fellur ekki í kramið hjá fólki. En Davíð er líka vinsælasti stjórnmálamaður lands- ins og það sýnir vinnulega styrk- leika hans.“ manna. borgaifidltníi. Vilborg Gunnarsdóttir bæjarfulltnU Sjálfstæðisflokksins á Ak- „Sá stjórnmála- maður sem er vin- sæll á oft marga andstæðinga líka. Eg met menn æv- inlega eftir verk- um þeirra og ég held að fylgi flokksins í skoðana- könnunum um þessar mundir í takt við kjörfylgi sé merki um hve sterkur leiðtogi Davíð er. Annars tek ég könnunum sem þessum með ákveðnum fyrirvara.“ Óskar Guðmundsson „Greinilegt er að sól konungs er að hníga til viðar - en lengi hefur hún verið í hádegis- stað. Það eru fá- dæmi hve stjórn- Davíð Oddsson hefur verið lengi með mikil völd og áhrif í íslensku þjóðlífi. A hinn bóginn fylgir miklu valdi ævinlega ótti og því miður hefur það gerst í okkar þjóðfélagi að menn hafi ver- ið hræddir til hlýðni og þagnað og þar með hefur lýðræðislegt ferli orðið þeim mun snautlegra. í þessu efni er ekki við Davíð einan að sakast - ekki síður okkur hin. Trú mín er sú að á síðustu vikurn hafi tjöldin fallið í því leikriti sem ber meiri keim af hirðleikum sól- konunga en hvundagsbaráttu venjulegs fólks. Óbilgirni valda- mannsins gagnvart leiðtoga Ör- yrkjabandalagsins var slíkt að þjóð- inni ofbauð. Og nú fer að kortast saga míns góða herra Davíðs Oddssonar og þá loks hlýtur að taka við tímabilið sem við mörg höfum verið að bíða eftir í heila öld, tímabil jafnaðarstefnunnar." blaðamaður. málamaðurinn ureyn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.