Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJUDAGU R 28. MARS 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR United að stinga af Eftír leiM helgarmnar í ensku lírvalsdeildinni hefur Mauchester United aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í sjö stig, eftír 0-4 sigur á Bradford á meðan hel- stu keppinautaruir, Leeds United, töpuðu 1- 2 gegn Leicester á Fil- hert Street. Þegar átta umferðir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur Manchester United. Liðið vann 0- 4 sigur á Bradford City um helgina á Valley Parade, heimavelli Brad- ford og spilaði þar bolta á allt öðru plani en nýliðarnir, sem fyrir nokkru unnu Arsenal á þessum sama velli. Fyrsta mark Ieiksins skoraði Dwight Yorke með skalla á 37. mínútu og þremur mínútum síðar fylgdi annað mark frá kapp- anum, þar sem hann vippaði bolt- anum skemmtilega í markið og var staðan 0-2 í hálfleik. Á 71. mínútu leiksins tók Beckham eina af sín- um eitruðu homspymum og sendi boltann út á Paul Scholes sem hafði nægan tíma til að undirbúa dúndurskot, sem söng í net- möskvunum. Átta mínútum seinna skoraði Beckham svo sjálf- ur fjórða og síðasta markið í leikn- um, með góðu skoti úr teignum. Leeds að missa af topplestinni Með sigrinum er United komið með sjö stiga forystu í deildinni, eða alls 67 stig eftir 30 leiki, þar sem Leeds, sem er í öðru sætinu, tapaði 2-1 gegn Leicester City á Filbert Street á sunnudaginn. Þar skoraði Steve Guppy sigurmark Leicester strax í byijun seinni hálf- leiks og gerði þar með draum Dav- id O’Learys, framkvæmdastjóra Leeds, um að nálgast United á toppnum að engu. Stan Collymore hafði komið Leicester yfir á 14. mínútu leiksins, með sínu (jórða marki í fimm leikjum með liðinu, áður en Ástralinn Harry Kewell jafnaði fyrir Leeds með góðu marki á 38. mínútu, sem er hans sext- ánda á leiktíðinni. Kewell hefur Giggs hefur betur í baráttunni um boltann í leiknum gegn Bradford. þar með skorað í síðustu sex Ieikj- um í röð og þar með á kappinn að- eins eitt mark í að jafna félagsmet Peter Lorimers frá sjöunda ára- tugnum, en Lorimer skoraði þá í sjö leikjum í röð. Líf eftir Heskey Leicester City vann þarna sinn fyrsta sigur síðan Emile Heskey var seldur til Liverpool og var auð- séð á leik liðsins að menn eru að vakna af timburmönnunum eftir slæmt gengi gegn Wimbledon og Manchester United í síðustu leikj- um. Leikmenn Leeds virtust aftur á móti eitthvað miður sín og þreyttir eftir strangt leikjaprógram að undanfömu, þar sem þeir léku erfiðan leik gegn Sparta Prag í undanúrslitum EUFA-bikarsins í vikunni. Stan Collymore var þeim erfiður í leiknum, enda er kappinn kominn með mikið sjálfstraust eft- ir þrennuna sem hann gerði á móti Sunderland lyrir þremur vikum. Redknapp kom sá og sigraði Liverpool heldur þriðja sætinu í deildinni eftir góðan 2-1 heimasig- ur á Newcastle á Anfield Boad, þar sem varamaðurinn Jamie Red- knapp skoraði sigurmarkið á 88. mínútu leiksins. Redknapp hafði komið inná á 78. mínútu leiksins eftir fjögurra mánaða Ijarveru vegna meiðsla. Þessi lyrrverandi fyrirliði Liverpool var að vonum ánægður eftir leikinn og sagði að það hefði verið frábært að skora eftir langa fjarveru. „Eg hef skorað noldcur frábær mörg á ferlinum, en þetta var það ánægjulegasta. Eftir svona langa fjarveru er erfitt að ná sjálfstraustinu og þess vegna var þetta mark mér mjög mikilvægt, ekki síður en fyrir liðið,“ sagði Redknapp. Titi skorar enn Titi Camara lék nú f fremstu víg- línu með Emile Heskey, í Ijarveru Michael Owens, sem var hvíldur vegna þrálátra meiðsla á hásin. Camara skoraði fyrsta mark leiks- ins á 51. mínútu eftir góðan sam- Ieik við Steven Gerrard, sem vipp- aði boltanum inn í teiginn til Camara sem var á auðum sjó. Markamaskínan Alan Shearer jafnaði síðan fyrir Newcastle á 67. mínútu, þegar hann skallaði inn klæðskerasaumaða sendingu frá Aaron Hughes. Liverpool, Ieggur nú alla áherslu á að halda þriðja sætinu í deildinni til að tryggja sig í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, en liðið er nú með tveggja stiga forskot á Arsenal sem er í fjórða sætinu og fjögurra stiga forskot á Chelsea sem er því fimmta, en öll hafa liðin leikið 30 leiki, eins og Leeds sem er í öðru sætinu með 60 stig. Henry með sitt átjánda Arsenal vann góðan 3-0 heimasig- ur á Coventry City á Highbury í Lundúnum, þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Fransmaðurinn Thierry Henry gerði það fyrsta á 49. mínútu og er hann þá búinn að skora 18 mörk á leiktíðinni, þar af sjö í síðustu átta Heskey var sterkur að vanda í leiknum gegn Newcastle. leikjum. Við það opnuðust allar flóðgáttir og tvö mörk fýlgdu í kjöl- farið frá þeim Gilles Grimandi á 79. mínútu og Nígeríumanninum Nwankwo Kanu mínútu síðar. Sex breytingar hjá Chelsea Chelsea var langt frá sínu besta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Dýrðlingunum frá Southampton á Stamford Bridge í Lundúnum, auðsjáanlega eftir sig eftir tapleik- inn gegn Lazio í Meistaradeildinni í vikunni. Jo Tessem náði óvæntri forystu fyrir Dýrðlingana á 68. mínútu með föstu skoti af 20 metra færi, rétt eftir að George Weah hafði klúðrað upplögðu færi fyrir Chelsea. Það var síðan Dean Richards hjá Southampton sem varð fyrir því óhappi að skora sjálf- mark sex mínútum síðar, þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Dennis Wise. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea gerði sex breytingar á liði sínu frá tapleiknum gegn Lazio í vikunni og stillti nú upp þremur framherjum, þeim George Weah, Sutton og Gianfranco Zola. Þrátt fyrir það mistókst ætlunar- verkið hjá Vialli, það er að segja að ná einu af meistaradeildarsætun- um á toppi deildarinnar. Úrslit leikja: Aston Villa - Derby 2-0 Carbone (40.) Boateng (57.) Bradford - Man. United 0-4 Yorke (37,j , Yorke (40.), Scholes (71.), Beckham (79.) Chelsea - Southampton 1-1 Richards (75 sm.) - Tessem (69) Liverpool - Newcastle 2-1 Camara(51.), Redknapp (88.) - Shearer (67) Middlesbr. - Sheff. Wed. 1-0 Campbell (11) Sunderland - Everton 2-1 Summerbee (7.), Phillips (77.) - Barmby (38.) Watford - Tottenham 1 -1 Smart (78.) - Armstrong (51.) Arsenal - Coventry 3-0 Henry (50.), Grimandi (79.), Kanu (80.) Leicester - Leeds 2-1 Collymore (14.), Guppy (48.) - Kewell (38.) West Ham - Wimbledon 2-1 Di Canio (8.) Kanoute (59.) - Hughes (75.) Staðan: Man. United Leeds Liverpool Arsenal Chelsea Aston Villa Sunderland West Ham Tottenham Everton Leicester Newcastle Middlesbr. Coventry Southampt. Wimbledon Derby Bradford Sheff. Wed. Watford 30 20 30 19 30 16 30 16 30 14 31 12 30 12 30 12 30 12 31 10 29 12 30 11 30 11 31 10 30 30 30 30 30 30 3 8 6 8 6 9 9 9 11 10 12 12 12 8 13 7 14 11 12 7 16 8 16 6 19 4 21 69:35 67 49:33 60 44:24 56 53:31 54 40:26 52 35:27 46 48:45 45 41:40 45 45:35 43 49:42 41 43:43 41 50:44 40 32:40 40 40:39 38 36:52 34 41:56 32 33:46 28 28:53 26 27:57 21 26:61 19 Omggur sigur hjá Michael Sduunadter heldur áfram sigur- göngu sinni í Formula 1 kappakstrinum á sama tíma og Mika Hakkmen, heimsmeist- ari og helsti keppinaut- ur hans, hefur ekki enn náð að Mára keppni. Þjóðverjinn Michael Schumacher, ökumaður Ferrari-liðsins, vann sinn annan sigur í röð í Formula 1 keppninni, þegar hann sigraði ör- ugglega í annarri keppni ársins, sem fram fór á Interlagos-braut- inni í Sao Paulo í Brasilíu um helg- ina. Mikil afföll urðu í keppninni og komust aðeins ellefu bílar af tuttugu sem hófu keppni í enda- mark. Þetta var 37. sigur Schumachers á ferlinum, en hann vann einnig fyrstu keppni ársins sem fram fór í Ástralíu þann 12. mars. Hann var að vonum ánægður eftir keppnina og sagði að keppnistímabilið gæti ekki byrjað betur. Sigurinn um helgina var Ferrari-mönnum einn- ig mjög kærkominn þar sem þeir hafa ekki sigrað í Brasilíu síðan Frakkinn Alain Prost vann þar árið 1990. David Coulthard sem keppir fyr- ir McLaren-Iiðið kom annar í mark, rúmun fjórum sekúndum á eftir Schumacher, en var dæmdur úr Ieik vegna ólöglegra vindskeiða á bíl sínum. Italinn Giancarlo Fisichella frá Benetton færðist þar með upp um sæti úr því þriðja í annað. I þriðja og fjórða sæti komu síðan þeir Heinz-Harald Frentzen og Jamo TruIIi, báðir frá Jordan. Að sögn Jo Bauer, tæknistjóra Formula 1, var fremri vindskeið Schumacher er ánægður með bílinn sinn. Sdiiunadier McLaren-bílsins aðeins 43 milli- metrar í stað 50 og frávikin aðeins 5 millimetrar. Þar með var bíllinn ólöglegur og dæmdur úr keppni. Mika Hakkinen, heimsmeistari 1999, sem náði besta tíma í tíma- tökunni á laugardag, náði foryst- unni í upphafí keppninnar en varð síðan að hætta keppni eftir 30 hringi. Schumacher hafði fylgt honum fast eftir frá upphafi, eftir að hafa farið framúr Coulthard, fé- Iaga Hakkinen hjá McLaren, sem náði öðrum besta tímanum í tíma- tökunni. Rubens Barrichello, fé- lagi Schumachers hjá Ferrari náði einnig að fara framúr Coulthard og fór einnig fram úr Hakkinen eftir að Schumacher tók viðgerðar- hlé. Barrichello náði þó ekki að klára nema 27 hringi vegna vélar- bilunar. Sigur Schumachers var mjög ör- uggur, en hann hafði náð góðu for- skoti í lokin og gat því leyft sér að fara hægja verulega á í lok keppn- innar. Úrslit í Brasiliu: 1. M. Schumacher, Ferrari 71 2. G. Fisichella, Benetton 71 3. H. Frentzen, Jordan 71 4. J. Trulli, Jordan, 71 5. R. Schumacher, Williams 70 6. J. Button, Williams 70 7. J. Verstappen, Arrows 70 8. P. Rosa, Arrows 70 9. Ricardo Zonta, BAR 69 10. G. Mazzacane, Minardi 69 11. J. Herbert, Jaguar 51 12. M. Gene, Minardi 31 13. M. Hakkinen, McLaren 30 14. R. Barrichello, Ferrari 27 15. Eddie Irvine, Jaguar 20 16. J. Villeneuve BAR 16 17. J. Alesi, Prost 11 18. N. Heidfeld, Prost 9 19. A. Wurz, Benetton 6 20. D. Coulthard McLaren

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.