Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 9
II 8- ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 ÞJÓÐMÁL rD^ftr ÞRIÐJUDAGU R 28. MARS 2000 - 9 FRÉTTIR Lottóhagn aður hristir upp í GEIR A. GUÐSTEINS SON SKRIFAR íþróttaþing íþrótta- og ólympíusambands ís- lands var haldið um helgina á Akureyri, það 2. í röðinni eftir sameiningu ÍSÍ og Óí. Helstu mál þingsins voru samþykkt tillögu um að stefna að því að koma ÍSÍ og UMFÍ í ein samtök, sem var „sáttatillaga“ eftir mikil átök um skipt- ingu Lottótekna; sam- þykkt tillögu um nýja dómstóla íþróttahreyf- ingarinnar og nýja af- reksstefnu ÍSÍ. íþróttaþing samþykkti að fela framkvæmdastjórn ISI að stofna sérsamband um dansíþróttina, Dansíþróttasamband Islands (DSI). Samþykkt var ályktun um að óska eftir auknum fjárstyrkj- um frá Alþingi til íþróttahreyfing- arinnar, en um miðjan febrúar sótti ÍSI um 150 milljóna króna styrk á fjárlögum 2001 til sérsam- bandanna. Rekstur sérsambanda ÍSÍ kostar um 550 milljónir króna á ári. Þá var á þinginu samþykkt að beina því til sambandsaðil- anna að þeir hlutist til um að öll tóbaksnotkun verði bönnuð í íþróttamannvirkjum sem tengjast íþróttasvæðum og félagsheimil- um. Alloft reyndi á þingforsetana, þvf oftar en ekki var tekist á um fundarsköp, atkvæðagreiðslur o.fl. Við setningu þingsins, m.a. að viðstöddum forseta Islands, var Björn Bjarnason mennta- málaráðherra sæmdur heiður- skrossi ISI og sá heiður féll ein- nig í skaut sundkappanum fyrr- vcrandi, Sigurði „Þingeyingi" Jónssyni frá Ystafelli. Fimm menn sem hafa unnið íþrótta- hreyfingunni ómetanlegt og fórn- fúst starf í gegnum tíðina, þeir Sigurður Magnússon í Reykjavík og Akureyringarnir Haraldur Sig- urðsson, Haraldur M. Sigurðs- son, Haraldur Helgason og Rafn Hjaltalín, fengu heiðursviður- kenningar frá ISI. Hurðarás uni öxl Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði m.a. við setningu þingsins að það væri engin launung að það íþróttafólk sem skaraði fram úr í dag krefðist greiðslna og ívilnana fyrir þátttöku sína og þannig reistu íþróttafélögin sér oft hurðarás um öxl. Þess vegna hafa mörg íþróttafélög, eða eru að undirbúa stofnun rekstrarfélaga eða hlutafélaga, sem Ellert telur því miður að gæti verið eins og að tjalda til einnar nætur. Iþróttirnar dragi dám af þróun samfélagsins og atvinnumennska og peninga- greiðslur í einu eða öðru formi til íþróttafólks og starfsmanna væri kannski í ætt við þá nýju stefnu um árangurstengd laun. „Sú tíð er liðin þegar íslensk heljarmenni gátu hrist af sér timburmennina, bitið í skjaldarrendur og varpað kúlum og kringlum lengra en aðr- ir. Þeir tímar eru liðnir þegar knattspyrnuleikir unnust með því að sparka í rassgatið á leikmönn- um og æpa, berjast strákar! Nú er það frammistaðan í samanburði við alþjóðavettvang sem gildir, og hún kemur ekki af sjálfu sér held- ur kostar þrotlausar æfingar, ein- beitingu, sálrænan og líkamlegan undirbúning, og peninga. Þessi þróun lendir af fullum þunga á þeim félögum sem hafa metnað til að bera til að vera í fremstu röð, og ekki síður sérsamböndun- um sem hafa samböndin við út- lönd á sínum snærum, tefla fram landsliðum og bera allan kostnað af æfingum og undirbúningi af alþjóðamótum. Það er hér sem alvarlegasti vandi íþróttahreyfíng- arinnar blasir við, það er hér sem skóinn kreppir. Tekjur af Lóttói fara minnkandi og íþróttafélögin eiga í vaxandi samkeppni við menningu og listir sem í seinni tíð hafa sótt styrki til atvinnulífs- ins. Þær raddir verða háværari hvort ekki væri sanngjarnt að þjóðin kæmi til móts við þarfir sérsambandanna í þessum efn- um.“ Hlutur héraðssambanda lækkaður imi 85%? Fyrir fþróttaþingi lágu margar til- lögur, m.a. tillaga frá ÍBR, ÍBH og IBA um breytingar á skiptingu Lottóhagnaðar til þess að koma fram leiðréttingu á því misræmi sem þau telja að sé á úthlutun- inni. Lagt var til að 8% framlag til Afreksmannasjóðs ÍSI, 5% fram- lag til ÍSÍ og 17% framlag í út- breiðslustyrk yrði óbreytt en af af- ganginum - 70% - færi 55% til héraðssambanda og íþrótta- bandalaga og 45% til sérsam- banda. Hlut héraðssambanda yrði skipt þannig að 12% skiptist jafnt milli þeirra en 88% eftir íbúatölu. Þó yrði hlutur héraðs- sambanda með aðild bæði að ÍSÍ og UMFÍ lækkaður um 85%, en nú er 22% skerðing á viðkomandi héraðssambönd. Flutningsaðildar töldu óviðunandi að lítið félag sem bæði væri aðili að ÍSÍ og UMFI fengi miklu meira fjár- magn á hvern iðkanda heldur en stórt félag sem aðeins er aðili að ÍSÍ. Auk þess úthluti UMFÍ engu til Afreksmannasjóðs eða sérsam- banda. Hefði tillagan fengið samþykki hefði hlutur héraðssambandanna sem fluttu tillöguna hækkað sam- tals úr 35,3 milljónum króna upp í 41,7 milljónir króna. A hinn bóginn hefðu t.d. tekjur UMSK, sem m.a. er með Breiðablik í Kópavogi innan sinna vébanda, Iækkað úr 1 5,1 milljón króna nið- ur í liðlega 10 milljónir króna. Mikið fjaðrafok varð við fram- Iagninu tillögunnar, jafnvel þó svo hún hefði Iegið fyrir sl. þrjár vikur. Framsögumaður tillögunn- ar, Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, sagði að þetta misræmi yrði að jafna og 22% skerðing á hér- aðssambönd sem einnig fengju lottóframlag frá UMFI væri eng- an veginn næg, en hann gerði sér grein fyrir að þessar breytingar kæmu misjafnalega niður að á félögunum. Valdimar Leó Friðriksson, for- maður UMSK, sagði samþykkt þessarar tillögu ekki koma til greina, tekjutap UMSK yrði um 4 milljónir króna hennar vegna, það riðlaði allri starfsemi sam- bandsins, og það væri einfaldlega óásættanlegt. Eftir nokkurt orða- skak í ræðustóli, sem og úti í sal, lagði Valdimar til að tillögunni yrði vísað frá. Þá gerði þingfor- seti, Kristján Þór Júlíusson, fund- arhlé, meðan leitað var sátta um Valdimar Leó Friðriksson: Hefði til- iagan náð fram að ganga hefðu öll héraðssamböndin yfirgefið þingið. framhaldið, og má segja að Ioft hafi verið mjög rafmagnað. Ekki síst vegna þess að hvisast hafði að ef tillagan yrði samþykkt myndu fulltrúar þeirra héraðssambanda sem einnig eru innan vébanda UMFÍ, yfirgefa Iþróttaþing, og þannig í raun kljúfa ÍSÍ, aðeins tveimur árum eftir að það sam- einaðist Olympíusambandi Is- lands. Eftir drykklanga stund samþykkti Valdimar með semingi að falla frá frávísunartillögu og að tillagan læri til fjárhagsnefndar, sem taka átti til starfa strax að þingfundi Ioknum á föstudags- kvöldið. Miimkandi lottdtekjur Það er áhyggjuefni forsvars- manna Islenskrar getspár í dag að tekjur hafa farið minnkandi af Lottóinu og þar með sé minna til skiptanna. Fjárþörfin er hins veg- ar síst minni í dag en áður. Tekj- ur Lottós voru á síðasta ári 1 milljarður og 70 milljónir króna. Starfsemi tslenskrar getspár hófst 1986, og fyrsta starfsárið, en það hefst 1. júlí ár hvert, voru tekj- urnar tæplega 800 milljónir króna. Þær fóru f liðlega 1,2 milljarða króna 1987/1988 og nær 1,4 milljarða króna 1993/1994, fyrsta árið sem Vík- ingalottó starfaði. Síðan hefur tekjuleiðin legið niður á við, en inn í tekjur Islenskrar getspár hafa bæst síðan Kínó ogjóker. Heggur sameining ÍSÍ og IJMFÍ á hinitiim? A laugardagsmorgni var svo lögð fram tillaga fjárhagsnefndar um Reynir Ragnarsson: Með þessu erum við að samþykkja frestun í tvö ár og gefa mönnum kost á að vinna sína heimavinnu. úttekt á hagkvæmni þess að sam- eina ISl og UMFI þannig að ein heildarsamtök hafi yfirumsjón með íþróttastarfsemi í landinu. Leiði úttektin til þess að sú sam- eining sé hagkvæm, með tillliti til heildarhagsmuna íþróttahreyfing- arinnar að leiðarljósi, skal fram- kvæmdastjórn ISÍ hefja samn- ingaviðræður við stjórn UMFI með það að leiðarljósi að hægt verði að leggja fram tillögu til af- greiðslu á næsta þingi UMFÍ og næsta íþróttaþingi ÍSÍ um sam- einingu UMFI og ISI. Fjárhags- nefnd taldi vel koma til greina að skoða reglur um skiptingu lottó- hagnaðar, en Ijóst væri að þær muni hafa áhrif að fjárhagsstöðu héraðssambanda og íþróttabanda- laga. Því sé nauðsynlegt að skoða hvort hægt sé að ná fram hagræð- ingu í rekstri íþróttahreyfingar- innar í heild, t.d. með sameiningu ÍSÍ og UMFI. í umfjöllun nefnd- arinnar kom fram að tillagan nyti stuðnings 9 héraðssambanda. Einnig Iýstu flutningsmenn lottó- tillögunnar, þ.e. IBR, IBH og IBA, því yfir að yrði tillagan um úttekt á hagkvæmni þess að sam- eina ÍSÍ og UMFI samþykkt, drægju þeir sína tillögu til baka, enda yrði tíminn fram að næstu þingum UMFÍ og ÍSÍ vel nýttur í þessu máli. Það gekk svo eftir. Útgöngu hótað Valdimar Leó Friðriksson, for- maður UMSK, sagði að samþykkt tillögunnar hefði þýtt 4,2 milljóna króna tekjuskerðingu og gífurlega röskun á allri starfsemi aðildarfé- laga UMSK. „Það er ekki hægt að koma á Iþróttaþing með tillögu sem kippir fótunum undan starf- semi UMSK og félaga innan þess. Þetta hcfði orðið um 25% tekju- skerðing fyrir aðalstjórn Breiða- bliks." Hrikti istarfsemi ÍSÍ vegna þess- arar tillögu? „Hefði tillagan náð fram að ganga hefðu öll héraðssamböndin yfirgefið þingið. Við vorum allan tímann að reyna að ná liðlega þriðjungi atkvæða til þess að fella tillöguna ef til atkvæðagreiðslu kæmi, og ég tel að sérsamböndin hafi verið komin inn á það þegar tillagan um sameiningu UMFI og ISI kom fram. Það hefur oft verið rætt, en aldrei komið fram í al- vöru fyrr en nú. LóttótiIIagan mun koma aftur fram verði ekkert gert í málinu, því þeir eru ósáttir sem eiga hlut í lottóinu aðeins á öðrum staðnum. Erfiðara rekstr- arumhverfi krefst þess einnig að þetta sé skoðað, ekki síst vegna þess að starfsemi félaga breytist sem og félagatalan," sagði Valdi- mar Leó Friðriksson. Menn vissn ekkert um hvað málið snérist Reynir Ragnarsson, formaður IBR, segist sáttur við störf þings- ins í heildina. Reynir segist aldrei hafa búist við því að flutnings- menn lottótillögunnar ynnu fulln- aðarsigur í því máli, og undir niðri hafí hann verið viss um að fara yrði einhvern meðalveg, semja um einhverja málamiðlun. „Með þessu erum við að sam- þykkja frestun í tvö ár og gefa mönnum kost á að vinna sína heimavinnu og við náum sameig- inlegri lendingu innan næstu tveggja ára. Það var augljóst í öll- um umræðum um tillöguna að menn vissu bókstaflega ekkert um hvað málið snérist. Menn hafi greinilega ekkert sett sig ofan í það hvernig þessum tekjum er skipt, hvað menn eru að fá og hvort þessum tekjum sé réttlát- lega skipt. Það má eiginlega segja að það sé aðeins hálfleikur í þessu máli. En umræðan var til góðs.“ Á þinginu var samþykkl tillaga um nýskipan dómstóla ÍSÍ. Ertu sáttur við þá niðurstöðu? „Það hefði þurft að vinna það mál betur áður, en gott mál þegar til lengri tíma er litið og einfaldar þetta. Þetta hefur verið ákveðið álag á okkur í Reykjavík þar sem fíest mál hafa byrjað þar og við í vandræðum að fá menn í dóm- inn,“ sagði Reynir Ragnarsson. Formaður UMFÍ vHl ekki samemingu Segja má að Þórir Jónsson, for- maður UMFI, hafi gefið tóninn hvað varðar sameiningu ISI og UMFI, og ekki verið í neinum sameiningarhug, þegar hann sagði við setningu Iþróttaþings að markmið UMFI sé ræktun lýðs og lands. Þegar talið barst að hug- myndum um hugsanlega samein- ingu ISI og UMFI sagðist hann ekki vilja tala á neinum hugljúf- um nótum. Afstaða framkvæmda- stjórnar UMFl væri skýr, ekki væri á dagskrá ungmennafélags- hreyfingarinnar að ganga til sam- einingarviðræðna við ISt, en ung- mennafélagar væru alltaf tilbúnir til samstarfs. Þess má geta að ÍBR hefur sótt um aðild að UMFÍ. Sambandsþing UMFÍ, sem haldið var á Tálknafírði, taldi að lög ÍBR væru ekki í samræmi við lög UMFÍ og ÍBR hefði ckki fylgt sínu máli eftir af áhuga. Það hefði hest sýnt sig að IBR hefði ekki þegið boð UMFI um að sitja sam- bandsþing UMFI og ávarpa það. Því væru ekki forsendur fyrir því að samþykkja erindi ÍBR. Endurkjör Þeir sem sæti áttu í framkvæmda- stjórn ÍSI, og gáfu kost á sér til endurkjörs, náðu kjöri. Nýr mað- ur í framkvæmdastjórn er Engil- bert Olgeirsson HSK. Frambjóð- andi frá Golfsambandinu náði ekki kjöri, og voru golfarar veru- lega ósáttir við jrað. Ellert Schram var endurkjörinn forseti án mót- framboðs. Til stóð að nota lottó- vél til þess að telja atkvæði við stjórnarkjör, en það heppnaðist ekki og var gamla og góða talning- araðferðin notuð. -GG Revkjavík í nordur suður Reykj avíkurkj ðrdæmi verður skipt í tvenut og það eru Hringbraut - Miklabraut og Vest- urlandsvegur sem verða kjördæmamörk- in. Homafjörður til- heyri Suðurkjördæmi. í vikunni mun kjördæmanefndin skila af sér tillöu til Alþingis um hvernig endanleg kjördæmaskip- an verður eftir breytinguna sem tekur gildi við næstu alþingis- kosningar. Eina breytingin frá því sem áður hefur verið skýrt frá í Degi er sú að Reykjavíkurkjör- dæmi eigi ekki að skiptast í aust- ur-vestur kjördæmi heldur norð- ur-suður. Mun þá Hringbraut - Miklabraut og Vesturlandsvegur skipta borginni í tvö kjördæmi. Eins og Dagur hefur áður skýrt frá leggur kjördæmanefndin til að Hornafjörur verði með svo kölluðu Suðurkjördæmi sem nær þá frá Lóni og að Reykjanestá. Hornfirðingar óskuðu sjálfír eftir því að tilheyra þessu kjördæmi. Aðrar breytingar eru ekki lagðar til og er nærri víst að tillaga nefndarinnar muni ná fram að ganga þótt búist sé við að ein- staka þingmenn leggi fram breyt- ingartillögur. SamfylMng á móti Guðmundur Arni Stefánsson á sæti í kjördæmanefndinni. Hann sagðist hafa kannað hug þing- flokks Samfylkingarinnar um þetta mál og þar hefði komið í ljós að meirihluti þingflokksins vill að Hornafjörður tilheyri austurkjördæminu. Þá sagðist hann eiga von á að þingflokkur VG verði með fyrirvara og breyt- ingartillögur. • Nú stendur yfír' svo kölluð nefndavika á Alþingi og eru þá engir þingfundir haldnir. Samt sagði Guðmundur Arni að tillög- ur ncfndarinnar yrðu lagðar fram vegna þess að það þarf að gera fyrir 1. apríl. Astæðan er sú að hefð er fyrir því að leggja ekki ný frumvörp fram þegar innan við 6 vikur cru til þingfrestunar nema með algerunt undantekn- ingum. -S.DÓR Markmaðuriim að gera skyldu sína Héraðsdómur Reykjaness sýkn- aði á föstudag markvörðinn Gunnar Berg Runólfsson frá Vestmannaeyjum, sem gefið hafði verið að sök Iíkamsárás í knattspyrnuleik milli HK og IBV í íþróttahúsinu Digranesi 30. janúar 1999, með því að hafa „hlaupið 6-9 metra út frá rnark- inu að Villy Þór Olafssyni, leik- manni HK sem lék í átt að mark- inu, rennt sér harkalega í fæt- urna á honum og komiö höggi á miðjan hægri sköflung hans, með þeim afleiðingum að fót- leggurinn þverbrotnaði". I niðurstöðum fjölskipaðs dómsins segir meðal annars að ákærði hafi haft fulla stjórn á tæklingunni og að sú staðhæfing í ákæru, að ákærði hafi hlaupið 6-9 metra út frá marki sfnu að Villy Þór, fái ekki staðist. Dóm- urinn taldi sannað að ákærði hafi verið of seinn í tæklinguna og að það hafi orðið til þess að Villy Þór slasaðist. A hinn bóg- inn hefði ekkert fram komið sem benti til þess að ákærði hafi rennt sér fyrir Villy Þór með þeim ásetningi að valda honum líkamstjóni. Þó töldu vitni hann hafa fagnað ógurlega eftir atvik- ið. Handteknir á staðnum? „Vegna einkenna og eðlis knatt- spyrnu er leikmönnum talið heimilt að beita nokkurri hörku til að stöðva mótherja og ná af honum knetti þótt því fylgi iöu- lega nokkur hætta fyrir hann,“ segja dómararnir en Ijóst að skriðtækling markmannsins var ólögleg samkvæmt knattspyrnu- lögum. En þeir töldu að ákærði hefði átt „raunhæfa möguleika á að ná til knattarins, enda bar honum sem markverði skylda til að reyna að verja mark sitt“.‘Ekki hafi verið „óforsvaranlegt af ákærða að reyna að ná til knatt- arins og háttsemi ákærða eigi svo ófyrirséð með hliðsjón af að- stæðum, að Villy Þór hafi eigi mátt búast við henni“. Þess má geta að í Bretlandi hefur lögregla tekið þá sjálf- stæðu ákvörðun, vegna atviks í Ieik Wolves og Nottingham For- est, þar sem tveir leikmenn lentu í alvarlegum handalögmálum, að hér eftir verði menn handteknir á staðnum sem uppvísir verða að ámóta árásum og þar átti sér stað. - FÞG I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.