Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 4
4 - ÞRIBJVDAGVR 28. MARS 2000 FRÉTTIR Þaðerubara í skyrinu Skyrið búið til hjá mjólkursamlagi KEA á Akureyri. fitu. „Já, það mæti segja að þetta sé nú er verið að gera samning við þær „megrunarskyr." um frekari kynningu." allir Fitusnautt, fljótlegt og ódýrt. Vöðvabyggingar- menn og fitubrennarar hafa nú alit í einu upp- gðtvað kosti skyrsins sem landsmenn lifðu á í 1000 ár. Það er svo gaman að sjá fólk allsstaðar alla með skyrdollur - það eru bara allir í skyri, sagði Jónína Benediktsdóttir líkamsræktarfrömuður í morgunút- varpi Rásar 2 á mánudagí sl. viku. Viku áður mælti næringarráðgjafi eindregið með því að fólk byijaði daginn með skyri og meira skyri í hvert sinn sem sultur syrfi að. Það væri meira að segja þjóðráð, fyrir þá sem vakna á nóttinni til að pissa og Iangar í eitthvað, að hafa það hálfa dós af skyri. „Þetta er al- mennilegur maður," sagði Júlíus Krist- jánsson hjá Mjólkursamlagi KEA á Ak- ureyri, sem státað getur af meira en 200% söluaukningu á skyri síðustu sex mánuðina. 99,5% fitulatist Heildarsölutölur yfir landið staðfesta að skyr er komið í tísku og það gerðist allt í einu í fyrrasumar. Síðustu þrjá mánuði seldist 30% meira en sömu mánuði í fyrra og núna í febrúar um 37% meira, svo ekkert lát virðist á aukningunni. Og fjörmjólkin virðist út- álátið, því söluaukning hennar fylgir í humátt eftir skyrinu og er 18%. - En hvernig stendur á þvt að skyr, setn þjóðin lifði meira og minna á i 1000 ár, kemst allt í einu í tísku? „Það er heilsubylgja í gangi og áróð- ur á móti fitu. Og í líkamsræktarstöðv- unum og fitubrennslunni er mælt með því að fólk borði þetta fitusnauða skyr,“ sagði Júlíus. Hann segir segir allt KEA- skyrið fitusnautt, þ.e. með aðeins 0,5% Yflr 200% aukning á hálfu ári - íslendingar hafa alla sína ævi vitað að skyrið erfitusnautt svo það skýrir tæpast þessa sölusprengju? „Við höfum líka gert heilmikið sölu- átak í þessu, sérstaklega í Reykjavík, og komum með miklu breiðari línu á markaðinn. Og síðan hefur þetta bara sprungið svona út. Síðasta hálfa árið hefur salan hjá okkur meira en þre- faldast," sagði Júlíus. Það allra vin- sælasta sé nýja vaniluskyrið og skyr með með blábeijum og jarðarbeijum. KEA samdi svo nýlega við Eskimo módel. „Þær hafa að vísu verið svolítið í kynningum á skyrinu fyrir sunnan, sem okkur fannst gefa góða raun. Svo Nýtt sölumet í ár? Kannski var ekki seinna vænna en að Islendingar uppgötvuðu hollustu skyrsins á ný. Skyr var framleitt í stór- um stíl á hveijum bæ fram yfir miðja 20. öld. I mjólkurbúunum varð fram- leiðslan mest um 1.800 tonn árið 1960 (yfir 10 kíló á íbúa) og enn 1970, en byrjaði upp úr því að dragast saman hægt og rólega (um 1% á ári) allar göt- ur til 1998, þegar framleiðslan komst í Iágmark 1.330 tonn (tæp 5 kg á íbúa). En skyrsala hefur nú þotið upp í 150 tonn á mánuði og haldi „skyrtískan" áfram verður fyrra sölumet selgið strax á þessu ári. - HEI Á Vef-Þjóðviljanum um helgina mátti sjá umfjöll- un um Reykajvíkurbréf Morgtmblaðsins og segir þar að Reykjavíkurbréfið hafi verið á trúarlegu nótunum - eiginlega „auðtrúnalegu nótun- um!“ Þar var verið að fjalla um vísindalegt álitaefni, sem er hlýnun á jörðinni og er m.a. vitnað mikið í bókina The Coming Global Superstorm eftir Whitley Strieber og Art Bell. Samkvæmt þvi sem Vefþjóð- viljinn upplýsir sér Bell um útvarpsþátt um yf- irskilvitleg málefni, fljúgandi furðuhluti og fleira og hefur trú á „quickening" þegar útskýra þarf atburði á borð við flugslys. Stxieber hefur unnið sér það til frægðar að geimverur hafa, að hans sögn, numið hann brott og komið íyrir hlut í höfði hans. Um þetta segir Veiþjóðviljinn: „Þegar viðfangsefni þessara tveggja manna eru skoðuð kemur skemmti- og furðuþátturinn X- Files helst upp í hugann, svo ijarstæðukennd eru viðfangsefnin og umfjöllunin. Það verður að teljast sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að Morg- unblaðið skuli gera slíka menn að heimildar- mönnum um vísindaleg málefni." í pottinum tala menn nú inikið um manninn sem var num- inn brott af geimverum en birtist síðan í Reykja- víkurbréfi MorgunblaðsinsL. Karlakórinn Heimir söng á Broa- dway um helgina og komu þing- menn fram með þeim sem eins konar „stand up“ grínistar. Þetta voru þeir Hjálmar Jónsson, Guðni Ágústsson og Jón Krist- jánsson. Það féll í góðan jarðveg þegar Jón Kristjánsson gerði að umtalsefni fréttir um að Kolbrún Halldórsdótth þingkona hafi eitt sinn setið fyrir á listrænni nektarmynd í gömlu timburhúsi í Reykjavík. Undir áhrifum frá Steini Steinar orti Jón: 1 tjörguðu timburhúsi titrandi og Vinstri-græn, norpaði Kolbrún nakin nett og umhverfisvæn. Jón Kristjánsson. FR É T TA VIÐTALIÐ Magnús Asgeirsson framkvæmdastjóri Félags framháldsskólanema Félagframhaldsskólatiema hélt landsþing sitt um helg- ina þarsemýmis hagsmuna- mál voru rædd, m.a.fjárhag- urnemendafélaga, aðskilmð- ur heimavista og skóla og ný aðalnámskrá. Nemendafélög skortir aðhald - Hvað hrennur helst á framhaldsskólanem- um í dag? ,A þinginu var mikið rætt um heimavistar- mál. Það er verið að reka fólk úr skóla vegna umgengnisreglna í heimavistum, sem okkur þykir ósanngjamt. Við viljum hafa þetta aðskil- ið, þannig að skólinn og heimavistin sé sitt hvor hluturinn. Þetta býður upp á drottnun kennara yfir nemendum, sérstaklega þar sem kennarar eru einnig gangaverðir á heimavistunum. Sum- ir vilja taka svo djúpt f árinni að verið sé að skrifa frá sér stjórnarskrárréttinn með því að ganga í heimavist. Þar má m.a. leita í skápum að eigum nemenda. Við viljum finna ástættan- Iega lausn og erum að vinna að því í samstarfs- nefnd með menntamálaráðuneytinu. Annað mál sem brennur á okkur er Ijárhagur og rekstur nemendaféiaganna. Þar vantar allt aðhald. Félögin starfa á ársgrundvelli en oft verða mannaskipti í stjórnum þeirra á vorin þegar fólk Iýkur prófum eða skiptir um skóla. Oft eru málin skilin eftir ókláruð og næsta stjórn tekur við vandamálum, skuldum og öðru eftir síðustu stjóm. Finna þarf Iausn á þessu því víða er í óeffii komið.“ - Eru mörg nemendafélög skuldum vafin ogjafnvel gjaldþrota? „Já, sums staðar nema skuldirnar allt að 2 milljónum króna, sem er mjög slæmt því þetta eru lítil félög. Við viljum meira aðhald og ætl- um m.a. að koma því svo fyrir að Félag fram- haldsskólanema geti sinnt þessu aðhaldi. Öfl- ugra aðhald þarf einnig að koma til. Lög kveða á um að bókhald félaganna eigi að fara til Rík- isendurskoðunar, en það hefur ekki verið gert. Síðan er ósamræmi í lögunum. Það er skylda að vera með nemendafélag en enginn er skyld- ugur til að vera í félaginu, aðildin er fijáls." - Hvaða lausn sjáið þið á þessu? „Næsta skref er að leggja þetta fyrir þing skólameistarafélagsins og reyna að búa til sam- eiginlegar vinnureglur þar sem skólameistarar vinna að aðhaldi við nemendafélögin. Við vilj- um vissulega ekki að þeir fái algjört vald yfir fé- lögunum en við viljum finna ásættanlega Iausn, t.d. þá að félögín fái aðgang að fjármálastjórum skóla. na þar sem þeir eru til staðar. Einhver þarf að tryggja það að reynslan flytjist milli ára, ársskýrslur og bókhald, og sjái einnig um ógreidda reikninga á sumrin o.s.frv." - Nú ávarpaði menntamálaráðherra þingið, en hann hefur verið á hringferð í shólunum að kynna nýja aðalnámskrá. Heyrist þér fram- haldsskólanemar hafa almennt verið sáttir við það sem ráðherra hefur haflfram aðfæra? „Upp hafa komið margar spurningar. Þessi námskrá er þó mun betur skilgreind heldur en áður hefur verið. Betur er tekið á ýmsum mál- um og þau komin á hreint. Mörg mál eru þan- nig að hetra er að hafa þau á hreinu og að ein- hver sé þeim ósammála heldur en að þau liggi í lausu Iofti. Eins og ráðherra segir sjálfur þá verður tekið á mörgum málum sem komið hafa upp í hans hringferð. Námskráin verður vænt- anlega tekin til endurskoðunar í kjölfar þess, sérstaklega með tilliti til einstakra skóla. Ráð- herra ætlar að birta allar spurningar á vefsíðu Alþingis, og vonandi niðurstöður einnig. Fyrr ætlum við ekki að aðhafast en vilji stjórnvalda og námsmanna kemur fram svart á hvítu.“ - Nú var samþykkt á þinginu aðfélagið sjái um Morfís og einnig sér það um söngheppn- ina, semframundan er. Hvað með spuminga- keppnina Gettu betur? „Hún hefur ekki verið í umsjá félagsins en ef samstarfið gengur vel með Morfi's þá er það næsta mál að fara með samskipti vegna Gettu betur í gegnum Félag framhaldsskólanema." - RJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.