Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 7
Oagur. ÞJÓÐMÁL ÞRIÐJVDAGVR 28. MARS 2000 - 7 Fhitningiir verkefna frá ríMsstomunum út á land Stefán Jón Hafstein er einn þeirra sem mætt hafa á hádegisfund AFE, en tilgangurinn með fundaröð þeirri er að fá almenna umræðu um búsetumál og hvað það er sem telur hjá fólki þegar það velur sér búsetu. BENEDIKT GUÐMUNDS- SON, FORSTÖÐUMAÐUR ÞRÖUNARSVIÐS ATVINNUÞRÓUNAR- FÉLAGS EYJAFJARÐAR, SKRIFAR Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur gengist fyrir fundum um at- vinnu- og byggðamál á undan- fömum mánuðum og fengið ýmsa mæta menn til að fjalla um þessi mál. Tilgangurinn með fundaröð þessari er að fá almenna umræðu um búsetumál og hvað það er sem telur hjá fólki þegar það velur sér búsetu. Oftar en ekki hefur hefur flutningur ríkisstofnana eða hluta þeirra borið á góma og mönnum hefur verið tíðrætt um Hagstof- una enda mikið í umræðunni vegna tíðra frétta af atvinnuá- standinu í Ólafsfírði. Samskipti Hagstofunnar og Atvmnuþróunarfélags Ejrjafjarðar Undirrituðum, sem stendur fyrir þessum lunduni, fannst því tíma- bært að óska eftir því við embætt- ismann stofnunar, sem mikið hef- ur verið í umræðunni, að mæta á einn fund hjá okkur og útskýra fyrir heimamönnum hversvegna ekki væri hægt að flytja eitt né neitt frá hans stofnun. Sendi ég því svohljóðandi tölvupóst til Hall- gríms Snorrasonar 14. mars s.l. Ágæti HaUgrúnur Eg starfa hjá Atvinnuþróunarfé- lagi Eyjafjarðar og sinni búsetu- málum að hluta. Liður í því að fjalla um búsetu eru hádegisverð- arfundir sem við höldum reglu- lega á hálfsmánaðar fresti þar sem umræðan eru þeir þættir sem telja hjá fólki þegar það velur sér bú- setu. Umræðan hefur einkennst mjög mikið af flutningi ríkisstofn- ana, eða hluta þeirra, og oftar en ekki hefur nafn þinnar stofhunar borið á góma og ekki alltaf í já- kvæðri merkingu. Mönnum, jafnt sveitarstjómar sem alþingismönn- um, hefur verið tíðrætt um tregðu embættismanna til að kanna með hvaða hætti stofnanir þeirra gætu flutt verkefhi út á land og hafa sérstaklega beint augum að þinni stofnun. Því finnst mér bæði sanngjamt og eðlilegt að þú fáir tækifæri til að gera grein fyrir þín- um sjónarmiðum á þessum fund- um. Því óska ég eftir því að þú mætir á fund hjá okkur n.k. mið- vikudag 22. mars í hádeginu. Fundimir standa frá ld: 12:00 til 13:00 og síðan hefur „lókal“ sjón- varpsstöðin okkar tekið upp ca 20 mínútna þátt með frummælenda og einum gesti þar sem þeir skipt- ast á skoðunum um efni þáttarins. Vinsamlegast Iáttu mig vita sem fyrst hvort af þessu getur orðið. Kveðja, Benedikt Guðmundsson, Forstöðumaður Þróunarsviðs AFE, Strandgötu 29, 600 Akur- eyri Kúnstugt Þetta fannst Hagstofustjóra svo kúnstugt að hann fór á kostum í viðtali í Degi 23. mars s.l og rakti tölvupóstinn frá undirrituðum, eftir sínu besta minni, og klykkti út með eftirfarandi: „Því afþakk- aði ég boðið enda fer Hagstofan ekki með þennan málaflokk held- ur viðskiptaráðuneytið." Um hvað er maðurinn að tala?? Hvaða málaflokk er hann að ræða um og hvernig tengist viðskiptaráðuneyt- ið samskiptum okkar um hvort hann gæti mætt á fund hjá AFE? Ekki ætla ég að elta ólar við um- mæli Hagstofustjóra í greininni en allir sem til þekkja geta séð að þar talar embættismaður af guðs náð og í anda þess sem almennt er sagt út í þjóðfélagi um tregðulög- málið sem í gangi er þegar kemur að umræðunni um flutning starfa frá ríkisstofnunum á höfðuborgar- svæðinu út á land. A sama tíma og Hagstofustjóri segir „enginn verkefni hjá mér“ er mikið í um- ræðunni skýrsla, sem unnin var fyrir Byggðastofnun og forsætis- ráðuneytið um „Nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu á lands- byggðinni“ I henni er upptalning á fjölda verkefna sem hægt væri að flytja frá ríkisstofnunum á höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggð- ina. Þar er a.m.k. þrisvar eða fjór- um sinnum minnst á verkefni hjá Hagstofunni sem hægt væri að framkvæma hvar sem er á land- inu. ílutningiir verkefua snýst um hagkvæmni Yfirskrift greinarinnar í Degi er „Flutningur verkefna snýst um hagkvæmni" Það má vissulega til sannsvegar færa en spurningin er sú hvað er átt við með þessari full- yrðingu. Er það hagkvæmt að láta opinber mannvirki, s.s. eins og skóla standa hálftóma vegna brottflutning fólks frá minni stöð- um á landsbyggðinni þegar hægt er að flytja verkefni af höfuðborg- arsvæðinu þar sem vinnuaflsþörf atvinnulífsins er umfram eftir- spurn? Er hagkvæmt að þurfa byggja upp almenn samgöngu- mannvirki fyrir tugi milljarða, leikskóla, skóla, heilsugæslu ofl. vegna stöðugs flutnings fólks af landsbyggðinni á meðan sambæri- leg mannvirki grotna niður á þeim stöðum þar sem fólksflóttinn er hvað mestur? Eða er það sem Hagstofustjóri á við með þessari fullyrðingu að hagkvæmni hans stofnunar minnki ef flutt eru störf frá henni? Enn og aftur vil ég vitna í við- talið við Hagstofustjóra í Degi þar sem hann segir eftir að hafa vitn- „Ekld ætla ég að elta ólar viö lunmæli Hag- stofustjóra í greininni en allir sem til þekkja geta séð að þar talar embættismaður af guðs uáð og í auda þess sem almenut er sagt út í þjóðfélagi um tregðulögmálið sem í gangi er þegar kemur að umræðimni um flutning starfa frá rík- isstofnunum á hötðu- borgarsvæðinu út á land.“ að í orð forsætisráðherra á Alþingi í íyrirspumartíma: „Um Hagstof- una segir að ekki þyki ráðlegt að flytja félagaskrá til Olafsljarðar af ástæðum sem eru raktar þar frek- ar.“ Og hveijar voru ástæðurnar sem þeir Hagstofumenn voru búnir að gefa ráðherra upp? Jú að ekki mætti slíta hana úr samhengi sínu og hafa þyrfti í huga að skammt væri liðið síðan núver- andi kerfí miðlægra skráninga fé- laga var komið á fót í Hagstofu ís- lands af hagkvæmisástæðum fyrir atvinnulífið og skráningarstarf- semina. Hvaða starfsemi fer fram í Hagstofu íslands I stuttu máli má segja að eftirfar- andi starfsemi fari fram á Hag- stofunni. Hagskýrslusvið fæst við gagnasöfnun, úrvinnslu og skýrslugerð um efnahags-, at- vinnu- og samfélagsmál, starf- rækslu fyrirtækjaskrár og miðlun upplýsinga til almennings, fyrir- tækja, stofnana og stjórnsýslu. Þjóðskrá vinnur að söfnun og skráningu gagna um fæðingar og andlát, nafngjafir, hjónavígslur, skilnaði, heimilisföng o.fl., útgáfu íbúaskráa, gerð kjörskrárstofna o.fl. Þjóðskráin gefur út vottorð og miðlar upplýsingum til almenn- ings, fyrirtækja, stofnana og stjórnsýslu. I Lögum um þjóðskrá og almannaskráningu frá 1962 nr. 54 27. apríl og getið er um á heimasíðu Hagstofunnar segir: „Sérstök stofnun, þjóðskráin, ann- ast almannaskráningu samkvæmt lögum þessum og annað það, er þau mæla fyrir um. Hagstofan fer með stjóm þjóðskrárinnar, og skal hún rekin sem deild í Hagstof- unni. Fjárreiður þjóðskrárinnar skulu vera algerlega greindar frá (járreiðum Hagstofunnar11. Ef þetta er nú raunin hvaða ann- markar eru þá á því að flytja þenn- an einstæðing úr Hagstofunni eitthvað annað? Auðvitað minnk- ar það urnfang Hagstofunnar og það er ekki hagkvæmt fyrir Hag- stofustjóra því þá minnkar vægi hans í embættismannageiranum. Það eina sem Hagstofustjóri hefði geta sagt með fullri reisn var að samkvæmt opinberri skilgrein- ingu, telst Hagstofan til ráðuneyt- anna og því Iögum samkvæmt ekki heimilt að færa stofnunina út á land og eflaust myndi einhveij- um lagarefum takast að túlka lög- in þannig að úr því stofnunin mætti ekki flytjast út á land þá mætti ekki flytja einstaka hluta hennar. Niðurstaða Ummæli Hagstofustjóra f Degi þann 23. mars er lýsandi fyrir þá umræðu sem í gangi hefur verið á fundum okkar hjá Atvinnuþróun- arfélagi Eyjafjarðar. Ummæli hans og framgangur allur er ná- kvæmlega eins og embættismönn- um ríkisins hefur verið Iýst af bæði sveitarstjómarmönnum og þingmönnum. Þeir eru ríkið í rík- inu og enginn fær við þeim hrófl- að. I þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999 til 2001, sem Alþingi sam- þykkti á vordögum ársins 1999 segir: „Lögð verði áhersla á að op- inbemm störfum fjölgi eigi minna hlutfallslega á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu" Sambæri- leg málsgrein, en þó ívið sterkara til orða tekið, var í þingsályktunar- tillögu fyrir árin 1994 til 1997. Þrátt fyrir ásetning Alþingis að fjölga opinberum störfum á lands- byggðinni hefur það ekki gengið eftir til þessa. Nýjar stofríanir eða fyrirtæki hafa orðið til á þessu tímabili (1994-1997) án þess að opinber umræða hafí farið fram um staðsetningu þeirra. Það væri því kjörið verkefni fyrir ríkisvaldið að láta nú kanna hvemig þessi 450 opinbem störf, á höfuðborg- arsvæðinu á árunum 1994 til 1997, verða til og hversvegna þau urðu til þar en ekki þar sem Al- þingi samþykkti að þau ættu að vera. Eflaust er skýring til á þessu öllu og er vel ef svo er en þá skulu menn líka hætta að samþykkja slíkar þingsályktanir sem eru dæmdar til að mistakast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.