Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 28.03.2000, Blaðsíða 12
12 - ÞRIÐJUDAGU R 28. MARS 2000 Ðu^ur ERLENDAR FRÉTTIR HEIMURINN Pútín tryggdi sér forsetastólinn Pedro Almadovar kyssir verð- launastyttuna. Bandarísk fegurð Bíómyndin Bandarísk fegurð, American Beauty, hfaut fimm Óskarsverðlaun á athöfninni í Los Angeles á sunnudags- kvöld. Hún dæmdist vera besta kvikmynd ársins og Kevin Spacey hlaut Óskarinn fyrir besta Ieik í aðalhlutverki. Þá fékk Sam Mendes verðlaun fyrir bestu leikstjóm, Alan Bell íyrir besta handritið og Con- rad L. Hall fyrir bestu kvik- myndatöku. Hilary Swank fékk hins veg- ar Óskarinn fyrir besta ieikinn í kvenhlutverki, en það var í myndinni Strákar gráta ekki, Boys Don’t Cry, sem gerð var eftir sögunni um Brandon Teena, unga konu sem allir töldu vera karlmann. Verð- launin fyrir aukahlutverk komu í hlut þeirra Michaels Caines, sem lék í myndinni The Cider House Rules, og Angelina Jolie, sem lék í Girl, Interrupted. Það var Spánverjinn Pedro Almadovar sem fékk Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina, Allt um móður mfna. Kosningu Pútins fagnað með því að skjðta tveimur til- raunaflugskeytum. Leiðtogar Vesturlanda lýstu flestir yfir ánægju sinni með sigur Vladimírs Pútíns í forseta- kosningunum í Rússlandi og sögðust hafa vonir um að hann muni styrkja lýðræðisþróunina í Rússlandi. Hins vegar bættu þeir við fyrirvörum um Téténíu- strfðið og hvöttu Pútín endilega til þess að vinna að varanlegum friði þar ásamt því að koma lagi á mannréttindamálin. Kínverjar og Japanir voru hins vegar ekki með neina slíka fyrirvara á hamingjuóskum sín- um til Pútíns. Bæði ríkin sögð- ust vilja auka tengslin við Rúss- land í kjölfar kosninganna. Vladimír Pútín náði sigri strax í fyrstu umferð kosning- anna með rúmlega helmingi greiddra atkvæða, nánar tiltekið 52,5%. Gennadí Sjúganov, Ieið- togi Kommúnistaflokksins, kom næstur á eftir með um 30% og sá þriðji var Grigorí Javlinskí með um 7%. Hinir frambjóðendurnir átta hlutu lít- ið sem ekkert fylgi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn með kosningunum sögðu þær hafa farið eðlilega fram, verið bæði frjálsar og sanngjarnar, en gagnrýndu þó að kosningabar- áttan hafi verið einhliða og lítt Vladimír Pútín eftir að Ijóst var að hann hafði borið sigur úr býtum. verið snert á pólitískum deilu- málum. Sérstaklega var hlutur fjölmiðla í því talinn áhyggju- efni. Sjúganov hélt því engu að síður fram að úrslit kosning- anna hafi verið fölsuð og Kommúnistar hafj í raun fengið meira en 40% atkvæða. Rússneski herinn fagnaði kosningu Pútíns meðal annars með því að skjóta í tilrauna- skyni tveimur langdrægum flugskeytum. Þeim var báðum skotið úr kjarnorkukafbáti og komu niður á Kamtsjatkaskaga eftir um það bil átta þúsund kílómetra flug. Pútín hefur meðal annars boðað breytingar á utanríkis- stefnu Rússa. Samkvæmt henni eiga Rússar að láta meira til sín taka í heimsmálunum en gert var á valdatíma Jeltsíns, en þá segir Pútfn að utanríkisstefnan hafi einkum einkennst af and- ófi gegn yfirburðastöðu Banda- ríkjanna. Pútín þykir sterkur og ákveð- inn stjórnmálamaður, en er engu að sfður hálfgerð ráðgáta í augum flestra Rússa og er- lendra stjórnmálaskýrenda. Hann hefur heitið því að „taka á málunum" og mun vafalaust gera það af röggsemi, en Mik- haíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, sá í gær ástæðu til að vara menn við því að rugla ekki skipulagi og reglu saman við einræðisvald. Einhliða brottför frá Siiður-Líbanon ISRAEL - Israelsk stjórnvöld eru byrjuð að undirbúa af fullum krafti einhliða brottför herliðs síns frá her- námssvæðinu í Suður-Líbanon, sem Israelsmenn kalla verndarsvæði. Eft- ir fund þeirra Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og Assads Sýrlandsfor- seta í Genf á sunnudaginn varð ljóst að Sýrlendingar ætla ekki á næstunni að ganga til samninga við Israel. Ut- anríkisráðherra Sýrlands sagði af- stöðu Sýrlendinga enn vera þá að ísraelsmenn verði að halda sig við landamærin við Gólanhæðir eins og þau voru árið 1967. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, orðaði það svo að Sýrlendingar væru enn ekki tilbúnir til að semja við Israel. ísraelsmenn hafa hót- að hörðum árásum á Líbanon ef skæruliðar gera árásir þaðan á ísr- ael eftir brottflutning ísraelska herliðsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Assad Sýrlandsforseti. Jospin stokkar upp í stjómiuui FRAKKLAND - Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, vék í gær fjórum ráðherrum út ríkisstjórn sinni en tók átta nýja inn í staðinn, þar á meðal Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra sem löngum hefur verið á öndverðum meiði við Jospin innan Sós- íalistaflokksins. Einnig er Jack Lang, fyrrverandi menningarmála- ráðherra, kominn inn í stjórnina, en bæði Fabius og Lang voru stuðningsmenn Mitterands og tilheyra vinstrivæng flokksins. Stjórnarandstæðingar segja Jospin fyrst og fremst vera að búa sig undir kosningar með þessum tilfæringum, en Jospin segist vera að styrkja stjórnina. Þingkosniugax í Irak ÍRAK - I gær voru haldnar þingkosningar í írak, en síðast fóru þar fram þingkosningar árið 1996 og hlutu þá allir frambjóðendur stjórnarflokksins Baath þingsæti. Að þessu sinni býður elsti sonur Saddams Husseins forseta sig fram til þingsins. Hann er 35 ára og er meiningin að hann verði forseti þingsins - ef hann nær kjöri. ÍÞRÓTTIR Vithjáimur Svan Vilhjálmsson og Edda Lovísa Blöndal með verðlaunagripina. Meistaraxnir vörðu titlana Alls 48 keppendur tóku þátt í íslandsmót- inu í kata, sem frarn fór í íþróttahúsi Haga- skóla um helgina. Keppendur í kvenna- flokki voru í meiri hluta, þar sem Edda Lovísa Blöndal vann meistaratitilinn í sjötta sinn. Þau Edda Lovísa Blöndal og Vil- hjálmur Svan Vilhjálmsson urðu um helgina Islandsmeistarar í kata á íslandsmótinu í karate, sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla. Bæðu voru þau að veija Islands- meistaratitlana frá því í fyrra, þar sem Vilhjálmur vann titilinn í fyrsta sinn, en alls hefur Edda Lovísa unnið titilinn sex sinnum. Keppnin í karlaflokki var mjög spennandi, þar sem þeir Vilhjálm- ur Svan, Halldór Svavarsson, sem nú var aftur mættur til keppni í kata eftir nokkurt hlé og Jón Ingi Þorvaldsson, háðu harða keppni um Islandsmeistaratitilinn. Vil- hjálmur hafði þar sigur eftir jafna keppni, en Halldór lenti í öðru sætinu og Jón Ingi í því þriðja. Sigur Eddu Lovísu var nokkuð öruggur, en hún hefur haft nokkra yfirþurði f kvennaflokki á síðustu árum og verið nær ósigrandi. I öðru sæti lenti Björg Asmunds- dóttir, en því þriðja Sif Grétars- dóttir eftir harða keppni við Björgu. I hópkata karla sigraði A-lið Þórshamars, B-Iið Þórshamars varð í öðru sæti og lið Fylkis í því þriðja. I hópkata kvenna sigraði A- lið Þórshamars, í öðru sæti varð lið Fylkis og í þriðja sæti B-lið Þórshamars. Martha Ernstsdóttir. Martha í 5. sæti Martha Emstsdóttir, langhlaupari úr IR, varð á sunnudaginn í fimm- ta sæti í fimm mílna götuhlaupi í Chicago í Bandaríkjunum. Hlaup- ið var mjög ljölmennt og voru þátttakendur um fjórtán þúsund talsins. Fimm mílur eru um átta kíló- metrar og hljóp Martha á 27,12 mínútum, sem er mun betra en hún gerði í Flórída í byijun mán- aðarins. Margir fremstu hlauparar heims voru meðal þátttakenda í Chicago, en sigurvegari í kvenna- flokki varð Colette Liss, sem hljóp á 25,26 mín. Önnur í hlaupinu varð Pauline Konga frá Kenýa, en hún er einn besti langhlaupari Afríku. Martha undirbýr sig nú fyrir þátttöku í Hamborgarmaraþon- inu, sem fram fer 16. apríl, þar sem hún mun reyna við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Sydney og ætti árangur hennar að undan- fömu að gefa góð fyrirheit. Úrslit um helgina og næstu leikir Handbolti Úrvalsdeild karla — 8-liða úrslit: Um helgina: Haukar - ÍBV 27-21 UMFA-HK 18-12 Fram - Stjarnan 22-21 KA - FH 27-20 / gærkvöld: HK - UMFA 24-22 ÍBV - Haukar Frestað Leikur ÍBV og Hauka fer fram í kvöld kl. 20.00. Næstu leikir í kvöld: Kl. 20.00 Stjarnan - Fram Kl. 20.00 FH - KA Úrvalsdeild kvenna 4-liða úrslit: Víkingur - Grótta/KR 23-25 Grótta/KR - Víkingur 23-13 FH - ÍBV 23-24 ÍBV - FH 22-23 / gærkvöld: FH - ÍBV Frestað Leikur FH og ÍBV fer fram í kvöld kl. 18.00. Körfubolti Úrvalsdeild karla — 4-liða úrslit: Haukar - UMFG 67-59 UMFN - KR 84-67 Næstu leikir í kvöld: Kl. 20.00 UMFG - Haukar Kl. 20.00 KR - UMFN 1. deild karla — Úrslitaleikir: ÍR - Valur 82-67 Valur - ÍR 75-70 / gærkvöld: ÍR - Valur 83-52 (ÍR-ingar unnu þar með meistara- titil 1. deildar, en bæði liðin hafa unnið sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.) Blak / kvöld: Bikarkeppni kvenna 8-liða úrslit: KI. 19:00 KA - ÍS Kl. 19:00 Víkingur A - Vík. B

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.