Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGU R 11. APRÍL 2 0 00
FRÉTTIR
L a
Vill j afnadarstefnu
í nýju samhengi
Össur Skarphéðinsson: Vill að afraksturinn afsölu samkeppnisreksturs
Landssímans renni til stofnunar upplýsingaháskóla.
Össur leggur fram
stefnuskrá. Nýjar
hugmyndir á grunni
samhjálpar og atorku.
Ahersla á mótun
þekkingarsamfélags-
ins og á afnám gjafa-
kvótakerfisins í
áföngum.
Össur Skarphéðinsson, fram-
bjóðandi til formanns í Samfylk-
ingunni, hefur sent frá sér
stefnuskrá í 10 köflum, þar sem
hann leitast við að setja jafnaðar-
stefnuna í nýtt samhengi. „Við
þurfum - eins og í hreyfingu
jafnaðarmanna erlendis - að
endurnýja og umskapa hug-
myndir okkar í takt við breytta
tíma,“ segir Össur. „Við eigum að
einsetja okkur að breyta íslensk-
um stjórnmálum með nýjum
hugmyndum á grunni samhjálp-
ar og atorku," bætir hann við.
Meðal áhersiuatriða er að
menntun verði notuð til að jafna
lífskjör og tækifæri, að upp rfsi
upplýsingaháskóli, kostaður af
sölu samkeppnisfyrirtækja, að
tekin verði upp auðlindaleiga,
sem verði nýtt til að lækka tekju-
skatt og svo boðar hann Evrópu-
stefnu. „Eg vil ekki að við sitjum
af okkur áhrif í Evrópu, m.a. á
mótun framtíðarstefnu um sjáv-
arnytjar og verndun hafsins,"
segir Össur.
Ná tokiun á upplýsingatækn-
tnnl
Meðal annarra afgerandi stefnu-
atriða eru að landið verði eitt
kjördæmi, þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur um mikilvæg mál, barátta
gegn vítahring fákeppni og ein-
okunar og fjölgun þjóðgarða og
friðlýstra svæða.
„Þetta er mín tilraun til að
taka þátt í mótun stefnu fyrir
hinn nýja Jafnaðarmannaflokk
sem við stofnum í byrjun maí.
Það hafa verið brotalamir á
stefnumótun hans, því enn er
þetta bandalag þriggja eða eftir
atvikum fjögurra flokka og því
hefur vantað stefnu sem eina
heild. I þessu framlagi mínu er
talsvert nýjabrum af þeirri
áherslu sem ég legg á þróun
þekkingarsamfélagsins. Eg er
þeirrar skoðunar að farsæld ís-
lendinga í framtíðinni muni
helgast að stórum hluta af því
hversu vel tekst til við að ná tök-
um á upplýsingatækni og þróun
nýjunga þar. Samfélagið sem við
erum að sigla inn f er þess eðlis
að menntunin mun skera úr um
hvort einstaklingurinn nær að
spjara sig í því í tiltölulega harð-
skeyttu markaðssamfélagi. Ég
legg því mikla áherslu á að
menntakerfið verði ekki bara að
nýju jöfnunartæki, heldur sem
allra fyrst stokkað upp með tilliti
til þekkingarsamfélagsins."
Burt með gjafakvótakerfíð
Annað stefnuatriði sem Össur
leggur mikla áherslu á er að
gerðar verði breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða.
„Það þarf að tryggja nýliðun í
greininni og að allir hafi jafnan
aðgang að sameigninni. Ég vil að
gjafakvótakerfið verði afnumið í
áföngum, þannig að á hverju ári
verði ákveðinn hluti þess leigður
út og að verðið myndist á mark-
aði. Þar með er búið að tryggja
jafnræði þegnanna, að öllum lík-
indum búið að tryggja aukinn
arð af fiskveiðum og jafnframt
mun með þessu það loksins ger-
ast að byggðirnar njóta nálægð-
arinnar við miðin. Því verður
þetta mikil lyftistöng fyrir héruð
eins og Vestfírði, þar sem sjávar-
útvegurinn er í mikilli ldemmu,“
segir Össur. - FÞG
Ólafur Ólafsson.
Samsldp
gegn likni-
efimin
Samskip hafa ákveðið að verja
10 milljónum króna til baráttu
gegn fí'kniefnavandanum. Þetta
kom fram í ræðu Ólafs Ólafs-
sonar forstjóra á aðalfundi Sam-
skipa sem hófst á Hótel Sögu í
gær. Leitað verður samráðs við
fagfólk um hvernig þessum fjár-
munum verði best og áhrifarík-
ast varið í forvarnastarfi, rann-
sóknum eða meðferðarmálum.
Hjá Ólafi kom fram að ástæða
þessa hafi verið sá atburður
„þegar lögregla og tollayfirvöld
upplýstu síðsumars eitt um-
fangsmesta smygl á fí'kniefnum
til Islands sem dæmi eru um.
Nokkrir starfsmenn Samskipa
tengdust málinu og misnotuðu
trúnað og traust félagsins í þágu
skipulagðrar glæpastarfsemi
undir stjórn manna sem einskis
svífast við iðju sína“. „Þetta er
táknræn yfirlýsing um að félagið
ætli að leggja sinn skerf af mörk-
um til að uppræta starfsemi
sölumanna dauðans. Félagið
hvetur til þjóðarátaks gegn fíkni-
efnum í samfélaginu", sagði for-
stjórinn. - FÞG
Kvótanefndir
af stað að nýju
Haldið áfram endiir-
skoðun löggjafarinii-
ar uiii stjdm fisk-
veiða, segir Ámi M.
Mathiesen. Vatneyrar-
málið hefur tafið öH
störf AuðHndanefnd-
arinnar og Endur-
skoðunamefndarinn-
ar.
Tvær svo kallaðar „kvótanefndir"
hafa verið að störfum síðustu
misserin og ekkert komið frá
þeim enn sem komið er. Annars
vegar erum að ræða Auðlinda-
nefndina, undir forystu Jóhann-
esar Nordal og síðan hina svo
kölluðu endurskoðunarnefnd
eða „sáttanefnd," eins og inargir
kalla hana sem Arni M. Mathí-
esen sjávarútvegsráðherra skip-
aði eftir síðustu kosningar.
Hennar hlutverk er að leita leiða
til að ná sáttum meðal þjóðar-
innar um kvótakerfið.
Nú þcgar Hæstiréttur hefur
fellt sinn dóm í Vatneyrarmálinu
Árni Mathiesen,
sjávarútvegsráherra.
spyrja menn hvað nú taki við í
þessu eilífa deilumáli þjóðarinn-
ar. Arni M. Mathíesen sjávarút-
vegsráðherra segir að nú verði
haldið áfram endurskoðun lög-
gjafarinnar um stjórn fiskveiða,
með það að markmiði að ná um
hana víðtækari sátt meðal þjóð-
arinnar eins og ákveðið hefur
verið.
Nefndarstopp
„Það er alveg Ijóst að þetta
dómsferli hefur tafið vinnuna
hjá þessum nefndum. Auðlinda-
nefndin skilaði ekki af sér eins
og við höfðum ætlað í janúar sl.
vegna þessa dómsmáls. Endur-
skoðunarnefndin getur ekki byrj-
að á sinni aðal vinnu lyrr en
Auðlindanefndin hefur skilað af
sér. Þetta þýðir að það sem ég
hafði ætlað að enndurskoðunar-
nefndin myndi skila af sér fýrir
1. september, þannig að ég gæti
Iagt fram frumvarp fyrir jól, sem
afgreitt yrði fyrir næsta vor og
tekið gildi 1. september 2001,
getur tæplega orðið. Ef nefndin
skilar ekki af sér fyrr en undir
næstu áramót þá get ég ekki ver-
ið tilbúinn með frumvarpið fyrr
en á seinni hluta þingsins. Þá er
óvíst að næðist að afgreiða það.
Þá myndi þetta allt saman tefjast
um heilt ár frá fyrri áætlun,“
sagði Arni Mathiesen.
Miðað við viðbrögð manna við
Vatneyrardómi Hæstaréttar er
alveg Ijóst að h'till sáttatónn cr í
mönnum. „Sáttancfndarinnar,"
býður hins vegar það verkefni að
sætta þjóðina í kvótamálinu.
Verkefni sem varla er á mann-
legu valdi að leysa. -S.DÓH
20.000 túristar á „klákann44 í maxs
Heldur færri íslendingar fóru nú utan í marsmánuði en í fyrra, eða
17.200 og heimkomnir frá áramótum eru aðeins 2% fleiri en fyrstu
þrjá mánuði síðasta árs (þó þá væru líka apríl páskar). Á hinn bóg-
inn voru erlendir ferðamenn á íslandi þriðjungi fleiri í hinum óvenju
snjóþunga marsmánuði en lyrir ári. Um 20.000 „túristar" fengu
þannig að upplifa það þennan mánuð að klöngrast upp og niður snjó-
hraukana sem ýtustjórar voru svo lagnir að búa til og skrika á gler-
hálum gangstéttum, þar sem m.a.s. innfæddir, sem ættu þó að vera
öllu vanir, brutu bein sín í hundraðatali.
Um 4.300 mars gestanna voru Bandaríkjamenn, 4 þúsund Bretar,
kringum 2 þúsund frá þrem Norðurlandanna, um 1.400 Þjóðverjar,
900 Hollendingar og 500 frakkar. Alls voru erlendir gestir okkar 42
þúsund frá áramótum til marsloka, næsturn fimmtungi fleiri en í fyrra
og meira að segja heldur fleiri en heimkomnir Islendingar erlendis
frá, sem er fremur óvenjulegt á þessum kaldasta tíma ársins. -HEI
Breytiiigar hjá Sæplasti
Aðalfundur Sæplasts var haldinn sl. laugardag. Fyr-
irtækið var rekið með 25,6 milljón króna hagnaði á
sl. ári. Afkoman var nokluið lakari en gert var ráð fyr-
ir, m.a. vegna samdráttar í sölu í desembermánuði
ásamt meiri kostnaði vegna fjárfestinga en ráð var
fyrir gert. Stjórnskipulagi Sæplasts verður breytt
þannig að Steinþór Ólafsson verður ráðinn sem for-
stjóri að félaginu og verði ábyrgur fyrir samræmingu
á öllum rekstri félagsins en Torfi Guðmundsson tek-
ur við starfi Steinþórs sem framkvæmdastjóri
Sæplasts á Dalvík, en hann hefur gegnt stöðu mark-
aðs- og sölustjóra. Pétur Reimarsson, fý'rrum framkvæmdastjóri
Sæplasts var kjörinn stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru
Valdimar Snorrason, Bjarni Jónasson, Eli'as Gunnarsson, og Þórir
Matthíasson. -GG
Pétur
Reimarsson.