Dagur - 11.04.2000, Page 7
ÞRIDJUDAGUR 11. APRÍL 2000 - 7
ÞJÓÐMÁL
UtanrikLsJijón-
usta í sextíu ár
sem starfar þar. Hlutverk þessa
sendiráðs er að sjá um samskipti
okkar við Evrópusambandið,
ásamt fleiri verkeffium. Þetta er
flókið og afar vandasamt verkefni,
þar sem samskiptin sem byggjast á
EES samningnum eru mjög náin.
Þessi samskipti verða í sviðsljós-
inu áfram, ekki síst í kjölfar mjög
vandaðrar skýrslu um Evrópusam-
skiptin sem utanríkisráðherra
Ieggur fram þessa dagana.
Vandamál oklrar er að koma inn í
ákvarðanatökur á þessum vett-
vangi sem varða okkur vegna þeir-
ra samninga sem í gildi eru.
„Brauð og lelkir“
Islenska utanríldsþjónustan hefur
því mörg jám í eldinum og mikil-
vægi hennar verður seint nægjan-
lega undirstrikað. Fólki hættir
oft til þess í erli daganna að van-
meta þetta hlutverk og telja vinnu
diplomata snúast um brauð og
leiki. Það er víðs Ijarri að svo sé.
Móttökur eru samskiptamáti nú-
tímans til þess að hittast og
mynda sambönd til þess að fylgja
eftir síðar. Að taka þátt í slíku er
vinna, sem getur stundum verið
sh'tandi eins og hvert annað erfiði.
Það kemur einnig í hlut utanríkis-
þjónustunnar að byggja upp sér-
þekkingu um milliríkjamál og
bera ábyrgð á öllum milliríkja-
samningum sem eru fleiri en tölu
verður á komið í nútíma samfélagi
og byggjast á flóknu lagaumhverfi.
Verkefnin eru því næg og fyrir-
ferðarmikil.
Hin viöbnrðaríka ferð
Það var löng og viðburðarík ferð
sem var formlega hafin á nætur-
fundi íAlþingi 10. apríl 1940. Þá
voru ógnartímar í Evrópu, og
sagnfræðingar hafa dregið upp
einangrun landsins og öryggisleysi
á þessu tímabili. Síðan heims-
styijöldinni lauk hafa þjóðir heims
reynt að stuðla að friði með al-
þjóðasmtökum, fjölþjóðasamning-
um og hvers konar samskiptum
þjóða í milli. Oflug utanríkis-
þjónusta er lykilatriði í þessu efni.
STJÓRNMÁL Á NETINU
Forsætísráðherra og stjómarskrám
„Dómsorð dómara Hæstaréttar
eru vel rökstudd, bæði álit meiri-
hlutans og minnihlutans. I stað
þess að leita í dóminum að veg-
vísi fyrir framtíðina eiga menn að
horfast í augu við það að deilurn-
ar um fiskveiðimál eru pólitískar
en ekki lögfræðilegar þótt á tíma-
bili hafi skapast óvissa um lög-
fræðileg álitaefni sem nú er húið
að skera úr um. Hæstiréttur er
ekki pólitískur veðurviti. Það hef-
ur alltaf legið ljóst fyrir að lög-
gjafinn getur breytt fiskveiði-
stjómunarkerfinu með eðlilegum
aðdraganda og tekið gjald fyrir
veiðiheimildir. Það er áréttað í
dómnum en það er ekkert nýtt.
Það hefur ekld verið pólitískur
vilji til breytinga og dómur
Hæstaréttar breytir engu í deil-
unum um sjávarútvegsmál," segir
Ágúst Einarsson, varaþingmaður,
á vefsíðu sinni. Og hann heldur
áfram:
„Merkilegustu ummælin í kjöl-
far dómsins
voru af hálfu
Davíðs
Oddssonar.
Hann sagði
að hefði
dómur hér-
aðsdóms ver-
ið staðfestur
hefðu menn
„sjálfsagt
endað með
því að gera
breytingar á stjórnarskránni".
Þetta eru ótrúleg ummæli en
sýna að Davíð vill fyrr breyta
stjórnarskránni en fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Halldór sagði
svipað þegar fyrri dómur féll og
þetta viðhorf ríkisstjórnarinnar
sýnir óhugnanlegan ósveigjan-
leika og ófyrirleitni.
Það er illa komið fyrir samfé-
Iaginu þegar ráðamenn tala um
að breyta stjórnarskrá til að laga
hana að skoðunum þcirra í deilu-
málum. Þetta er þeim mun fá-
heyrðara vegna þess að jafnræð-
isreglan sem yrði þá breytt er
grundvallaratriði í réttarríki sið-
aðra þjóða. Jafnræðisreglan er
mannréttindi sem enginn stjórn-
málqjnaður getur breytt eða tek-
ið af fólkinu.
Ríkisstjórnin skipaði auðlinda-
nefnd til að svæfa málið fyrir síð-
ustu kosningar og það tókst. Síð-
an var önnur nefnd skipuð til að
endurskoða fiskveiðilögin en
engin stefnubreyting hefur kom-
ið fram af hálfu foringja stjórnar-
flokkanna. Það er engin sátt í
augsýn. Þótt dómurinn gefi ráð-
rúm til að setja málin í þann
skynsamlega farveg sem ég hef
margoft lagt til, þ.e. að greitt sé
sanngjarnt gjald fyrir nýtingu
auðlindarinnar og afiamarkskerf-
ið sé lagt til grundvallar, þá bend-
ir enn lítið til þess að sú leið
verði farin. Svo lengi sem mikill
meirihluti almcnnings styður
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk-
inn breytist ekkert og landsmenn
verða að búa við það að talað sé
um stjórnarskrána eins og um
matseðil á veitingahúsi.“
Fæðingarorlof
tryggir jöfn tækifæri
„Stórt skref í jafnréttisbaráttu
hérlendis mun verða stigið ef til-
Iaga ríkisstjórnarinnar um leng-
ingu fæðingarorlofs verður sam-
þykkt,“ segir Hreinn Hreinsson
á vefsíðu Grósku.
„Sérstaklega á þetta við um
þriggja mánaða rétt feðra til fæð-
ingarorlofs og þess að foreldrar
geti nú ráðstafað þremur mánuð-
um að vild. Það er einnig
ánægjuefni að samkvæmt þess-
um hugmyndum mun fólk halda
tekjum sínum að mestu á meðan
á fæðingarorlofi stendur enda er
það forsenda þess að fólk geti al-
mennt nýtt sér þennan rétt.
Margir hafa að undanförnu rit-
að um hvort fæðingarorlof sé
hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og
hver það er sem eigi að bera
þann kostnað sem af því hlýst.
Það er skoðun jafnaðarmanna að
eitt af hlutverkum ríkisins sé að
tryggja það að börn geti notið
samvista við foreldra sína í frum-
bernsku. Þau tengsl sem unga-
börn mynda við foreldra sína á
fyrstu mánuðum ævi sinnar eru
líklega eitt mikilvægasta skrefið á
þeirri leið að þau geti þroskast
eðlilega og verði seinna meir fær
um að takast á við tengslamynd-
un í eigin lífi en einn af horn-
steinum vellíðunnar hvers ein-
staklings er að vera í góðum
tengslum við umhverfi sitt. Það
er líklega mjög erfitt að reikna
nákvæmlega í krónum og aurum
hversu mikið það sparar þjóðfé-
laginu í heilbrigðis- og félags-
þjónustu að reyna að stuðla að
því að foreldrum gefist tækifæri á
að sinna uppeldi barna sinna.“
„íslensk utanríkisþjónusta er í dag vidamikil bæði hér heima og erlendis. Hún hefur einnig tekiö yfir stjórn utan-
ríkisviðskipta, og hefur sá þáttur hennar vaxiö mjög síðari árin með stofnun viðskiptaskrifstofu, “ segir Jón Krist-
jánsson m.a. í grein sinni. Myndin er af utanríkisráðuneytinu.
J0N KRIST-
JANSSON
ALÞINGISMAÐUR OG
VARAFORMAÐUR
UTANRlKISNEFNDAR
Alþingis.
SKRIFAR
Aðfaranótt 10. apríl 1940 var boð-
að til fundar í Alþingi kl 2.25.
Þessi óvenjulegi fundartími var í
framhaldi af dramatískum atburð-
um daginn áður, og til umræðu
voru tværi þingsályktunartillögur.
Sú fyrri hljóðaði á þessa leið:
„Þar sem ástand það sem nú
hefur skapast hefur gert konungi
íslands ókleyft að fara með vald
það, sem honum er fengið sam-
kvæmt stjórnarskránni, lýsir Al-
þingi yfir því að það felur ráðu-
neyti Islands að svo stöddu með-
ferð þessa valds".
Sú seinni hljóðaði þannig:
„Vegna þess ástands, er nú hef-
ur skapast, getur Danmörk ekki
rækt umboð til meðferðar utan-
ríkismála Islands samkvæmt 7.
grein dansk - íslenskra sambands-
Iaga né landhelgisgæslu sam-
kvæmt 8. grein téðra laga, og Iýsir
Alþingi þess vegna yfir því, að Is-
land tekur að svo stöddu meðferð
mála þessara að öllu leyti í sínar
hendur“.
Frá þessu er greint í bók Þórs
Whitehead „Milli vonar og ótta“
og þar er skýrt frá því rafmagnaða
andrúmslofti sem ríkti í Alþingi á
þessum óvenjulega fundartíma.
Þar er einnig skýrt frá þeirri tor-
tryggni sem ríkti og varð þess
valdandi að þingmenn Sósíalista
voru ekki hafðir með í undirbún-
ingi málsins. Astæðan fyrir þess-
ari afgreiðslu var innrás Þjóðveija
í Danmörku þann 9. apríl 1940,
sem varð þess valdandi að það
slitnaði á tengsl Danmerkur og
íslands. Fjórum árum seinna, ár-
inu áður en heimsstyrjöldinni
lauk var síðan stofnað lýðveldi á
Islandi.
Sextíu ára saga
Eg rilja þetta upp núna vegna
þess að 60 ár eru liðin frá þessum
atburðum og nú þessa dagana er
þess minnst að formlega tókum
við utanríkismálin í okkar hendur
þann 10. apríl 1940. Þetta er
upphaf að viðburðaríkri sögu. ís-
lensk utanríkisþjónusta er í dag
viðamikil bæði hér heima og er-
lendis. Hún hefur einnig tekið
yfir stjórn utanríkisviðskipta, og
hefur sá þáttur hennar vaxið mjög
síðari árin með stofnun viðskipta-
skrifstofu. Halldór Asgrímsson,
núverandi utanríkisráðherra hefur
lagt sérstaka áherslu á þennan
þátt í starfi hennar, og hafa við-
skiptasendinefndir fylgt honum
víða á ferðum hans erlendis.
Auk þessa er hlutverk utanríkis-
þjónustunnar afar margþætt.
Það er að fylgjast með þróuninni
erlendis og halda fram íslenskum
hagsmunum og starfsmenn henn-
ar eru fulltrúar þjóðarinnar á er-
lendum vettvangi. Þetta hlutverk
er afar mikilvægt í okkar samfé-
Iagi, þar sem lifskjör okkar f víðum
skilningi byggjast á samskipum
okkar við aðrar þjóðir. Þessum
hagsmunum og skoðunum stjórn-
valda á íslandi þarf að halda fram
gagnvart öðrum þjóðum og gagn-
vart þeim alþjóðasamtökum sem
við eigum aðild að.
Nýskref
A þessu ári eykst umfang utanrík-
isþjónustunnar á erlendi grund
enn. Ætlunin er að opna sendi-
ráð í Kanada sem er Iöngu tfma-
bært, vegna viðskipahagsmuna og
sérstakra tengsla við þetta víð-
feðma ríki í vestri. Sennilega eru
hvergi jafn margir af Islensku
bergi brotnir eins og einmitt í
Kanada, auk þess sem við getum
átt þangað margt að sækja. Vest-
urhluti landsins býður upp á stór-
fenglegt landslag og margs konar
afþreyingu fý'rir ferðamenn og
beinar ferðir eru til Halifax sem
opnar leið að áhugaverðum ferða-
mannaslóðum á Novia Scotia sem
er á Atlandshafsströndinni.
Einnig er ætlunin að opna
sendiráð í Japan, sem er mikið fyr-
irtæki, en hefur verið í undirbún-
ingi um nokkra hríð. Viðskipta-
hagsmunir okkar í Asíu eru ótví-
ræðir og með því að hafa sendiráð
í Japan og Kína er utanríkisþjón-
ustan þar styrkt stórlega.
Það má því segja að á þessu af-
mælisári séu tekin stór skref í efl-
ingu utanríkisþjónustunnar.
Enn vantar þó íslensk sendiráð í
þremur heimsálfum, en það er
ekki hægt að gera allt í einu á
þessum vettvangi frekar en annars
staðar. Við eigum umtalsverð
viðskipti við þjóðir Suður Ameríku,
stundum hjálparstarf í Afríku,
þannig að íslendingar eiga mörg
erindi á þessar slóðir.
Sainsldptijn
við Evrópusambandið
Stærsta íslenska sendiráðið er í
Brussel. Það er á stærð við
minnstu ráðuneytin hér heima,
enda hafa mörg þeirra fulltrúa