Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 20
20- ÞRIDJUDAGV R 23. MAÍ 2000
AKUREYRI NORÐURLAND
L
Jóns-spretts og
Dominos-mót-
in tókust vel
Tvö knattspyrnumót yngri flokka
fóru fram á KA-vellinum um
helgina og tóku þátt í þeim lið af
Norðurlandi, þ.e. Þór, KA, Dal-
vík, Völsungur og KS. Engin lið
komu frá Leiftri, Tindastóli eða
Hvöt á Blönduósi. Þetta er í fyrs-
ta skipti sem mót fyrir þessa ald-
ursflokka eru haldin svo snem-
ma sumars, og er öðrum þræði
litið á þau sem undirbúning fyr-
ir stærri mót sfðar í sumar, s.s.
mótið í Vestmannaeyjum og
Esso-mótið á Akureyri.
A laugardag fór frá Jóns-
spretts mótið í 6. flokki og voru
leiknir 42 leikir en leiktími var
2X10 mínútur. Sami leikjafjöldi
og leiktími var í Dominos mót-
inu í 5. flokki sem fram fór á
sunnudeginum. Enginn sigur-
vegari var krýndur á þessum
mótum, en allir léku við alla í
þeim riðli sem þeir lentu í. — GG
Lið Völsungs-1 í 5. flokki vann lið KA-2 á sunnudag 2- 7. Úrslitamarkið gerði leikmaður 1/ölsungs, Sveinbjörn Stein-
grímsson, og sést á myndinni er sigurmarkið var í uppsiglingu. Varnarmenn KA komu engum vörnum við. - mynd: gg
Frisldr FH-ingar ofjarlar KA
Átta gul spjöld, þar af
tvö á sama leikmaim
án þess að liann fengi
að fjnka út af, og eitt
rautt á KA-vellinum í
leik KA og FH, og
voru síst of mörg.
Sanngjam 2-1 sigur
FH.
Frískir FH-ingar voru ofjarlar
KA er liðin mættust í fyrstu um-
ferð 1. deildar Islandsmótsins í
knattspyrnu á KA-vellinum sl.
föstudag í sólskini en fremúr
svölu veðri. Það var'KA scm fékk
fyrsta færi leiksins er Asgeir As-
geirsson átti skot í stöng eftir
Iaglegt samspil, en síðan dró úr
þeim nokkuð máttinn og FH-
ingar komust meira inn í leikinn,
og tóku völdin oft á tíðum.
Fyrsta markið kom á 17. mínútu
er Steingrímur Birgisson varði
skot á mark KA, en var óheppinn
og stýrði boltanum í eigið mark
án þess að Eggert Sigmundsson í
marki KA kæmi nokkrum vörn-
um við. Sú sæla FH stóð þó að-
eins í 5 mínútur, en þá felldi
Guðjón Skúli Jónsson, mark-
vörður FH sóknarmann KA,
Iagðist eiginlega ofan á hann, og
úr réttmætri vítaspyrnu skoraði
Pétur Björn Jónsson af öryggi, I -
1.
Sigurmark leiksins kom svo á
30. mínútu eftir Iaglegt samspil
FH-inga en að sama skapi afleita
dekkun og samstarf varnar-
manna KA. Gamla brýnið Hörð-
ur Magnússon fékk boltann
dauðafrír í teignum eftir send-
ingu frá Frey Bjarnasyni og hafði
Hörður góðan tíma til þess að
skora markið, þar sem enginn
varnarmanna KA fór í hann. KA-
liðið áttu þó sín tækifæri, og á
43. mínútu átti Pétur Björn
tækifæri á að jafna leikinn, en
markvörður FH varði með til-
þrifum.
Síðari hálfeikur var mun dauf-
ari. Eggert Sigmundsson varði á
8. mínútu síðari hálfleiks frá-
bærlega skot frá Jóni Þ. Stefáns-
syni, en hann lék á hægri
vængnum og gerði oft mikinn
usla enda réðu varnarmenn KA
illa við hann. Þorvaldur Orlygs-
son, þjálfari og Ieikmaður KA
átti skot af löngu færi á 11. mín-
útu sem markmaður FH varði,
og skömmu síðar missti hann
boltann klaufalega, Jónas Grani
Garðarsson náði boltanum og
geystist upp, en skaut framhjá.
A 32. mínútu braut markmaður
FH illa á Pétri Bimi en ekkert
var dæmt. KA-liðið kom meira
inn í leikinn er nær dró lokum
hans, en sóknaraðgerðir voru
ekki nógu markvissar. Jón Þ.
Stefánssson FH-ingur átti tæki-
færi skömmu fyrir leikslok að
gera endanlega út um leikinn, en
skot hans rataði framhjá.
KA-liðið átti spretti öðru hver-
ju í sókninni, en varnarleikur
liðsins var í molum. Stöðug
hætta skapaðist t.d. þegar horn-
spyrnur voru teknar, bæði voru
varnarmenn mistækir í varnarað-
gerðum og oft seinir og eins réðu
þeir illa við hávaxna leikmenn
FH, en Ólafur Adólfsson kom
ævinlega fram er þær voru tekn-
ar og skapaði usla. KA þarf að
laga varnarleikinn fyrir næsta
leik ætli liðið sér að vera með í
baráttu efstu liða í sumar. Atta
gul spjöld voru hafin á loft af
annars ágætum dómara leiksins,
Búnari Steingrímssyni, og eitt
rautt, sem Freyr Bjarnason FH
fékk að sjá eftir seinna gula
spjaldið. Stefán Gunnarsson,
leikmaður KA, fékk einnig að sjá
tvö gul spjöld, en fékk ekki af
einhverjum ástæðum rauða
spjaldið í kjölfarið. En sennilega
dæmir aganefnd KSI hann í leik-
hann í dag á fundi sínum. Næsti
leikur KA er gegn Þrótti í Laug-
ardalnum næsta laugardag, en
Þróttarar töpuðu 4-0 fyrir Vals-
mönnum í fyrstu umferðinni.
- GG
Dalvík vann
Dalvíkingar byrju vel f 1. deild-
inni í knattspyrnu í ár er þeir
mættu Borgnesingum í fyrsta
leik sfnum í sumar, og unnu 3-1
í leik sem annars var í járnum en
Dalvíkingarnir höfðu heppnina
með sér og nýttu þau færi sem
þeir fengu. Leikurinn var fjarri
því að vera vel Ieikinn, og er
hætt við að Dalvíkingar verði að
leika betur en þeir gerðu í Borg-
arnesi er þeir mæta FH-ingum á
Dalvíkurvelli á laugardaginn.
Þórir Askelsson var bestur Dal-
víkinga, sfvinnandi í vörninni
auk þess sem hann gerði eitt
marka Dalvíkinga. Hin mörk
þeirra gerði Jón Orvar Eiríksson
en mark Borgnesinga gerði
Hilmar Hákonarson, en með því
jafnaði hann leikinn 1-1, en síð-
an ekki söguna meir.
Tindastóll mætti hinum nýlið-
unum í 1. deildinni, Sindra á
Hornafirði á Hornafjarðarvelli.
Sindramenn komust í forystu
strax á 14. mínútu Ieiksins og
það var ekki fyrr en á 78. mínútu
leiksins sem Kristmann Björns-
son jafnaði fyrir Tindastól, og
þar við sat. Þjálfari Tindastóls,
Sigurður Halldórsson (Siggi
Donna) bar vissan ótta fyrir
þessum leik, og því hlýtur eitt
stig að hafa yljað honum í
strekkingnum sunnan Vatnajök-
uls. Tindastóll mætir Valsmönn-
um á Sauðárkróki á föstudags-
kvöldið. — GG
Þórsarar uimu
en KS tapaði
Orri Hjaltalín, var mjög sprækur i leiknum
gegn KVA og skoraði annað mark Þórs.
Myndin er frá fyrra leiktímabili.
2. deildin í ár er
sterkari en mörg
imdanfarin ár og lið-
in í deildinni jafn-
ari að getu.
Þórsurum er spáð sigri í 2.
deildinni í knattspyrnunni í
spá allra þjálfara deildarinnar
og ljóst er að stuðningsmenn
vænta þess að liðið Ieiki í 1.
deildinni sumarið 2001. Tvö
norðlensk lið leika í 2. deild-
inni í sumar, auk Þórsara Sigl-
firðingar (KS) og er þeim spáð
6. sætinu í sumar. Spáin er
annars sú að í 2. sæti lendir
Selfoss, síðan er röðin Víðir,
Leiknir, HK; KS, KVA, UMFA,
Léttir og KIB. Það er ljóst að
2. deildin í ár er sterkari í ár
en mörg undanfarin ár, og lið-
in jafnari að getu, enda hafa í
þá deild komið leikmenn sem
hafa t.d. Ieikið í úrvalsdeild-
inni.
Þórsarar byrjuðu vel, unnu lið
KVA á Þórsvellinum, sem er
sameiginlegt lið Vals á Beyðar-
firði og Austra á Eskifirði, 2-0,
og gat sigurinn hæglega orðið
stærri með smá heppni. Mörk
Þórs gerðu Orri Hjaltalín, sem
var nijög sprækur í þessum leik,
og Kristján Már Örnólfsson úr
víti. Lið Þórs er mjög ungt og
lykilmennirnir í liðinu aðeins
um tvítugt og því til stuðnings
hefur verið stofnað hlutafélag
kringum leikmenn félagsins
og kostar hlutur í því 50 þús-
und krónur. Það er gert til
þess að létta á rekstri knatt-
spyrnudeildarinnar. Þór leik-
ur næst gegn Leikni í Breið-
holtinu næsta laugardag.
Þjálfari Þórs er Kristján Krist-
jánsson.
Siglfirðingar fóru til ísa-
fjarðar og léku við KIB, sem
er sameiginlegt lið ísfirðinga
og Bolvíkinga, og töpuðu 3-1.
Mark Siglfirðinga gerði Logi
Jónsson en mörk Vestfirðing-
anna Pedrag Milosavljevic (2)
og Guðbjartur Flosason. Sigl-
firðingar eiga næst heimaleik
gegn Selfyssingum á laugar-
daginn en Ijóst er að völlur-
inn á Isafirði er alls ekki til-
búinn, og því verður hann
leikinn á möl. Næsti Ieikur
KS er í dag í bikarkeppni KSI
gegn Magna frá Grenivík.
Vonir Siglfirðinga standa til
þess að liðið verði ofan við
miðja deild þegar deildar-
keppninni lýkur í haust. Þrír
lánsleikmenn frá KR Ieika með
KS í sumar. Lið KS þjálfar Sig-
urður Helgason. — GG