Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 2
» ’ i I' V rt' r, *l
2 - ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
FRETTIR
Hota aðgerðiim til
vamar neytendum
Haröort bréf til um-
hverfisrádherra.
Kampylohactermeng-
un í kjúMingum.
Sláturhús Reykja-
garðs á HeHu.
Vanefndir.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
hefur skrifað umhverfisráðherra
harðort bréf í framhaldi af því að
verulegir ágallar hafa verið á
sýnatöku og eftirliti með
kampylobactermengun í slátur-
húsi Reykjagarðs á Hellu, sem er
stærsta kjúklingasláturhús
landsins. Þar kemur fram að ef
fer fram sem horfir að helmingur
alifugla frá sláturhúsinu sé
mengaður af kampylobacter, tel-
ur eftirlitið óhjákvæmilegt að
grípa verði til aðgerða til að vern-
da neytendur fyrir smiti í fersk-
um kjúklingum frá því. Þá Iítur
heilbrigðiseftirlitið það mjög al-
varlegum augum að ekki hefur
verið hrint í framkvæmd tillög-
Enn hafa sýktir kjúklingar valdið
landsmönnum óhug.
um til úrbóta sem ráðuneytið
boðaði í ársbyrjun.
Snýst um fólk
Hrannar B. Arnarsson formaður
heilbrigðisnefndar segir að rót-
tækasta leiðin sé að takmarka
sölu á kjúklingum í verslunum í
borginni. Málið verður tekið fyr-
ir á fundi nefndarinnar n.k.
fimmtudag en þá búast menn við
að fá svar frá stjórnvöldum sem
segjast vera búin að taka á þess-
um vanda. Ef menn sætta sig
ekki við þau svör þá sé alveg við-
búið að gripið verði til aðgerða ef
ekki tekst að laga ástandið með
öðrum hætti. Hann segir það al-
veg ljóst að það sé ekki hægt að
varpa þessari ábyrgð framleiðsl-
unnar yfir á neytendur, enda
verða framleiðendur og heil-
brigðisyfirvöld að axla þá ábyrgð
sem þeim er falin í lögum. For-
maður heilbrigðisnefndar
Reykjavfkur segir að heilbrigðis-
eftirlitið hafi ákveðið að heíja
eigin sýnatöku til að kanna
ástandið á markaðnum í stað
þess að stóla einungis á Holl-
ustuvernd.
Mjög alvarlegt
I bréfi eftirlitsins til ráðuneytis-
ins, en afrit af því var einnig sent
til landbúnaðaráðherra, heil-
brigðisráðherra og Hollustu-
verndar ríkisins kemur fram að f
mörgum tilfellum vantar sýni
eða þau séu ónothæf til rann-
sóknar. Bent er á að hvorki Holl-
ustuvernd ríkisins né heilbrigðis-
eftirliti sveitarfélaga hefði verið
tilkynnt um frávik frá sýnatöku
eða um kampylobactermengun í
sláturhópum fyrr en mánuður
var liðinn frá því hætt var að fyl-
gja þar að lútandi reglum. Þetta
sé mjög alvarlegt og m.a. með til-
liti til þeirra þjáninga og kostn-
aðar sem kampylobacterfaraldur
hafði í för með sér á sínum tíma.
Vanefndir
Þá er umhverfisráðuneytið gagn-
rýnt fyrir vanefndir í áður boðuð-
um aðgerðum fyrir neytendur.
Bent er á að ekki sé enn komin
út sérstakur fræðslubæklingur
og sömuleiðis hefur ekki enn
verið hrint af stað fræðsluátaki.
Þá hefur landbúnaðarráðherra
ekki enn bundið í reglugerð kerfi
sem á að gera mögulegt að rekja
afurðir til eldishópa. Ennfremur
hlaut breyting á lögum um mat-
væli ekki afgreiðslu frá alþingi
sem átti að taka gildi í næsta
mánuði. - GRH
Árni Steinar Jóhannsson mun ásamt
Þuríði Backman gera víðreist um
Austurland.
VGfimdar á
Austurlandi
Árni Steinar Jóhannsson og
Þuríður Backman, þingmenn
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, munu í þessari viku
halda fundi vítt og breitt um
Austurland - en þetta er liður í
því sem þingmenn þurfa að gera
nú; að starfa samkvæmt hinni
nýju kjördæm'askipan sem senn
tekur gildi. Fyrsti fundur þeirra
Þuríðar og Arna verður í Mikla-
garði á Vopnafirði í dag kl.20.oo
og síðan er fundur í Félagslundi
á Reyðarfirði á morgun, einnig
kl.20.oo. Fundað verður vítt og
breitt og fólk teldð talið og end-
að undir næstu helgi á Þórshöfn
og Raufarhöfn. - SBS.
Bitið, kýlt og
sparkað í íogguna
Sex lögregliuneim í
hættu þegar hópur
ungmenna veittist að
þeim eftir að sam-
kvæmi fór úr höndun-
um í Garðahæ. Lög-
gæsla lamaðist í hluta
höfuðhorgarsvæðisins
þegar aukamannskap-
ur var kaUaður til.
Fáheyrðar óeirðir áttu sér stað í
Garðabæ aðfaranótt sunnudags-
ins eftir að samkvæmi fór úr
böndunum og Iögreglan var köll-
: uð til að skakka leikinn. Hópur
ungmenna Iagði hendur á þá lög-
reglumenn sem fyrst komu á
vettvang og mættu þeir kýlingum
og spörkum af hrottalegu tagi
auk þess sem sumir notuðu
tennurnar og bitu lögreglumenn-
ina. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem til uppþota af þessu tagi
kemur í Garðabæ og sagði
ónefndur Iögreglumaður í sam-
tali við Dag í gær að menn átt-
> uðu sig ekki á því af hverju hluti
f ungmenna hegðaði sér með þess-
I um hætti.
Margeir Sveinsson, rannsókn-
arlögreglumaður hjá lögreglunni
[ í Hafnarfirði, segir að rannsókn
l standi enn yfir. „Þarna safnaðist
saman unglingahópur, hátt í 70
manns og var óskað eftir aðstoð
lögreglu. Sex frá okkur fóru á
[ staðinn og veittist þá hópurinn
að þeim þannig að þeir þurftu að
r verja sig þangað til aðstoð barst
Samskipti lögreglu og ungmenna urðu með dramatískum hætti i Garðabæ um
helgina. Myndin tengist ekki þeim atburðum.
frá Lögreglunni í Reykjavík. Þeir
mættu kýlingum, spörkum og
biti og máttu þola það þangað til
liðsaukinn leysti upp hópinn,"
segir Margeir.
15 handteknir
Heildarfjöldi Iögreglumanna var
á fimmta tug á svæðinu þegar
mest var og voru 15 manns
handteknir. Fjölmargar ákærur
verða væntanlega lagðar fram.
Auk líkamsárásanna var stungið
á sex dekk lögreglubifreiða og
unnar skemmdir á húsmunum.
Lítur Margeir svo á að lögreglu-
mennirnir sem fyrst komu á vett-
vang hafi verið í raunverulegri
hættu? „Já, ástæðan fyrir því að
þeir kalla á aukaliðsafla er sú að
þeir mátu það sem svo,“ segir
Margeir.
Lögreglan þarf iðulega að hafa
afskipti af samkvæmum sem fara
úr böndunum og þá einkum ef
foreldrarnir eru að heiman. Svo
virðist sem það hafi spurst út í
þessu tilviki að húsráðandi, ung
stúlka, hafi verið ein heima og
hún ekki ráðið neitt við atburða-
rásina. Flestir hlutaðeigandi eru
Iögráða eða frá 18 ára aldri og
rétt fram yfir tvítugt en þó ekki
allir. Félagsmálayfirvöld í Garða-
bæ líta atburðinn alvarlegum
augum.
Með því grófara
Einnig er Ijóst að þegar svona
stór hópur Iögreglumanna er
kallaður til á sama staðinn, hlýt-
ur það að bitna á gæslu annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirlit lamast að miklu leyti í
stórum hverfum en það mun
hafa sloppið til þessa nótt.
„Svona hlutir geta alltaf gerst og
eru kannski að segja má að ger-
ast út um allt. Þetta er hins vcg-
ar með því grófara sem við höf-
um séð, hver sem ástæðan er,“
segir Margeir. - BÞ
30 milljóna tjón
Innlendir og erlendir sérfræðingar hafa að und-
anfömu unnið að því að meta tjónið sem varð í
eldsvoðanum um borð í frystitogara DFFU,
Hannover sunnudaginn 14. maí s.l. DFFU er
dótturfélag Samherja á Akureyri. Ljóst er að
skipið er mikið skemmt, bæði af eldinum sjálfum
en einnig af sóti og reyk sem fór um allt skipið.
Hanover var tryggt fyrir því eignatjóni sem varð
hjá Tryggingamiðstöðinni. Það tjón sem fellur á
DFFU og þannig á Samherja ér vegna þess aflat-
aps sem verður á meðan á viðgerð stendur en
tryggingar fyrir slíku tjóni tíðkast ekki í útgerð.
Leitað hefur verið til færustu og öflugustu að-
ila um viðgerð á skipinu til þess að hún taki sem
stystan tíma. Niðurstaðan er sú að gert verður við skipið í Noregi en
ekki er víst hvað vðgerðin tekur langan tíma. Þó er áætlað að skipið
verði frá veiðum í 60 daga. Miðað við það mun töpuð framlegð
DFFU og Samherja geta numið um 30 millj. lcróna. Dráttarbátur er
nú á Ieiðinni til Islands og verður Hannover dregið til Noregs í lok
vikunnar. A meðan er unnið að því að rífa út ónýtar og skemmdar
innréttingar og búnað. - gg
Nota bene gerir stórsanming
Nota bene hf. hefur, að undangengnu útboði, gert fimm ára samning
um framleiðslu allra umferðarskilta fyrir Reykjavíkurborg. Við fram-
leiðsluna er stuðst við staðla sem Vegagerðin hefur sett og notuð eru
bestu fáanlegu hráefni s.s. seltuvarið ál, endurskinsdúkur og prent-
litir frá 3M auk hágæða límdúks. Helstu notendur umferðaskilta eru
baejar- og sveitarfélög auk stærri verktaka.
1 tilefni verðlækkunarinnar hefur Nota bene einnig ákveðið að
bjóða þeim bæjar- og sveitarfélögum sem panta skilti í maí mánuði
fría heimsendingu.
Siglfirdmgar vilja RARIK til Akureyrax
Bæjar stjórn Siglufjarðar herur samþyklít ályktun þar sem lýst er ein-
dregnum stuðningi við hugmyndir ríkisstjórnarinnar við það að flyt-
ja höfuðstöðvar Rafmagnsveitna ríkisins frá Reykjavík til Akureyrar.
Bæjarstjórnin styður eindregið flutning stofnana ríkisins út á land
ásamt því að nýjum stofnunum verði valinn staður á landsbyggðinni.
í ályktun bæjarstjórnar Siglufjarðar segir m.a. að ákvarðanir í þessa
veru séu skýr merki þess að ríkisstjórnin hyggist fylgja eftir stefnu-
miðum sínum í byggðamálum. Uppbygging sem þessi á landsbyggð-
inni stuðli að öflugu mótvægi við þá byggðaröskun sem átt hafi sér
stað og allir séu sammála um að taka þurfi á sem fyrst. - gg
Þorsteinn Már
Baldvinsson og fé-
lagar í Samherja urðu
fyrir búsifjum þegar
Hannover brann.