Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 1
„Asnaspark lír stj ómarrádinu“ Ólga vegna ununæla Davíðs um biskupinn. Verðux ekki afgreidd- ur með einu asna- sparki úr stjómaxráð- inu, segir formaður Öryrkj abandalagsins. Mikillar óánægju gætir vegna þeirra ummæla Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra að „blessað- ur biskupinn", Karl Sigurbjörns- son, hefði viðhaft „hálfgerðar klisjur" í Dags-viðtali um helg- ina. Biskupinn lýsti vaxandi græðgi í þjóðfélaginu, og aukinni misskiptingu milli ríkra og fá- tækra. „Þetta eru ummæli manns sem býr í fílabeinsturni og þekk- ir ekki lífið í sínu eigin landi. Við sjáum allt í kringum okkur það sem hefur verið að gerast, að bil- ið milli ríkra og fátækra breikkar, samhjálp er á undanhaldi og græðgin tekur völdin. Þetta er bara kórrétt lýsing hjá biskupn- um,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður um ummæli Davíðs. Klisjukóngur í glerhnsi Garðar Sverrisson, formaður Oryrkja- bandalags, er ómyrkur í máli í garð Davíðs. „Er þetta ekki bara þessi sami kristilegi kærleikshugur og hann ber til sam- borgara sinna al- mennt, hvort heldur þeir eru ör- yrkjar, fjölmiðlafólk, smásagna- höfundar eða forsetar lýðveldis- ins? Verðum við ekki samt að trúa því og treysta að sálma- skáldið fari nú bráðum að kom- ast í hátíðarskap?“ spyr Garðar og bætir við: „Annars er Herra Karl Sigurbjörnsson sér alltof vel meðvitaður um stöðu okkar fólks og siðferðilega ábyrgð kristinnar kirkju til að hann verði afgreidd- ur með einu asnasparki úr stjórnarráðinu. Til þess nýtur hann einfaldlega of mik- illar virðingar og trausts meðal þjóð- arinnar," segir Garðar. Sr. Örn Bárður Jónsson segist treysta betur sýn kirkjunnar á þjóð- lífið „en manns sem er í stöðugri afneitun andspæn- is staðreyndum og þolir ekki öðrum að hafa skoðanir. Að heyra klisjukóng væna aðra um klisjukennt tal hljómar eins og steinn úr glerhúsi. Það er góðæri í landinu en það kostar sínar fórnir. Ummælin lýsa ekki djúpri skynjun á hinstu rökum og til- gangi lífsins eða raunverulegum kjörum vissra hópa í landinu," segir Örn. Þjóðfélagið fjárhættuspil Asgerður Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Rvk, segist sammála lýsingu biskupsins í viðtalinu. „Eg sem sjálfboðaliði nefndarinnar sl. 4 ár er þessu hjartanlega sammála. Ég lít á ís- lenskt þjóðfélag núna, sérstak- lega peningalegu hliðina, sem al- gjört íjárhættuspil. Við sjáum að bilið á milli þeirra ríku og fátæku á Islandi er sífellt að aukast og það er sérstaklega áberandi núna á síðustu misserum. Ég þarf ekki annað en að vitna til desember- mánaðar á síðasta ári, þegar þessi litla hjálparstofnun, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, tók á móti um 1.100 umsóknum og má margfalda það með 3-4 og sést þá sá fjöldi sem leitar til okkar um hjálp. Orðabókin segir um klisjur, að þá sé átt við end- urtekningar eða útslitin orð eða orðasambönd eða gamlar tuggur. Það má segja að minn ágæti for- sætisráðherra og formaður í mínum flokki, sem ég tel annars að sé mesti stjórnmálaskörungur nú á tímum, sé þarna að tala um að biskupinn tali eins og rispuð plata. Ég er því algjörlega ósam- rnála," segir Asgerður. - FÞG Davíð Oddsson: Kallaði um- mæli biskups „hálfgerðar klisjur". Nýr meist- aiií dag Björn Bjarnason menntamála- ráðherra kynnir í dag ákvörðun sína um nýjan skólameistara Iðn- skólans í Reykjavík, en í gær fékk hann tillögu skólanefndar skól- ans um hver umsækjenda þætti hæfastur til starfans. Umsækjendur um stöðuna voru Ágúst Karlsson, aðstoðar- skólameistari skólans, Baldur Gíslason, kennari, Helga Björns- dóttir, kennari, Ingi Bogi Boga- son, starfsmaður Samtaka iðnað- arins, Ingibergur Elíasson, kenn- ari, Jón Hjartarson, skólameist- ari, Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og Sigurður Örn Krist- jánsson, kennari. Kennarar Iðnskólans voru mjög óánægðir með að áheyrnar- fulltrúar þeirra voru ekki boðaðir á skólanefndarfundi þar sem skólameistarastaðan var til um- fjöllunar. - FÞG EHn Málfríður Magnúsdóttir var um helgina kjörin fegursta stúlka íslands. Elín er bóndadóttir af Vesturlandi en með henni eru Unnur Eir Arnardóttir ig Anna Lilja Björnsdóttir sem höfnuðu í 2. og 3. sæti ■■■■■■■■ i Enn rís sól Bjarkar Guðmundsdóttur. Óskariim næst? Fagmenn telja raunhæfan möguleika á að Björk Guð- mundsdóttir muni vinna til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í Dancer in the Dark. Björk vann Gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes um helgina sem besta leikkonan og myndin í leikstjórn hins danska Lars von Triers, hlaut Gullpálmann sem besta myndin á hátíðinni. Björk sagði hins vegar á blaðamanna- fundi í gær að myndin skipti hana litlu máli. Öðru máli gegn- di um tónlistina hennar. Friðrik Þór Friðriksson, einn meðframleiðenda að Dancer in the Dark, er í sjöunda himni yfir velgengni myndarinnar í Cann- es. Hann segir verðlaunin hafa grfðarlega þýðingu fyrir fram- haldið,^ Björk verði án efa til- nefnd til Óskarsverðlauna og gott ef hún hreppi ekki hnossið á endanum. Atburðir helgarinn- ar hafi einnig mikla þýðingu fyr- ir norræna kvikmyndagerð og þá íslensku um leið. íslensk ítök Þótt kvikmyndin teljist formlega koma frá Danmörku þá er óhætt fyrir okkur íslendinga að fagna vel og lengi yfir velgengni henn- ar því það er ekki aðeins Björk sem kom að henni sem leikkona og lagahöfundur. Fleiri íslend- ingar komu þarna að máli. ís- lenska kvikmyndasamsteypan hans Friðriks Þórs Friðrikssonar er meðframleiðandi ásamt Dön- um og Svíum og naut við það 10 milljóna styrks firá Kvikmynda- sjóði íslands, rithöfundurinn Sjón samdi söngtexta ásamt Lars Von Trier, Karl Júlíusson gerði Ieikmyndina, Valgeir Sig- urðsson vann að tónlistarupp- tökum og vinnslu og Björk naut aðstoðar tveggja vinkvenna sinna, þeirra Andreu Helgadótt- ur og Jóku Jóhannsdóttur. Sjd ítarumfjöllun bls. 12-13 Kynning á nýjustu línunni í innréttingum frá HTH auk 20% afsláttar af öllum raftækjum sem keypt eru með innréttingunni Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar á 3.hæð í Lágmúlanum <OUIkJs«4l«iS s Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Sími 530 2800 www.ormsson.is Aðeins 6 vikna afhendinga frestur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.