Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 12
'I 12 -I'RIOJUDAGUR 23. MAÍ 2000 SAMANTEKT rDnptr Dansað á stjön Björk vax stjama kvik- inyiidaliátí ð ariimar í Cannes. Líkleg til Ósk- arsverðlauna. Jákvæð áhrif á íslenskan kvik- myndaiðnað. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Björk Guðmundsdótt- ir vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes um helgina sem besta Ieikkonan, fyr- ir aðalhlutverk sitt í kvikmynd- inni Dancer in the Dark, eða Dansað í myrkrinu. Kvikmyndin sjálf, í leikstjórn hins danska Lars von Triers, hlaut Gullpálmann sem besta myndin á hátíðinni. Þótt kvikmyndin teljist formlega koma frá Danmörku þá er óhætt fyrir okkur Islendinga að fagna vel og lengi yfir velgengni hennar því það er ekki aðeins Björk sem kom að henni sem leikkona og Iagahöfundur. Fleiri íslendingar komu þarna að máli. Islenska kvikmyndasamsteypan hans Frið- riks Þórs Friðrikssonar er með- framleiðandi ásamt Dönum og Svíum og naut við það 10 millj- óna styrks frá Kvikmyndasjóði Is- lands, rithöfundurinn Sjón samdi söngtexta ásamt Lars Von Trier, Karl Júlíusson gerði leikmyndina, Valgeir Sigurðsson vann að tón- Iistarupptökum og vinnslu og Björk naut aðstoðar tveggja vin- kvenna sinna, þeirra Andreu Helgadóttur og Jóku Jóhanns- dóttur. Björk er reyndar ekki fyrsti Islendingurinn sem vinnur Gullpálmann á Cannes því fyrir 10 árum var kvikmynd verðlaun- uð sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi ásamt fleirum, Wild at Heart. En að framansögðu má sjá að Dansarinn er langtum íslensk- ari en sú framleiðsla. Ólýsanleg stund Erlendir fjölmiðlar hafa flestir farið fögrum orðum um kvik- myndina og ekki síst þátt Bjarkar. Hún hefur fengið afar lofsamlega dóma fyrir sinn leik. Hún hefði í raun gengið lengra en að leika hlutverkið heldur upplifað það með eftirminnilegum hætti. Tón- list hennar hefur einnig fengið góðar viðtökur. Óhætt er að full- yrða að stjarna hennar hafi sjald- an skinið skærar og í raun hefur kvikmyndin og Lars Von Trier lít- illega fallið í skuggann af henni. Þar dansar Björk á stjörnuhimni frekar en í einhverju myrkri líkt og í myndinni. Þetta skynjaði Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, sem var viðstaddur alla hátíðina í Cannes. Staddur í Frakklandi í gær, á leið til Islands, sagði hann við Dag að tilfinningin hefði ver- ið ólýsanleg þegar sú stund rann upp á sunnudaginn að kvikmynd- in og Björk fengu aðalverðlaunin. „Þetta var áhrifamikil stund og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ævinni, sérstaldega vegna þess hversu Björk var vel tekið,“ sagði Þorfinnur, „allir voru greirii- lega á hennar bandi og vildu að hún sigraði." Hann sagði að franskir fjölmiðlar hefðu verið uppfullir af því í gær að Björk hefði unnið sigur, frekar en myndin. Hátíðin hefði meira að segja komist á forsíðu Financial Times með fyrirsögninni „Björk vinnur" Tók Cannes í nefið! Þorfinnur sagði að Björk og kvik- myndin hefðu fengið mikla at- hygli í Cannes. Björk hefði verið stjarna hátíðarinnar þrátt fyrir að hafa stoppað þar aðeins í tvo daga og ekki veitt nein viðtöl. Hann sagði íslendinga, og sig þar með, kannski ekki hafa gert sér grein fyrir hvað Björk væri orðin fræg. Eftir hátíðina í Cannes væri nafn hennar enn kunnara heimsbyggð- inni en áður. Hápunktur hátíðarinnar var við sýningu Dansarans. Aðspurður hvort kvikmyndin verðskuldaði verðlaunin og alla þessa athygli sagði Þorfinnur engan vafa leika þar á. Þetta væri góð kvikmynd, unnin upp úr hefðbundinni sögu en frásagnaraðferðin væri óhefð- bundin, sérstaldega er varðaði tónlistaratriðin. Þar ætti Björk stóran þátt í og því enn skemmti- legra fyrir vikið að myndin hefði staðið upp úr með pálmann í höndunum. „Þetta er kvikmynd sem nær áreiðanlega til stórs hóps. Þetta er þriggja vasaklúta mynd. Sagan snertir alla,“ sagði Þorfinnur. Umfjöllun og viðbrögð fjöl- miðla í Evrópu, einkum á megin- landinu, hefur almennt verið afar jákvæð. Breskir fjölmiðlar hafa verið jákvæðir en kannski ekki eins hástemmdir í lýsingum sín- um og t.d. fjölmiðlar í Frakklandi og á Norðurlöndunum. Neikvæð- asti dómurinn hefur birst í bandaríska tímaritinu Variety. Þorfinnur sagði of snemmt að segja til um viðbrögð markaðarins í Bandaríkjunum almennt, það ætti eftir að koma í Ijós þegar myndin færi í dreifingu í haust og umsagnir birtust í fleiri fjölmiðl- um þar vestra, sem og víðar um heim. Kvikmyndin verður að sjálfsögðu sýnd á íslandi í haust. Síðasta kvikmynd Bjarkar? En hvaða þýðingu skyldu þessi verðlaun hafa fyrir Björk? Hún hefur lýst því yfir að þetta verði hennar fyrsta og eina kvikmynd. Þannig Iýsti hún því klárlega yfir á blaðamannafundi í Cannes að verðlaunaafhendingu lokinni að hún ætlaði ekld að leika í fleiri kvikmyndum. Þorfinnur sagði þetta snilldarleg ummæli, að taka við svona stórum verðlaunum fyr- ir sína fyrstu mynd. Þetta gæti hver sem er ekki gert. „Hvort hún stendur við þetta á eftir að koma í ljós. Tímarnir geta breyst. Mér finnst mjög líklegt að margir reyni að fá hana til liðs við sig. Þetta eykur auðvitað veg hennar sem tónlistarmanns. Þegar tón- Iistin kemur út þá munu aðdá- endur hennar fjölmenna á mynd- ina,“ sagði Þorfinnur. Dancer in the Dark er fyrsta er- lenda kvikmyndin scm hlýtur styrk úr Kvikmyndasjóði, 10 milljónir eins og áður sagði, og rann sú fjárhæð til íslensku kvik- BJÖRN JÓHAJVN BJÖRNSSON SKRIFAR Björk GuömundsdóUir þykir fara á kostum í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Hún er búin aö heilla dómnefndina í Can. inn verður afhentur. myndasamteypunnar, eins með- framleiðanda myndinnar. Þetta er að vísu lítið brot af heildar- myndinni sem kostnaður við Dansarann er í kringum I millj- arð króna! Þorfinnur sagði þenn- an styrk engu að síður hafa verið vel metinn og mikilvægt væri fyr- ir íslenskan kvikmyndaiðnað að halda þessum tengslum. Þessir framleiðendur væru stöðugt að styrkja íslenskar kvikmyndir „Við fengum gagnrýni á okkur fyrir þennan stuðning á sínum tíma. Athyglin sem myndin fær núna sýnir að þetta hafi verið sjálfsögð ráðstöfun. Þetta kemur til með að skila íslenskri kvik- myndagerð miklu. Fólk var að koma til mín og óska mér til ham- ingju með sigur Islendinga. Við getum að sjálfsögðu ekki eignað okkur verðlaunin með einhverri þjóðrembu en við getum heldur ekki afneitað myndinni og litið framhjá henni," sagði Þorfinnur. Kvikmyndahátíðin í Cannes er án efa sú stærsta f heiminum og er ásamt Óskarsverðlaunahátíð- inni helsti viðburður hvers árs í kvikmyndaheiminum. Nú er ein- mitt farið að horfa til næstu Ósk- arsverðlauna varðandi Dansar- ann og hún sögð líkleg til verð- launa þar, ekki sfst vegna þess að myndin er með enskum texta. Slfkar myndir, er hlotið hafa Gullpálmann, hafa oftast fengið Óskarstilnefningar og margar þeirra fengið verðlaunin. Friðrik Þór hefur spáð því opinberlega að bæði Björk og kvikmyndin eigi góða möguleika á Óskarsverð- launum. Aðspurður um þau um- mæli sagðist Þorfinnur vera sam- mála þeim. Myndin hlyti að fá til- nefningar og þá Björk frekar en myndin sjálf. „Hollywood er hrif- in af leikkonum sem geta líka sungið. Erfitt er að segja um þetta lyrirfram en ég tel Björk eiga góðá möguleika. Kannski er ævintýrið bara rétt að byrja,“ sagði Þorfinnur Ómarsson. Treystir samböndin Friðrik Þór Friðriksson, einn meðframleiðenda, sagðist vera í sjöunda himni yfir velgengni myndarinnar í Cannes þegar Dagur sló á þráðinn til hans f gær. Hann sagði verðlaunin hafa gríðarlega þýðingu fyrir fram- haldið, Björk yrði án efa tilnefnd til Óskarsverðlauna og gott ef hún hreppti ekki hnossið á end- anum. Þetta hefði einnig mikla þýðingu fyrir norræna kvik- myndagerð og þá íslensku um leið. „Þetta eru stórkostlegar fréttir. Eg geri ráð fyrir góðri aðsókn á myndina hér á íslandi. Við hjá ís- lensku kvikmyndasamsteypunni höfum átt gott samstarf við aðal- framleiðendurna í Danmörku. Þetta eru jafngömul fyrirtæki og vinskapurinn mikill þarna á milli. Þeir hafa styrkt margar af okkar myndum og velgengni Dansarans treystir grunninn. Við komum til með að hagnast á þessari mynd og þeir hafa stundum hagnast á myndum okkar. Þetta er því við- skiptasamband sem er að borga sig,“ sagði Friðrik Þór. Aðspurður um fleiri verkefni sem þessir framleiðendur væru að vinna að sagði Friðrik Þór mörg verkefni vera stöðugt í pípunum. Meðal annars væri tökum að ljúka á myndinni Iking Gout, í leik- stjórn Gísla Snæs Erlingssonar. Björk og Lars Von Trier fagna verðlaununum í Cannes. Frlðrik Þór Friðriksson: „Þetta er svolítið „grand" hjá Björk að koma og hirða þessi verðlaun fyrir einu myndina. Hún er góð í því sem hún gerir mest, músíkinni, og kemur þar sífellt á óvart."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.