Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIÐJUDAGU R 23. MAÍ 2000 Raímögnuð stemnmg Sönglög úr íslenskum leikritum : Opnunardagskrá Listahátíðar i Reykjavík, Hvert örstutt spor... verður endurtekin í Þjóðleikhúsinu í kvöld - án ræðuhalda. Listahátíd íReykjavík fórvel afstað á laugar- daginn þó hátíðardag- skráin í Þjóðleikhús- inu hafi byrjað svolítið þunglamalega. Þá var óvenjulega rafmögnuð stemning íListasafni íslands síðar um dag- inn á opnun sýningar- innarNýr heimur - stafrænar sýnir. Það var hátíðarbragur yfir öllum helstu menningarstofnunum höfuðborgarinnar nú um helg- ina. Listahátíð í Reykjavík var sett við hátíðlega athöfn í Þjóð- leikhúsinu klukkan 13.30 á laugardaginn, en síðan tók hver opnunin við af annarri fram á sunnudag, frá Listasafni íslands að Þjóðmenningarhúsinu (/s- land þúsund Ijóð) til Listasafns ASÍ (/ skuggskjd tíma og rúms), Nýlistasafnsins (Blú) og Lista- safns Reykjavíkur, Hafnarhús- inu (Öndvegishús og merkileg mannvirki). Frábær söngrödd Opnunarhátíðin hófst með ræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og for- manns fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík sem setti hátíðina. Þá tók við fyrsti hluti dagskrár- innar Hvert örstutt spor... áður en röðin kom að Sveini Einars- syni formanni framkvæmda- stjórnar Listahátíðar. Það var ágætlega til fundið að dengja ekki báðum ræðunum yfir gest- ina strax heldur brjóta upp skemmtidagskrána, þar sem leikarar og söngvarar fluttu sönglög úr íslenskum leikritum. Eflaust hefðu margir kosið að fylla þau fjölmörgu sæti sem voru auð í Þjóðleikhúsinu á opnunarhátíðinni hefðu þeir átt þess kost, og það jafnvel þó söngdagskráin væri helst til þung framan af. Hin frábæra rödd Ólafs Kjartans Sigurðsson- ar og skemmtileg framkoma söngvarans náðu helst að bæta fyrir þungann. Salurinn tók hins vegar ekki almennilega við sér fyrr en eftir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafði afhent verðlaun í smásagna- samkeppni Listahátíðar og Rík- isútvarpsins. Fyrstu verðlaun hlaut Ulfur Hjörvar, önnur verðlaun fékk Egill Helgason og þriðju verðlaun Birgir Sigurðs- son. Sögur þeirra ásamt sögum níu annarra höfunda eru komn- ar út í bókinni Stefnumót sem Vaka-Helgafell gefur út. Þá tóku loks við léttustu sönglögin með fjörugri Laga- syrpu úr Deleríum búbónis og skemmtilegri túlkun Steinunn- ar Ólínu Þorsteinsdóttur og Eddu Heiðrúnar Backman á Kór þokkadisanna úr Prjónastof- unni Sólinni. Hápunkti glens- ins var náð í tilþrifamikilli túlk- un þeirrar síðarnefndu á Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson úr Undir suðvestur- himni. Örn Arnason og Jóhann Sigurðarson áttu líka góða spretti, en greinilegt var að Marta Guðrún Halldórsdóttir var ekki eins leiksviðsvön og hin þó hún syngi ágætlega. Dag- skráin Hvert örstutt spor... verð- ur endurtekin í Þjóðleikhúsinu kvöld klukkan 20.30 og er óhætt að mæla með henni fyrir söngáhugafólk. Meistaraverk og misskilningur Það var óvenju fjölmennt á opn- un sýningarinnar Nýr heimur - stafrænar sýnir í Listasafni Is- lands skömmu síðar þennan sama dag, enda um óvenulega sýningu að ræða. Gestir voru ekki síst spenntir fyrir sýndar- veröld @-sins, sem tæknimenn Oz.com, Zoom og Gagarín höfðu skapað með þekktum íslenskum listamönnum að frumkvæði sýningarstjórans Hannesar Sigurðssonar. @ er líklega fyrsta gagnvirka innset- ningin gerð af íslenskum lis- tamönnum og því sögulegur viðburður líkt og veflis- tasýningin á efri hæðinni þó hún sé að vísu önnur í röð slíkra sýninga á íslensku safni. En meistaraverkið á Listasafni Islands þessa dagana er tvímælalaust hin magnaða videóinnsetning Myndhvörf eftir Steinu Vasulku. Dagskrá helgarinnar lauk með tónleikum hinnar einstöku Aziza Mustafa Zadeh frá Azerbajdzhan í íslensku ópe- runni á sunnudagskvöld. Aziza byrjaði á að ávarpa gesti með hvíslandi röddu til að lýsa yfir hrifningu sinni á framkomu salarins, sem skömmu áður hafði staðið upp fyrir forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Söngkonan hafði eitthvað misskilið þennan heiður, en það kom ekki að sök eftir að hún var sest við píanóið. Þar umhverfðist þessa fínlega kona í flinkan og kraftmikinn píanóleikara og söngvara, sem flutti mögnuð tónverk eftir sjál- fa sig og nokkra jassíska slagara eftir aðra. MEÓ mm Atta smnum a Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 V6fð fra 8.J30 kf. meíflu^vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax5703001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.