Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 19
ÞRIDJUDAGVR 23. MAÍ 2 0 0 0-19
AKUREYRI - NORDURLAND
W' - * • >4 if W
ii:i3N
Frá árshátíð Subbufélagsins á Subway á Akureyri á föstudagskvöldið. Á myndinni eru Björn Þórleifsson, Kristín
Sigursveinsdóttir, Hjörleifur Hjálmarsson og „daðlan" hans Margrét Björgvinsdóttir, Hólmkell Hreinsson og Júlíana
Lárusdóttir. - mynd: brink
Subbiifélagið
á Akureyri
Því hefur verið haldið fram að
nánast engin takmörk séu fyrir
fjölbreytileika félaga og samtaka
sem starfa á íslandi. Eitt óvenju-
legasta félag landsins er Subbu-
félagið sem starfar á Akureyri og
felst starfsemi þess í fundum á
Subway skyndibitastaðnum, gerð
hcimasíðu og árshátíðar einu
sinni á ári þegar félagsmenn
bjóða eiginkonum eða sérstökum
„döðlum“ (e. date) á Subway,
dúka þar borð og kvcikja á kerti.
Á heimasíðu félagsins er félagið
kynnt á eftirfarandi hátt:
„ The lcelandic Subway Soci-
ey er félagsskapur nokkurra
spekinga á Ákureyri sem hittast
einu sinni í mánuði og fá sér
samloku á Subway. Venjan er að
hittast einn dag á þrigga vikna
fresti og þá kl. 12.00. Þarna er
auðvitað margt skrafað og sumt
slúðrið merkilegra en annað.“
Meðlimir í Subbufélaginu
eða „The Subway Society“ eru:
Björn Þórleifsson.skólastjóri og
hagyrðingur oft kallaður öryrk-
inn vegna þess hvcrsu ört hann
yrkir; Hólmkell Hreinsson,
amtsbókavörður stundum
nefndur bótaþeginn, en hann
Iét nýlega bródera ( kviðinn á
sér vegna kviðslits; og Hjörleif-
ur Hjálmarsson, kennari og um-
sjónarmaður með tölvum hjá
grunnskólum Akureyrarbæjar,
sem þekkist líka undir nafninu
meinvillingurinn,og er það
komið til af áhuga hans á jóla-
lögum.
Að sögn Hólmkels Heinsson-
ar var félagið stofnað á Subway
í Gimli í Kanada þegar
Kirkjukór Akureyrar var þar í
söngferðalagi í júní 1996, en þá
borðuðu þeir félagar sinn „mar-
íubát" eins og Hólmkell orðar
það. Á heimasíðu félagsins er
að finna ýmsan fróðleik og þar
er að sjálfsögðu að linna vísur
eftir hagyrðinginn í hópnum.
Hér á eftir kemur eitt slíkt ljóð
sem heitir Oður til bræðingsins,
en bræðingur mun vera ákveðin
tegund subway samloku.
Óður
Er dagamir lengjast, í dimm-
unni vakita
draugar ogfleira afslæðingi.
Þd eru margir sumars að saluui
með sólskin og minna af
næðingi.
Veðurfar spillist, bdlviðri og bylur
eru boðuð af veðiirfræðingi.
Afréttarlöndin og heiðarmir
hylur
hríðin með skafrennings-
læðingi,
og hæfa vel slígvél, stöm undir
fæti
d stíg eða glerhdlum þræðingi.
Koma þd saman t Kaupangs-
stræti
lutppar og setjast að snæðingi.
Langar þd gjaman lostæti að
smakka,
lagað af matargæðingi.
Lygna svo augum, lofa og þaklut
þann langa og grófa - með
bræðingi.
B.Th.
Von er á um 20.000 gestum með skemmtiferðaskipum til Akureyrar i
sumar.
3 3 heimsóknir
33 skemmtiferðaskip hafa boðað
komu sína til Akureyrar í sumar
sem er sex skipum fleira en
komu í fyrra. Farþegafjöldi verð-
ur þó svipaður eða um 20.000
manns. Til samanburðar má
nefna að fýrir tíu árum komu 15
skemmtiferðarskip til Akureyrar
og er aukningin á þessu tíu ára
tímabili því 120%. Skipin eru
líka stærri og eru skipin sem
koma í sumar til dæmis mun
stærri en þau sem komu í fyrra
og eykst heildar brúttótonna-
stærðin urn 40%.
„Svipaður fjöldi skipa fer að
bryggju þrátt fyrir aukna meðal-
stærð. T.d. eru tvö stór skip sem
eru nýrri en þau rista minna og
því komast þau að bryggju, t.d.
Seaborn Sun sem hét Royal Vik-
ing Sun þegar það kom hingað
fyrir nokkrum árum. Fyrsta skip-
ið sem kemur í ár kemur 12.
júní. 1 sumar kemur ný Evrópa i
stað gömlu Evrópu sem hefur
verið seld, en nýja skipið er svip-
að að stærð en ristir grynnra, svo
það fer upp að bryggju," segir
Gunnar Arason, yfirhafnarvörð-
ur á Akureyri.
GG
Hlutaveltukrakkar
Þessir knáu krakkar á Akureyri héldu á dögunum hlutaveltu til styrktar
Rauða krossi íslands með ósk um að ágóðinn af henni gengi til bág-
staddra og hungraða barna úti í heimi. Alls söfnuðu krakkarnir 12.995 kr.
„ ... og við erum alveg hissa á því hve miklu okkur tókst að safna, “ sögðu
krakkarnir. Þau eru í fremri röð, frá vinstri talið; Berglind Eva Hauksdóttir,
Andrea B. Hauksdóttir, Ásgeir Jóhannesson og Helgi Freyr Guðnason. I
efri röð er, frá vinstri; Darri Rafn Hólmarsson, Óðinn Guðmannsson, íris
Harpa Hilmarsdóttir, Darri Arnarson, Jóhanna Hildur Ágústsdóttir og
Martas Antia Arnarsdóttir. mynd: brink.
Ámesingar úrReykj avík
W1’ I IÍAIJKUK
% AGUSTSSON
SKRIFAR
Föstudaginn 19. maí kom Árnes-
ingkórinn í Reykjavík í heimsókn
til Akureyrar og efndi til tónleika
í Glerárkirkju. Stjórnandi kórsins
er Sigurður Bragason og undir-
leikari á flygil, Richard Simm.
Einsöngvarar úr röðum kórfélaga
voru Árni Sighvatsson og Þor-
stcinn Þorsteinsson.
Samkvæmt söngskrá skipa Ár-
nesingakórinn fimmtíu og sjö
söngmenn. Konur eru þrjátíu og
sjö, en karlar sautján. Ekki voru
allir kórfélagar með í för til Akur-
eyrar og rnunaði þar mest um
karlana, sem forfallast höfðu.
Þessa gætti nokkuð á tónleikun-
um í Glerárkirkju. Karlar voru
nokkuð atkvæðalitlir og tókst
iðulega ekki að mynda þann
botn, sem æskilegur hefði verið.
Þó voru undantekningar og má
þar helst til nefna negrasálminn
„Gwine to Ride up in the
Chariot", þar sem grunnur kar-
laradda var góður og kórinn allur
komst verulega nærri andblæ
þeirrar torfluttu tónlistar, sem
negrasálmar eru.
Annar negrasálmur, „Deep
River" náði ekki alveg sömu hrif-
um, en nálgaðisl þau þó.
Sópran- og altraddir Árnes-
ingakórsins eru prýðilega skipað-
ar. Tónn bcggja er vel fullur og
breiður. Sópraninn er sjaldan í
vandræðum með háa tóna, þó að
það rétt korni fyrir, svo sem til
dæmis í „My Curly-Headed
Babby“ eftir G. H. Clutsam, en í
heild tekið söng röddin opnum,
frjálsum tóni. Góð fylling altsins
skilaði sér mjög vel í hljóminn og
var styrkur hans jafnan sá, að
auðvelt var að njóta raddarinnar.
Söngskrá Árnesingakórsins á
tónleikunum í Glerárkirkju skipt-
ist í tvo hluta. Fvrir hlé voru flutt
lög af Iéttra taginu. Þau fóru i'
heild tekið vel og á stundum
furðu svo. Til má nefna hið tor-
velda lag „Raindrops Keep Fallin’
on my Head" eftir Burt
Bacharach við ljóð Hals Davids,
sem reyndar var ekld gailalaust í
flutningi kórsins, en góð tilraun.
I fyrri hluta söngskrárinnar
komu fram einsöngvararnir tvcir.
Árni Sighvatsson söng „1 Got
Plenty o’ Nuttin’" úr Porgy og
Bess eftir George Gershwin og
lra Gershwin, en Þorsteinn Þor-
steinsson „lt Ain’t Necessarily
So“ úr sama verki. Báðir stóðu
snyrtilega fyrir sínu.
Eftir hlé var efni kórsins nær
því, sem kallast getur hefðhund-
ið. 1 þessum hluta stóð kórinn sig
víða fallega, svo sem í „Hver fet-
ar svo létt“ eftir Sigfús Einarsson
við Ijóð Hallgríms Jónssonar og
„Hjá lygnri móðu", „Vorvísu" og
„Maístjörnunni“, sem öll eru cft-
ir Jón Ásgeirsson við Ijóð Hall-
dórs Laxness.
Undirleikur Richards Simms
var fagurlega af hendi leystur. I
raun má segja, að hann hefði
mátt vera viðameiri frá höfunda
og útsetjara hendi, svo að unnt
hefði verið að njóta meira af
þekktri snilli undirleikarans á
hljóðfæri sitt.
Daginn eftir tónleikana í Glcr-
árkirkju fór Árnesingakórinn út í
Grímsey til þess að syngja fýrir
eyjaskeggja. Það er gott framtak
og ekki vafi á því, að þar hefur
þessum mjög svo frambærilega
kór verið ekki sfður vel tekið en á
Akureyri.