Dagur - 19.08.2000, Side 2

Dagur - 19.08.2000, Side 2
2 - LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Thyftr FRÉTTIR Geir Haarde, fjármálaráðherra. 7,5 millj arða tekju- afgangur Tölur um stöðu ríkissjóðs tíma- bilið á fyrri helmingi ársins 2000 liggja nú fyrir. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sam- bærilegar við fjárlög ársins sem sett eru fram á rekstrargrunni. Þessar tölur gefa góða vísbend- ingu um þróun ríkisfjármála í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum. Fyrstu sjö mánuði ársins voru innheimtar tekjur ríkissjóðs 7,5 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 1,4 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 4,6 milljarða hallaárið 1998. Hreinn lánsljár- jöfnuður var jákvæður um 5,8 milljarða króna, á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 0,4 milljarða króna og árið 1998 var hann neikvæður um 2,4 milljarða. Þessi stærð gefur til kynna hvaða fjármagn rfkissjóð- ur hefur til ráðstöfunar til að greiða niður skuldir. — GJ Formaður Samfylkingarinnar, Ossur Skarphéðinsson, ásamt þingmönnunum Svanfríði Jónas- dóttur, Einari Má Sigurðarsyni og Kristjáni Möller, boðuðu til sóknar í byggðamálum í gær í Ólafsfirði en þau segja ríkis- stjórnina máttlausa í þessum málaflokki. Sögðu þau þennan fyrsta fund á Iandsbyggðinni vera hornstein nýrrar sóknar. Staðsetning fundarins í Ólafs- firði væri táknræn um væntingar og hrostnar vonir í þessum mál- um. Össur sagði að forsenda þess að það takist að stöðva byggðaröskun í framtíðinni og snúa vörn í sókn sé sú að allir Iandsmenn hafi jafnan aðgang að upplýsinganetinu án tillits til búsetu. Ekki aðeins einstakling- ar, heldur einnig fyrirtæki, verði að hafa sömu tækifæri til að nýta sér möguleika fjarskiptanetsins, því sé ekki þannig farið í dag. Það sé forsenda virkrar byggða- stefnu í landinu. Þekkingarþjóðfélag „Verðlagning Landssímans á notkun fjarskiptakerfisins er með þeim hætti, að því fer fjarri að landsmenn hafi jafnan að- gang að fjarskiptanetinu. Fram- tíðin mun í vaxandi mæli grund- vallast á framleiðslu og dreifingu á þekkingu í hvers konar formi. Verði verðlagningu Landssímans Þingmenn Samfylkingarinnar, Einar Már Sigurðarson, Svanfríður Jónasdóttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján L. Möller, á sögulegum fundi í Úlafsfirði en á fundinum voru allir þingmenn Samfylkingarinnar í hinu nýja Norðaust- urkjördæmi. Fyrsti fundurinn á grundvelli nýrrar kjördæmaskipunar. - mynd: gg ekki breytt verður gífurlega erfitt fyrir fyrirtæki á Iandsbyggðinni að standast samkeppni við sam- bærileg fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu. Til þess að hreyta þessu er nauðsynlegt að upplýs- ingahraðbrautin, Ijósleiðarinn og dreifikerfið, sé skilgreint sem sameign allra Iandsmanna eins og við skilgreinum vegakerfið sem sameign, sem allir hafa jafn- an aðgang að á svipuðu verði,“ segir Össur Skarphéðinsson. Aðskilið samkeppnisrekstri Hann bendir á að það sé talað um að einkavæða Landssfmann þó ágreiningur sé milli stjórnar- flokkanna um það, en til að tryggja jafnan aðgang má ekki selja dreifikerfið frá hinu opin- bera. „Samfylkingin vill að dreifi- kerfið verði aðskilið frá sam- keppnisrekstri Landssímans en í eigu ríkisins, en í dag er ekki meirihluti á alþingi fyrir því að einkavæða Landsímann, m.a. vegna afstöðu framsóknar. Verði dreifikerfið selt verður Iands- byggðin hornreka í þróun þeirrar atvinnustarfsemi sem tengist netinu í framtíðinni og sem í hagkerfum Vesturlanda er undir- staða framleiðniaukningar sem staðið hefur undir þessari langvarandi velsæld," sagði Öss- ur Skarphéðinsson. Einar Már Sigurðarson sagði að sköpun væntinga hefði verið mjög mikil í Ólafsfirði hvað varð- ar störf frá hinu opinbera á sviði fjarvinnslu, ekki síst eftir yfirlýs- ingar ráðherra og forseta alþing- is, Halldórs Blöndal, þess efnis að það hefði verið tekin pólitísk ákvörðun um að flytja fjar- vinnsluverkefni til Ólafsfjarðar. - GG Upplýsingabraut verði þjóðareign Samfylkmgm blæs til sóknar í byggðamál- um með aðstoð Netsins. Ófleygir gæsa- ungar skotnir mál litlu varða og maður hefur heyrt sögur um að sumir beinlín- is smali heiðagæsaungum saman og skjóti þá. Einhvern veginn virðast menn finna kaupendur að þessu,“ segir Smári. Hann telur að hugmyndin um frestun veiðitímans eigi vaxandi fylgi að fagna fyrir vestan og hyg- gst hann afla henni frekara brautargengi með því að ræða við aðila h'kt og veiðistjóra. Margir sýna þó þá háttvísi að sögn Smára, að fara ekkert á gæsaveiðar fyrr en 10 dagar eru liðnir eru af veiðitímanum. Umhverfisráðuneytið og Veiði- stjóraembættið vilja að gefhu til- efni benda veiðimönnum á að skotveiðar á blesgæsum og hels- ingjum hefjist ekki fyrr en 1. september. Þá eru helsingjar friðaðir í Skaftafellsýslum til 25. september en þar hafa þeir verpt undanfarin ár. Styttingin miðar að því að styrkja varp helsingja hér á landi,“ segir í frétt frá um- hverfisráðuneytinu. — BÞ Misjafn sauður í mörgu fé þegar kemur að skotveiðimönnum. Smári Gestsson, formaður Skot- veiðifélags Patreksfjarðar, berst fyrir því að gæsaveiðitímabilinu verði frestað til mánaðamóta. Á morgun hefst gæsaveiði um allt Iand samkvæmt landslögum en Smári segir staðhætti þannig á Vestfjörðum að of snemmt sé að Ieyfa veiðarnar þar. „Það er svo mikið um unga hérna sem eru varla fleygir og al- veg holdlausir. Það er ekki til neins að skjóta þann fugl en á hinn bóginn er mjög erfitt að sía hann úr þegar skotið er á hóp,“ segir Smári. Formaður Skotveiðifélags Pat- reksljarðar segir að aðstæður í ár séu ekki frábrugðnar fyrri tíma heldur hefðu menn átt að vera búnir að breyta þessu fyrir löngu. Á Vestfjörðum sé varp oft Sagt er að gæsaungum hafi verið smalað saman og þeir skotnir síð- an. Formaður skotveiðifélags á Vestfjörðum vill fresta veiðitíma gæsa til mánaðamóta. seinna og unginn þroskist hægar en víða annars staðar á landinu. „Þetta er svolítið misjafnt eftir árferði en það myndi muna öllu ef veiðum hér yrði frestað til 1. september. Eg veit að þeir sem eru að selja fugl, láta sig þessi Ný dælustöð við Glerártorg Verið er að reisa nýja dælustöð fyrir Hita- og vatnveitu Akur- eyrar við nýju verslunarmið- stöðina á Akureyri, Glerártorg, sem opna á 3. nóvember nk. Dælustöð fyrir hitaveitu sem var áður nyrst á svæðinu en hefur nú verið aftengd, var fyr- ir byggingaframkvæmdum og því þurfti að byggja nýja dælu- stöð á svæðinu. — GG Kortlagniug erfðavísis íslensk erfðagreining og svissneska lyfjafyrirtækið F. Hoffmann-La Roche skýrðu frá því í gær að vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hefðu fundið afmarkað svæði á litningi sem tcngist Alzheimersjúkdómn- um. Rannsóknin byggði á þátttöku íslenskra sjúklinga og ættingja þeir- ra, samtals 1100 manns. Rannsóknin er ennfremur sögð hafa veitt frekari staðfestingu á því að erfðir eru áhrifavaldur í framvindu sjúkdómsins. „Með þessum niður- stöðum erum við nær því að finna einstakar breytingar í erfðavísum sem í samspili við umhverfisþætti geta valdið Alzheimersjúkdómi,11 scgir Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar. Roche hyggst nota þessa þekkingu til þss að hefja þróun nýrra aðferða til að greina og meðhöndla Alzheimersjúkdóminn. Roche hefur þegar reitt af hendi áfangagreiðslu til Islenskrar erfðagreiningar samkvæmt samningum fyrirtækjanna þar að lútandi, vegna þessara niðurstaðna. I mars síðastliðnum tilkynnti Roche að vísindamenn hefðu kortlagt erfðavísi sem tengist heilablóðfalli og á síðasta ári tilkynntu fýrirtækin um staðsetningu erfðavísis sem veldur slitgigt. - GB 1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.