Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 í viðtali ræð- ir Markús Örn Antons- son útvarps- stjóri meðal annars um störf sín fjölmiðla, stjórnmálaaf- skipti og stöðu og fram- tíð Ríkisútvarpsins. - Mig langar til að byrja á fjöl- skyldu þinni en þú misstir föður þinn sex mánaða gamall, það hlýtur að hafa verið fjölskyldunni mikið áfall. „Anton Björn Björnsson, faðir minn, var íþróttakennari, fim- leikameistari Islands í nokkur ár og góður tugþrautarmaður. Hann var tuttugu og tveggja ára gamall þegar hann fórst, átti er- indi vestur á Snæfellsnes og fékk far með skipi sem var í einni af sínum fyrstu ferðum, og þeirri síðustu. Skipið kom aldrei fram og ég held að ég muni rétt að ekkert hrak hafi fundist úr því. Faðir minn var mikill harmdauði þeim sem þekktu hann og í minningargreinum var farið mjög lofsamlegum orðum um hann. Foreldrar hans misstu mánuði seinna tvo syni sem fór- ust með togara. Fleiri dauðsföll urðu einnig í fjölskyldunni á þessum árum. Fessir sviplegu atburðir lögðust sérlega þungt á ömmu mína, sem ég kynntist mjög vel og dvaldi mikið hjá. Eg hef alla tíð haft góð samskipti við föðurfólkið mitt og það hefur alltaf verið mér mjög nákomið." Móðir mín, Bertha Karlsdóttir gíftist Magnúsi Jóhannessyni sem var trésmiður og borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins um skeið. Þau eignuðust fjögur börn og við bjuggum lengst af í Bú- staðahverfinu. En ég átti mikið athvarf hjá föðursystur móður minnar, Asu Markúsdóttur, sem bjó á Frakkastígnum og starfaði í bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. Þar komst ég oft í bækur og stundaði líka mikið leikhús- og bíóferðir með Asu frænku rninni." - Það má kannski segja að þú hafir mikið til alist upp hjá eldra fólki. „Já. Ég var fljótt farínn að eiga samskipti og stofna til kunnings- skapar við mér töluvert eldra fólk. Það hefur vafalaust haft áhrif á mína persónu og þroska. Það má kannski segja að ég hafi ungur orðið gamall, í þeim skilningi að ég var snemma far- inn að hitta fólk í hinum ýmsu störfum víða um land. Strax sautján ára strákur á Morgun- blaðinu var ég sendur út og suð- ur til að ræða við fólk og kynna mér hin ýmsu málefni. Það 22 - „Efákvörðun verður tekin um útsendingar á nýrri rás þá sé ég ekki fyrir mér að það verði einungis íþróttarás. Miklu fremur rás sem snýr að fræðslumálum og fjar- kennslu, hugsanlega í samstarfi við Háskólann, Kennaraháskólann og aðrar menningarstofnanir." sama gerðist í starfi mínu í sjón- varpinu, jafnvel í enn meiri mæli, en þar hóf ég störf tutt- ugu og tveggja ára gamall." í sviðsljósi sjónvarpsins -Mér var sagt að Bjami Bene- diktsson hefði tekið þig ungan undir verndarvæng sinn og feng- ið þér vinnu á Morgunblaðinu. „Sigríður, kona Bjarna, var föðursystir mín og ég hafði mik- ið samband við þau hjónin og fjölskyldu þeirra. Þegar ég var fjórtán ára var óvíst um sumar- starf. Ég hitti Bjarna af tilviljun þar sem þau Sigríður voru í sunnudagsbíltúr austur á Þing- völlum. Hann fann að pilti var eitthvað órótt innanbrjósts í óvissunni um sumarhýruna og stuðlaði að því að ég fékk starf á Morgunblaðinu sem sendill og aðstoðarmaður á ritstjórn. Bjarna kynntist ég sem af- skaplega hlýjum manni og vin- samlegum í minn garð. Þegar ég hitti hann á förnum vegi tók hann mér alltaf ákaflega vel og bauð mér stundum inn á skríf- stofuna í stjórnarráðinu, gaf mér kók og spjallaði við mig eða bauð mér stundum heim í kvöldmat til fjölskyldunnar. Þá fékk maður að keyra í ráðhcrra- bíl. Ég bar ákafa virðingu fyrir honum bæði sem persónu og stjórnmálamanni. I fáum orðum sagt fannst mér hann einstak- Iega mikill leiðtogi, vitur og ljúf- ur en jafnframt mjög stefnufast- ur. Sannkallaður landsfaðir. A Morgunblaðinu starfaði ég í sumarvinnu í nokkur ár og varð fanginn af blaðamennskunni, þar sem ég fékk að sinna hinum margvíslegustu verkefnum. Eftir stúdentspróf gerðist ég blaða- maður á Morgunblaðinu en við stofnun sjónvarpsins vildi Emil Björnsson, fréttastjóri Sjón- varps, fá mig þangað til starfa. Ég var þá nýkvæntur, við hjónin áttum okkar fyrra barn og vorum staurblönk að stofna heimili. Bjuggum í einu herbergi hjá tengdó. Tilboð Emils var freist- andi enda góð laun í boði fyrir mikla vinnu og ég tók því. Efna- leg viðbrigði urðu töluverð fyrir okkur hjónin sem höfðum ekki haft úr miklu að spila þegar við vorum börn. Sigrún Guðbrands- dóttir tengdamóðir mín hafði misst mann sinn frá finim ung- um börnum og sá fyrir þeim með kennslustörfum sínum í Melaskólanum og síðar Voga- skóla“ - I sjónvarpi varðslu þjóðþekkt- ur, fylgdu því ekki ýmis óþæg- indi? „Það eru ýmsir sem hafa full- nægju af því að vera í sviðsljós- inu. Ég fann aldrei til þess og hef ekki gert síðar. En það var greinilegt að með framkomu í sjónvarpi varð maður þjóðþekkt- ur. Við Steinunn, kona mín, fór- um stundum okkur til skemmt- unnar í bíó á fyrstu árum sjón- varpsins. I hléum var verið að glápa og mæla mann út, sem varð eiginlega til þess að við hjónin hættum að fara í bíó. Svo hófust alls kyns sögusagnir. Ein var á þá Ieið að ég væri með hár- kollu. Kvöld eitt vorum við hjón- in á skemmtistað og þá viku sér að mér tvær góðglaðar konur og höfðu greinilega verið í miklum viðræðum um hár mitt og vildu Iáta reyna á hvað rétt væri í því máli. Onnur þeirra reif óþyrmi- lega í hárið á mér, sneri sér síð- an að stöllu sinni og sagði sigri hrósandi: „Ég vissi þetta, það er ekta.“ Ymis atvik af þessum toga gerðust, en ég held að það hafi jafnvcl spunnist enn hressilegri sögur um ýmsa aðra af sam- starfsmönnunum. En svona eru nú einu sinni kaupin á eyrinni og maður verður að taka því.“ Erfiður borgarstjóratími - Nú varstu formaður HeimdaUar um tíma, ætlaðirðu þér frama í stjórmálum? „Nei, sú formennska, eins og sumt annað sem hefur lotið að mínum pólitísku afskiptum, varð fyrir tilviljun. Það kom upp sér- stök staða í Heimdalli sem gerði að verkum að ég var beðinn um að taka við forystu í félaginu. Ég Ieit á það sem bráðabirgðaráð- stöfun strax í upphafi og var for- maður í eitt ár. Það var Iíka til- viljun að ég varð borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1970. Menn í mínum vinahópi innan Heimdallar töldu mikil- vægt að yngra fólk fengi tæki- færi til að taka að sér trúnaðar- störf á opinberum eða pólitísk- um vettvangi og veðjað var á mig. Ég sló til og varð borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins árið 1 970 og var það í 14 ár.“ - Seinna varðstu borgarstjóri. Ertu sáttur við þannferil? “Það var mjög erfitt tímabil. Ég er ekkert sáttur við það, cn reynslunni ríkari. I aðdraganda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.