Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 2
18 LAUGARDAGUR 19.ÁGÚST 2000 HELGARPOTTURIN N Leiksýningin Stjörnur á morgunhimni eftir Al- exander Galin sem Leikfélag íslands sýndi í Iðnó í fyrravetur verður fljótlega eftir mánaða- mótin tekin til sýninga hjá Leikfélagi Akureyr- ar, en þessi tvö leikfélög hafa með sér sam- starf á ýmsa lund. Sem kunnugt er hlaut þessi leiksýning góðar viðtökur syðra, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum og þótti leik- stjóranum Magnúsi Geir Þórðarsyni takast vel upp en í liði sínu hafði hann ágæta leikara; þau Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Ákadóttur, Bryndísi Petri Bragadóttir, Eddu Björg Eyjólfsdóttur, Nönnu Kristínu Magn- úsdóttur, Gunnar Hansson og Stefán Jónsson. Stjörnur á morg- unhimni verða sýndar á Akureyri þrjár fyrstu helgarnar í september, alls sex sýningar. Magnús Geir Þórðarson. Rithöfundurinn Mikael Torfason er ekki bara hættur á Fókusi, fylgiblaði DV, heldur hef- ur hann flúið land og er nú sestur að í Dan- mörku þar sem hann mun allavega dvelja næsta árið. Heyrst hefur að Mikael hafi fengið styrktil að skrifa nýtt kvikmyndahandrit. Ekkert bólar hins vegar ennþá á Gemsunum, kvik- myndinni sem átti að frumsýna í vor. En hún mun víst vera enn í vinnslu. Mikael Torfason. Nýir eigendur eru nú komnir að jörðinni Saur- bær á Rauðasandi. Einhverjir arkitektar lands- ins, þau Steve Christer og Margrét Harðar- dóttir hjá Studio Granda, hafa verið fengnir til þess að teikna hallir á þessum stað, og að undarförnu hefur verið unnið að því að rífa niður gömul útihús sem eru þarna á staðnum. Það er nokkur hópur manna sem stendur að þessu Saurbæjarævintýri en sá sem þar fer einna fremstur í flokki heitir Kjartan Gunn- arsson, sem í frístundum frá þessu stórverk- efni er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Aðstandendur vindhátíðarinnar sem vera í Reykjavík á 3. - 9. september liggja nú á bænog biðja þess aó gefi nú góðan byr þá daga sem hátíðin stendur því fljúga skal flug- drekinn, hátt upp í himininn. Allt mun miðast við að nýta vindinn á jákvæðan hátt og gera hann að vini sínum en verjast honum líka ef þörf krefur. Tilkomumikið verður að sjá vind- hörpuna sem kemur frá frændum okkar Fær- eyingum og fylgjast með dansverkinu sem Lára Stefánsdóttir hefur samið við tónlist Guðna Franzsonar og flutt verður á þaki Faxaskála. Meðal þeirra sem hingað koma frá útlöndum til að tigna ís- lenska rokið er Erna Ómarsdóttir sem fyrir skemmstu sló í gegn í Avignon. Lára Stefánsdóttir. Kjartan Gunnarsson. Ljóst er að Leikfélag Reykjavíkur mun reyna að bæta ímynd sína veru- lega á næstu misserum og tjalda ýmsum sprækum kröftum á leikárinu sem í hönd fer. Meðal nýjunga sem á döfinni eru hjá LR. er opnun nýs salar sem byggður var um leið og nýja Kringlan og heyrst hefur aó þann sal eigi að reka sem sérstaka einingu. Ekki er fyllilega komið á hreint hver muni stýra þeim rekstri en nafn Magnúsar Þórs Þorbergsson- ar sem síðasta ár starfaði sem dramaturg hjá LR. heyrist nefnt í því sam- bandi. Margar af stórsjörnum Þjóðleikhússins leggja brátt land undir fót og flykkjast til Hannover með hina rómuðu leikgerð Kjartans Ragn- arssonar og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur á Sjálfstæðu fólki. Það verður glæsilegt framlag Þjóðleikhússins til þjóðar- dagsins á EXPO 2000 og ekki dugir minna en Borgarleikhúsið sjálft í Hannover undir hina viðamiklu sýningu á hokri íslenska bóndans Bjarts. Eflaust mun Ingvar E. Sigurðsson taka sig vel út á sviði Borgarleikhússins í Hannover sem mun vera afburða glæsilegt. Heyrst hefur að útlit sé fyrir fullu húsi. Mikið verður um dýrðir hjá vestlenskum hesta- mönnum um aðra helgi, þar eftir verður til brennureiðar og töðugjalda á Kaldármelum á Snæfellsnesi. f fyrra tóku um 300 manns þátt í glæsilegri hópreiðinni og er þess vænst að þessi færri mæti nú. Hátíð þessi hefst annars með máiþingi sem verður haldið næsta föstu- dag, þar sem fjallað verður um hrossarækt og hestaíþróttir og ýmislegt fleira. Sérfræðingar á sínum sviðum munu þar leggja orð í belg, en fundarstjóri verður Gísli S. Einarsson, þing- maður Samfylkingarinnar á Vesturiandi. Gísli S. Einarsson „Sennilega hefur enginn annar málari dregiö upp eins margar myndir af Reykjavík og hann. Þetta eru mjög gjarnan vatnslitamyndir sem lýsa götulífinu og sérstaklega var gamli bærinn honum kær, “ segir Halldór Björn Runólfsson um listmálarann Sigfús Halldórsson. Listmálarinn Sigfús Halldórsson er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Gerðarsafni í gær, föstudag. Sýningin er haldin í tilefni þess að 7. september næstkomandi eru 80 ár liðin frá fæðingu Sigfúsar Halldórssonar listmálara og tónskálds en hann lést í desember 1996. Dagur sló á þráðinn til Halldórs Björns Runólfssonar listfræðings og sem þekkir vel til Sigfúsar og verka hans. „Myndirnar á sýningunni spanna allan listamannsferil Sigfúsar en töluvert af myndunum eru götulífs- myndir frá Oxford og öðrum stöð- um í Englandi þar sem hann var við nám f Ieiktjaldamálun. Þarna eru myndir frá því fyrir stríð, bæði teikningar, málverk og leiktjalda- myndir en sonur Sigfúsar, Gunn- laugur Sigfússon, fann möppu með áður óbirtum vatnslitamyndum og teikningum frá námsárum hans,“ segir Halldór. Að hans sögn eru einnig á sýningunni myndir sem Sigfús gerði sérstaklega fyrir Kópa- vogsbæ en hann hjó lengst af í Kópavogi og var gerður að heiðurs- borgara bæjarins árið 1994. Hall- dór segir að Sigfúsar sé þó fyrst og fremst minnst sem Reykjavíkurmál- ara. „Sennilega hefur enginn annar málari dregið upp eins margar myndir af Reykjavík og hann. Þetta eru mjög gjarnan vatnslitamyndir sem lýsa götulífinu og sérstaklega var gamli bærinn honum kær. Sig- lús málaði oft húsamyndir og var fljótur að mæta á staðinn og mála hús sem átti að rífa,“ segir Halldór. Skósverta og tannkrem Að sögn Halldórs átti Sigfús það til að beita óvenjulegum og sjálf- sprottnum vinnubrögðum f mynd- listinni. „Eitt sinn var ráðist á Sig- fús og hann barinn í andlitið. Hann fékk óstöðvandi blóðnasir og lengi var honum ekki hugað líf. Til þess að jafna sig eftir þetta áfall fór hann f vist á Reykhólum á Barða- strönd. Sigfúsi langaði mjög mikið til að mála en hafði ekki tekiö hefð- bundinn efnivið með sér og notaði því það sem hendi var næst; skó- svertu, tannkrem og naglalakk. Þarna gerði hann mjög failegar Iandslagsmyndir. Nokkrar þeirra hafa varðveist og að minnsta kosti tvær þessara mynda eru á sýning- unni í Gerðarsafni," segir Halldór og bætir við að á Reykhóium hafi Sigfús einnig samið tónlist, perlu eins og Litlu fluguna. Litla flugan til á fimm mínútum „Það kom þannig til að hann sá Ijóð sem Sigurður Elíasson jarðfræðing- ur, sem rak tilraunabú á staðnum, MENN VIKUNNAR SPARKA BOLTA Fótboltastrákarnir okkar tóku sig til og sigruðu sænska landsliðið í fyrsta sinn síðan Ríkarður Jóns- son var upp á sitt besta fyrir tæplega hálfri öld. Þeir unnu sanngjarnan sigur á knattspyrnumönnum Svíþjóðar sem eru enn furðu losnir yfir því hvað fámenn þjóð geti eignast gott landslið í þessari vinsælu íþrótt. Fyrir góðan og verðskuldaðan sigur á bestu fótboltamönnum fjölmennustu þjóðar Norðurlanda hlýtur knattspyrnulandsliðið okkar heiðurstitilinn Menn vikunnar! hafði samið og bað hann um Ijóðið því hann langaði að semja lag við það. Sigurður var ekki að flíka sín- um kveðskap og vildi ekki Iáta hann fá Ijóðið en Sigfús gafst ekki upp og fékk að lokum ljóðið með því skil- yrði að hann semdi lagið á fimm mínútum sem hann og gerði. Þetta lýsir Sigf’úsi mjög vel, hann var mik- ill stemningsmaður, Iljótur að átta sig og opinn fyrir stund og stað," segir Halldór. Að sögn Halldórs var Sigfús mjög félagslyndur maður. „Sigfús var hrókur alls fagnaðar, glettinn og skemmtilegur. Hann fylgdist vel með ýmsum Ieikhópum, bæði í Reykjavík og úti á landi og var gjarnan maðurinn á bak við tónlist- ina í leiksýningum. Það gerði það að verkum að hann var tengdari fé- lagslífinu heldur en gerðist og gekk með aðra listmálara sem vildu helst vera í einrúmi og fjarri glaumnum,“ segir Halldór. - ELJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.