Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Guðjón og Katrín ásamt þriggja mánaða dóttur sinni, Mattheu Láru. „Það væri frábært að búa á Islandi ef fólk hefði efni á þvi að kaupa mat, “ segir Guðjón. mynd: einar j. Rleiku Þau dönsuðu saman í Gæjum og píum og eftir þó nokkra fyrirhöfn tókst Guðjóni að ná ástum Katrínar. Bæði héldu þau sínu striki á lista- brautinni og fórnuðu ekki sínum hugðarefnum. Spennandi ferðalög á milli landa urðu erfið til lengdar og eftir átta ára fjarvistir var komið nóg. Heimkoman til íslands var viðbrigði og segjast þau fljótt hafa sogast inn í stressandi lífsmunstrið. Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Katrín Hall, lístrænn stjórnandi Islenska dans- Flokksins, felldu hugi saman fyrir 16 árum. Guðjón: „Við kynntumst þegar við tókum bæði þátt í söngleiknum Gæjar og píur, lentum óvart saman í einu dansatriði." Katrín: „Síðan var Gæjar og píur sýnt svo lengi að við komumst ekki hjá því að vera alltaf að dansa hvort við annað. Þannig þróaðist þetta áfram.“ Guðjón: „Eg þurfti samt að hafa heilmikið fyrir því að ná ástum Kötu. Kom í partý til hennar f bleikum jakkafötum." Katrín: „Eg man mjög vel eftir bleiku jakkaföt- unum, ætli ég hafi ekki fallið fyrir þeim.“ Til í alls konar vitleysu - Hvcið var það sem heillaði ykkur hvort við annað? Guðjón: „Við vorum bæði mjög virk og fram- takssöm og Kata var til í að taka þátt í mörgu með mér. Eg var á þessum tíma í leikhópnum Svart og sykurlaust og hún dansaði á ýmsum uppákomum. Kata var til í alls konar vitleysu og það heillaði mig.“ Katrín: „Gíó var mikil andstæða við mig þrátt fyrir að við ættum ýmislegt sameiginlegt. Hann hafði líka sterka útgeislun, var sjarmerandi og mér fannst hann spennandi persónuleiki." Aðpurð segjast þau ekki vera gift. „Eftir alla þessa fyrirhöfn þá vill hann ekki giftast mér,“ segir Katrín og hlær. Guðjón: „Það er bara gamli hippinn í mér, þetta er fínt eins og það er.“ Katrín bjó lengi í Köln í Þýskalandi þar sem hún var dansari og bjuggu hún og Guðjón í sitt hvoru landinu í átta ár. „Gíó kom þegar hann gat til Þýskalands og ég kom til Islands á sumrin en það var samt ákveðinn aðskilnaður," segir Katrín og Guðjón bætir við: „Þetta er allt í Iagi í tvö til þrjú ár og oft mjög spennandi. Flugvélamatur og alltaf á ferðalögum en síðan varð þetta erfitt og í lokin vorum við komin með upp í kok. Það var alltaf ver- ið að slíta úr sér hjartað þegar maður fór heim.“ Guðjón gefur Katrínu kökubita eftir frumsýningu. „Gíó var mikil andstæða við mig þrátt fyrir að við ættum ýmis- legt sameiginlegt. Hann hafði líka sterka útgeislun, var sjarmerandi og mér fannst hann spennandi persónuleiki, “ segir Katrín. Komin á kaf í stressið Katrín: „Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt þá hafði það samt sína kosti. Aðskilnaðurinn gerði það að verkum að samband okkar styrktist. Eg held að það sé mjög hollt fý'rir fólk að sjá hlutina aðeins í fjarlægð og í öðru Ijósi. Það var ekki um neina fórn að ræða, ég fórnaði ekki mínu fyrir Gfó og hann ekki sínu fyrir mig. Bæði héldum við okk- ar striki og sinntum okkar verkefnum," segir Katín en viðurkennir þó að hún hafi mikið reynt að toga hann til sín til Þýskalands. Þau hafa á orði að það hafi verið mikil viðbrigði að flytjast heim. „Hér er mun meira stress og við ætluðum okkur alls ekki að sogast inn í lífs- munstrið á Islandi en ég held að við séum komin á kaf í það. Fólk vinnur mjög mikið og þjóðfélagið er ekki fjölskylduvænt," segir Katín og Guðjón bætir við: „Það væri frábært að búa á Islandi ef fólk hefði efni á því að kaupa mat.“ Meira en bara vaninn - Hvað þarf að vera lil staðar ígóðu ástarsambandi? Guðjón: „Fyrir utan sameiginlega sýn á lífið þá þarf löngun til að vilja lifa og takast á við hlut- ina.“ Katrín: „Traust og virðing skiptir einnig máli, að fólk beri virðingu fyrir hvort öðru og því sem það er að fást við.“ Guðjón: „Sambönd komast upp í vana. Það er vani að vakna upp á morgnana, fara með strák- inn í skólann, kaupa í matinn og rökræða hvort kaupa eigi þctta eóa hitt. Síðan koma augnablik í lífinu þar sem mikilvægar spurningar koma upp. Þá er gaman að finna fyrir því að það er eitthvað annað en vaninn sem heldur fólki sam- an. Manni er ekki sama um hver liggur á kodd- anum við hliðina. Svo þegar börn koma inn í spilið þá stækkar einhvern veginn Iífið og verður margfalt meira virði," segir Guðjón en þau Katrín eiga tvö börn, Frank tíu ára og Mattheu Láru þriggja mánaða. - elj Þau sáust fyrst á Stokkseyri þegar Kristín gaf Karli langt nef. Núna hafa þau verið gift í 30 ár og segja það mikið lán og gæfu að hafa hist. Vináttuna segja þau afar mikil- væga í farsælu hjóna- bandi, einnig sé nauð- synlegt að hafa húmor og geta hlegið saman. Biskup Islands, Karl Sigur- björnsson, og kona hans Kristín Guðjónsdóttir hittust fyrst þegar þau voru níu og tíu ára gömul. „Eg var í sveit á Stokkseyri og hún bjó þar í plássinu. Eg var sendur einhverja erinda heim til hennar og á rneðan ég beið þá hékk hún í hurðarhúninum, sveiflaði sér á hurðinni og gaf mér langt nef,“ segir Karl og Kristín bætir við: „Mér fannst alltaf svolítið spennandi að sjá þennan strák.“ Ætluð hvort öðru Þau segjast seinna hafa rekist hvort á annað í Reykjavik, flækst lengi hvort fyrir öðru hér og hvar í bænum. „Síðan fór maður að reyna að vera á þeim stöðum þar sem maður hélt að hún væri, eins og til dæmis að skipta við ákveðinn banka þar sem ég hélt að hún ynni en svo komst ég löngu seinna að því að hún vann ekkert þar! Einnig sótti ég messur í Fríkirkjuna því hún söng þar í kórnum. Svona leitaði ég hana uppi,“ segir Karl en þau Kristín giftu sig 3. janúar 1970 og áttu því 30 ára hrúðkaupsaf- mæli í vetur. Aðspurð hvað hafi heillað þau hvort við annað, segir Karl: „Konan mín er afskaplega falleg og skemmtileg. Ætli þetta haf’i ekki verið svona „made in hea- ven“ eins og í bíómyndunum," og Kristín bætir við: „Eg held að við höfum verið ætluð hvort öðru." - Hefur samband ylikar breyst á þessum 30 árum? Kristín: „Já, ég er ennþá skotnari í honum núna en ég var þá.“ Karl: „Lífið þroskar mann, maður gengur í gegnum súrt og sætt og þá slípast og dýpkar ást- in, væntumþykjan, virðingin og ekki síst vináttan. Það er gríðar- lega mikilvægt að Iífsförunaut- urinn sé nánasti vinur þinn.“ Kristín: „Svo eigum við þrjú yndisleg börn, tengdason og dótturson. Sú gæfa hefur líka styrkt sambandið og auðgað." Tvíkvænishjónaband - Ilver er undirstaða farsæls hjónabands að ykkar mati? Karl: „Gagnkvænt virðing sem kemur fram í tillitssemi, nær- gætni og unrhyggju. Trúin er afar mikilvæg, hún nærir um- hyggjuna og tryggðina. Einnig skiptir húmorinn máli, að geta hlegið saman og taka sjálfan sig ekki of hátíðlega. Kristín er til dæmis óskaplega stríðin". Kristín: „Eg held líka að mað- ur verði að vera svolítið stríðin, sérstaklega þar sem hann er í þessu starfi. Þá er ágætt að slá á létta strengi þegar álagið er mik- ið.“ Karl: „Maður er nánast kvænt- ur starfinu h'ka. Það má segja að þetta sé tvíkvænishjónaband." Kristín: „Ef mér þætti ekki svona vænt um starfið hans Karls þá gengi þetta ekki svona vel. Prestar eru í rauninni allan sólarhringinn á vakt og það reynir mikið á þegar maður er ungur og mcð börn.“ Karl: „Þeir tímar þar sem Ijöl- skyldan getur verið saman, um hclgar og hátíðir, þá er mest að gera hjá prestinum. Þá reynir á fundvísi, að finna tíma og nota Árný og Össur árið 1974. „Hún var ballerína og aðalskvísan og það tók mig langan tíma að herða upp hugann og gera atlögur, “ segir Ússur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.