Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 19
 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 35 Elías Snæland Jónsson skrifar Tveir menn eru á ferð í snjóbifreið á leið frá kauptúni á Austurlandi upp í sveitir í mars 1931. Bílstjórinn er sendur til að sækja unga telpu á bæ þar í sveit- inni, en fylgdarmaður- inn er að ná í nokkrar kindur. Telpan er ellefu ára þurfalingur sem dvalið hefur á sveitaheimili í tæp tvö ár. Hún er fáviti sem þarfnast sérstakrar umönnunar. Bóndinn fær ríflegt meðlag frá hrepps- ncfnd kauptúnsins sem hefur nú fallist á beiðni móðurinnar um að flytja telpuna niður á firði, þar sem heyrst hefur að telpunni hafi ekki liðið vel í sveitinni. Bílstjórinn tekur eftir því að telpan er ntögur og fölleit í andliti og svo máttfarin að hún getur naumast gengið. Hún virðist líka mjög svöng. Fljótlega eftir komuna til kauptúnsins hefur móðirin samband við oddvita hreppsíns og Iýsir áhyggjum af meðferð telpunnar. Oddvitinn óskar eftir rann- sókn héraðslæknis sem skoðar telpuna og finnur margt athugavert. A fótum séu marblettir sem séu „afar grunsam- legir upp á för eftir bönd.“ Hún sé mjög mögur og máttlítil, liggi gjarnan kreppt í fótum og sé „mjög hrædd ef komið var nálægt þeim." Þá segir hann „bæði af henni sjálfri og eins af öllum hennar fatnaði megnasta fjósalykt“ enda sé fatnaðurinn allur í hinu sóðalegasta ástandi." Þessi skýrsla verður til þess að oddvit- inn heimtar sakamálarannsókn á mcð- ferð telpunnar. Hún leiðir til ákæru sem endar í hæstarétti. Fékk munntóbak og sígarettur Sýslumaður fer um sveitina og yfirheyr- ir þar fólk um meðferðina á barninu. Hann hittir fyrst fyrir nokkrar ná- grannakonur sem sáu til telpunnar fyrstu mánuði ársins 1931 þegar eigin- kona bóndans lá á sæng. Við þær yfir- heyrslur fær sýslumaður fljótt staðfest- ingu þess orðróms að telpan hafi verið vistuð í fjósinu, en þangað var innan- gengt úr íbúðarhúsinu. Vitnin lýstu aðbúnaðinum svo að rúm telpunnar hafi verið f fjóströðinni, en þó laust frá gólfi hcnnar. Slegið var kringum tréfletið striga þannig að úr varð nokkurs konar lokrekkja. Fyrir framan fletið var pallur og á honum bekkur til að sitja á. I rúminu var hey- dýna, ofan á henni segldúkspjatla, og þarf yfir línbrigði. Þá var þar yfirsæng og koddi. Við yfirheyrslur viðurkennir bóndinn á bænum þetta. Hann neitar hins vegar að telpan hafi ekki fengið nóg að borða, en segir þó að hún hafi oft kastað matn- um frá sér. Það hafi helst friðað hana að fá munntóbak og sígarettur sem hún hafi tuggið. Hann ncitar því alla tíð að telpan hafi verið bundin í fjósinu. Þegar sýslumaður gengur á bónda og segir að vottorð læknisins bendi ein- dregið til þess að barnið hafi haft slæm- an aðbúnað og ekki fengið nægilegt að borða, viðurkennir bóndi að aðbúðin hafi mátt vera betri. Það hafi „ekkert vit verið í“ að hafa barnið þarna á bænum yfir veturinn við þær heimilisástæður sem verið hafi. Hins vegar telji hann að hreppsnefndin beri ábyrgð á því að barnið var hjá þeim við þessar aðstæður. Ekki þyngstu refsingu Eftir ítarlegar yfirheyrslur er bóndinn ákærður fyrir brot á þeim ákvæðum hegningarlaga scm varða líkamlegt of- beldi og meiðingar. Verjandi bóndans leggur áherslu á að telpan hafi verið í umsjá hreppsins og að oddvitinn hafi ekki staðið sig sem skyldi í málinu og heri því mesta ábyrgð. Að öðru leyti bendir hann á að það sé „ekkert einsdæmi að vitfirringar, sem vegna óþrifnaðar geta ekki verið í mannabústöðum, séu hafðir í fjósi." Telur hann unnt að sýna með fleiri dæmum að „þetta sé ekki óalgengt." Dómur cr kveðinn upp f héraði í apríl 1932 og þar er bóndinn dæmdur í eins mánuðar fangelsi og til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómarinn telur „al- veg óforsvaranlega meðferð" á telpunni að hafa hana innilokaða dag og nótt í loftlitlu og dimmu tjósi vetrarmánuðina 1930-1931 og „alveg óafsakanlegt að beita svo miskunnarlausri aðferð við barn." Það fari ekki á milli mála að „skortur á nægilegri fæðu, léleg aðbúð og vanhirða hafi verið örsök þessa eymdarástands" sem telpan var í þegar hún var sótt. Samt telur dómarinn ekki rétt að dæma bóndann til þyngstu refs- ingar vegna þess að heimilisástæður hans hafi verið mjög erfiðar, þar sem ekki var annað heimilismanna en þati hjónin, og konan \'anfa‘r og lasburða. I forsendum dómsins er hreppsnefnd- in líka gagnrýnd fyrir að hafa sýnt „lítt skiljanlegt tómlæti" í málinu, en tekið fram að það losi bóndann ekki frá ábyrgð. Niðurstaða Hæstaréttar Báðir aðilar málsins, réttvísin og hinn dæmdi bóndi, vísa málinu til Hæstarétt- ar. Þar er kveðinn upp endanlegur dóm- ur 28. apríl árið 19.33. 1 niðurstöðum Hæstaréttar er að því fundið að sýslumaður hafi ekki upplýst nægilega um húsakynni á heimili bónd- ans. Þá hefði einnig átt að reyna að afla frekari upplýsinga um andlegan þroska barnsins. En þær aðfinnslur breyta engu um niðurstöðuna. Hæstiréttur telur dóminn í héraði rétlan og staðfestir hann. Bóndinn hlýtur samkvæmt því eins mánaðar fangelsi fyrir meðferðina á telpunni. Hann verður þar að auki að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar. Nú á dögum, þegar miklum fjármun- um og starfsorku er varið til þess að þroskaheftu fólki, börnum ekki síður en fullorðnum, líði sem best og hljóti allan þann þroska sem kostur er, er lærdóms- ríkt að minnast þess að fyrir tæpum mannsaldri þótti sumum Islendingum það ekkert tiltölumál að loka slíka með- bræður inni í Iitlu, dimmu fjósi. Skáldið. Gunnars Gunnarsson er minnst sem eins mesta og fremsta sagnaskálds íslendinga og nú hefurverið sett á lagg- irnar Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Ein frægasta sögupersóna Gunnars er Fjalla- Bensi. í hvaða skáldsögu Gunnars bregð- ur honum fyrir? Máki. f síðustu viku var tekin í notkun fiskeldisstöð við Lambanesreyki í Fljót- um, en stöðin er í eigu Máka hf. Hvaða fiskitegund er þar ræktuð? Handverkið. Sýningin Handverk 2000 var haldin um síðustu helgi og var fjöl- sótt - og ekki síður var sýningin glæsi- leg og full ástæða til þess að sækja hana. Hvar var sýningin haldin? Eiríksstaðahátíð. Mikið var um dýrðir í Dölum vestur um síðustu helgi á Eiríks- staðahátíð þar sem þess var minnst að þúsund ár eru nú liðin frá því Eiríkur rauði fór frá Eiríksstöðum í Haukadal og vestur um haf og settist að á Grænlandi - og síðar var það sonur hans Leifur sem fyrstur norrænna manna fann Ameríku. Hvað hét kona Eiríks rauða? Njálusýning. Verulega lukku hefur gert Njálusýningin á Hvolsvelli þar sem brugðið er upp með einum eða öðrum hætti svipmyndum úr Njálu, sem margir telja perlu íslensku fornsagnanna. Hvaða sögupersóna Njálu var það sem alltaf lét segja sér stórfréttir þrisvar sinnum? LANDOG ÞJOÐ 1. Hver er vígslubiskupinn sem nú situr á Hólum í Hjaltadal? 2. Við hvaða fjörð stendur ísafjarðar- kaupstaður? 3. Tveir íslendingar hafa til þessa komist á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Hverj- ir eru þeir? 4. Nýr vegur sem tengir saman Norður- og Austurland verður tekin í notkun síð- ar á þessu ári. Hvað er sú leið kölluð? 5. Fyrir um tuttugu árum gerði Hrafn Gunnlaugsson kvikmynd þar sem sett var fram sterk gagnrýni á samvinnufé- lögin í landinu. Varð myndin afar um- deild, ekki síst af þeim sem töldu á ágæti síns málstaðar hallað. Hvað hét þessi mynd? 6. Kögunarhóll. Hvar á landinu er hann? 7. Seint á árinu 1958 myndaði Emil Jónsson minnihlutastjórn sem sat fram á næsta ár. Hvaða flokkur var það sem varði þessa stjóm falli? 8. „Hér í þessu landi,“ var orðatiltæki sem svipmikill stjórnmálamaður, sem nú er reyndar horfinn til annara starfa, greip stundum til þegar hann talaði um heimsins óréttlæti og svall móður yfir. Hver er hann? 9. Hvar á landinu er Vindbelgjarfjall? 10. „Esjan er yndisfögur / utanúr Reykjavík. / Hún Ijómar sem litfríð stúlka / í Ijósgrænni flík.“ Hver orti svo? uosjBpjog jnBjaqjog '01 'Qæq e 'ui 625 J8 ujss ||B[js6j8qgui 'ujbM|/\| jj8aubjs8a q|a j9 ||Bjje[6|aqpu!A '6 'uossjssg jbabas '8 'IZ61 I!) 656 L ?JJ Jbs uj8s s\(>|0|js!pæjsj|B[s Bo s>|>jo|jnpAcj|v ujo[}sjbus!8JP!a pB uugn>|\|aujsjoj oas jba tun ynds js jaq æas U!Ujp[)SBjn|q!uu!|/\] -gaj jBuossupp suuBuuap ujofjs ujsuw pB j^ya ujo[js Bssatj ipBpu/ui piug t '||pqs!u/isjn j;>|jauj HpgjeunBpx P!ujbn s||b[j 6o s|pq hhuj ja ujas pipjB>|s uin jnB6!| jn6aAspuBpnpns npjaAUBjsaA !||b[jsj|o6u| Jjpun usuuns Ja uias !6jaqoui jn BjýjjS|oq 6b| ja ||pqjBun6o>| 'g 'BUUBjpaj |Bpo '5 qpnuBiu Bjsæu i piu6b6 j js^uioj) uin jjnds ja jaq uias jn6aA !/u uu|q ps ja pB|jæ\/ '5261 sujsjb ||j p66/q i jba bs uuuæg !paijs|Bps|n>|pr b ja uias uinpojss>|ajBH nujiAqjpAa jqja pujau ja 6o p|a|BpBjss>|ajBH JnpB||B>| puaA |ij peBujq jnjaq issacj jnéaA 'y '1786! sa|a6u\/ soq j moA J|up|Eq uias uinun>|!a| b unB|pjaAsuojq uuBA Uias uusujppn[ uoss>|!jpu-| BUJB[g 60 9S6I 00? ni|Bjjsy J ujnoq|3|/\| j uinun>|!a|njdujA|Q b BunB|pjaAjnj||s |;j uuba uias uossjbu|3 ui|b[l||!/\ uubjba>|>|Pjsjjc| uin jjnds ja jph '£ 'pjo[jS|njn>|s '2 'uossjBjsng !||og 1 '!|OAqsjptj6jag b uossjjaöjocj ||b[|\| , jnpi!qpp[q , 'jjaASJBpjBfjBWg j ||!6bujbjh pB ujpiep jba jssatj uiBujuAs , -jnpjou uinjoju j pojssjpia uBSsatj j oas 60 - sujsjBqjBpJBjpuAl o[sA|lj j jsjjjtj Lun^juia uias jn>|S!jjBUj jnijAq ja uias ujsq jnpBj>|æj ja uin[>|/ajsauBquJB-| pB 'jq b>jb|/\j pojssip|a>|S!j |, 'njuaApy |uun6os 1 juAj jnp6ajq BSuag-B||B[g , upAg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.