Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 23 Tkgpr. þess var greinilega mikill ágrein- ingur um það í röðum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hver ætti að taka við borgar- stjóraembættinu af Davíð Odds- syni. Þegar hlaut að draga til úr- slita í því máli hafði Davíð sam- band við mig og spurði hvort hann mætti nefna mitt nafn, ef þær aðstæður sköpuðust að ekki næðist eining í borgarstjórnar- flokknum um eftirmann hans. Eftir að hafa rætt málið við konu rnína féllst ég á það með því skilyrði að algjör einhugur yrði um niðurstöðuna. Eg fór til útlanda daginn eftir og var svo tilkynnt í síma til Strassburg hálfum mánuði seinna að sam- staða hefði náðst um mig sem eftirmann Davíðs. Síðan kom fljótlega í ljós að þetta stóðst ekki, ýmsir töldu sig ekki hafa verið bundna af þessari ákvörðun, sögðust alla tíð hafa verið á móti henni og talið að það ætti að leysa málið innan borgarfulltrúahópsins. Það komu einnig fram alls kyns kenningar um að ég hefði ekki umboð til eins né neins heldur væri ég eins konar skrifstofu- stjóri fyrir hópinn. Þetta var þvælin staða og erfið. Auk þessa var erfitt að ráða við ýmis ytri skilyrði, eins og at- vinnuleysi upp á sex prósent og versnandi fjárhag borgarinnar vegna þess að tekjurnar fóru minnkandi í slæmu árferði. Metnaðarfull verkefni og bind- andi kosningaloforð, sem tekin hafði verið ákvörðun um og sett voru af stað áður en að ég kom að málum, fóru úr böndunum kostnaðarlega. Þegar leið að kosningum sýndist mér að síg- andi gengi Sjálfstæðisflokksins, eins og það mældist á landsvísu og í borginni, ætti að skrifast á mína persónulegu ábyrgð og ég ætti að verða blóraböggull, ef illa færi í borgarstjórnarkosning- unum. Markús var of litlaus og svo var hann hrokafullur í of- análag. Samverkamennirnir voru farnir að sá slíkum (ræjum, þegar fjórir mánuðir voru í kosn- ingar. Þá tók ég ákvörðun um að hætta og gefa öðrum tækifæri lil að leiða flokkinn, þætti það sig- urvænlegra. Eins og aðstæður voru lá sú ákvörðun beinast við, það var ekkert flóknara en þaö. Þetta var alfarið mín eigin ákvörðun." - Hvernig fannst þér að vinna með Davíð Oddssyni í borgar- stjórn? „Mér fannst það mjög ánægju- legt, og minnist þá sérstaklega undirbúnings kosninganna 1982. Það hefur alltaf verið gott samband milli okkar Davíðs. Við hittumst reyndar ekki oft, en þegar það gerist er sá fundur oftast mjög ánægjulegur. Eg tel að vinátta okkar standi á traust- um grunni, þó að Davíð geti orðið pirraður á mér og ég hissa á honum.“ Nýir miðlar valda vonbrigðum - Vt'kjum að málefnum Ríkisút- varpsins. Nú hafa ungir sjálf- stæðismenn ekki hvað sist verið í hópi þeirra sem reifa þá hug- mynd að selja Rás 2. „Heimdellingar hafa gjarnan talað fyrir þeim hópi sem vill sjá róttækar breytingar í útvarps- málum og að dregið verði úr hlutverki Ríkisútvarpsins. Sjálf- ur var ég eindreginn lalsmaður aukins Irjálsræðis í útvarpsmál- um. En hinir nýju miðlar hafa flestir valdið mér vonhrigðum sakir fábreytni og metnaðarleys- is. Eg verð þess ekki var í al- mcnnri umræðu að meirihluti þjóðarinnar telji ástæðu til mik- illa grundvallarbreytinga. Þvert á móti held ég að þjóðin vilji standa vörð um Ríkisútvarpið.11 - I lesendabréfum og greinum er stundum kvartað undan því sem kallað er „nauðungaráskrift". Er ríkisrekið batterí eins og R UV sem innheimtir áskriftargjöld tímaskekkja? „Afnotagjald, sem hefur verið innheimt með óbreyttum hætti í áratugi, getur að sjálfsögðu komið til endurskoðunar eins og hvað annað, og vel má vera að menn fari að velta fyrir sér öðr- um leiðum. Umræða um slfkt fer fram víða í Evópulöndum einmitt um þessar mundir. í Hollandi var afnotagjald afnumið um síðustu áramót en í stað þess komu bein framlög úr ríkissjóði, vel að merkja ekki lægri en hin fyrri tekjustofn og með vísitölutryggingu. Hana höfum við aldrei haft. Þetta er ein leið, en það er stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti þau vilja standa að fjármögnun Rík- isútvarpsins." - En hvað með pólitískt kjörið útvarpsráð, er það ekki löngu úr- elt fyrirbæri? „Ríkisútvarpið er í eigu ríkis- ins og meðan menntamálaráð- herra, ráðuneyti hans og alþingi eru yfir það sett finnst mér býsna eðlilegt að útvarpsráð sem kjörið er af alþingi fjalli um dag- skrármál þess.“ - Vinstri menn hafa margoft rætt um pólitískar ráðningar á fréttastofu Sjónvarps og einnig t útvarpi, verið sé að hreinsa út vinstri menn og smala inn hægra fólki. Hvað segirðu um þessar ásakanir? „Þetta er kjaftæði og runnið undan rifjum þeirra sem vilja skoðanaeinokun í Ríkisútvarp- inu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins koma úr öllum áttum og ýmsir þeirra hafa haft viðkomu í póli- tísku starfi fyrir hina ólíku flokka. En það er ekkert verið að liggja yfir slíku eða spyrja um það v'ið mannaráðningar. Þeir sem á annað borð vilja heyra og sjá og þekkja til í þessu Iitla samfélagi vita að einstaklingar sem koma hér að fréttum og dagskrárþáttum hafa mjög ólíkar pólitískar skoðanir. Starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga fjölhreyti- legt baksvið og ekkert nema gott um það að segja.“ Gefandi starf - I hvert sinn sem sjónvarpað er beint frá iþróttaviðburðum rís upp hópur manna sem kvartar hástöfum. Finnst þér að RUV eigi að koma sér upp sérstakri íþróttarás? „Eg er ekki hlynntur sérstakri rás sem sinnir einungis íþrótta- „Sjálfur var ég eindreg- inn talsmaður aukins frjálsræðis í útvarps- málum. En hinir nýju miðlar hafa flestir valdið mér vonbrigðum sakir fábreytni og metnaðar- leysis. Ég verð þess ekki var í almennri umræðu að meirihluti þjóðarinn- ar telji ástæðu til mikilla grundvallarbreytinga.“ efni. Eg held hins vegar að eigi Ríkisútvarpið að geta þróast eðlilega þurfi það að hafa tæki- færi til að auka fjölbreytnina í dagskrárframboði. Sérhæfingar gætir æ meir hjá útvarps- og sjónvarpsstöðvum og þar eru nýjar rásir sem ætlað er að höfða til ákveðinna hópa í sam- félaginu, fyrst og fremst með tillliti til aldurs og áhugasviðs. Ríkisútvarpið þarf auðvitað að gera þetta og að sumu leyti hef- ur það tekist með Rás 2, sem hefur höfðað meir til yngra fólks en Rás 1. Enn meira áberandi er þetta á sjónvarpssviðinu erlendis en þar eru sérstakar heimilda- myndarásir, bíómyndarásir og svo framvegis. Við eigum langt f land með að geta staðið þannig að málum hér, en með nýrri tækni aukast möguleikar á fjöl- breytilegra dagskrárframboði. Það væri hægt að hefja út- sendingar á annarri rás. Það kostar hins vegar töluverða pen- inga og menn verða að gera upp við sig hvort fjármununum verði best varið með því að helja út- sendingar á nýrri rás eða hvort þeir verði notaðir til annarra þarflegra hluta. Ef ákvörðun verður tekin um útsendingar á nýrri rás þá sé ég ekki fyrir mér að það verði ein- ungis íþróttarás. Miklu fremur rás sem snýr að fræðslumálum og fjarkennslu, hugsanlega í samstarfi við Háskólann, Kenn- araháskólann og aðrar menning- arstofnanir. Fræðsluefni á hin- um ýmsu sviðum, endurtekið efni og langar íþróttaútsending- ar, eða til að mynda tónleikar í beinni, gætu átt heima á þessari sömu rás, og með því gætum við forðast þá árekstra sem verða við fréttir og annað efni á hinni einu, gömlu hefðbundnu rás Sjónvarpsins." - Líður þér vel t starfi útvarps- stjóra? „Það er mjög gefandi fyrir mig. Hér er sýslað með alls konar mál sem ég þekki tölu- vert vel vegna fyrri starfa minna við fjölmiðlun. Eg held að ég sé því mjög vel hæfur til að taka þátt í umfjöllun og Ieiðsögn er varðar málefni stofnunarinnar. Eg hef líka fengið töluverða þjálfun í því að vera byrókrat og í þessu starfi þarf maður á því að halda líka. Stundum finnst mér tröppu- gangurinn í stofnuninni vera full mikill og of margir millilið- ir. En nú þegar sjónvarp og út- varp eru flutt undir eitt og sama þak þá eygir maður auð- vitað möguleika á að hagræða og gera veigamiklar skipulags- breytingar. Með því má spara peninga og gera stjórnunina markvissari í ekki stærra fyrir- tæki. Eg hef lagt áherslu á vald- dreifingu og að þeir sem hafa forystu umdagskrárleg og rekstrarleg málefni axli ábyrgð sem því fylgir, bæði varðandi efnistök og fjármál. Þetta hefur mér fundist hið rétta hjá fjöl- miðli eins og Ríkisútvarpinu. Að undanförnu hef ég þó efast um að við séum alls kostar á réttri leið, að ákvarðana- og framkvæmdaferlið sé alltof flókið. Breyttar aðstæður kalli hreinlega á meiri miðstýringu. Það má ráða karlinn í brúnni til að ráða flestu, og kannski öllu, í tiltekinn árafjölda en síðan taki hann pokann sinn. Fari kannski á aðra stöð með öðru föruneyti! Svo er ég hér til að taka á mig opinberlega skammir fyrir mistök og klúður sem aldrei virðist vera hægt að fyrirbyggja f rekstri sem er jafn fjölbreytt- ur, viðkvæmur og víðfeðmur. Ekki skortir viljann til að láta þetta ganga snurðulaust. Ríkis- útvarpið er stofnun sem allir eiga eitthvað í og mynda sér skoðun um, þola kannski ekki tiltekna einstaklinga en lofa aðra og prfsa, tryllast yfir af- notagjaldaseðlinum, senda les- endabréf eða hringja heim til mfn og kvarta ef þeir heyra am- bögur í mæltu máli eða eru óá- nægðir með bíómynd kvölds- ins. Og stundum koma upp stærri pólitísk mál þar sem út- varpsstjórinn verður líka gjarn- an skotspónn og axlar ábyrgð- ina. En þetta verður líka ein- hver að gera, ekki satt?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.