Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 14
30
LAUGARDAGUR 19.ÁGÚST2000
Sveppir elska raka
Það á eftir að verða
mörgum sjúklingnum
erfitt að greiða fýrir
lyfjameðferð við
sveppasýkingum. Of
seint að vera með fyr-
irbyggjandi aðgerðir
fyrir sjúka einstak-
linga.
Nýleg reglugerð frá heilbrigð-
isráðuneytinu segir til um að
ávísanaskyld sveppalyf skuli
ekki lengur vera niðurgreidd af
Tryggingastofnun ríkisins.
Astæðan er sögð vera sú að
minnka þurfi kostnað ríkisins
vegna þessara lyfja og jafn-
framt notkun þeirra sem sé
margfalt meiri hér á Iandi en í
nágrannalöndunum. I umræð-
unni undanfarið hefur verið
bent á nauðsyn þess að fræða
fólk um það hvernig best sé að
forðast sýkingar. Reynir Valdi-
marsson, húðsjúkdómafræð-
ingur telur að það eigi eftir að
verða mörgum sjúklingnum
erfitt að greiða fyrir lyfjameð-
ferð við sveppasýkingum. Of
seint sé að vera með fyrirbyggj-
andi aðgerðir hjá þeim sjúk-
Iingum sem nú þegar eru mjög
illa farnir af völdum sveppa-
sýkinga.
Upphaf meðferða
„kritísk"
Talið er að um 10% Islendinga
þjáist af sveppasjúkri húð eða
nöglum. Húð allra manna er
nieira eða minna í snertingu
við örverur (microorganisma)
alls konar, frá degi til dags,
sýkla, gerla, vírusa og sveppi,
þar með talda fótsveppi. Or-
verur eru allsstaðar í umhverf-
inu og er nokkuð líldegt að ef
tekið væri strok af „heilbrigðri
húð“, þá væri hægt að greina
þar sveppi, en þeir þurfa ekki
að vera hættulegir einstak-
„Heilsugæslulæknar
eiga að þekkja sín
takmörk, en Jón og
Gunna hafa líka val
um að sækja beint
til sérfræðinga með
sín mál“.
amanum sem
Reynir Valdimarsson, húðsjúkdómafræðingur ráðleggur fólki að leita læknis áður en íóefni stöðugt eru í raka,
____________________ er komið._____________________ svo sem ems 0g f
lingnum. Fólk getur verið með
sveppi árum og jafnvel áratug-
um saman án þess að taka eft-
ir því, þar til einn góðan veður-
dag að það er komið með
sveppabreytingar sem geta
valdið miklum óþægindum og
sársauka. Langalgengastir eru
svokallaðir naglasveppir sem
myndast undir og í nöglum að-
allega á tám. Verða þá neglurn-
ar gulgráar og ljótar með til-
heyrandi óþægindum. Við
þessu er engin Iækning nema
lyfjagjöf og er þá ekki um ann-
að að ræða en hið umtalað,
rándýra sveppalyf. I flestum
tilfellum er sjúklingurinn með
margar ólæknandi neglur og
oftar en ekki er um að ræða
ellilífeyrisþega eða öryrkja,
sem skyndilega standa frammi
íyrir þeirri staðreynd að geta
ekki keypt þau lyf sem til þarf,
eftir að núverandi reglugerð
tók gildi. Þessir sömu einstak-
lingar þurfa að reyða fram tutt-
ugu til tuttuguogfimmþúsund
krónur fyrstu tvo mánuðina til
að öðlast rétt á lyfjaskírteini til
sex mánaða meðferðar, sem
það greinilega hefur engin efni
á. „Maður stendur alveg ráða-
laus gagnvart varanlegri hjálp
við þetta fólk“, segir Reynir og
bætir við að ekkert þýði að
ætla að lækna fólk með ein-
hverjum forvörnum, það sé
orðið of seint, því það verði
aldrei alheilt aftur.
Reynir telur umræðuna um
ofnotkun sveppalyfja alveg
sjálfsagða og segir að það hefði
mátt taka á þessu máli miklu
fyrr. Allt of algengt hafi verið
að læknar ávísuðu sveppalyfj-
um til sjúklinga án þess að
senda inn sýni til ræktunar.
Upphaf meðferðar hafi ekki
verið nógu „krítísk" og sjúk-
lingar loks sendir til sérfræð-
ings eftir langan meðferðar-
tfma, sem engann árangur hafi
borið. Þá hafi jafnvel komið í
ljós að ekki hafi verið um nein-
ar sveppasýkingar að ræða og
má nefna í því dæmi gamalt
mar undir nögl eða psoríasis-
neglur, sem geta verið sláandi
líkar sveppavandamáli.
handakrikum, í nafla
eða undir stórum
brjóstum og er áhættuhópur-
inn aðallega holdmikið fólk.
Einnig geta sveppir tekið sér
bólfestu á milli tánna - gengur
slíkt undir nafninu támeyra.
Veldur það kláða og óþef þegar
sjúklingurinn klórar sér.
Við þá sem hafa ennþá ekki
sýkst af alvarlegum sveppa-
sjúkdómum vill Reynir segja
eftirfarandi: „Hreinlæti er fyrir
öllu. Þurrkið ykkur alltaf vel
eftir böð og þvoið ykkur og
þurrkið vel eftir sundböð. Gott
er að nota sundtöflur á sund-
laugarbakkanum. Passið upp á
að láta lofta vel um þá líkams-
hluta, sem eru gjarnir á að
svitna og halda þeim þurrum
til dæmis með púðri. Þeir sem
eru í Iokuðum skóm allann
daginn ættu að fara úr þeim
öðru hverju og viðra tærnar og
eða ef aðstæður leyfa ganga í
opnum skóm eða sandölum.
Leitið til læknis áður en í óefni
er komið".
-w
Sveppir
elska raka
Sveppir þrífast í raka
og þess vegna er það
staðreynd að á sund-
og baðstöðum er
meira af sveppa-
gróðri en annars
staðar. Þar sem
bleytan er mest er
hættan mest. Margir
af krónískum
sveppasjúkdómum
myndast einmitt á
þeim stöðum á lík-
-------------------
Heilsumolar
Flasa og flösuexem
Flasa og flösuexem í hársverði eru tvö
heiti á sama sjúkdómi. Segja má að flasa
sé vægari mynd af flösuexemi. Dæmigerð
einkenni eru kláði og flösumyndun.
Sumir einstaklingar hafa þrálát einkenni
í áraraðir, en hjá öðrum blossa óþægind-
in upp af og til. Flasa og flösuexem eiga
ekkert skylt við óþrifnað.
Ástæðan
Ekkert eitt svar er til við því hvers vegna
fólk fær flösu eða flösuexem. Helsta
ástæða flösu í hársverði er sveppur sem
kallast Pityrosporum ovale. Þetta er
sveppur sem er hluti af eðlilegri flóru
húðarinnar. Hann sést ekki með berum
augum og að öllu jöfnu er hann skaðlaus.
I hársverði einstaklinga með flösu er
óeðlilega mikið af Pityrosporum sveppn-
um. Ekki er vitað með vissu hvers vegna
sveppurinn nær sér á strik hjá sumum
einstaklingum en ekki öðrum.
Ymsir þættir, til dæmis erfðir, loftslag
og streita, geta aukið vöxt sveppsins eða
gert fólk viðkvæmara fyrir honum. Þetta
eru þættir sem erfitt er að hafa áhrif á.
Hins vegar er hægt að meðhöndla flösu
og losna við einkennin sem eru kláði og
flösumyndun.
Hvað er til ráða
Til er á markaðnum hársápa sem inni-
heldur lyf (Fungoral) sem verkar vel á
Pityrosporum sveppinn og fæst án lyfseð-
ils í lyfjaverslunum. Lyfinu hefur verið
blandað í milt sjampó og gerir meðferð-
ina bæði auðvelda og þægilega. Við notk-
un hársápunnar tvisvar í viku í mánaðar-
tfma dregur úr vexti Pityrosporum
sveppsins og einkennin hverfa. Stundum
ráðleggur læknir þó endurtekna eða
áframhaldandi meðferð til að koma í veg
fyrir að sveppurinn nái sér á strik og fari
að valda óþægindum á nýjan leik. Fylgstu
með fyrirmælum læknisins til að tryggja
að sem bestur árangur náist.
Heimild: Flasa ogflösuexem
í hársverði. Pharmaco.
í löndum þar sem risa-
stór hættuleg og blóð-
þyrst dýr eru i skógum
eru konur varaðar við
því að fara I útilegu ef
þær eru á túr. Þær
gætu vaknað upp með
grábjörn I klofinu
Tíðir kvenna hafa
óralengi verið
uppspretta alls
konar einkenni-
legra pælinga
mannanna. Við
þekkjum ótal
kreddufullar hug-
myndir um þær
og jafnvel hræðs-
lu sem vitaskuld
er sprottin af fá-
fræði.
Hippókrates var með það á hreinu
að konur hefðu á klæðum vegna
skorts á hæfileikanum til að svitna
almennilega og hreinsa með því
blóðið, þetta gátu karlar hins veg-
ar! Blóð kvennanna gerjaðist og
eina leiðin til hreinsunar var að
veita þvf út um Ieggöngin.
Hippókrates hafði líka mjög sér-
stakar hugmyndir um Iegið sjálft,
hann sagði það vera sjöhólfa,
stöðugt fiakkandi um líkamann og
rótin að alls konar líkamlegum og
andlegum kvillum t.d. sefasýki eða
hystenu sem dregur einmitt nafh
sitt af gríska orðinu yfir Ieg. Eina
ráðið til að róa legið var að gefa því
sæði að borða mjög reglulega.
Honum var að vísu sniðinnn
þröngur læknisstakkur þvf lögin
bönnuðu honum að skera dautt
fólk í sundur til að athuga hvernig
það liti út að innan.
Annar grískur læknisfræðifaðir,
Galen, taldi tíðablóðið koma beint
úr fæðunni. Litlar og grannar kon-
ur höfðu ekki líkamlega burði til
að melta allt blóðið sem kom úr
fæðunni og urðu því að losa lík-
amann við það gegnum leggöngin.
Á endurreisnartímanum mátti
skera sundur fólk og þá fór Leon-
ardo da Vinci að teikna það sem
sást inni í dauðu fólki og gjör-
breytti með því alls konar hug-
myndum sem höfðu verið við lýði
fram að þeim tfma. Hann fattaði
að legið var ekki sjöhólfa heldur
einhólfa og hann fattaði líka þetta
með naflastrenginn og fylgjuna.
Að vísu var hann alveg viss um að
milli Iegs og bijósta lægi mjólkur-
æð sem breytti tíðablóði í mjólk!
auðvitað eru mjólkandi konur ekki
á túr svo að þetta lá allt Ijóst fyrir.
Við fyrirgefum honum nú svona
smávillur því hann var svo helvíti
duglegur að teikna.
Allt fram á nítjándu öld héldu
menn að heilínn og iegið væru í
stöðugri baráttu um blóðið og að
konur sem notuðu heilann sinn
eitthvað að ráði væru með því að
eyðileggja frjósemi sína. Þetta var
ágætis konukúgunartæki og for-
vörn í menntun og framgangi
kvenna.
Kreddur og vitleysa
Sums staðar í heiminum eru kon-
ur á túr lokaðar inni í litlum túr-
kofum á meðan ófögnuðurinn
stendur yfir. Sums staðar í heimin-
um súrnar vín, úldnar kjöt, fellur
gcrdeig og hnífar missa bit ef kona
á túr gengur framhjá. I gyðing-
dómi er túrblóð álitið álíka eitrað
og kjarnorkuúrgangur og strang-
trúaðir gyðingakarlar fara helst
ekki til kvenkyns lækna af ótta við
að smitast af einhverju enn hræði-
legra en rekur þá á fund læknisins.
I löndum þar sem risastór hættu-
leg og blóðþyrst dýr eru í skógum
eru konur varaðar við því að fara í
útilegu ef þær eru á túr. Þær gætu
vaknað upp með grábjörn í klof-
inu. Reyndar hefur þetta verið af-
sannað með bjarnartilraun sem
gerð var ekki alls fyrir löngu f
NorðurKaróIínu. Það kom í ljós að
blóðþyrstu bangsarnir höfðu eng-
an áhuga á túrblóði sem þeim var
boðið. Andfemíníski femínistinn
Camille Paglia kom með sannar-
lega skrýtna sýn á tíðir f bók sinni
Sexual personae þar sem hún seg-
ir tíðirnar vera skammarlegt merki
um erfðasyndina sem verði að má
burtu. Já það er margt skrýtið í
mörgum hausum.
Næst íjalla ég um hvort það er
gott eða vont, rétt eða rangt, kyn-
þokkafullt eða ekki að stunda kyn-
líf á túr.
Ragnheiður Eiríksdóttir
er hjúkrunarfræðingur
Kynlifspistill@hotmail.com
KYNLIF
Ragnheiður
Eiríksdóttir
skrifar