Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 23
X^MT
SKAKMOLAR
Frekar rólegt er á alþjóðlegum
vettvangi um þessar mundir en ís-
lenskt skáklíf er óðum að vakna úr
sumardvala. Eg hef tekið þá
ákvörðun að fjalla eingöngu um
íslenskt skáklíf hér í vetur.
Fámennt en góðmennt var á helg-
armóti T.R. um síðustu helgi en
einungis sextán keppendur tóku
þátt í því.
Athygli vakti að fimm norðan-
menn voru meðal keppenda en
mótið fór fram í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni
12. Þrjár fyrstu skákirnar sem
voru atskákir voru tefldar.á föstu-
dagskvöld og eftir þær var Guðjón
H. Valgarðsson efstur með fullt
hús vinninga. Eitthvað hefur nú
gerst aðfaranótt Iaugardags því að
Guðjón tapaði öllum fjórum kapp-
skákunum! Fyrir síðustu umferð-
ina var Ijóst að tveir menn gætu
sigrað. Kristján Eðvarðsson úr
Helli var efstur með 5.5 vinninga
af sex mögulegum og hinn bráð-
efnilegi Sigurður Páll Steindórs-
son úr T.R. var með fimm vinn-
inga. Sigurður Páll átti að mæta
Davíð Kjártanssyni en Davíð
mætti ekki til leiks og setti það
Ijótan svip á mótið. Aðspurður
sagðist Davíð hafa sofnað 20 min-
útum fyrir umferð! Kristján mætti
hins vegar Þór Valtýssyni frá Akur-
eyri og reyndi eins og hanh gat að
vinna, en allt kom fyrir ekki og
Þór náði jafntefli. Þar með voru
þeir Kristján og Sigúrðui' jafnir að
vinningum en Sigurður vann á
stigum. Guðni Stefán Pétursson
stóð sig vel og hafnaði í þriðja
sæti og eins og þessi skák úr sjöttu
umferð sannar þá var það engin
tilviljun að hann varð svo ofarlega.
Hvítt: Guðjón Heiðar Valgarðsson
Svart: Guðni Stefán Pétursson
1 ,e4 c5 2.Rf3 Rf6 3.Rxe5 d6 nú
er kominn upp svökolluð Petroffs-
vörn sem er talin mjög traust á
svart en Guðjón teflir glæfralegt
aflrrigði sem er þó ekki svo ljóst
en svo óheppilega fyrir hann er
Guðni sérfræðingur í afbrigðinu.
4,Rxf7!? K\f7 5.d4 c5! 6.dxc5 Re6
7.e5?! hér var betra að skáka fyrst
á c4. 7_Re8 8.Df3+ Kg8 9.Dxb7?!
Rd7
10Bg5?? Hvítur vinnur skiptamun
en fær í staðinn gjörtapaða stöðu.
10_Dxg5 ll.Dxa8 Dcl+ 12.Ke2
Bc4+ 13.Kf3 Rxe5+ 14.Ke4 Rf6
15.Kd4. Ekki mátti KÍ5 vegna g6+
Kxf6 Df4 mát. 15_Df4+ 16.Kc3
Rd5+ 17.Dxc5 Bxc5 og hvítur gaf.
Af helstu mótúm ber Landsliðs-
flokkur skákþings íslands hæst en
þar er att kappi um Islandsmeist-
aratitilinn. Teflt er með útsláttar-
fyrirkomulagi en fyrirfram verða
stórmeistararnir Helgi Áss Grét-
arsson og Þröstur Þórhallsson að
teljast sigurstranglegastir. Mólið
hefst í Kópavogi nk. miðvikudag
og skora ég á alla að koma og
fylgjast með en aðgangur er
ókeypis. Teflt verður í félagsheim-
ili Kópavogs að Fannaborg 2.
Skákfélag Akureyrar heldur ágúst-
hraðskákmót annað kvöld og verð-
ur það líklega síðasta skákmótið
sem haldið verður í núverandi
húsnæði félagssins að Skipagötu
18. Allir eru því hvattir til að
mæta og kveðja húsnæðið!
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 30 .
FINA OG FRÆGA FOLKIÐ
Óhamingjusöm
ástkona
Sögur herma að ástkona Bruce Willis,
Maria Bravo, hafi nýlega gert tilraun til að
fyrirfara sér. Þetta á að hafa gerst eftir að
hún missti fóstur. Farið var með hana á
spítala eftir að hún hafði tekið inn um
fimmtíu róandi töflur.
„Maria upplifði mikla hamingju með
Bruce en síðan djúpa sorg,“ segir vinkona
Mariu. „Flún hélt að þau myndu giftast og
stofna fjölskyldu en segist nú hafa misst
fóstur og er sannfærð um að þau muni
aldrei giftast."
Maria og Bruce hittust fyrir ári en hún
er sögð óttast mjög að hann taki að nýju
saman við fyrrum eiginkonu sína Demi
Moore.
Bruce Willis og María Bravo. Maria gerði nýlega
tilraun til ad fyrirfara sér.
BARNAHORNIÐ
Finndu 5
breytingar
I fljótu bragði virðast myndirnar af þessari
hafmeyju vera eins. Þegar betur er að gáð
þá eru þær það hins vegar ckki. Getur þú
fundið fimm atriði sem cru frábrugðin á
milli myndanna?
& ’yú -Cf
* G? *
° o °nn «••p n
O + 11 O
>
13’W ^ O
*8
/HO
45
46 j\ %
O 54 *4S
* 58* 50 ?
%o SÍ /S3 5?.^
*CI
o^o
Sw • «
3*
.-5 O
.« •SS*T40\*° .
,C3 \ O . | f •
Teiknaðu eftir
númerum
Ef þú dregur línu milli tölustafanna í réttri röð, þá kem-
ur út mynd sem þú getur svo litað.
Bamdarar
„Eg fór til læknis um daginn og sagði honum frá
því að ég þjáðist af langvarandi svefnleysi"
„Og hvað sagði hann?“
„Hann sagði að það væri ekki alvarlegt mál og
að ég ætti ekki að láta það halda vöku fyrir mér!“
Pabbinn: „Og hvernig var svo í afmælinu hjá
Gunnari, Siggi minn?“
Siggi: „Ágætt fram eftir kvöldi en þá hættu
taugapillurnar sem manna hans tók að virka".
Vatnsberinn
Flest áform vatns-
bera fara út um
þúfur í dag. Frest-
aðu öllu til morg-
uns.
Fiskarnir
Fiskarnir ættu
helst ekki að fara
á fætur í dag.
Nema náttúrlega
þeir séu illa haldn-
ir í uggunum. k
Hrútinn
Það gerist ýmis-
legt jákvætt í lífi
hrúta um þessar
mundir, sérstak-
lega ef þeir láta
lambakjötið vera
um helgina.
Nautið
Hjá nautum gildir
það gamal-
kveðna: heima er
best. Þau bjóða
hættunni heim
með því að flytja
til Spánar.
Tvíburarnir
Það er sitthvað
tvíburi og tvíbaka.
Láttu framhliðina
snúa upp sem
oftast.
%
/1
Krabbinn
Krabbar ættu að
hugsa vel sinn
gang. Þeir kom-
ast það líka sem
skriða eins og
skjaldbökur.
Ljónið
Það eru blikur á
lofti í Ijónsmerk-
inu. Komdu út úr
skápnum áður en
en þú yfirgefur
skóginn.
Meyjan
Meyjar ættu að
láta heyskapinn
eiga sig um helg-
ina. Sjaldan hvílir
hreinræktuð mey
í morknu heyi.
Vogin
Það er útlit fyrr
uppstyttu hjá
vogum. Og á
Vatnsleysuströnd
í heild.
Sporðdrekinn
Sporðdreka-
merksisspáin er
samhljóða spánni
fyrir köngulóar-
merkið, ef einhver
skyldi vita hvar
það er niður kom-
ið.
Bogamaðurinn
Bogmaðurinn
mun brjóta odd af
oflæti sínu, festa
hann á örina og
skjóta hval fyrir
Konna.
Steingeitin
Steingeitin stend-
ur, aldrei þessu
vant, við orð sín.
Aðeins málleysið
getur komið í veg
fyrir það.