Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 11
Ragna Björgvinsdóttir á
bænum Kálfsá í Ólafs-
firði framleiðir hunang
úr túnfíflum og sitthvað
fleira hnossgæti, eins
og gerist oft á íslensk-
um sveitaheimilum.
Uppskriftin er leyndar-
mál, en útkoman Ijúf-
feng.
Eitt af þvi sem vakti talsverða
athygli á handverkssýningunni
sem haldin var á Hrafngili í
Eyjaíi'arðarsveit um síðustu
helgi var framleiðsla Rögnu
Björgvinsdóttur á Kálfsá í Olafs-
firði á hunangi, framleiddu úr
túnfíflum. „I smáatriðum er
uppskriftin leyndarmál, en í mín
eyru hefur verið sagt að hún sé
svissnesk og á handverkssýning-
unni um helgina hitti ég einnig
konu frá Ungverjalandi sem
kannaðist við túnfíflahunang
þaðan úr landi. Þetta er sem
sagt ekki uppfinning mín eins og
sumir halda, þó ég hafi í áranna
rás bragðbætt hana og þróað
áfram.“
Túnfíflar, sykur
og sítrónur
Tíðindamaður Dags heimsótti
Rögnu heim á Kálfsá í vikunni,
en í útbyggingu frá íbúðarhús-
inu þar hefur hún komið sér
upp aðstöðu fyrir framleiðslu
sína sem hefur verið að aukast í
áranna rás. „Eg legg mikla
áherslu á að tína fíflana í túninu
hér heima, reynslu hef ég af því
að túnfíflar sem eru tíndir nærri
vegum er mengaðir og þegar
þeir eru soðnir myndast olíubrák
í hunanginu. En svo ég segi þér
aðeins frá uppskriftinni þá
stendur hún saman af túnfífl-
um, vatni og sykri. Meira vil ég
nú ekki segja þér um uppskrift-
ina því þetta er heilagt leyndar-
mál.“
Um verkunaraðferðina segir
Ragna að hún byrji á því að
sjóða fíflana í mauk - svo er
maukið síað í gegnum sigti og
soðið síðan aftur. Allt skal lagið
hafa í þessu ferli. „Ég gæti trúað
því að frá því fíflarnir eru tíndir
og þar til þeir eru orðnir Ijúf-
fengt hunang líði um hálfur
mánuð,“ segir Ragna sem bætir
því við að á afskaplega mörgum
sveitaheimilum fáist fólk við
matargerð af einhverjum toga,
þó það sé ekki nema að reykja
kjöt fyrir jólin.
Góðir fyrir gall og milta
Ragna hefur einnig fengist við
að bragðbæta hunangið með
ýmsum hætti, og er - eins og
áður segir - sífellt að þróa þessa
uppskrift sína áfram. Eitt árið
tíndi hún til dæmis vænan
bunka af gleymmérei og setti út
í hunangið. Síðar fór Ragna út í
að nota blóðberg og í dag selur
Með túnfifla, hráefni íIjúffenga vöru. „Ég legg mikla áherslu á að tína fíflana í túninu hér heima, reynslu hefég afþví að túnfíflar sem eru tíndir nærri vegum er
mengaðir, “ segir Ragna Björgvinsdóttir meðal annars hér í viðtalinu. mynd: -sbs.
hún hunangið jöfnum höndum
með blóðbergi og einnig án
þess.
„Fólk notar hunangið með
ýmsum hætti heyri ég. Sumir til
dæmis á lambakjöt sem steikt er
í ofni, bera þetta ofan á hrygg-
inn eða Iærið til þess að fá sér-
staka húð á. Og mér heyrist að
fólk sé almennt ánægt með þá
útkomu. Síðan er líka sagt að
túnfífill sé hollur og með hon-
um megi lækna ýmsa kvilla. I
fræðum Björns Halldórssonar í
Sauðlauksdal kemur meðal ann-
ars fram að túnfíflar séu góðir
og hollir íýrir blóð, lifur og milta
og raunar miklu fleiri líffæri til-
tekur hann í bók sinni. Ung-
verska konan sem ég hitti á
Hrafnagili um helgina talaði um
að í heimalandi sínu væru kostir
túnfíflahunangsins sagðir vera
hve vatnslosandi það sé og
margir þekkja síðan sjálfsagt hve
hunang losar vel slím úr hálsi
þess sem er með hálsbólgu.
Blóðberg er einnig vel þekkt fyr-
ir lækningamátt sinn, sem marg-
ir hafa sjálfsagt reynt."
Gulrótamarmelaði
og lauksulta
I gegnum árin kveðst Ragna
ekkert hafa auglýst framleiðslu
sína, utan að hafa farið á ári
hverju á handverkssýninguna á
Hrafnagili í þann tæpa áratug
Ragna með hunang sem er látið standa, uns það er sett á krukkur. „Ég gæti
trúað því að frá því fíflarnir eru tindir og þar til þeir eru orðnir júffengt hun-
ang liði um hálfur mánuð."
sem hún hefur verið haldin og
einstaka sinnum hefur hún
einnig selt í göngugötunni á Ak-
ureyri. „Þetta hefur bara spurst
út og talsvert er um að fólk sé
að hringja í mig og spyijast fyrir
um þessa framleiðslu,“ segir
Ragna, sem kveðst þó ekki hafa
tök á því að auka hana í neina
magnframleiðslu.
„Til að hafa ofurlitla fjöl-
breytni hef ég haft aðra fram-
leiðslu með túnfíflahungang-
inu, til dæmis berja-,
rabbabara-, bláberja-, lauk- og
ávaxtasultu, svo eitthvað sé
nefnt. Einnig hef ég framleitt
gulrótamarmelaði og það er
nokkuð sem hljómar kannski
framandlega fyrir sumum. Þá
set ég einnig appelsínur í gul-
rótamaukið, kíló af hvorri teg-
und sem soðið er og hakkað og
svo bæti ég í þetta 600 til 70Ó
grömmum af sykri - og læt svo
hlaupa. Hins vegar bæti ég
ekki rotvarnarefnum í þetta,
þannig að geymsluþolið verður
alltaf heldur minna en á því
marmelaði sem fæst í verslun-
um og við þekkjum. Uppskrift-
in að lauksultinni er heldur
ekki ósvipuð, það eru rabbabari
og rauðlaukur ( helmingshlut-
föllum - og ediki, kryddi og
púðursykri blandað saman við.“
-SBS.