Dagur - 22.08.2000, Side 9

Dagur - 22.08.2000, Side 9
 ÞRIÐJVDAGVR 22. ÁGÚST 2000 - 9 Andy Cole skorar fyrir Manchester United gegn Newcastle á sunnudaginn. Utlendingamir stálu senunni Um helgina var flautað til leiks í ensku úrvals- deildinni og var fátt um óvænt úrslit. Liðin sem spáð hefur verið hestu gengi í deildinni í vetur unnu öll sína leiki, nema Arseanl, semtapaði O-lgegn Sunderland. Erlendir leikmenn voru mjög áberandi í leikjum umferðarinnar. Það má segja að erlendu leik- mennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafi stolið senunni í 1. umferð deildarinnar sem fram fór um helgina. Þeir komu mikið við sögu í flestum leikjum og sönn- uðu sig svo um munar sem hinar nýju stjörnur enska boltans. Þar fóru fremstir í flokki Króat- inn Mario Stanic og Hollending- urinn Jimmy Floyd Hasselhaink sem báðir leika með Chelsea, en þeir skoruðu auk Italans Gian- franco Zola mörk Lundúnaliðsins í 4-2 sigri þess gegn West Ham á Stamford Bridge á laugardaginn. Milljónamaðurin, Hasselbaink, kom útiendingaherdeild Chelsea á bragðið á 31. mínútu úr víta- spyrnu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. ítalinn Paolo di Canio jafnaði síðan fyrir West Ham rétt eftir leikhlé, áður en þeir Zola og Stanic, með tvö mörk, komu Chelsea í 4-1. Það var síðan enn einn útlendingur- inn, Frakkinn Frederic Kanoute, sem minnkaði muninn í 4-2 fyrir West Ham á 85. mínútu. Boksic skoraðitvö A Highfield Road í Coventry, var það Króatinn Alen Boksic, fyrrum framhcrji Lazio, sem skoraði tvis- var fyrir Middlesbrough í 1-3 sigri gegn Coventry. Kamerúninn Jos- eph Desire Job kom Boro yfir í 0- 1 á 20. mínútu, áður en John Eustace jafnaði fyrir Coventry á 41. mínútu. Boksic bætti síðan við tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafli í seinni hálfleik á 59. og 62 mínútu og tryggði Boro sigurinn. Frakkinn Christan Karembeu þótti spila vel lýrir Boro í sínum íýrsta deildarleik með liðinu síðan hann var keypt- ur frá Real Madricl í sumar. Metaðsókn á Old Trafford Englandsmeistarar Manchester United byrjuðu titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni á sunnu- daginn með 2-0 heimasigri á Nescastle United. Metaðsókn var á leikinn og voru 67477 áhorf- endur mættir á Old Trafford. Norðmaðurinn Ronny Johnsen skoraði fýrra mark United með skalla á 21. mínútu, en Andy Cole það seinna á 70. mínútu. United var betra liðið í leiknum þrátt fyr- ir góða byrjun Newcastle og geta gestirnir þakkað markverði sín- um, Shay Given, að mörkin urðu ekki fleiri, en hann hann varði oft vel. Dwight Yorke, nýkominn frá þátttöku í Iandsleikjum með Trinidad og Tóbago, þurfti að verma varamannabekkinn hjá United í leiknum og kom það í hlut Teddy Sheringhams að spila í fremstu víglínu með Cole. Fyrir- liðinn Roy Keane var í byrjunar- liði United þrátt fyrir meiðsli, en Denis Irwin gat ekki leikið vegna meiðsla sem hann hlaut í ágóða- leiknum gegn Manchester City á dögunum og leysti Phil Neville hann af. Barthez byrjar vel Newcastle byrjaði leikinn með miklum látum og virtust leik- menn liðsins ætla að hafa í fullu tré við meistarana. Bobby Rob- son, stillti upp nýju mönnunum Carl Cort og Daniel Cordone, en enski landsliðsmaðurinn Kieron Dyer var öllum til mikillar furðu ekki í byrjunarliðinu, cn kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Alan Shearer náði góðu skoti strax á þriðju mínútu, sem Jaap Stam blokkeraði skotið og nokkru síðar varði Fabien Barthez gott skot frá Cordone. Bartez var enn á ferð- inni á 15. nu'nútu þegar hann varði glæsilega frá Rob Lee af löngu færi. Vörn Newcastle með þá Nikos Dabizas, Marcelino og Alair. Goma í aðalhlutverkum virkaði sannfærandi í upphafi leiks, en gaf svo eftir þegar leið á hállleik- inn og við það komust leikmenn United meira inn í leikinn. Ferguson hælir Bartliez Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hældi nýjum markverði liðsins, Fabien Barthez, mjög eftir leikinn og sagði að hann væri síst minni „karakter" en Peter Schmeichel. „Það besta við Bartez er að hann kemur til okkar eftir glæsilegan feril og með mikla reynslu. Hann hefur leikið til úrslita í stærstu keppnunum eins HM og EM og hefur einnig leikið í úrslitum Evr- ópubikars félagsliða með Marseille. Hann hefur líka unnið til fimm meistaratitla í Frakk- landi. Þar fyrir utan er hann dá- samlegur „karakter" eitthvað í lík- ingu við Peter Schmeichel. Hann er í einu orði sagt frábær leikmað- ur sem á örugglega eftir að reyn- ast okkur vel. Það sýndi hann strax í fýrsta leik og hann minnti mig oft á Schmeichel, sérstaklega þcgar hann var að hirða fyrirgjaf- irnar,“ sagði Ferguson. Að sögn Bartez sjálfs hefur hann strax fundið sig vel í enska boltanum. „Enski boltinn hefur engu breytt um minn eigin stíl og mun ekki gera það,“ sagði Bartez, sem sýndi það strax í fyrsta deild- arleik að það er hann sem ræður í teignum. Hann hundskammaði sina eigin varnarmenn fyrir minnstu mistök, sérstaklega í lok leiksins þegar leikmenn Newcastle voru nálægt því að skora. Úrslit leihja: Man Utd - Newcastle 2-0 Johnsen (21), Cole (70) Áhorfendur: 67477 Derby - Southampton 2-2 Strupar (32), Burton (49) - Kachloul (15 og 22) Áhorfendur: 27223 Sunderland - Arsenal 1-0 Quinn (53) Áhorfendur: 46347 - Rautt: Vieira (90) Tottenham - Ipswich 3-1 Anderton (30 víti), Carr (31), Ferdin- and (82) - Venus (9) Áhorfendur: 36148 Chelsea - West Ham 4-2 Hasselbaink (31 víti), Zola (59), Stan- ic (78 og 90) - Canio (48), Kanoute 85 Áhorfendur: 34914 Charlton - Man City 4-0 Hunt (10), Robinson (42,) Kinsella (72,) Stuart (80 víti)Áhorfendur: 20043 Leeds - Everton 2-0 Smith (16 og 37) Áhorfendur: 40010 Coventry - Middlesbrough 1-3 Eustace (41) - Job (20), Boksic () Áhorfendur 20624 - Rautt: Thomp- son (71) Livcrpool - Bradford 1 -0 Hcskey (67) Áhorfendur: 44183 Leicester - Aston Villa 0-0 Áhorfendur: 21455 Metþátttaka í maraþoninu Um 2900 manns voru mættir í miðborg Reykjavíkur á laugar- daginn til að taka þátt í árlegu Reykjavíkurmaraþoni sem nú var haldið í sautjánda sinn. Það er mun meiri fjöldi en þátt tók í hlaupinu í fyrra og hefur þátttak- an í heilu og hálfu maraþoni til dæmis aldrei verið meiri, eða um 560 manns. Þar af tóku um 220 manns þátt í heilu maraþoni, sem er metþáttaka. Hlaupið fór fram við bestu að- stæður, enda fádæma veðurblíða í höfuðborginni. Engin brautar- met voru þó slegin, en margir að ná sínu besta árangri. Fyrstur í mark í heilu mara- þoni karla varð Bretinn Charles Hubbard á 2:34,42 klst., en hann tók nú þátt í Reykjavíkur- maraþoni í fyrsta sinn. Fyrstur íslensku þátttakendanna í heilu maraþoni og þar með Islands- Heilt maraþon Konur 18-39 ára 1. Samia Quershi, Bretl. 3:10,12 2. Jackie Bale, Bretl. 3:20,37 3. Ruby Bode, Bandar. 3:26,25 4. Erla Gunnarsdóttir 3:29,17 7. Helga B. Ólafsdóttir 3:56,31 14. Haila G. Pálsdóttir 4:13,17 Konur 40-49 ára 1. Gunnur 1. Einarsdóttir 3:40,26 2. Daniela Lazzaro, ítal. 3:41,01 3. Ria Tijskens, Belg. 3:41,53 4. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir 3:47,17 5. Sif Jónsdóttir 4:08,46 Konur 50 ára og eldri 1. Vera Voget, Þýskal. 4:04,23 2. Dawn Brown, Bandar. 4:14,03 3. Rosemary Fajen, Bandar. 4:45,41 Karlar 18-39 ára 1. Charles Hubbard, Bandar. 2:34,12 2. Pekka Honkanen, Finnl. 2:41,14 3. Lárus Thorlacíus 2:48,33 5. Ingólfur G. Gissurarson 2:51,35 10. Hrólfur Þórarinsson 3:08,42 Karlar 40-49 ára 1. Terence Knightley, Bretl. 2:46,02 2. Sigurður P. Sigmundssin 2:55,34 3. Frederic Martinez, Frakkl. 3:00,37 7. Pétur H. Helgason 3:04,16 9. Trausti Valdimarsson 3:08,49 Karlar 50-59 ára 1. Andreas Mazzocchi, ítal. 2:56,59 2. Guy Vallet, Frakkl. 3:12,13 3. Svanur Bragason 3:22,42 9. Davíð H. Haraldsson 3:34,18 11. Ólafur K. Pálsson 3:41,40 Karlar 60 ára og eldri 1. Otello Pieri, Ital. 3:26,07 2. Jurriaan de Bruin, Holl. 3:52,25 3. Lothar Deiters, Þýskal. 3:54,09 4. Ingólfur Sveinsson 3:57,01 6. Stefán Briem 4:11,00 10. Jón G. Guðlaugsson 4:54,03 Hálft maraþon Konur 18-38 ára 1. Una H. Valtýsdóttir, 1:29,42 2. lngibjörg Kjartansdóttir, 1:34,50 3. Rannveig Oddsdóttir, ísl. 1:39,05 Konur 40-49 ára 1. Helga Björnsdóttir 1:32,08 2. Hildur Ríkarðsdóttir 1:41,10 3. Valgerður E. Jónsdóttir 1:41,20 Konur 50 ára og eldri 1. Margrét Jónsdóttir 1:57,35 2. Ágústa G. Sigfúsdóttir 2:02,02 3. Svava K, Valfells 2:02,55 Karlar 18-39 ára 1. Paul Freary, Bretl. 1:11,16 2. Daníel S. Guðmundsson 1:14,12 3. Ólafur Th. Árnason 1:17,27 5. Bjartmar Birgisson 1:19,54 Karlar 40-49 ára 1. Guðmann Elísson 1:20,04 2. Örnólfur Oddsson 1:20,46 3. Daði Garðarsson 1:24,19 Karlar 50-59 ára 1. Edward Hoffman, Bandar. 1:30,11 2. Birgir Sveinsson, 1:3032 3. Richard Hale, Bretl. 1:30,39 4. Ómar Kristjánsson, 1 ;34,08 5. Sigurður K. Jóhannsson 1:34,44 meistari í greininni, varð Lárus Thorlacíus á 2:48,22 klst, en hann kom fjórði í mark. I kvenna- flokki sigraði Samia Quers- hi frá Bret- landi, en hún hljóp á 3:10,12 klst. Islandsmeist- ari í heilu maraþoni kvenna varð Erla Gunnarsdóttir á 3:29,17 og kom hún fjórða í mark. Hér að neðan sjáum við verð- Iaunahafana í Reykjavíkurmara- þoni eftir greinum og flokkum og einnig þrjá fyrstu íslensku kepp- endurna í hverri grein. Karlar 60 ára og eldri 1. Peter Rasching, Þýskal. 1:50,27 2. Júrgen Pruschwitz, Þýskal. 1.55,48 3. Berghr. G. Þorsteinsson 1:56,07 4. Haukur Sigurðsson 1:57,15 5. Magnús Bjarnason 2:03,35 10 km hlaup Konur 14 ára og vngri 1. Helga K. harðardóttir 51:30 2. Jóhanna M. Pálsdóttir 54:02 3. Kristín Gunnarsdóttir 54:45 Konur 15-17 ára 1. Rakel Ingólfsdóttir 41:54 2. María B. Ginnarsdóttir 44:44 3. Líney H. Kristinsdóttir 53:06 Konur 18-39 ára 1. Fríða R. Þórðardóttir 37:42 2. Gerður R. Guðlaugsdóttir 39:50 3. Jóhanna Skúladóttir 42:09 Konur 40-49 ára 1. Anna Jeeves 40:44 2. Hjördís Magnúsdóttir 51:04 3. Guðrún M. Runólfsdóttir 51:08 4. Guðrún Geirsdóttir 51:58 Konur 50-59 ára 1. Elín Hjaltadóttir 49:46 2. Ursula Junemann 55:10 3. Þórhildur Sigurðardóttir 55:26 4. Guðrún Sverrisdóttir 55:43 Konur 60 ára op eldri 1. Emilía S. Emilsdóttir 59:05 2. Birgitte Dressel, Þýskal. 60:08 Karlar 14 ára og vngri 1. Kári S. Karlsson 39:30 2. Haukur Lárusson 44:04 3. Sigurður L. Stefánsson 46:14 Karlar 15 til 17 ára 1. Valur Sigurðarson 43:47 2. Gunnar Eyþórsson 43:56 3. Garðar Stefánsson 45:22 Karlar 18 til 39 ára 1. Sveinn Margeirsson 33:04 2. Burkni Helgason 33:47 3. Gauti Jóhannesson 35:30 Karlar 40 til 49 ára 1. Sigurjón Sigurbjörnsson 37:39 2. Jón Jóhannesson 38:22 3. Sighvatur Dýri Guðmundsson 39:51 Karlar 50 til 59 ára 1. Jóhannes Guðjónsson 38:59 2. Stefán Hallgrímsson 43:42 3. Magnús Dan Bárðarson 44:14 Karlar 60 ára og eldri 1. Eysteinn Þorvaldsson 49:02 2. Werner Eckert, Þýskal. 50:24 3. Unnsteinn Jóhannsson 50:26 4. Svanbjörn Sigurðsson 51:20 10 km Iínuskautar Konur 1. Helga Björk Árnadóttir 28:24 2. Inga Margrét Friðriksdóttir 29:05 3. Erika Stefanía Pétursdóttir 30:47 Karlar 1. Steinn Sigurðsson 22:30 2. Helgi Páll Þórisson 23:41 3. Orri Pétursson 23:46 Lárus Thorlacíus, íslandsmeistari í heilu maraþoni karla, kemur í mark.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.