Dagur - 22.08.2000, Side 11

Dagur - 22.08.2000, Side 11
ÞRIDJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L Fylgi Gore eykst eftír flokksþmgið Al Gore og Lieberman varaforsetaefni hans fagna á flokksþingi demó- krata í Los Angeles. Gore hefur imnið upp forskot Bush í skoð- anakönuunum með frammistöðu simii á flokksþingiuu. A1 Gore, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, náði mjög að styrkja stöðu sína á flokksþinginu sem útnefndi hann fyrir helgina og mælist nú meira fylgi en helsti keppinaut- urinn, George W. Bush, fram- bjóðandi repúblíkana - en Bush hafði fyrir flokksþingið verulegt forskot á Gore. Tímaritið Newsweek hefur birt könnun um afstöðu skráðra kjósenda í Bandaríkjunum og samkvæmt henni nýtur Gore nú 48% stuðnings en einungis 42% styðja Bush. Neytendafrömuð- urinn Ralph Nader, sem er for- setaframbjóðandi græningja, hefur 3% fýlgi í könnuninni, en Pat Buchanan, frambjóðandi hins hægrisinnaða Umbóta- flokks, fékk 1% f könnun blaðs- ins. Gallup og CNN-sjónvarps- stöðin hafa líka birt nýja könn- un, en þar voru líklegir kjósend- ur spurðir. Þar var Gore einnig með meira fylgi en Bush, þótt aðeins munaði einu prósentu- stigi. Gore var með 47% en Bush 46%, Nader 3% og Buchanan 2% íýlgi. Þótt almennt hafi verið búist við fylgisaukningu frambjóðanda demókrata í kjölfar flokksþings- ins, þá er þessi niðurstaða veru- leg lyftistöng fyrir Gore. Hans bíður nú það erfiða verkefni að halda þessu forskoti og styrkja það - því eins og kosnsingastjóri hans benti á eru það einungis tölurnar sem koma upp úr kjör- kössunum 7. nóvember næst- komandi sem skipta máli. Næstu vikurnar munu fram- bjóðendur beggja stóru flokkana, Gore og Bush, ferðast mikið um þau ríki Bandaríkjanna þar sem úrslit eru tvísýn. Þegar nær dreg- ur kjördegi munu þeir eigast við í kappræðum f sjónvarpi, og er talið að frammistaða þeirra þar geti ráðið miklu um hvor þeirra fer með sigur af hólmi í nóvem- ber. FuIItrúar þeirra eru nú að semja nánar um fyrirkomulag og tímasetningu kappræðnanna. „Hjálpin“ eykur skuldabyrði Áætlanir alþjóðasamfélagsins um að fella niður erlendar skuld- ir sumra fátækustu ríkja heims hafa í för með sér að sumar þjóð- irnar verða að borga tugi millj- óna dollara meira til skulda- nauta sinna á Vesturlöndum. Þetta fullyrða bresku hjálpar- samtökin Oxfam. Talsmaður samtakanna sagði að ekki væri hægt að kalla þá áætlun um niðurfellingu skulda, sem Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafa lagt fyr- ir stjórnvöld í Zambíu, annað en „svindl.“ Hann vitnaði til leyniskjala frá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum sem samtökin höfðu komist yfir, en þau sýni að þótt þetta fátæka ríki verði eitt þeirra sem fái niðurfellingu erlendra skulda muni vaxtagreiðslur landsins hækka verulega á næstu árum, og það vegna skuldar við sjóðinn sjálfan. Efnahagur Zambíu er mjög illa farinn og lífskjör fara þar stöðugt versnandi. Þannig minnka lífslíkur íbúanna ár frá ári, enda þjást sífellt fleiri böm þar af vannæringu. Skuldabyrðin er slík að á næstu árum ætti þjóðin að greiða tvöfalt meira til vest- rænna skuldunauta en fer til heilbrigðisþjónustunnar. Þótt margir mánuðir séu síðan Ieiðtogar ríkustu þjóða heims lofuðu hinum fátækustu niður- fellingu skulda, hafa ríku þjóð- irnar ekki enn náð samkomulagi um framkvæmdina. Debbie í Kaxabíska hafinu MIAMI - I gær var gefin út alvarleg stormviðvörun fyrir margar eyj- anna í norðausturhluta Karabíska hafsins vegna þess að hvirfilbylur- inn Debbie stefndi þangað.Viðvörunin náði til hollensku svæðanna í kringum St. Maarten og einnig til samveldissvæðanna á Puerto Rico og Jómfrúreyjum. Ahöfn Kuxsk talin af MURMANSK - Norskir embættismenn gáfu í gær út formlega yfirlýsingu um það að enginn úr áhöfn rússneska kafbátsins Kursk væri á lífi, níu dögum eftir að slysið varð. Norskir kaf- arar sem unnu við björgun- arstörf komust að því að sjór hafði flætt inn í bátinn. „Við höfum komist að því að allur kafbáturinn er full- ur af vatni,“ sagði talsmað- ur norska hersins, John Espen Lien, í samtali við norska ríkisútvarpið í gær. Þá höfðu kafarar farið inn í bátinn og rannsakað hann. „Við teljum engar líkur á að einhver finnist á lífi,“ bætti Lien við. Yfirmaður Norð- urflota rússneska hersins, Mikhail Motsak staðfesti einnig í gær yfir- lýsingar Norðmannanna um að enginn hefði komist af. „ Níunda hólfið í bátnum er líka fullt af vatni og við teljum okkur geta séð, eft- ír að hafa opnað neyðarlúguna, að það er ótvírætt að áhöfnin sem þar starfaði hefur farist. Það er mín persónulega skoðun að sömu örlög hafi beðið þeirra áhafnarmeðlima sem störfuðu í öðrum hlutum bátsins," sagði Motsak. Lúgan sem um er að ræða er innri öryggis- lúga kafbátsins og þegar hún var opnuð kom í ljós að báturinn var fullur af vatni. Kafbáturinn liggur á 108 metra dýpi á botni Barents- hafsins. Nýtt pax eða baxa vinix? LONDON - „Islandsvinurinn' og hjartaknúsarinn Robbie Williams lýsti því yfir í gær að hann gæti aldrei orðið annað en vinur Geri Hall- iwell, fyrrum kryddpíu, jafnvel þótt hún væri bæði „kynæsandi“ og „fögur“. Síðdegisblöðin í Bretlandi hafa birt myndir af þeim skötu- hjúum þar sem þau eru í sólarfríi í Suður Frakklandi og þar með komið af stað mildum vangaveltum um hvort þau eigi í ástarsam- bandi. „Þetta er allt mjög erfitt vegna þess að hún er fögur, frábær persónuleiki, og kynæsandi, en hún er samt aðeins félagi minn,“ sagði Williams í viðtali við Radio Times. „Við höfum ekki sofið sam- an eða verið að kyssast. Hún er góð stúlka sem ég get ekki verið að spila með. Svoleiðis hluti hef ég reynt í fortíðinni en nú vil ég full- orðnast," sagði þessi vinsæli söngvari ennfremur í viðtalinu. I fyrra átti Halliwell í stuttu en vel kynntu ástarsambandi við breska sjón- varpsmanninn Chris Evans en Williams var síðast orðaður við ástar- samband með Nicole Appelton úr hljómsveitinni All-Saints. I fyrr- nefndu viðtali sagði Williams að þau Halliwell hefðu vissulega farið saman í frí, en þau svæfu þó hvort í sínu herberginu. Móðir eins skipverjanna á Kursk fær frétt- irnar um að kafbáturinn sé fullur af vatni. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 235. dagur ársins, 131 dagur eftir. Sólris kl. 5.41, sólarlag kl. 21.18. Þau fæddust 22. ágúst • 1862 Claude Debussy, franskt tónskáld. • 1902 Leni Riefenstahl, þýsk kvikmynda- gerðakona, frægust fyrir heimildar- myndir sem lofsungu Hitler og nasista- hreyfinguna. • 1904 Deng Xiaoping, leiðtogi Kína frá því seint á áttunda áratug aldarinnar og til dauðadags árið 1997. • 1908 Henri Cartier-Bresson, franskur ljósmyndari. • 1917 John Lee Hooker, bandarískur blústónlistarmaður. • 1920 Ray Bradbury, bandarískur rithöf- undur. • 1934 Norman E. Schwarzkopf, banda- rískur hershöfðingi. • 1949 Þórarinn Eldjárn skáld. Þetta gexðist 22. ágúst • 1485 féllRíkarður þriðji Englandskon- ungur í orrustu og lauk þar með Rósa- stríðunum svonefndu. • 1809 var Jörundur hundadagakonungur hrakinn frá völdum. • 1846 innlimuðu Bandaríkin Mexíkó. • 1864 voru alþjóðasamtök Rauða kross- ins stofnuð í Genf. • 1922 var írski byltingarmaðurinn Mich- ael Collins myrtur. • 1943 rak um 800 marsvín á land við Bú- landshöfða á Snæfellsnesi. Vísa dagsins Fyrir vestan fjöll og höf fullkomnað er skeiðið; systur minni’ er grafin gröf gleymist brdðum leiðið. Páll Ólafsson. Afmælisbaxn dagsins Þýska tónskáldið Karlheinz Stock- hausen fæddist f Iitlu bæjarfélagi sem heitir Mödrath, nálægt Köln, þann 22. ágúst árið 1922. Hann lærði píanóleik í Köln og lagði einnig stund á tónlistar- fræði og heimspeki við háskólann f sömu borg. Fyrstu tónverkin eftir hann litu dagsins Ijós árið 1950, og tók hann sjálfur þátt í flutningi þeirra. Tónlist hans þótti afar frammúrstefnukennd og hefur verið mörgum tónskáldum og tónlistarmönnum innblástur, sem hafa viljað gera tilraunir og fara óhefð- bundnar leiðir í tónsköpun. í óbyggðunum er varðveisla heimsins. Henry David Thoreau Heilabxot Spurt er um sjö félaga, sem standa saman f röð. Sá fyrsti er í sál, en ekki í anda. Annar er í afa, en ekki í ömmu. Sá þriðji er í laxi, en ekki silungi. Fjórði er í leyni, en ekki í felum. Sá fimmti er í nefi, en ekki eyrum. Sá sjötti er f sveit, en ekki borg. Sá síðast. er í súrkáli, en ekki rauðkáli. Saman mymda þeir nafn á þekktum rithöfundi. Lausn á síðustu gátu: Augun sem sjást hljóta að vera tólf, því það eru tveir gosar ; hverju spilakorti. Veffang dagsins Flestir lenda einhvern tímann í því að þurfa að binda hnúta, sem verða að geta haldið. Þeir sem kunna það ekki, geta leit- að sér fróðleiks á vefsíðu dagsins, þar sem er kennt er hvernig hnýta skal hnúta. Skýr- ingarmyndir íylgja, meira að segja hreyfi- myndir: www.boatsafe.com/kids/knots.htm

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.