Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 19
Akureyri-Norðurland ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 - 19 Rafrænn lyfseöill meðal nýjunga í sam- starfi norðanlands. Aðalfundur Eyþings sagður óvenjugagn- legur. Aðalfundur Eyþings fór fram í Stórutjarnarskóla um helgina. Pétur Þór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, segir að fundurinn hafi verið sérlega gagnlegur. „Það sem stendur upp úr er hve nefndarstarf var öflugt á fundinum. Við skiptum okkar vinnu upp eftir mála- flokkum í fjórar nefndir sem unnu af miklum krafti. Menn eru samstíga í framtíðaráætlun- um og það var miklu meira pólitískt vægi á þessum fundi en verið hefur,“ segir Pétur. Meðal atriða sem samþykkt voru má nefna samstarfssamn- ing doc.is, Eyþings, Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri og Héraðslæknisembætt- isins á Norðurlandi eystra. Markmiðin með samningnum er að hlutaðeigandi aðilar hennar lýsa yfir vilja sínu til samvinnu og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta verkefnið verði samningur um þróun á rafræn- Slátursala að hefjast I dag verður byrjað að selja slátur hjá KEA á Akureyri. Að sögn Ola Valdimarssonar slát- urhússtjóra eru kringumstæður nú talsvert aðrar en verið hcfur vegna þess að engu sauðfé er slátrað á Akureyri og panta verður slátrin frá Húsavík. Hins vegar verður það sem snýr að viðskiptavininum þó afar kunnuglegt því slátrið verður selt á nákvæmlega sama stað og með sama hætti og áður. Að sögn Ola er slátrið í ár heldur ódýrara en í fyrra og almennt gildir það um allt sem snertir þessa vöru það lækkar heldur. Þannig kostar slátrið með fjór- um gervivömbum og söxuðum mör 609 krónur í ár. í fyrra var verðið hins vegar 627 krónur. Ef dæmi er t.d. tekið af lifur þá kostar hún í dag 171 krónu en kostaði í fyrra 222 krónur. ÓIi segir það rétt að þeirn fari heldur fækkandi sem taki slát- ur en á móti kemur að tilbúið slálur verði vinsælla, en upp á það er boðiö líka - hæði nýtt og frosið. Lifrarpylsa af tilbúnu slátri kostar 445 kr kílóið cn blóðmörin 429 kr. um lyfseðli. Jafnframt hyggjast að- ilar sam- komulagsins kanna möguleika á samstarfi um önnur þróunar- verkefni sem heil- brigðisráðu- neytið hyg- gst hrinda £ framkvæmd, sbr. skýrslu þess um ís- lenska heil- brigðisnetið sem út kom s.I. vor. Gerður verður þá sjálfstæður samningur um einstök verkefni. Ahyggjur vegna fé- lagsíbúða Fjárhags- og allsherj- arnefnd að- alfundar Eyþings árið 2000 af- greiddi ýmsar ályktanir. Hvað félagslega íbúðakerfið varðar Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings tekur fundurinn undir bréf Sambands íslenskra sveitarfé- laga frá 24. ágúst sl. til félags- málaráðherra, þar sem farið er frarn á endurskoðun ýmissa ákvæða er lúta að íbúðarlána- kerfinu. Fundurinn áréttar að hraðað verði vinnu þess máls og áhersla Iögð á að viðunandi lausn finnist fyrir næstu ára- mót. Aðalfundurinn telur að ríkisvaldið verði að koma að beinni niðurgreiðslu vaxta til félagslegra leiguíbúða sveitarfé- laga á landsbyggðinni, enda sé ljóst að vaxtahækkun verði hvorki leiðrétt með vaxtabótum né húsaleigubótum gagnvart sveitarfélögum sem sitja uppi með íbúðir sem þau geta hvorki leigt eða selt. „Ennfremur verði sjónum sérstaklega beint að mismun- andi stöðu sveitarfélaganna við sölu félagslegra fbúða á al- mennum markaði. Þá krefst fundurinn þess að ríkisvaldið standi við fjárveitingar sínar til Varasjóðs viðbótarlána eins og fjárlög gera ráð fyrir," segir í ályktun fundarins. Fundurinn telur það grund- vallaratriði að viðbótarkostnað- ur vegna frumvarps til Iaga um félagsþjónustu verði kostnaðar- metinn og bættur sveitarfélög- unum að fullu. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að lög- gjafinn líti til mismunandi að- stæðna sveitarfélaga til að upp- fýlla Iagaskyldur. - BÞ Ferðamaima- húsbmt ín n í Skata- gilið? Sigurður Guðmundsson kaup- maður í minjagripaverluninni Vík- ingnum í Hafnarstræti hefur sent bæjarráði erindi þar sem hann óskar eftir því að fá Ióðina Hafnar- stræti 103 til bygginar á húsi fyrir þjónustu og afþreyingu fyrir ferða- menn. Lóðin Hafnarstræti 103 er við hliðina á Amaróhúsinu, neðst í Skátagilinu en þar er samkvæmt skipulagi gert ráð fyrir grænu svæði, samanber nýlegar tillögur arkitekta um endurskipulagningu miðbæjarins. I samræmi við það hafnaði umhverfisnefnd erindi Sigurðar um lóðina þegar hann sótti um hana á dögunum, en eftir að hann ítrekaði erindið í bréfí til bæjarráðs hefur það verið sent að nýju til umhverfisráðs og auk þess hefur bæjarráð óskað eftir því að fá frekari upplýsingar um málið frá Sigurði. í gömluin stíl í samtali við Dag segir Sigurður að hugmyndin sé að byggja hús í gömlum stíl, hugsanlega í víkinga- stíl eða hlaðið hús, á Ióðinni og að húsið yrði niðurgrafið að mestu í brekkuna. Það myndi standa aftar- lega í lóðinni og þess gætt að það myndi ekki skyggja á sólina, en þetta er nánast eini staðurinn þar sem sólar nýtur við í göngugöt- unni. Sigurður sér fyrir sér að í þessu húsi gætu margir aðilar sem ná vildu til ferðamanna sameinast undir einu þaki. Nefnir hann í því sambandi að þar yrði verslun, upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, Minjasafnið kæmi að þcssu og þar yrði einnig kaffi- eða veitingahús. JafnlTamt yrði þarna salur sem hægt væri að setja upp ferða- mannasýningar cins konar sögu- stundir íyrir útlendinga. 600 -800 fermetrar Sigurður tekur (Vam að áætlanir varðandi húsið séu enn ekki út- færðar og hann hafi ákveðiö að fara ekki úr í kostnaðasama undir- búnings og skipulagsvinnu fyrr en ljóst væri að til greina kæmi að fara út í þetta mál. Fyrstu áætlan- ir gera þráð fyrir urn 600-800 fer- metra húsi og heildarkostnaði við byggingu þess sem losaði 100 milijónir. Sigurður telur engan vafa á því að slík bygging yri fljót að borga sig upp. Ef til kærni reiknar hann með að stofnað yrði um þetta félag þar sem ýmsir aðil- ar kæmu að. „Þessi hugmvnd hef- ur fengið góðar undirtektir hjá þeirn sem ég hef kynnt hana og tengjast þessu máli," segir Sigurð- ur. Meðal þeirra sem skoða hafa malið eru Atvinnuþróunarfélagið og ýmsir fjárfestar og hafa þeir sým málinu áhuga. -BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.