Dagur - 28.10.2000, Qupperneq 10
34- LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
rD^ftr
ÞJÓÐMÁL
Pólitískar ofsóknir
urðu að harmleik
„í þeim málaferlum sem rekin hafa verið gegn Eggert Haukdal, sannast enn hve hættulegt þad er ad mynda sér niðurstöðu í
málum, án þess að hafa kannaö alla málavöxtu til hlítar," seg/r greinarhöfundur.
I þeim málaferlum sem rekin
hafa verið gegn Eggert Haukdal,
sannast enn hve hættulegt það
er að mynda sér niðurstöðu í
málum, án þess að hafa kannað
alla málavöxtu til hlítar. Ætla
má, að ef upphafsmcnn þessara
atburða í heimabyggð Eggerts,
hefðu kynnt sér gaumgæfilega
alla málavöxtu, hefði þetta mál
aldrei orðið til. Svo augljóst var,
er skoðuð voru gögn þeirra at-
riða er ágreiningur var um heima
í héraði, að ekkert afbrot hafði
verið framið. Hins vegar kom í
Ijós, sem fátítt er um opinbera
starfsmenn, að Eggert hafði lagt
mikið á sig til að forða sveitarfé-
lagi sfnu frá tjóni af völdum þess
að einstaklingur sem meirihluti
hreppsnefndar hafði veitt aðstoð
til jarðarkaupa, brást vonum
ntanna. Vanskil urðu á þeim
skuldbindingum sem hann
stofnaði til vegna kaupanna, auk
þess sem hann gat ekki yfirtekið
þær skuldbindingar sem sveitar-
félagið hafði gengíst í, er það
neytti forkaupsréttar að jörðinni
rúmu ári áður.
Skortur á ráðgjöf
Segja má að mál þetta verði til
vegna þess að oddvita og sveitar-
stjórn hafi skort hagnýta og fag-
lega ráðgjöf, til að takast á við
þau vandamál sem upp komu er
kaupandi jarðarinnar brást. Svo
virðist sem lánastofnanir hafi
ekki kannað með viðunandi
hætti greiðslugetu framan-
greinds jarðarkaupanda. Utlán
virðast fyrst og frcmst hafa verið
samþykkt út á bakábyrgð hrepps-
ins, en ekki greiðslugetu lántaka.
Ferlið bendir síðan til að þegar
lántakinn gat ekki staðið í skil-
um, hafi lánastofnunum orðið
Ijóst að vafi léki á að ábyrgð
hreppsins væri nægjanlega
traustlega frágengin. Þess vegna
hafi verið lögð pressa á hrepps-
nefndarmenn að gangast í sjálf-
skuldarábyrgð, samhliða ábyrgð
hreppsins.
Eg er næsta viss um, að þeim
sveitarstjórnarmönnum sem tók-
ust á hendur sjálfskuldarábyrgð,
var ekki gerð grein fyrir að þeir
væru í raun að auka kostnað
sveitarfélagsins vegna málsins,
og í raun að taka á sig persónu-
lega ábyrgð á greiðslum sem vafi
gat leikið á að sveitarfélagið
þyrfti að greiða. Hefði hrepps-
nefnd notið réttrar ráðgjafar,
strax í upphafi vandræðanna,
hefði kostnaður vegna málsins
orðið mun minni en hann varð.
Vilji menn áfellast Eggert fyrir
eitthvað í sambandi við þessi
mál, er það líklega helst lyrir að
hafa ekki leitað faglegrar ráðgjaf-
ar strax og vandræði hlutust af
þessum jarðarviðskiptum. Þá
verða menn líka að horfa til
þess, að hér á landi er afar lítið
um slíka ráðgjöf, byggða á vand-
aðri athugun málavaxta. Lög-
menn hafa, margir hverjir, afar
takmarkaða þekkingu á þessu
sviði, og endurskoðendur hafa
lítið gert af því að veita slíka
þjónustu, út fyrir raðir fastra við-
skiptamanna sinna.
Haföi sveitarfélagiö ekki
endurskoðanda?
Nú er eðlilegt að fólk spyrji hvort
sveitarfélagið hafi ekki haft end-
urskoðanda? Jú, en því miður var
hann ekki meiri persóna en svo
að hann neitaði í yfirheyrslum
hjá ríkislögreglu, atriðum sem
handskrifuð voru, líklega með
hans eigin hendi. Hann viður-
kennir einnig í yfirheyrslum, að
þekkja ekki lög og reglur um
bókhald sveitarfélaga. Samt
hafði hann, um nokkra ára
skeið, tckið að sér að vera endur-
skoðandi sveitarfélags. Líklega
sýnir svona framkoma hvers
vegna Eggert gat ekki fengið fag-
lega ráðgjöf hjá endurskoðanda
sveitarfélagsins.
Þegar einnig er litið til þess að
öll ákæruatriðin gegn Eggert,
voru að meginstofni til byggð á
færslum endurskoðandans, sem
lokafærslum vegna ársuppgjörs,
sést að þar er ekki kjarkmaður á
ferð. Færslur þessar eru hand-
skrifaðar á færslubeiðnir. Þegar
rannsóknarlögreglan spyr endur-
skoðandann um eina færsluna,
sem ekkert fylgiskjal var fyrir, var
svar hans, að Eggert hefi látið
hann gera það. Athyglisvert svar,
enda í mestu uppáhaldi hjá mér
af allri þeirri vitleysu sem sett
var á blöð í sambandi við þessa
ákæru. Að maðurinn skuli vera
það ósjálfstæður, að hægt sé að
LATA hann brjóta gegn lands-
lögum og starfsreglum endur-
skoðenda, og það tekið gott og
gilt af löggiltri endurskoðunar-
stofu, rannsóknaraðilum ríkis-
lögreglunnar og saksóknara, er
afar athyglisvert.
Vafasöm vmnubrögð
Rannsókn hinna meintu afbrota-
atriða er að meginstofni óvönd-
uð vinnubrögð. Rannsókn end-
urskoðandans, sem ráðinn var til
faglegrar rannsóknar á ársreikn-
ingum hreppsins, virðist fyrst og
fremst hafa beinst að því að rök-
styðja sök á hendur Eggert. Alla
vega beindist hún ekki að því að
komast að uppruna þeirra atriða
sem rannsóknin beindist að.
Ekki var hugsað um að afla
gagna er upplýst gætu samhengi
hinna einstöku atriða sem at-
hygli manna beindist að. Ekki
var aflað upplýsinga frá lána-
stofnunum um uppruna cða til-
gang þeirra skuldbindinga sem
athyglin beindist að. I stuttu
„Flaustursleg niður-
staða er glæpur, sem
opinberir embættis-
meiin geta ekki leyft
sár að viðhafa í alvar-
legum málnm.“
máli sagt. Það var ekkert gert af
því sem þurfti að gera til að upp-
lýsa sannleikann í málinu. Meg-
ináhersla virtist hins vegar Iögð á
að búa til sakarefni, en ekki að
finna raunveruleikann og sann-
Ieikann.
Endurskoðanda hreppsins var
gert að endurgreiða þær greiðsl-
ur sem hann hafði fengið, því
ársreikningar hans voru ófull-
nægjandi. Eðlileg niðurstaða og í
samræmi við það sem kom fram
við yfirheyrslur hjá ríkislögreglu,
að hann þekkti ekki lög og reglur
um ársreikninga sveitarfélaga.
Að mínu mati á endurskoðun-
arfyrirtækið sem ráðið var til
rannsóknar á bókhaldi hrepps-
ins, einnig að endurgreiða
hreppnum þær fjárhæðir sem
innheimtar hafa verið fyrir hin
ófaglegu vinnubrögð starfs-
manns þess. Verði raunin ekki
sú, er fyrirtækið að staðfesta að
það sé tilbúið að láta nota nafn
sitt til ófaglegra vinnubragða,
sem líkleg eru til að valdaónauð-
synlegum ásökunum og sárs-
auka.
Rannsókn án þekkingar á
viðfengsefninu
Er óvildarmenn Eggerts heim í
héraði, fengu í hcndur hin
subbulegu vinnubrögð íyrirtæk-
isins sem fengið var til að endur-
vinna ársreikning hreppsins,
sendu þeir niðurstöðuna til Rík-
islögreglustjóra. Það vekur at-
hygli, að hjá hinu virðuiega emb-
ætti Rfkislögreglustjóra, eru
menn settir til rannsóknar á
málinu sem greinilega höfðu
enga þekkingu á þeim atriðum
sem ásökun beindist að. Alla
vega verður það ekki merkt af
vinnu þeirra, eða því lesmáli sem
þeir sendu frá sér. Greinilega
vantar lágmarksþekkingu á
vinnuferli sem á sér stað við
lánsviðskipti milli lánastofnana
og Iántaka.
Ekki virðast þeir heldur hafa
haft ylir að ráða þekkingu á
grundvallaratriðum bókhalds og
ársuppgjörs, því þeir gera engar
athugasemdir við alvarlega ágal-
la í vinnubrögðum þess endur-
skoðanda sem samdi hinar und-
arlegu ásakanir. Það virðist ekki
heldur vekja neinar spurningar
hjá rannsóknarmanni ríkislög-
reglunnar, þó þáverandi meiri-
hluti hreppsnefndar hafni því að
gera kröfur á hendur Eggert,
vegna þess að hreppurinn hafi
ekki orðið fyrir neinu fjár-
hagstjóni. Kappið var sem sagt
lagt á að koma Eggert í vand-
ræði, þó enginn skaði hafi orðið
af hinum tilbúnu ásökunum.
RíMssáksóknari kórónar vit-
leysuna
Segja má að saksóknari kóróni
vitleysuna með þeirri ákæru sem
gefin er út. Þar er gagnrýnilaust
tekin upp öll sú vitleysa sem
endurskoðunarfyrirtækið og
rannsóknarmenn ríkislögreglu
höfðu sett saman.
Ósjálfrátt ætlast maður til þess
að embætti ríkissaksóknara
stundi vönduð vinnubrögð, og
beri mikla virðingu fyrir því hlut-
verki að þurfa að ásaka fólk um
óheiðarlegt athæfi. Ekkert emb-
ætti hefur jafn mikið vald. Ekk-
ert embætti getur heldur valdið
jafnmikilli örvæntingu eða neyð,
sem jafnvel getur valdið varan-
legri eyðileggingu á lífi saldauss
fólks. Vegna þessa mikla valds,
verður að gera þá kröfu til emb-
ættis ríkissaksóknara, að ásakan-
ir séu þrautkannaðar áður en
ákæra er gefin út. í ákæru gegn
Eggert, vantaði alla grundvallar-
þætti, réttlætis, sanngirnis og
heiðarleika, því engar athuga-
semdir virðast hafa verið gerðar
við ófagleg vinnubrögð endur-
skoðunarfvrirtækisins eða ríkis-
lögreglunnar. Hin óvönduðu
vinnubrögð kórónar rfkisaksókn-
araembættið með því að setja í
ákæruskjalið, hið ótrúlega
heimskulega tilsvar endurskoð-
anda hreppsins við yfirheyrslur
hjá ríkislögreglu, að Eggert hafi
LATIÐ endurskoðanda hrepps-
ins setja umrædda færslu í bók-
haldið. Færslu sem er brot á
bókhaldslögum og vinnureglum
endurskoðenda. Að mati ríkis-
saksóknara er sá ekki sekur sem
framkvæmir glæpinn, heldur sá,
sem segir honum að fremja
hann. Fyrirmyndar rökfræði sem
lengi mun í minnum höfð.
Dómari og lögmaður í vond-
ummálum
Héraðsdómarinn á Suðurlandi
er í afar vondum málum. Hann
tók á þessu máli af óafsakanlegri
léttúð. Mér er ekki ljóst hvernig
þessi maður ætlar að sitja áfram
í sæti dómara. Hver getur treyst
dómi frá manni sem sýnir at' sér
svona mikla léttúð gagnvart máli
er varðar heiður og æru manns
sem gengt hefur forystuhlutverki
í sínu umhverfi?
Þá er mikil smán þess lög-
manns sem tók að sér vöm Egg-
erts fyrir héraðsdómi. Hann
sniðgengur alvarlega þá grund-
vallarreglu lögmanna, að setja
sig vandlega inn í mál skjólstæð-
inga sinna, og verja rétt þeirra og
hagsmuni með öllum tiltækum
ráðum. Þessi lögmaður lét ekki
gera faglega úttekt á vinnu-
brögðum endurskoðunarfyrir-
tækisins sem vann skýrsluna
sem ákæran var unnin upp úr.
Hann virðist ekki heldur hafa
gert neina sjálfstæða tilraun til
að afla upplýsinga um hugsan-
lega réttarstöðu skjólstæðings
síns. Hann virðist hafa verið sá
fyrsti sem dæmir Eggert sekan.
Maðurinn sem lengst átti að trúa
á sakleysi hans, og leggja sig
fram um að sanna það. Mér er
ekki ljóst hvernig siðanefnd Iög-
manna ætlar að komast hjá að
fjalla um þetta mál, eða komast
hjá því að ávíta þennan lögmann
alvarlega.
Morð er glæpur
OIl erum við sammála um að
morð sé glæpur. Eitt er það þó
sem hinn myrti sleppur við. Það
er að þurfa að draga fram lífið,
eftir að búið er að skjóta frá hon-
um framtíðina. Sá sem verður
fyrir barðinu á mannorðsmorð-
ingja er ekki eins heppinn. Lík-
aminn, ættingjarnir og allt um-
hverfið, gerir sömu kröfur til
hans eftir að mannorð hans var
myrt. Hann lifir enn við skyld-
una að sjá sér og sínum far-
borða, þó búið sé að myrða alla
möguleika hans til að geta það.
Þetta ætti að sýna okkur að
ákæra er viðkvæm og vandasöm
aðgerð, sem krefst mikillar og
vandaðrar leitar að réttlæti.
Flaustursleg niðurstaða er glæp-
ur, sem opinberir embættismenn
geta ekki leyft sér að viðhafa í al-
varlegum málum.