Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 4
4 - ÞllIÐJUnAGUR 2t. NÚVEMBEli 20 00 D^ttr FRÉTTIR FRÉTTA VIÐTALIÐ Islenskir pabbar ödrum réraiæm íslenskir karlar hafa feng- ið meiri rétt til fæðingar- orlofs en þekkist annars staðar í heiminum. Frá næstu áramótum geta nýbakaðir feður tekið fæðingarorlof á 80% af heildarlaunum, í allt að fj'óra mánuði sem lengist síðan upp í sex mánuði á næstu tveim árum. Með nýjum lögum um fæðingarorlof hafa karlar hlotið meiri rótt til fæðingarorlofs en vitað er um í öðrum löndum. Hinsvegar hafa konur meiri rétt í sumum öðrum lönd- um, að því fram kom á blaðamanna- fundi með félagsmálaráðherra og for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Það sýnist til dæmis líklegt að feður noti sér þetta í þeim tilfellum sem mæðurnar eru að mestu heimavinn- andi og/eða í námi, en þeir í fullu starfi, þótt móðirin yrði þá á móti að afsala sér þriggja mánaða fæðingar- styrk, 33 þúsund krónum á mánuði. Foreldri í minna en 25% launuðu starfi á einungis rétt á fæðingarstyrk. Orlofs- rétturinn cr háður því að foreldri leggi niður launuð störf á meðan. Utreikn- ingar á greiðslum byggjast á skrám um staðgreiðslu og tryggingagjald. Sex mánaða umsóknarfrestur „Eftir að Iögin um fæðingar og for- eldraorlof verða að fullu komin til framkvæmda, það er í ársbyrjun 2003, þá verða kynin alveg jafnsett, það er hvort um sig með þriggja mánaða fæð- ingarorlof og síðan þrjá mánuði sem þau geta skipt að eigin vali,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra í gær, en þá voru námkvæmlega 6 vikur til 1. janúar. En verðandi foreldrar eiga ein- mitt að sækja um fæðingarorlofið til Tryggingastofnunar ríkisins, sex vikum áður en fæðing er áætluð. Forsjárlausix eiga einnig rétt ef... Foreldrar eiga líka sameiginlegan rétt á lengingu orlofs um 3 mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. Sömuleiðis í 2 Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Karl Stelnar Guðnason forstjóri Tryggingastofn- unar kynntu nýja fæðingarorlofið í gær. mánuði við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu og 3ja mánaða eftir and- vanafæðingu eftir 22ja vikna með- göngu. Orlofsréttur getur líka lengst vegna alvarlegra veikinda móður og/ eða barns um eða eftir fæðingu. Fæð- ingarorlofið er heimilt að taka í hluta- starfi og því má dreifa fram að 18 mán- aða aldri barnsins. Páll Pétursson und- irstrikaði að forsjárlaust foreldri, í flestum tilfellum feður, eigi líka rétt á fæðingarorlofi svo lremi að fyrir liggi samþykki móðurinnar um umgengni hans við barnið í fæðingarorlofi. Átta ára foreldraorlof Karl Steinar Guðnason forstjóri Trygg- ingastofnunar sagði þetta gríðarlega stórt stökk og rifjaði meðal annars upp að sjálfur hefði hann tekið þátt í að semja um fyrsta einnar viku fæðingar- orlofið í kjarasamningum. Fulltrúar VSI hafi þá viljað setja það undir kafl- ann: veikindi og slys. Foreldrar barna fæddra eftir 1998 hafa líka öðlast rétt til launalauss for- eldraorlofs í 13 vikur hvort heldur er til að annast barn sitt f framhaldi af fæð- ingarorlofi eða einhvern tíma fyrir 8 ára aldur þess - í einu lagi eða skipt í mörg tímabil. - HEI í pottinum hafa menn verið að skoða umsóknir um stöðu forstjóra byggða- stofnunar og hefur umsækjendalistinn vakið nokkra at- hygli. Athyglin hef- ur ekki síst beinst að því að á listanum eru ekki umsækjend- ur sem menn höfðu jafnvel búist við að sjá þar, s.s. nafn Páls Péturs- sonar. Hins vegar hafa pottveijar staldrað við þijú nöfn sérstaklega sem talin eru líkleg. En þetta eru nöfn Snorra Bjöms Sigurðssonar sveit- arstjóra á Sauðárkróki, Valtýs Sigurbjamarson- ar sem var yfir norðurdeild Byggðastofnunar fyrir nokkmm áram og nafn Jóns Þórðarsonar sem hyggði upp og stýrir sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri... Snorri Björn Sigurðsson. Og þegar nafn Páls Péturssonar heyrist nefnt í tengslum við stöðuveitingar er rétt að nefna að það heyrist nú iirnan úr Framsóknarflokkn- um að talsverður þrýstingur sé á að Guðmundur Bjama- son fari úr íbúða- ___________________ lánasjóði til að taka að sér bankastjóra- stöðu í sameinuðum ríkisbanka. Frá þessu hefur raunar verið sagt hér í pottinum. Seinni hluti þeirrar fléttu er hins vegar sagður hljóma þan- nig, að í stól forstjóra íbúðalánasjóðs muni þá setjast núverandi liúsnæðismálaráðherra, títt- nefndur Páll Pétursson... Páll Pétursson. Benedikt Guðmundsson fulltrúi hjá Atvitinuþróunarfélagi íslands Upphafþess að hoðaðvar til ráðstefnu umfiskeldi og sjáv- arútveg á Akureyri má rekja til mikils áhuga á fiskeldi í Eyjafirði. Laxeldi skoðað með sama hugarfari og stóriðja - Er Eyjajjörðiir Uklegur sem fiskeld- issvæði? „Við fundum að þetta var mál sem mjög var í umræðunni og vaxandi áhugi. Ég veit ekki hvort loku sé alveg skotið fyrir það að fiskeldi verði síðar við Eyjafjörð. Vandamál- ið er það að ríkisvaldið hefur að okkar mati ekki staðið sig nægilega vel, og það hafi komið yfirvöldum á óvart hversu mikil ásókn er í leyfi til fiskeldis í dag um allt land. Miðað við það ástand sem er að skap- ast í löndunum kringum okkur, eins og t.d. í Noregi þar sem menn eru farnir að líta í kringum sig til annarra landa eins og til Is- lands til að halda áfram að auka fiskeldi, mátti búast við þessu. Möguleikarnir þar eru nánast uppurnir." - Er fiskeldið helsti möguleikinn til aukningar t' sjúvarútvegi í dag? “Það kom vel í ljós á þessari ráðstefnu hversu jarðbundnari menn eru í dag en fyr- ir 10 árum sfðan. Menn gera sér mun betur grein fyrir því í hvað er verið að ráðast nú en þá og byggja á þeirri reynslu sem þá fékkst. Þegar sjávarútvegurinn vill koma inn í þessa grein þá held ég að ríkisvaldið þurfi ekki að vera skjálfandi á beinunum ai ótta við að það muni tapa einhverjum milljörðum króna í gjaldþrotum. Nú fara peningarnir að korna koma úr öflugum sjávarútvegsfyrir- tækjum sem hafa öflugt bakland í fjárfest- ingasjóðum, lífeyrissjóðum og einkafjárfest- um.“ - Hræða sporin ekki samt, þ.e. sú reynsla sem fékltst fyrir um drattig stðan? “Það hafa flestallir lært af þeirri reynslu sem þá fékkst. Þeir sem helst eru hræddir eru þeir aðilar sem stunda hefðbundna lax- veiði og þeir óttast að þessi kynbætti stofn sem við erum með hér í gangi sé hættuleg- ur. Hann hefúr hins vegar verið hér mjög lengi, t.d. var Isnó f Kelduhverfi með hann og s fan Rifós sem tók við þeirri stöð. Síðan hafa seiði frá þeirri stöð verið flutt til út- landa. Við getum hins vegar ekki neitað því að við erum á vissan hátt með erfðabreyttan fisk, kynbættan fisk frá Noregi, sem er meira norskur en íslenskur, enda var sá ís- Ienski alveg vonlaus f eldi. Eg veit ekki bvort jrað er ástæða til að vera bræddur við erfða- breyttan fisk. Ýmsir telja að náttúrulegi fisk- urinn sé hættulegri og smiti frekar frá sér. Á ráðstefnunni kom fram að sjúkdómar og lyfjameðferð befur nær algjörlega horfið í laxeldi á undanförnum árum. Á sama tíma hefur framleiðslan aukist verulega. En auð- vitað er aldrei hægt að koma í veg fyrir slys á þessum vettvangi, en þá eiga þau sér frek- ar upphaf í náttúrunni sjálfri.“ - Verður framhald á þessari ráðstefnu á vegutn Atvinnuþróunarfélagsins ? “Ekki í bili. Það er nefnd á vegum land- búnaðarráðherra sem á að skipuleggja hvar megi vera með fiskeldi og hvar ekki. Eg veit hins vegar ekki hversu nákvæmar vfsinda- legar rannsóknir liggja þar að baki eöa hvort lega iaxvciðiáa vegur þyngra. Við höfum ver- ið að ræða við nefnd á vegum Háskólans á Akureyri og Hólaskóla um það að koma á fót verkéfni sem væri eins konar staðarvals- athugun á möguleikum laxeldis. Þetta er það stór iðnaður að það réttlætir það að það sé skoðað með sama hugarfari og stóriðja." - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.