Dagur - 21.11.2000, Síða 19

Dagur - 21.11.2000, Síða 19
Mýflug er eina lands- hlutafélagið sem tór- ir á landinu. Þrjú hafa hætt undanfarið og framkvæmda- stjóri Mýflugs telnr þetta óæskilega þró- un. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, segir það mikil vonbrigði að flugfélag hans skyldi ekki hafa fengið sjúkraflugslegginn er snýr að þjónustu á Vestfjörðum. Sl. föstudag var tilkynnt hvaða fé- lög myndu hreppa sjúkraflugs- hnossið og hafði Leiguflug Is- leifs Ottesen hetur í viðureign- inni um Vestfirði. Boð LIO reyndist tiiluvert undir því verði sem Mýflug setti upp fyrir þjónustuna. „Auðvitað er ekki hægt að leyna þvf að þetta urðu okkur mjög mikil vonbrigði en við höldunt okkar samningi um Vestfjarðaflugið til áramóta og það er ekkert við þessu að gera. Eg vek hins vegar athvgli á því að nú má segja að búið sé að skipa málum þannig að öllum þessum verkefnum er deilt nið- ur á flugfélög á Reykjavíkur- svæðinu. Fyrir 10 árum voru til landshlutafélög líkt og Flugfé- lag Austurlands, Flugfélag Norðurlands og Flugfélagið Ernir en nú er þetta allt saman húið að vera. Mýflug var kanns- ki eina landshlutafélagið sem eftir var í þessum hópi og kannski halda menn að þessi þróun sé eðlileg, góð og hag- kvæm. Eg hef hins vegar verið þeirrar skoðunar að svo sé ekki,“ segir Leifur. Framtíðin á huldu Hann tekur þó fram að með þessu sé hann ekki að segja að Mýflug neyðist til að leggja upp laupana en staðan sé óljós. „Það er erfitt að segja til um Leifur Hallgrímsson: Miki! vonbrigði. framtíðina en ég tel að markað- ur sé fyrir starfsemi okkar, það hljóti alltaf að koma upp þær aðstæður að flvtja verði níu manna hóp eða minna á milli áfangastaða. Við munum skoða ástandið næsta ár en ef í ljós kemur að ekki sé markaður fyr- ir rekstri vélar á heilsársgrund- velli verðum við að endurskoða reksturinn.“ Öryggiö eykst Flugfélag Islands fékk stærsta pakkann í sjúkrafluginu og Leifur telur að öryggi íbúa í hinum fjölmörgu dreifðu byggðum landsins muni aukast eftir breytingarnar sem nú eru hoðaðar. Félagið hefur öflugar vélar og að sögn Leifs er nieð útboðinu húið að gera þeim kleift að standa mjög vel að þessum málum. Félagið verði með mannskap á vakt allan sól- arhringinn en kostnaður ríkis- ins aukist væntanlega við þess- ar breytingar. Bi> Reykj avíkurfélög ein í sjúkraflugi Fiskimað- uriiui við Strand- götu Umhverfisráð Akureyrar hefur ákveðið að styttan Litli fiski- maðurinn, sem lengi stóð fyrir framan Búnaðarhankann en þurfti að víkja vegna frarn- kvæmda á svæðinu, verði sett niður austan við skemmtiháta- hryggjuna við Torfunef. Er þessi staðsetning ákveðin í framhaldi af tillögu frá Bjarna Reykjalín, skipulags- og hyg- ingafulltrúa, Ingólfi Armanns- svni. menningarfulltrúa og Hannesi Sigurssyni, forstöðu- inanni Listasafns Akureyrar. Styttan Litli fiskimaðurinn er gjöf frá vinabæ Akureyrar, Ála- sundi, sem gefin var í tilefni af aldarafmæIi kaupstaðarréttinda bæjarins árið 1962. Á þessari samsettu mynd sést hvernig styttan af Litla fiskimanninum gæti tekið sig út á nýja staðnum austan skemmtibátahafnarinnar. Rétt er að undirstrika að styttan er ekki komin á staðinn heldur er hér um samsetta mynd Dags að ræða. Ákveðið hefur verið að byrja að rukka ellilífeyrisþega um aðgangs- eyri að sundlaugunum, gjaldið verður 120 krónur. ÍTA nær í 3,5 milljón Iþrótta og tómstundaráð Akur- eyrar hyggst ná inn 3,5 milljón króna viðbótartekjum miðað við fyrri áætlanir með sérstakri gjaldtöku. í fyrsta lagi á að taka fast gjald vegna veisluhalda í íþróttahöllinni, Gjaldið verður 90.000 kr. fyrir hvert kviild og 300 krónur fyrir hvern gest um- frarn f\rrstu 300 gestina. Gert er ráð týrir að þetta skili tekjurn upp á hálfa milljón króna. I öðru lagi hefur verið ákveðið að byrja að rukka ellilífeyrisþega um aðgangseyri að sundlaugun- um og skíðamannvirkjum. Gjaldið verður 120 krónur og er reiknað með að ellilífeyrisþegar muni þannig skila inn tekjum fyrir ÍTA upp á 3 milljónir króna. Samtök cldriborgara hafa hrugðist skjótt við og sent inn mótmæli vegna þessara hækk- ana. Gert er ráð fyrir rétt rúmlega 13,7 milljóna hagnaði af rekstri Norður- orku á næsta ári. Hagnaður verði hjá Norðurorku Gert er ráð fvrir rétt rúmlega 13,7 milljóna hagnaði af rekstri Norð- urorku á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fvrirtækis- ins sem samþykkt hefur verið i bæjarráði og tekin verður til af- geiðslu í bæjarstjórn í dag, þriðju- dag. Gert er ráð fýrir tekjum hjá fyrirtækinu upp á rúmlega 1,7 milljarða en rekstrargjöld eru áætluð rúmur milljarður. Þá er gert ráð fyrir að neikvæðar fjár- magnstekjur geti orðið tæpar 99 milljónir og að hagnaðurinn verði sem fýrr segir í kringum 13,7 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætluninni á að ijárfesta í varanlegum rekstr- arfjármunum íýrir 128,5 milljón- ir og einnig á að greiða niður skuldir um 260 milljónir. Þá er talið að með því að auka hlutafé í félögum komi inn um 24 milljón- ir. Handhært fé í árslok 2001 mun þvi verða rúmar 1 1 milljónir króna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.