Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 17
PRIDJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 - 17 í>£5**r jjmL LANDlHM ■mbmimu LÍFIB Gunnþóra Gunnarsdóttir Nýleg lög Hauks Tómassonar Ut er komin geisla- diskur þar sem Caput hópurinn leikur nýleg verk eftir Hauk Tómas- son. Verkin eru Fiðlukonsert, Ar- hringur, Spírall og Stemma. Stjórnandi Caput er Guðmund- ur Oli Gunnarsson. Utgefandi er sænska fyrirtækið BIS. Elsta verkið er Spírall sem Caput frumflutti í Skálholti 1992. Þá kemur Árhringur frá árinu 1993 sem upphaflega var saminn fyrir Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, en síðan útsettur fyrir Caput sveitina. Stemma byggir á ís- lensku þjóðlagi og var samin að beiðni STEFs á 50 ára af- mæli samtakanna og Fiðlu- konsertinn var pantaður af Listahátíð í Reykjavík 1998 handa Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Caput. í bæklingi sem fylgir plötunni íjallar Atli Ingólfsson tónskáld um tónlist Hauks, eðli hennar og einkenni. Ritþing Þórarins og Sjónþing Önnu Menningarmiðstöð- in Gerðuberg hel'ur gefið út hefti um Ritþing Þórarins Eldjárns og Sjón- þing Önnu Líndal en þau sátu lyrir svörum í Gerðu- bergi í febrúar og mars sl. Hcftin endurspegla þingin sjálf og veita þersónu- lega innsýn í feril þessara þekktu samtímalistamanna. Þarna kynnist l’ólk persónunni bak við verkin, viðhorfum, áhrifavöldum og lífshaupi. Bæði heftin eru gefin út í tak- mörkuðu upplagi en öll eru þau árituð af listamönnunum sjálf- um. Þau fást í Eymundsson Austurstræti og á skrifstofu Gerðubergs. V_______________________________/ Haukur Tómasson. Málari og manntarfur LEIKLIST astkonur PICASSOS eft- ir Brian McAvera. Þýðendur: Ingunn Ásdís- ardóttir, Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Har- aldsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Leikstjórn og leikgerð: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardótt- ir. Höfundur hreyfinga: Helena Jónsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Frumsýnt á Smíðaverkstæð- inu 18. nóv. Þetta er mikil kvennasýning, en höfúndur leiksins er karl- maður og það snýst algerlega um heimsfrægan karlmann, Pablo Picasso. Sex af átta ást- konum hans tala hér um líf sitt með honum og er svo að sjá að verkið sé samið sem syrpa einleikja fremur en samfellt leikrit. Þannig ber að meta það og þess vegna er það verjandi að leikgerðarhöf- undur skuli hafa sleppt tveim- ur konum, enda sýningin satt að segja alveg nógu löng eins og hún er. Fyrsta atriðið sem vert er að nefna í sambandi við þetta verk Brians McAvera er að það íjallar að takmörkuðu leyti um listamanninn Picasso, ævi hans og verk, og ástæðu- laust að skoða leikritið í því ljósi. Þó má gera ráð fyrir að þessi frásögn sé sönn í öllum meginatriðum, enda er hún efnislega samhljóða því sem maður hefur heyrt og lesið um áður. Síðustu konu Picassos, Jacqueline, fengum við reynd- ar að sjá hér á landi þegar haldin var sýning á verkum hans 1986, en skömmu síðar svipti hún sig lífi. Sama gerðu reyndar fleiri af þessurn kon- um, enda ekki ofmælt að sam- band þeirra við listamanninn hafi sogið úr þeim allan lífs- kraft, svo mjög braut hann þær undir vilja sinn. Það er þetta samspil sem er hinn sál- fræðilegi mergur verksins. Vegna þess hvernig þetta verk er til komið skortir það á dramatíska samfellu og stíg- anda, dettur sundur í svip- myndir. Orðræður kvennanna um Picasso, sú mynd sem þær bregða upp af honum, er á sama veg hjá þeim öllum. Listamaðurinn er haldinn slíku einæði, sjálfsdýrkun og ótakmarkaðri heimtufrekju að engu er líkt, konurnar notar hann kynferðislega af miklum losta og hef ég ekki í öðru verki séð listrænni sköpun lýst jafn hispurslaust sem kynferð- islegum gjörningi, pensill mál- arans og limur hans renna nánast saman í eitt. Hið eró- tíska myndmál verksins er oft býsna magnað í flutningi leikkvennanna. Hins vegar er lýsingin á listamanninum, hin- um mikla kvennakúgara, nokkuð einhæf. Þær nærast allar á honum um skeið, en láta hann líka éta sig upp og reynast flestar fúsar til að nið- urlægja sig með ótrúlegum hætti. Þetta var góð leiksýning af hálfu Hlínar Agnarsdóttur og samverkafólks hennar, skyn- samlega tekið á efninu. Sviðs- myndin var rnjög fallega gerð, öll í hvítu, rneira að segja sæt- in í áhorfendasalnum voru tjölduð hvítu. Konurnar í svörtu, hvítu og stundum rauðu, verulega stílhrein um- gerð og lýsing og hljóð féllu í einn farveg. Leikkonurnar sex skiluðu allar sínum hlutverk- um prýðilega. Varð sýningin til að leiða manni fyrir sjónir, hefði þess þurft, hversu sterk- um leikkonum Þjóðleikhúsið hefur á að skipa.Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jacquelin, myndar með sínum dökku tónum eins konar umgjörð sýningarinnar, túlkaði sinn texta af öguðum krafti. Ann- ars er hrynjandi verksins góð- ur og leikkonurnar á sviðinu leggja til raddir inn í frásögn þeirrar sem hverju sinni hefur orðið. Sú fyrsta, í sögulegri röð hér, er Eva sem Margrét Guðmundsdóttir lék vel, að vísu er hún líkari móður en ástkonu. Helga E. Jónsdóttir er Gaby, smekklegur leikur, og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur hina rússnesku eigin- konu Olgu. Sú kvengerð í leiknum, er hávær og stórgerð og virðist nokkuð Qarri hinni raunverulegu Olgu, og fannst mér þar nokkurt stflbrot í sýn- ingunni. Aftur á móti var Marie-Thérese, hin kornunga ástkona málarans skemmtileg í meðförum Ragnheiðar Stein- dórsdóttur, bar með sér lífs- glaðan og bjartan tón inn í sýninguna. Ótalin er þá aðeins listakonan Dora, hún er einna sjálfstæðust þeirra kvenna sem hér eru leiddar fram, og Guðrún S. Gísladóttir skilaði því hlutverki einkar örugglega og sniðfast. Saga hverrar þessara kvenna gæti vissulega verið forvirtnilegt dramatískt við- fangsefni í sjálfu sér til að spinna úr leikrit. En kjarni verksins er stúdía um ást og girnd, eins konar öfgadæmi um jafnvægislaust samband karls og konu, kúgarann og hinn kúgaða, ilugurnar sem brenna upp í ljósinu. Picasso er hinn sterki manntarfur, eins og hann er hér nefndur. - En frá því verður að segja að áhuginn í leikhúsinu fór minnkandi eftir því sem á leið og lýsingunum á kynorku mál- arans íjölgaði. - Ávinningur sýningarinnar er hins vegar hve góð tækifæri hún gefur mikilhæfum leikkonum. Það hlýtur að vera helsta ástæða þess að þetta verk er tekið til sýningar, fremur en hitt að orðræður um (mis)notkun málarans Picassos á konum í líf sínu sé talið svo forvitnilegt efni til sviðsflutnings. - Þýð- ingarnar hljómuðu allar vel enda áttu þar þaulvanar kon- ur hlut að. Gunnar Stefánsson skrifar Meimtabyggingin Imyndum okkur að í allt haust höfum við verið að byggja hús. Að grunnur hafi verið tekinn síðla í ágúst og fram eftir hausti hafi framkvæmdum miðað vel. En að bakslag sé nú komið í framkvæmdir. Smiðir sem heimta hærra kaup séu farnir að rífa burt eina og eina spýtu úr burðarverkinu og vinna skemmdarverk hvar sem því verði við komið. Verður ekki bet- ur séð en að byrja verði upp á nýtt. Verkið er fyrir gýg unnið. MENNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Svo skaðmn verði mestur Úti í j)jóðfélaginu er á sama tíma í gangi önnur saga sem er í meginatriðum einsog húsbyggingarævintýrið. Hún er hinsvegar raunveruleg og verður afdrifa- rík því hún snertir þúsundir manna. Þannig er að nítján þúsund unglingar byrjuðu í' haust að byggja sér hús; þ.e. að afla sér í framhaldsskóla menntunar og þar með tækifæra. Framan af gekk þetta uppbyggingastarf þeirra vel, en nú bakslag komið í námið rétt einsog í byggingarævitýrinu. Kenn- arar eru farnir í verkfall og eftir því sem lengra líður á það verða skemmdirnar meiri. Naglar eru dregnir úr mikilvægum festingum. Því er lfldegt að rífa þurfl niður allt það í „menntabyggingunni" sem þegar hefur verið reist. Að byrja þurfi á öllu uppá nýtt. Verkfall kennara hófst fyrir nær þremur vikum og virðist ekki vera að leysast í bráð. Einsog áður hef- ur verið völdu kennarar þann tíma til verkfallsaðgerða þar sem lfldegt er að skaðinn fyrir nemendur verði mestur, þ.e. þegar langt er liðið á önn og ekki nema tæpur mánuður til annarprófa. Vitaskuld er þetta sú tímasetning sem er áhrifarík fyrir kennara í baráttuhug og aíleiðingarnar virðast líka ætla að verða hræðilegar fyrir nemendur. „Kennarar eru farnir í verkfall og eftir því sem lengra líður á það verða skemmdirnar meiri. Nagl- ar eru dregnir úr mikilvægum festingum, “ segir m.a. hér i greinni. Innistæða fyrir launabótum Hefði ekki verið heiðarlegra af keimur- um, sem við skulum ætla að beri velferð nomenda fyrir brjósti, að fara í verkfall til dæmis í byrjun námsaimar. Að verkfall hefði hafist um áramót. Svo skyldi maður ætla að innan x-langs tíma hefðu samn- ingar náðst og þá færu í skólann þeir nemendur sem það kysu og gætu verið við nám lengi'a fram á vor. Aðrir hrein- lega slepptu önninni úr. Hættan er sú að úr þessu muni ijöldi nemenda ekki skila sér aftur í skólana á haustönn, burtsóð frá því hvenær kjarasamningar milli kennara og rfldsvaldsins nást, þannig að þriggja mánaða nám eða öllu heldur vinna þeirra verður að engu. Um þær kröfur sem nú eru uppi á pallborðinu má segja að laun framhaldskennara eru í mörgum tilvik- um í engu samræmi við laun helstu við- miðunarstétta. Gild rök má færa íýrir því að einhver innistæða sé fyrir launabótum þeim til handa. Rétt einsog smiðir sem afkasta vel fá góð laun og var ekki ein- hverntíman talað um uppmælingaaðal? sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.