Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 21.11.2000, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 21. XÓVEMBER 2000 rD^tr SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Þá sefuxhjá Jóni Það hendir alþingismenn æði oft að blunda í sætum sínum undir löngum og leiðinlegum ræðum. Fræg voru ummæli Guðrúnar Helgadóttur, þegar hún var forseti Alþingis, um að Friðjón Þórðarson hefði sofið við hlið- ina á sér í heilan vetur. Þannig var að Friðjón átti það til að solna í sæti sínu sem ráðherra en hann sat í stól næstum forsetastólnum. Og það hendir enn að þing- menn dotti. A dögunum gerðist það að Drífu Hjartar- dóttur rann í brjóst í sæti sínu en hún situr við hlið Jóns Bjarnasonar frá Hólum. Guðni Agústsson hnippti í Drífu og sagði: „Drífa vaknaöu, þú sefur hjá Jóni á Hólum." Drífa hrökk upp með andfælum og sagði: „Ha, hvað?“ Guðni Ágústsson. BUIUORN „Við höfum þekkst frá því við genguni saman í Austur- bæjarskólann fyrir allmörgum árum og hafa þau bönd, sem þá sköpuðust, aldrei rofnað þótt við höfum valið okkur ólíkar leiðir í Iífinu." Björn Bjarnason menntamálaráð- herra um Megas í Mogga. K u ii ii i hvorugt Út er komin bókin Kæri kjósandi, gamansögur af íslenskum alþingismönn- um. Þetta er þriðja bókin með sögum af alþingismönnum en hinar voru Hæstvirtur forseti og Já, ráðherra. Höfundar eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. I bókinni Kæri kjósandi er meðal annars þessi saga af Stefáni Jónssyni. Sem kunnugt er gekk Stefán við staurfót. Einu sinni sem oftar þurfti að skipta um gervifót á Stefáni. Hann var svæfður meðan aðgerðin fór fram enda var hún ekki sársaukalaus með öllu. Þegar svo Stefán vaknaði úr svæfingunni spurði hann lækninn hvernig til hefði tekist. Læknirinn sagði að vel hefði til tekist: „Nú getur þú bæði rennt þér á skautum og dansað.“ „Það er svei mér gott,“ sagði Stefán, „því ég hef hvorugt kunnað til þessa.“ Sterk og veik hein Hjálmar Freysteinsson, hagyrðingur og læknir sagðist hafa lesið það í Degi á dögunum að rannsókn hefði Ieitt í ljós að heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir hefði sterk bein. Þá sagðist hann hafa munað eftir því að Sig- hvatur Björgvdnsson var alltaf að handleggsbrotna þegar hann gegndi þessu sama embætti. I tilefni þessa orti Hjálmar. Við erum öll á grænni grein, gott er að flestra mati að lngibjörg er með hetri bein og brotnar stður en Hvati. FÍNA OG FRÆGA FOLKIB Bjart- sýnn Travolta John Travolta ber sig vel þessa dag- ana þótt gagnrýnendur hafi hakkað í sig mynd hans Battlefield Earth og áhorfendur láti ekki sjá sig. Travolta lætur móttökur ekki draga úr sér kjark, segir myndina eiga eftir að verða klassíska og hefur boðað framhald hennar. Handrit myndar- innar var skrifað af forstöðumanni Vísindakirkjunnar sem Travolta til- heyrir. Einn af örfáum sem borið hafa Iof á myndina er George Lucas sem sagði Travolta að myndin væri frábær. „Dæmigerður kunningja- dómur'1, segja þeir sem vit hafa á. Gagnrýnendur vönduðu Travolta ekki kveðjurnar fyrir Battlefield Earth en leikarinn vill gera framhaldsmynd. ÍÞRÓTTIR k. > Ársþing FRÍ samþykkir nýja afrekssteínu Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands, sem haldið var í Smár- anum í Kópavogi um helgina, samþykkti nýja afreksstefnu fyr- ir sambandið til næstu Ijögurra ára. Þykir þessi nýja stefna nokkuð umfangsmildil og metn- aðarfull og er markmiðið með henni að vinna til gullverðlauna á ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Að sögn Jónasar Eg- ilssonar, sem á þinginu var end- urkjörinn formaður sambands- ins, er mikill hugur í frjálsí- þróttafólki og góð samstaða um þau verkefni og markmið sem sett voru á þinginu. „Við feng- um góðan byr í seglin í haust, sem sýnir að við erum á réttri braut og nú vilja menn gera enn betur. Ný afreksstefna sem sam- þykkt var á þinginu, stefnir að þ\'í að vinna til gullverðlauna á næstu ólympíuleikum og það sýnir að mikill metnaður er í fólki. Við horf- um til unga fólksins sem hefur verið að ná mjög góðum árangri að undanförnu og horfum þá helst til þess árangurs sem náðst hefur á Norðurlandamótum unglinga, en þaðan fáum við raunhæfan saman- hurð á okkar stöðu. Þar erum við árlega orðin örugg með verðlauna- sæti, sem er annað en áður var. Við munum í grunninn byggja á þeim afrekshópum sem við höfum verið með í gangi að undanförnu, eins og til dæmis Aþenuhópnum, en þó skipta hópunum frekar up]) getu- lega og færa stjórnunina meira í hendur sambandsins frá aðildarfé- lögunum. A þinginu var einnig samþykkt að koma á röð stórmóta, sem fram fari á þeim völlunum þar sem komnar eru hlaupabrautir úr gerviefni, en þær er að finna á sjö stöðum á landinu, eða f Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Laugarvatni, Kópavogi, Borgarnesi og Eg- ilsstöðum og er þau hluti af þessari nýju afreksstefnu," sagði Jónas. Á þinginu var samþykkt tillaga um breytingar á félagaskiptareglum yngri iðkcnda, 14 ára og yngri og getur unga fólkið nú skipt um fé- lag með viku fyrirvara, í stað þess að vera áður bundið sama félaginu út almanaksárið. Meðal lagabreytinga sem samþykktar voru á þingunu, var tillaga um fækkun stjórnarmanna úr tólf í fimm manna aðalstjórn og voru þeir Guðmundur Sigurðsson (Reykjavík), Gunnlaugur Karlsson (Sel- tjarnarnesi), Þorsteinn Þorsteinsson (Reykjavík) og Þórarinn Sveins- son (Hafnarfirði), allir endurkjörnir ásamt Jónasi formanni. I vara- stjórn voru kosin þau Dóra Gunnarsdóttir (Fáskrúðsfirði), Birgir Guðjónsson (Reykjavík), Sigurður Haraldsson (Hafnarfirði), Pétur Pétursson (Mosfellsbæ)og Jón Þorvaldur Hreiðarsson (Húnavatns- sýslu). Fræðslufimdur gegn misnotkun lyfja Heilbrigðisráð ÍSÍ boðar næstkomandi mánudag, 27. nóvember, til fræðslufundar um lyfjaeftirlitsmál og er hann ætlaður forystufólki og stjórnendum íþróttamála hér á landi. Tilefni fundarins er átak sem ÍSÍ stendur fyrir í nóvembermánuði gegn misnotkun lyfja í íþróttum, en á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið átaksins sé að vekja upp umræðu um lyfjamisnotkun, sérstaklega meðal íþrótta- og líkamsræktarfólks, bæði utan sem innan íþróttahreyfingarinnar. Þar segir einnig. „Á undanförnum misserum hefur átt sér stað töluverð umræða um misnotkun lyfja £ íþróttum, ekki síst eftir Ólympíuleikana í Sydney. Því miður virðist notkun ólöglegra lyfja til að bæta árangur í íþróttum vera staðreynd hér á landi sem annars staðar.“ Á fundinum verður eftirfarandi spurningum m.a. velt upp: „Hvern- ig er Iyljaeftirlitsmálum á íslandi háttað? Hvaða lyf eru íslenskir fþróttamenn helst að misnota? Hver eru helstu vandamálin sem við er að glíma? Hver er framtíðarsýnin varðandi lyfjamisnotkun í íþrótt- um? Allir forystumenn íþróttahreyfingarinnar, sem og annað áhugafólk um málefnið er hvatt til að mæta á fundinn sem hefst kl. 20:30 í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Aðstæður góðar fyrir norðan Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað um helgina og nýttu fjölmargir sér kærkomið tækifærið og fóru á skíði bæði þar og í Böggviðstaða- fjalli á Dalvík, en þar var opnað í byrjun síðustu viku. I Hlíðarfjalli var stólalyftan opin auk þess sem göngubrautir voru troðnar, en næg- ur snjór er í fjallinu til að hafa stólalyftuna opna og einnig eru góðar aðstæður í göngubrautinni sem er upplýst. Dalvíkingar eru búnir að opna neðri lyftuna í Böggviðstaðafjalli, en stefnt er að því að opna efri lyftuna fljótlega. Á vefsíðu Skíðasam- bandsins segir að skíðalið Reykjavíkinga hafi verið við æfingar á Dal- vík um helgina, en alls munu fjórtán skíðamenn að sunnan hafa stundað þar æfingar um helgina. Af öðrum skíðasvæðum er það að frétta að Sauðkrækingar munu ætla að opna sitt svæði fljótlega og hjá Víkingum á Hengilssvæðinu er stefnt að því að opna um mánaðamótin, en þar er unnið að því að framleiða snjó í snjóleysinu fyrir sunnan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.