Dagur - 21.11.2000, Síða 7

Dagur - 21.11.2000, Síða 7
ÞJÓÐMÁL ÞRIÐJUDAGU R 21. NÓVEMBER 2000 - 7 Ókeypis aðalnámsskrá? „Samkvæmt texta aðalnámsskrárirmar virðist réttur nemandans skýlaus þegar kemur að vali, enda hæpið að grunnskólinn geti, þó sveitarfélagið sé félitið, brugðið fæti fyrir nemendur með því að hafna óskum þeirra um val sem tekur mið af framtíðaráformum þeirra, “ segir Svanfríður m.a. í grein sinni. Ný aðalnámsskrá mun Ieiða til verulegra útgjalda fyrir sveitarfé- lögin í landinu. Það vita sveitar- stjórnarmenn. Það vita kennarar. Það eiga stjórnvöld að vita. En ef marka má orð menntamálaráð- herra stendur ekki til að bæta þeim það í nokkru. Hann vísar til þess að miðað við þau lög sem giltu þegar samið var um yfir- færslu grunnskólans til sveitarfé- laganna hafi sveitarstjórnar- mönnum mátt vera ljóst hvað í vændum var. Og aukið val í efstu bekkjum grunnskóla getur að hans sögn orðið til hagræðis en ekki endilega kostnaðarauka! Jafnrétti til náms I skýrslu sem Olafur Darri Andrason vann fyrir Samband ís- lenskra sveitarfélaga síðastliðið sumar, þar sem lagt er mat á kostnað sveitarfélaga við yfirtöku á rekstri grunnskólans, kemur fram að kostnaður sveitarfélag- anna við að aðlaga skólastarf að nýrri aðalnámsskrá verði tæplega 300 milljónir króna og að árleg- ur rekstrarkostnaður sveitarfé- laganna vegna námsskrárinnar verði tæplega hálfur milljarður. En þar með er ekki öll sagan sögð. Mér segja kunnugir að bara það að útbúa náttúrufræði- stofu svo uppfylli fyrirmæli námsskrár muni kosta hvern skóla hálfa milljón. Og ef jafn- rétti til náms á að vera tryggt þannig aö unglingur í fámennum skóla geti lagt stund á þriðja er- lenda málið af því hann hyggst fara á málabraut, og samkvæmt námsskrá virðist það vera ský- laus réttur hans, þá fæ ég ekki séð að það verði gert nema með ærnum tilkostnaði því í einhverj- um tilfellum yrði utu að ræða kennslu afar fámennra náms- hópa. Og allt þetta þarf að skoða í því ljósi að samræmdu prófin í lok grunnskólans verða valkvæð og framhaldsskólinn mun síðan taka mið af þeim greinum sem nemandi hefur samræmt próf í, með tillititi til þess um hvaða braut nemandinn sækir. Ef nem- endur fámennu skólanna hafa ekki sama valfrelsi og nemendur stóru skólanna er augljóst að Ef nemendiu fá- mennu skólanna hafa ekki sama valfrelsi og nemendur stóru skól- anna er augljóst að Jieir standa ekki jafnt að vígi þegar kemur að framhaldsskólan- um. þeir standa ekki jafnt að vígi þegar kemur að Iramhaldsskól- anum. Skýlaus réttur nemenda Samkvæmt texta aðalnáms- skrárinnar virðist réttur nem- andans skýlaus þegar kemur að vali, enda hæpið að grunnskól- inn geti, þó sveitarfélagið sé fé- lítið, brugðið fæti fyrir nemend- ur með því að hafna óskum þeirra um val sem tekur mið af framtíðaráformum þeirra. Gleymum ekki að námsskráin hefur reglugerðarígildi, er út- færsla ráðherra á lögunum. Og sveitarfélögin átta sig auðvitað á því hvaða aðrar afleiðingar það getur haft ef þau ekki stan- da sína pligt. Menntamálaráðu- neytið hefur fellt nokkra úr- skurði þar sem það kemst að þeirri niðurstöðu að skólahald hjá sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við grunnskólalög. Kostnaður af breytingunr vegna slíkra úrskurða er í áðurnefndri skýrslu metinn á 130 milljónir. Þessa úrskurði hefur ráðuneyt- ið fellt þrátt fyrir að í viðkom- andi tilfellum hafi ekkert breyst annað en það að nú greiða sveitarfélögin fyrir rekstur grunnskólans en ekki ríkið. Sveitarfélögin eru í afar erfiðri stöðu gagnvart ríkisvaldinu þegar skilningurinn á fjárhags- stöðu þeirra er svo lítill en kraf- an um uppfyllingu laganna svo stór. Skilningsleysi eða hirðuleysi? Sveitarstjórnarmenn vilja mæta óskum og þörfum fólksins. Þeir vita líka hest hvar skórinn kreppir. Umræðan um tekju- stofna sveitarfélaganna og til- lögur ríkisvaldsins í þeim efn- um, og þá viðhorf menntamála- ráðherra til sveitarfélaganna þegar kemur að þróun og rek- stri, grunnskólans sýna hins vegar fram á ótrúlegt skilnings- Ieysi. Skilningsleysi á stöðu sveitarfélaganna, þörfum fólks- ins í landinu, byggðamálunum og því hve menntun er mikil- væg þegar horft er til framtíðar. Hvað veldur þessu skilnings- levsi, eða hirðuleysi, um grund- vallarþætti samfélagsins, er ekki auðskýrt. En það er hörmulegt fyrir sveitarfélögin og einkum fólkið í fámennari sveitarfélögunum að þurfa að húa við slík stjórnvöld. Fjárhagsáætlim Reykj avíkur 2001 - Borg hamaima HHANNAK BJORN AKNARSSON, borgarfulltrúi Reykja- víkurlis’tans SKRIFAR Á síöasta fundi borgarstjórnar lagði Reykjavíkurlistinn fram Ijár- hagsáætlun sína fyrir árið 2001. Með Ijárhagsáætluninni fs'lgja ít- arlegar starfsáætlanir allra mála- floklta sem hcyra undir lyrirtæki og stofnanir Reykjavíkurborgar og ítarleg sundurliðun á þeim fram- kvæmdum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2001. Fjárhagsáætlunin ber þess vitni að sá góði árangur sem náðst hefur í fjármálum horgar- innar á undanförnum árum er nú að skila sér í kröftugri uppbygg- ingu og bættri þjónustu á öllum sviðum borgarsamfélgsins. Jafn- framt eru skuldir borgársjóðs greiddar niður um 2.8 milljarða króna. Um leið og ég hvet borgarbúa til að kynna sér fyrirliggjandi áætlan- ir, vil ég sérstaklega vekja athygli á þeim miklu uppbyggingaráform- um sem framundan eru í mála- flokkum æskunnar í Reykjavík árið 2001. Gruimskólar fá milljard í aukningu Lokaspretturinn við einsetningu grunnskólans er framundan. Á ár- unum 1995 - 2001 munu 5 nýir skólar hafa tekið til starfa í Reykja- vík, nýbyggingar hafa risið við 14 eldri skóla vegna einsetningar og við bætast 7 á árinu 2001. A þess- um tíma hafa heildarframlög vegna einsetningar grunnskólans numið 7.737 milljörðum króna. Haustið 2002 verða allir almennir grunnskólar í Reykjavíkur, 34 tals- ins, einsettir. Einsetning grunn- skólans leiðir ekki aðeins til mark- vissari vinnudags skólabarna og betri aðstæðna í skólum, hún gef- ur einnig færi á að samþætta vinnudag foreldra og barna, draga úr álagi á fjölskyldur, auka öryggi barna og rninnka slysahættu í um- ferðinni. Á árinu 2001 aukast fjár- veitingar til grunnskólans um tæpan milljarð króna. Fénu er ætlað að styrkjíi innviði skólans og innleiða tækninýjungar til að svara Á árinu 2001 aukast fjárveitiugar til gruunskólaus um tæpan milljarð króna. Féuu er ætlað að styrkja iuuviði skólans og innleiða tækniuýjuugar. þörfum upplýsingasamfélagsins. Samtals er tæpum 9 milljörðum króna varið til grunnskólamála í borginni á fjárhagsáætlun 2001. A vegum Leikskóla Reykjavíkur verða byggðar 7 nýjar leikskóla- deildir á árinu 2001 og verður nýr leikskóli við Háteigsveg rekinn í samvinnu við Byggingarfélag námsmanna. Einnig er gert ráð fyrir auknum framlögum í stofn- stvTki til nýrra einkarekinna leik- skóla á árinu 2001. Sundlaugar, sparkvellir og knattspymuhús Fjárfestingar í íþrótta- og æsku- lýðsmálum aukast úr 240 milljón- um króna á árinu 2000 í 486 millj- ónir á árinu 2001. Auk bvggingar knattspyrnuhúss í Grafarvogi verður lokið við hönnun 50 metra vfirbyggðrar sundlaugar í Laugar- dal og er gert ráð tyrir að fram- kvæmdir hefjist á árinu 2002. Aformað er að bæta verulega aö- stöðu bama til íþróttaiökunar í hverfum borgarinnar, m.a. með 15 milljón króna framlagi tii bvgging- ar nýrra sparkvalla, lítilla afgirtra gervigrasvalla á upplýstum skóla- lóðum og á opnum svæðum. I sundlauginni í Grafarvogi er týrir- hugað að byggja litla laug nteð rennibraut og bæta þannig að- stöðu barna og fjölskyldna í Graf- arvogi sérstaklega. Niðurskurður Sjálfstæðis- flokksins í skólamálum ? Á sama borgarstjórnarfundi lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til 1.100 milljón króna niðurskurð á framkvæmdum borgarinnar, án þess þó að tilgreina hvaða verkefn- um ætti að fórna. Niöurskurður- inn jafngildir stærstum hluta af fyrirhuguðum framkvæmdum við grunnskólabyggingar borgarinnar árið 2001 og cr álíka að umfangi og sú fjárhæð sem Reykjavíkurlist- inn fyrirhugar að veita til grunn- skólanna umíram fján'eitingar vf- irstandandi árs. En niðurskurðar- tillögur Sjálfstæðisflokksins munu ekki skaða grunnskóla borgarinnar að þessu sinni. Þeim verður hafn- að og grunnskólar borgarinnar verða í forgrunni uppbyggingar- innar árið 2001.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.