Dagur - 04.01.2001, Page 6

Dagur - 04.01.2001, Page 6
6 - FIMMTUDAGIJR 1. JANÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL X^r Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoóarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og aoo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. CAKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) í fyrsta lagi Þótt stjórnskipun Islands geri ráð fyrir að dómstólar séu sjálf- stæðir og óháðir framkvæmdavaldinu, er það síður en svo sjálfgefið. Ekki þarf að líta langt til baka til að finna fullyrðing- ar um ósjálfstæði Hæstaréttar gagnvart ríkisstjórn og ráðu- neytum. Slík gagnrýni kom oft fram á síðustu öld og margt skrifað um að æðsti dómstóll landsins hefði tilhneigingu til að dæma framkvæmdavaldinu í vil. Það er einungis hin allra síð- ustu ár sem Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum vakið athygli fyrir sjálfstæði gagnvart ríkisvaldinu og fengið að launum reiðilestur frá forsætisráðherra. í öðru lagi I reynd er afar auðvelt fyrir stjórnmálaflokka sem ráða meiri- hluta á Alþingi mörg kjörtímabil að hafa afgerandi áhrif á skip- an Hæstaréttar og þar með draga úr honum sjálfstæðistenn- urnar. Stjórnmálamenn setja lög um Hæstarétt. Þeir skipa ein- nig alla dómarana. Með vali sínu á hæstaréttardómurum geta þaulsetnir dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins haft afger- andi áhrif á hvaða augum Hæstiréttur lítur hlutverk sitt í ís- lensku samfélagi. Astæðan er sú að það verður ávallt að ein- hverju marki háð vilja þeirra einstaklinga sem sitja í réttinum hvernig hæstiréttur túlkar lög og reglur. íþriðjalagi Forsætisráðherra kallar vinnubrögð Hæstaréttar í máli Örykja- bandalagsins „slys“ og bregður fyrir sig orwellskri málnotkun þegar hann reynir að réttlæta þá ákvörðun sína að skikka Hæsta- rétt til að vinna með tilteknum hætti í ákveðnum málum. Þannig segist hann ætla að „styrkja" Hæstarétt þegar hann ætlar í reynd að taka völd af hæstaréttardómurum. Vafalaust má færa rök fyr- ir því að sem flestir hæstaréttardómarar eigi að koma að málum sem teljast sérlega mikilvæg, enda er það nú í valdi forseta dóms- ins að taka slíka ákvörðun. En með því að breyta lögum á þann hátt sem forsætisráðherra boðar, er einfaldlega verið að draga úr völdum hæstaréttardómara til að ráða eigin vinnubrögðum. Elías Snæland Jónsson Garri var að lesa Moggann sinn og sá þar að miklar breyt- ingar eru að verða á blaðinu. Matthías Johannessen er hætt- ur á blaðinu og í leiðaraplássið er skrifuð mikil og falleg minn- ingargrein um blaðamennsku bans og stjórnun á löngum og farsælum ferli á blaðinu. Þarer m.a. bent á að það var ekki hvað síst Matlhíasi að þakka að Mogginn varð jafnfrábært og æðislega gott dagblað og raun l)er vitni, enda er líka bent á að Matthías sé algerlega frábær maður í alla staði. Þannig kem- ur í Ijós að í „ritstjórnartíð Matthíasar Jóhannessens hef- ur Morgunblaðið orðið blað fólksins í landinu. Hann hefur verið óþreytandi í að hvetja blaðamenn Morgunblaðsins til þess að tala við alþýðu manna í stað þess að leita stöðugt á sömu mið og aðrir fjölmiðlar og hampa þeim, sem hatá nánast gert það að atvinnu sinni, að vera í sviðsljósi fjöl- miðlanna.“ lyrir þetta er Garri þakklátur, enda hefur hann alltaf vitað að Mogginn er hið eina sanna Alþýðublað sem jafnan Ieitar uppi smælingjana í við- töl, en lætur höfðingjana, at- vinnurekendur og ráðherra sjálfstæðismanna eiga sig. Morgunblað alþýðiuuiar Og nú er Matthías hættur, og raunar Gísli á Lesbókinni líka. Og til að fylla í þau skörð þarf nú heldur betur að breyta til á ritstjórninni og í opnu Mogg- ans er uppstokkunin kynnt okkur aðdáendum og lesend- um hins mikla og frábæra blaðs iólksins, Morgunblaðs alþýðunnar. Garri sér að það eru ekki margir utanað kom- andi menn kallaðir til í þessari uppstokkun, einn er jú kallað- ur heim á ný, frá störfum sín- Morgunblaðið. um á meðal alþýðunnar hjá Samökum atvinnulífsins, en að öðru lcvti eru það innanhúss- menn sem fá stöðu í skipuriti og nýja titla. Þannig verða þeir sem voru fréttastjórar ýmist fréttaritstjórar eða aðstoðar- fréttaritstjórar. Þeir sem stýrðu menningarumljöllun fara nú að stýra menningarumfjöllun og þeir sem stýrðu framleíðslu- stjórn fara nú að stýra fram- leiðslustjórn, og þeir sem höfðu verið að sinna sérblöð- um fara nú að stýra sérblöðun- um. Styrmir verður nú einn kóngur en með 3-6 hertoga með sér. Frábært blað Þannig kveður hið frábæra blað og þess frábæru starfs- menn sinn frábæra rit- stjóra með virktum og augljóst er á öllu að við lesendur getum lofað drottinn fyrir að hafa haft aðgang að riti sem er hvort tveggja í senn svona margfalt aðþýð- legra en aðrir miðlar og „eitt helzta vígi þeirra, scm harizt hafa fyrir varð- veizlu íslenskrar tungu,“ eins og segir svo hógværlega í for- ustugreininni í gær. Satt að segja varð Garra það ekki fyllilega ljóst fyrr en hann fór að lesa þessa umfjöllun Moggans 1' gær, hversu óend- anlega gott blað Morgunblað- ið er. Það skýtur meira að segja þeim systurblöðum og andstæðingum „kranablaða- mennsku“, DV og Was- hington Post, algerlega ref fyrir rass. Það er því einlæg von Garra að þessu stórkost- lega blaði vegni áfram vel, jafnvel þó það njóti ekki leng- ur snilligáfu Matthíasar. GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS SON skrifar Ymsir hafa lýst þeirri skoðun sinni að áramótaræður forseta og for- sætisráðherra hafi verið heldur bragðdaufar og í besta falli snyrti- legur samsetningur um ekki neitt. Það kann að vera. En þó örlaði á einstaka broddi, ekki síst hjá for- seta þegar hann vék að verðbréfa- málum þjóðarinnar. Þar talaði hann um „þá fölsku trú að áhætta sé ætíð rétt, að hin gömlu gildi, ábyrgð og varkárni séu úrelt þing." Og ennfremur: „Samfélag okkar befur mótast mjög af tilboðum um kostakjör og kapphlaupi fyrirtækja um fjár- muni almennings, peninga heim- ilanna. Stundum hefur jafnvel verið gengið svo langt að veðsetja íbúðir og fjölskyldueignir til að taka þátt í happdrættinu um hlutabréfin." Slembílukka? „Happdrættinu um hlutabréfin." Hér eru stór orð látin falla sem hugsanlega hafa farið fram hjá Happi drætti eða ekki appdrætti? ýmsum. Og raun- ar spurning hvort margir þeir ágætu menn sem höndla með hlutabréf í bönkum og öðrum fjármálastofnun- um geti setið und- ir þessari happ- drættisyfirlýsingu, því þarna er væg- ast sagt gert harla lítið úr menntun og jafnvel starfs- heiðri viðkom- andi. Því auðvitað er, eða ætti að vcra, reginmunur á happdrætti og hlutabréfaviðskiptum. Og sá munur er augljós. Happdrætti er til dæmis ekki atvinnuvegur í þeim skilningi að Ijöldi hámenntaðra manna starfi við að ráöleggja öðrum óupplýst- ari um hvaða happdrættisnúmer séu líklegust til vinnings, eða hvaða talnaraðir í lottó eða getraun- um sé heppilegast að velja til að vinningslíkur auk- ist. Happdrætti byggir eingöngu á hundaheppni og slembilukku og þess vegna dettur engum beilvita manni í hug að leita til ráðgjafa þegar menn velja sér númer eða töl- ur. I happdrætti eru allir jafn sér- fróðir eða fávísir. Mótmæla allir? I hlutabréfaviðskiptum gegnir bins vegar öðru máli eða hlýtur að gera það. Því annars væru ekki hundruð ntanna starfandi við að leiðbeina og ráðleggja sauðsvört- um alniúga að fjárfesta í einu fyr- irtæki en ekki í öðru. Þar byggja menn á reynslu, þekkingu og framsýni. Eða því hefurað minris- ta kosti verið haldið fram hingað til. En svo kemur forseti Islands og fyrrverandi fjármálaráðherra fram týrir alþjóð og líkir hlutabréfavið- skiptum við happdrætti! Með öðr- um orðum, að það sé nákvæmlega jafnlíldegt eða ólíklegt lil árangurs að velja tölur af handahófi í marg- víslegum lukkuspilum, eins og að fjárfesta í hlutabréfum affenginni ráðgjöf færustu manna! Menn hafa nú risið upp á aftur- lappirnar af minna tilefni og mót- mælt. Og eiginlega linnst manni borðleggjandi að leggja þúsund kall undir og veðja á að talsmenn hlutabréfahöndlara eigi á næst- unni eftir að mótmæla happdrælt- islfkingu forseta Islands. Enginn verðbréfasali með sjálfsvirðingu getur setið undir slíku. Ekki frek- ar en til dæmis fréttamaður sem sagður væri jafnáreiðanlegur í skrifum sínum og Völva Vikunnar. .Dagur Erþörfá að breyta lögum um Hæstarétt? (Daiið Oddssou forsætisráðherra vill þetta, það erað rétturinn sé ftdlsliipað- ur í mikiJvægum málum.) Bjami Harðarson blaðamaður. „Eg efast um að það sé þörf á slík- um breytingum þrátt fyrir þennan ágæta Öiyrkja- bandalagsdóm. Ég held að \4ð kom- um aldrei í veg fyr- ir að Hæstiréttur geri mistök, síst með því að fjölga í dómnum. Ég get tekið undir að Öryrlgábanda- lagsdómurinn var mistök. Það get- ur ekki verið hlutverk Hæstaréttar að taka sér löggjafar- og fjárveit- ingarvald með þeirn hætti sent nú hefur gerst. En þessi mistök voru ánægjuleg og það er Alþingi lil skammar að hafa ekki fyrir löngu rétt betur hlut öryrkja. Ég held líka að Hæstiréttur geri mun sjaldnar mistök heldur en bæði framkvæmdavald og löggjafarvald og tel fráleitt að ríkisstjórnin snupri réttinn ineð þeim hætti sem forsætisráðherra vilí nú gera.“ „Það er engin þörf á að setja slíkar reglur, því Hæsti- réttur á sjálfur að geta tekið ákvörð- un um hvenær sjö dómarar eigi að Ijalla um einstök mál. A slíku hefur farið vel hingað til, og minnumst þess líka að lengst af starfstíma Hæstaréttar voru dómarar í öllum málum fimm talsins. Það myndi á hinn bóginn styrkja réttaröryggi borgar- anna ef leyfð yrði áfrýjun allra mála til dómsins, en ekki hafna áfrýjun þar sem lágar fjárhæðir eru í veði eða vægar refsingar." Leo E. Love hrl. Haraldur Blöndal hrl. ■l-;1 . inin„i 1 manna dómi og ráða þá tveir af níu. Mér finnst það fjarri öllu lagi. I málum þar sem tekist er á um túlkun á stjómarskrá eiga dómar- ar undantekningarlaust að sitja sjö eða jafnvel niu. Hæstaréttar- liigmenn hala lengi rætt það sín í milli að gera þurfi skýrari rcglur um þessi efni, þannig að það er ekkert riýtt að menn hafi rætt nauðsyn þess að breyta þessum Iagaákvæðum og ég tel umræðuna sjálfsagða og tímabæra." Sigurður A. Magnússon ritliöfinidiir. „Nei, mér finnst alveg nóg að fimm dómarar fari með slík mál. Ef það er ekki hægt að ganga þannig frá því að stjórnar- skráin sé ekki skilj- anleg löglærðum mönnum veröur að gera eitthvað í því máli. Þessi tillaga Davíðs er tilraun til að ná pólítískum tökum á réttinum, eins og venja var hér áður fyrr.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.