Dagur - 16.01.2001, Blaðsíða 2
2 - ÞltlDJUDAGUR 1 6 . JANÚAR 200 1
Ðagtar
FRÉTTIR
Sambúðin þyngist
á stj ómarhetmilmu
Forinaður Sambands
ungra framsóknar-
manna segir ágrein-
ing stj órnarílokkanna
ineiri en nieim þori að
hafa á orði. Halldóri
sennilega ekki
skemmt við kveðju
SUF.
Samband ungra framsóknar-
manna gefur lítið fýrir þau orð
forsætisráðherra að enginn
ágreiningur hafi verið í ríkis-
stjórninnni um viðbrögðin við
dómi Hæstaréttar vegna öryrkja-
málsins. SUF hefur sent frá sér
harðorða ályktun, þar sem segir
m.a. að stjórnarstarfinu skuli
frekar slitið frcmur en að fórna
réttindum þeirra sem verst eru
staddir í samfélaginu. „Stjórnin
hvetur þingmenn og ráðherra
Framsóknarflokksins til að sýna
fulla hörku í þessu máli og láta
hvergi undan frjálshyggjuöflun-
um í Sjálfstæðisflokknum," segir
orðrétt í ályktun frá SUF.
Dagur er í hópi þeirra fjöl-
miðla sem skrif-
að hefur fréttir
þess eðlis að
ágreiningur hafi
verið um málið
innan ríkisstjórn-
arinnar. Davíð
Oddsson forsæt-
isráðherra sagði
hins þegar við-
brögðin við dóm-
inum voru kynnt,
að engin stoð
væri fyrir slíkum
fréttum. Þær
væru annaðhvort
uppspuni eða
byggðar á mis-
notkun heimild-
armanna. Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur einnig
sagt að sátt hafi verið um málið.
Má ekM segja upphátt
1 ályktun SUF er hins vegar lagt
út af áherslumun stjórnarflokk-
anna og segist Einar Skúlason,
formaður SUF, ekki í nokkrum
vafa um að skoðanir hafi verið:
skiptar. „Það er mjög auðvelt að
skoða stefnuskrá flokkanna og'
álykta út frá því. Málflutningur
margra þingmanna innan beggja;
flokka sýnir líka
hvernig Iínurn-
ar liggja."
- Þú telur sem
sagt að ekki sé
hægt að hlása
þetta ágrein-
ingsefni af líkt
og forsætisráð-
herra gerði?
„Eg held að
það sé grund-
vallarágreining-
ur milli flokk-
anna í málum
sem varða vel-
ferðarkerfið.
Það hefur tekist
ágætlega að
leysa úr þeim
ágreiningi hingað til en þótt
menn vilji ekki tala um það upp-
hátt þá heyrir maður á málflutn-
ingi þingmanna að ágreiningur-
inn er fyrir hendi," segir Einar.
Sumum ekki skenunt
Einar stendur við að betra væri
að ríkisstjórnin sliti samstarfinu
fremur en að framsókn Iendi
undir. Ríkisstjórnin hafi fjar-
lægst félagshyggjumarkmiðin
sem séu einn helsti hornsteinn
stefnu Framsóknarflokksins. En
hvaða skýringu hefur SUF á því
að enn hafi engin opinber rödd
innan flokksins kannast við að
ágreiningur hafi verið um ör-
yrkjamálið?
„Það er ekkert búið að afgreiða
málið, það er bara verið að
bregðast við dóminum. Nú eru
menn að híða eftir endurskoðun
almannatryggingalaganna sem er
enn mikilvægara mál að mínum
dómi. Þetta er það stórt mál að
mér finnst að það þurfi að taka
tíma til að afgreiða það. Mér
finnst ekki tímabært að menn
æsi sig strax.“
- En erttð þið ekki sjálfir að æsa
■ykkur?
„Jú, við erum að árétta félags-
hyggjuskilaboðin, við erum að
senda frá okkur varúðarraddir."
- Þið takið djúpt i árinni - held-
urðit t.d. að orð ykkar muni vekja
ánægju hjá formanni flokksins?
„Þetta gerir honum örugglega
ekki auðveldara fyrir, enda erum
við ekkert að velta því fyrir okk-
ur.“
Einar sagðist í gær allt eins bú-
ast við símtali sfðar um daginn,
enda yrðu slík viðbrögð á tíðum
þegar forystu flokksins væri ekki
skemmt. - BÞ
Einar Skúlason: Vaxandi ágreiningur
bak við tjöidin.
Búið að „opna“ Kára Stefánsson,
forstjóra /£
DeCode bréf
úr læsingu
I dag verður fyrsti leyfilegi við-
skiptadagur með nokkurt magn
hlutabréfa í DeCode, bréfa sem
keypt voru áður en fyrirtækið fór
á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn
og hafa verið í „læsingu" síðan.
Verðbréfasalar búast við all-
nokkrum viðskiptum með þessi
bréf og að gengi þeirra lækki -
en það var við lok viðskipta fyrir
helgi skráð 9,50 dollarar á hlut,
eftir að hafa farið á tímabili nið-
ur fyrir 7 dollara.
Reiknað er með því að það
verði einkum þeir sem slógu dýr
lán fyrir bréfunum sem eru í
þeirri stöðu að verða að selja.
Þau Ián eru mörg með gjalddaga
um þessar mundir og voru tekin
þegar gengi bréfanna f DeCode
var allmiklu hærra - nokkrir tug-
ir dollara á hlut. Má búast við
því að í sumum tilfellum dugi
sala bréfanna alls ekki fyrir
nema broti af afborguninni og
við taki gósentíð innheimtuiög-
manna. Aðrir eru í þeirri stöðu
að hanga á bréfunum í von um
kraftaverk frá Kára. - FÞG
Uggur vegna pen-
ingaþvottsmáls
Adalmedferd peninga-
þvottsmálsins af stað.
Tannlæknir, lögmað-
ur og öldruð kona
meðal ákærðra. Lög-
mannastéttinn óttast
afleiðingar sektar-
dóms yfir lögmannin-
um.
Aðalmeðferðir í peningaþvotts-
málinu svokallaða eru hafnar í
Héraðsdómí Reykjavíkur. í raun
er um fimm ákærumái að ræða,
sem fjalla um peningaþvætti og
fíkniefnamisferli og tengjast
þessi mál hinu svokaliaða stóra
fíkniefnamáli (eða Samskipa-
máli), þar sem fjöldi ungmenna
hlaut þunga dóma.
I peningaþvottsmálinu er Egill
R. Guðjohnsen tannlæknir
ákærður fyrir að hafa á tann-
læknastofu sinni mótttekið lið-
lega fjórar milljónir króna í
reiðufé frá Sverri Þór Gunnars-
syni, sem ákærði telst hafa vitað
að var ávinningur stórfelldra
fíkniefnabrota Sverris. Egill
gcymdi peningana í bankahólfi
þar til Sverrir var úrskurðaður í
gæsluvarðhald. Lögfræðingur,
Sigurður Guðmundsson, er
ákærður fyrir að hafa gert mála-
myndakaupsamning um kaup
Sverris á einkahlutafélaginu
Rimax fyrir sömu upphæð og fvr-
ir að hafa í framhaldi af þva' tekið
Tanniæknir og lögmaður eru meðal
ákærðra i sérstæðu sakamáli.
vörslur peninganna með því að
varðveita lykil bankahólfsins.
Akæran gegn Sigurði hefur vakið
mikla athygli innan lögfræðinga-
stéttarinnar, cnda talið að sektar-
dómur þar geti haft mikil og
hamlandi áhrif á stöðu lögfræð-
inga gagnvart skjólstæðingum,
sínum. Gæti það haft alvarleg
áhrif á vinnuhrögð innan stéttar-
innar.
Hlutabréf og heiniilismunir
Egill og Geir H. Ericsson eru og
ákærði fyrir að hafa tekið við
tveimur milljónum króna af
Sverri Þór sem var greiðsla
Sverris fyrií 30% hlut í Rimax
ehf., en ákærðu teljast hafa vitað
að peningarnir voru ávinningur
Sverris af sölu fíkniefna. Geir er
ákærður fvrir að hafa tekið við
kæliskápi, uppþvottavél, litasjón-
varpi, myndbandstæki og sjón-
varpsskáp Irá Sverri, sem töldust
ávinningur af sölu fíkniefna.
Egill og Geir eru og ákærðir
fyrir fíkniefnabrot, Egill fyrir að
hafa keypt og móttekið samtals
um 150 grömm af kókaíni af
Sverri, neytt sjálfur og dreift til
tveggja manna, og Geir fý'rir að
hafa keypt og móttekið samtals
um 5 grömm af kókaíni af Sverri,
neytt sjálfur og dreift til vina.
Öldruð kona ákærð
1 gær fór fram aöalmeðferð í máli
Einars I. Marteinssonar, sem
ákærður er fyrir að hafa sumarið
1999 tekið við um það bil
120.000 hollensk gyllini frá
Rúnari Ben Maitsland og flutt
fyrir hann með flutningaskipinu
Helgafelli, sem hann var skip-
verji á, til Rotterdam og þaðan
landleiðina til Amsterdam þar
sem hann afhenti Rúnari pen-
ingana, sem ákærði telst hafa vit-
að að voru ávinningur af fíkni-
efnasölu Rúnars og félaga hans á
Islandi og voru ætlaðir til enn
frekari kaupa á fíkniefnum.
I málapakkanum er einnig að
finna ákæru gegn Lárusi B. Jóns-
syni fyrir að hafa tekið við og
geymt fyrir Sverri Þór yfir 5 millj-
ónir króna. Bjarki Þ. Hilmarsson
er ákærður fyrir að hafa tekið við
liðlega 12 milljónum króna frá
Sverri Þór og skipt þessum pcn-
ingum fyrir Sverri í erlenda
mynt. Þá cru nokkrir aðrir ein-
staklingar ákærðir l’yrir peninga-
þvætti með móttöku fíkniefna-
fjármuna, meðal annars öldruð
kona. - FÞG
Sól fagnar úrskurði
Samtökin SOL í Hvalfirði fagna úrskurði Skipulagsstofnunar um til-
lögu aðmatsáætlun vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga.
„Mjög mikilvægt er að Skipulagsstofnun tekur undir þá skoðun að
það beri að leggja fram til mats í samstæðri heild allar framkvæmdir
sem tengjast stækkuninni, svo sem virkjanir, raíh'nur og vegi, eða eins
og segir í úrskurðinum," segja samtökin.
„Með því að taka tillit til athugasemda þeirra fjömörgu aðila sem
athugasemdir gerðu við tillöguna að matsáætluninrii hefur Skipu-
Iagsstofnun lyft fram því markmiði með mati á umhverfisáhrifum
framkvæmda að almenningur geti haft áhrif á framgang stórfram-
kvæmda," segir í ályktun frá samtökunum. - BÞ
Engir íslendingar til Salvador
Ólíklegt er að noþkrir íslendingar muni koma að hjörgunar- og skipu-
lagsstarfi í E1 Salvador í kjölfar gríðarlegs jarðskjálfta sem reið yfir
um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Lands-
björg hefur félagið verið í sambandi við OCHA (Office for Coor-
dination of Humanitarian Affairs) í Genf vegna málsins. Hlutverk
OCHA er að samræma hjálparstarf alþjóðasamfélagsins á vettangi
Sameinuðu þjóðanna og hefur verið boðin björgunarsveit til að leita
í húsarústum eins og sú sem send var til Tyrklands í ágúst 1999.
Tveir íslendingar hafa hlotið þjálfun til þessa, Sólveig Þorvalds-
dóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, og Þorsteinn Þor-
kelsson, sviðsstjóri björgunarsviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Að sögn starfsmanna SÞ er ekki talin þörf á aðstoð Islendinganna.
- BÞ
Kjötið burt úr Nóatúni
Vegna umfjöllunar um innflutning á írsku nautakjöti vill Nóatún
koma á framfæri að kjötið hefur verið tekið úr verslunum Nóatúns á
meðan opinberir aðilar fjalla um málið. Nóatún hcfur sett umrætt
nautakjöt í frystigeymslu þar til afstaða yfirvalda liggur fyrir.
Verslunin vill ftreka að öll tilskilin hcilbrigðisvottorð voru til stað-
ar við innflutning kjötsins og öllum heilbrigðisreglum fylgt út í æsar.
Irsku nautgripirnir sem hér um ræðir voru af ósýktu svæði. Þeir voru
sérstaldega rannsakaðir lýrir slátrun eins og fram kemur í vottorði
írska landbúnaðarráðuneytisins til að ganga úr skugga um að ekki
hafi fundist merki um kúariðu í þeim. Það skal sérstaklega tekið fram
að nautakjötið frá írlandi kemur eirigöngu frá viðurkenndum kjöt-
framleiðendum. - BÞ