Dagur - 16.01.2001, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 16. JANÚAR 2 00 1 - 7
ÞJÓÐMÁL
Vikaii sem leið
Af sérstökum ástæðum þurfti ég
að halda kyrru heima fyrir í síð-
ustu viku, en eins og alþjóð er
kunnugt er þinghlé, og þing-
menn á faraldsfæti. Tengingar
mínar við umheiminn voru því í
gegn um þá nútímamiðla sem al-
gengastir eru, síma, daghlöðin,
útvarps- og sjónvarpsstöðvar og
síðast en ekki síst tölvuna mína
sem tengd er internetinu. Allt
eru þetta góð tæki fyrir stjórn-
málamann, en ekki koma þau í
staðinn fyrir að heyra andann í
fólki með því að hitta það á vett-
vangi. Þar hefði ég væntanlega
verið ef ekki hefði staðið svo á
sem ég gat um í upphafi.
Því fór fjarri að vikan væri
fréttalaus og tvö mál hygg ég að
hafi gnæft upp úr í vikunni. Fyr-
irferðarmestar voru fréttir af við-
brögðum ríkisstjórnarinnar við
„öryrkjadómnum", og af við-
hrögðum við þeim viðbrögðum
ef svo má segja. Annað mál sem
tók rúm í umræðunni var inn-
flutningur á írsku nautakjöti fyr-
ir jólin, en verslun ein hér í bæ,
hafði selt nautalundir frá því
landi í jólaösinni. Þriðja málið
sem fluttar voru fréttir af voru
málefni skólanna.
Öryrkj ailóinurinn
Fyrstu viðbrögð við hæstaréttar-
dómnum margumtalaða voru á
l?.á leið að hálfu forsvarsmanna
Öryrkjabandalagsins að ekki
væri ástæða til þess að Ifta neitt
á dóminn, en greiða út bæturnar
og nota sömu útreikninga eins
og voru gerðir þegar skert var. Eg
hygg að framvindan síðan hafi
sýnt það að sú afstaða var ekki
raunhæf. Dómurinn var ekki
með þeim hætti að hann legði
slíkar hreinar Iínur. Ef svo hefði
verið hafði málið verið einfalt.
Umræðan snýst oftar en ekki á
þann veg að ríkisstjórnin ætli
ekki að bregðast við dómnum, og
gera það þá með vífilengjum.
Það er ástæða til þess að undir-
strika að málið hefur aldrei snú-
ist um það að bregðast ekki við
dómnum. Búið er að kalla Al-
þingi saman og semja frumvarp
vegna hans sem vonandi verður
afgreitt á næstu dögum. Hitt er
svo annað mál að deila stendur
um það hvort nægjanlega langt
er gengið. I mínum huga hafa
„Það er áríðandi að komast að niðurstöðu um það hvort lágmarksbætur nægja til framfærslu og gera ráðstafanir
I samræmi við það. Ég verð að viðurkenna að það mál olli mér meiri heilabrotum við frágang fjárlaga heldur en
það hvort afnema bæri tengingu við tekjur maka með öllu, “ segir greinarhöfundur.
bætur til öryrkja sérstöðu, sam-
anborið við aðrar bæturúr trygg-
ingakerfinu til dæmis til aldr-
aðra. Aldraðir njóta vaxandi
greiðslna frá lífeyrissjóðum, þótt
aðstaða ýmissa þjóðfélagshópa
sé þar enn misjöfn. Því er ekki til
að dreifa um öryrkja sem þurfa
að lifa á örorkubótum. Þessi sér-
staða er undirstrikuð í niður-
stöðukafla hæstaréttardómsins,
en þar segir „að staða öryrkja geti
því verið að þvíleyti ólík stöðu
ellilífeyrisþega að margir þeirra
greiða ekki t sama mæli í lífeyris-
sjóð og geta því ekki öðlast sams
konar réttindi úr lífeyrissjóðum".
Endurskoðim
almannatryggingalaga
Framar öðru kallar niðurstaða
Hæstaréttardómsins á endur-
skoðun Iaga um almannatrygg-
ingar. Aðstæður eru gjörbreyttar
í samfélaginu og nýir afgerandi
þættir eru komnir til sem þarf að
taka mið af. Það er margumtal-
aður hæstaréttardómur, og sú
viðhorfsbreyting sem í honum
felst. I öðru lagi hefur lífeyris-
sjóðakerfinu vaxið fiskur um
hrygg og spurning er hvort sam-
ræma má betur eftirlauna-
greiðslur þess og bótagreiðslur
ríkissjóðs. Ég viðurkenni það að
mér finnst almannatrygginga-
kerfið þéttur frumskógur. Það
þyrfti að einfalda það og sníða
það að nútíma hugmyndum og
aðstæðum.
„Ég fullyrði að fyrir
áratug eða svo iiiuii
aði ekki nema hárs-
breidd að frjáls inn-
ílutiiiiigur væri knú-
inn fram. Ég hygg að
þátttaka hændasam-
takanna í þjóöarsáít
inni um kjaramál
hafi orðið til þess að
svo var ekki gert.“
I öðru Iagi er það staðreynd
sem ber að undirstrika að ráð-
stafanir í kjölfar dómsins koma
ekki nema takmörkuðum hópi
öryrkja að gagni. Það er áríðandi
að komast að niðurstöðu um það
hvort lágmarksbætur nægja til
framfærslu og gera ráðstafanir í
samræmi við það. Ég verð að við-
urkenna að það mál olli mér
meiri heilabrotum við frágang
fjárlaga heldur en það hvort af-
nema bæri tengingu við tekjur
maka með öllu. En það er önnur
saga. Hæstiréttur hcfur kveðið
upp sinn dóm í því efni, og nú er
gengið til aðgerða í framhaldi af
þeim dómi.
írskt nautakjöt
Annað mál sem verið hefur til
umræðu í vikunni sýnir að við-
horfin geta snúist á rnargan veg.
Ég hef um árabil tekið þátt í því
með Framsóknarflokknum að
standa vörð um stuðning við ís-
lenskan landbúnað. Það er ekki
langt síðan að kröfur um óheftan
innflutning á landbúnaðarafurð-
um voru eitt heitasta málið í
stjórnmálaumræðunni, og það
var blásið á ábendingar um sér-
stöðu og hreinleika f íslenskum
landbúnaði.
Nú hafa málin þróast þannig
að sjúkdómur hefur komið upp á
meginlandinu sem skýtur al-
menningi skelk í bringu. Þá sést
hvers virði er að hafa varið land-
búnaðinn með þeim stuðningi
sem við hann hefur verið. Ég
fullyrði að fyrir áratug eða svo
munaði ekki nema hársbreidd að
frjáls innflutningur væri knúinn
fram. Ég hygg að þátttaka
bændasamtakanna í þjóðarsátt-
STJÓRNMÁL Á NETINU
inni um kjaramál hafi orðið til
þess að svo var ekki gert.
Ég er auðvitað sammála því að
ítrustu varfærni sé gætt í inn-
flutningi landbúnaðarvara og
fagna þeirri umræðu sem upp
hefur komið um þetta mál. Mér
sýnist að skynsamlega sé á því
tekið hjá iandbúnaðarráðherra.
Mál af þessu tagi sýnir það
hversu áríðandi það er fýrir okk-
ur að styðja að íslenskum land-
búnaði til þess að framleiða góð-
ar og heilnæmar afurðir,
Framhaldsskólamir
Þriðja málið í fréttum vikunnar
var það að framhaldsskólarnir
fóru í gang aftur, eftir ógnarlangt
verkfall, og samið var við grunn-
skólakennara í friðsamlegu
samningaferli. Þetta er fagnaðar-
efni og vonandi verða þessir
samningar ekki til þess að setja
allt í uppnám á almennum
vinnumarkaði. Ég hef ekki frem-
ur en aðrir séð þessa samn-
inga,eða hvað í þeim felst. Hins
vegar er það vitað að í þeim felst
kerfisbreyting og verið er að færa
margs konar verkefnagreiðslur
inn í föst laun. Þetta hlýtur að
hækka lífeyrisskuldbindingar rík-
issjóðs verulega, þótt ég ætli mér
ekki að fara með neinar tölur í
því efni nema að betur athuguðu
máli.
Aukin rikisútgjöld
Það er alveg ljóst að mikill þrýst-
ingur er á aukin útgjöld úr ríkis-
sjóði á næstu misserum og árum.
Það er því mikilsvert að tekist
hefur að treysta stöðu ríkisfjár-
mála á undanförnum árum. Síð-
ustu atburðir munu óhjákvæmi-
lega kalla á aukin útgjöld til
tryggingakerfisins og menrita-
kerfisins, og ég er þess fullviss að
þau stuðla að betra samfélagi.
Til þess að standa undir auknum
útgjöldum til frambúðar þarf
staða ríkissjóðs að vera traust.
Það skeður ekki nema atvinnu-
lífið sé öflugt og traust í landinu
og geti haldið uppi kaupmætti
launafólks.
Þetta samhengi má aldrei
rofna. Mér finnst umræðan
stundum vera á þá leið að ríkis-
sjóður sé ótæmandi og það þurfi
ekki að hafa ncinar áhyggjur
vegna þess að hagnaðurinn á
þessu ári sé áætlaður svo mik-
ill. Þetta er hættuleg blekking,
en hins vegar höfum við íslend-
ingar alla möguleika til þess að
halda uppi öflugu atvinnu- og
efnahagslífi. Til þess verður að
nýta þau tækifæri sem bjóðast til
atvinnusköpunar. Baráttan á
þeim vettvangi er efni f aðra
grein.
Stjoniin hefur mishoðið fólM
Undir framangreindri fyrirsögn
fjallar Agúst Einarsson, varaþing-
maður Samfylkingarinnar, um
ríkisstjórnina og öryrkjadóm
Hæstaréttar:
„Vatnaskil eru að verða í stjórn-
málum. Lagasetning í kjölfar ör-
yrkjadómsins er erfiðasta mál rík-
isstjórnarinnar. Flestum hefur of-
boðið framkoma stjórnarinnar,
ekki hvað síst stuðningsfólki
hennar. Afleiðingarnar geta orðið
alvarlegar fyrir stjórnarllokkana.
Framsókn kyngir harðlínustefnu
forsætisráðherra umyrðalaust
þótt málið sé á forræði Framsókn-
arráðherra. Sjaldan hefur ráð-
herra verið niðurlægður eins og
þegar málið var tekið úr höndum
Ingibjargar Pálmadóttur og skip-
uð var nefnd á vegum forsætis-
ráðuneytis til að meta dóminn og
semja frumvarpið.
Það lýsir einstökum hroka ráð-
herra og þingmanna stjórnarinnar
að segja við öryrkja sem eru ekki
sammála ríkisstjórninni að þeir
geti bara farið í mál. Þótt réttar-
kerfið geri ráð fyrir þessari leið er
það einstök ósvífni þegar meiri-
hluti Alþingis setur umdeild lög
að helsti rökstuðningur meiri-
hlutans sé að fólk eigi að stefna
ríkisvaldinu. Þetta sýnir skort á
rökum og misbeitingu valds.
Það lýkur valdatíma allra. Tími
Thatchers og Kohls var langur en
honum lauk og einhvern tímann
hófst upphaf endalokanna. Það er
ekki ólíklegt að öryrkjamálið verði
seinna talið marka upphafið að
endalokum ríkisstjórnarforustu
núverandi formanns Sjálfstæðis-
flokksins en nær engar líkur eru á
því að Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokkur myndi aftur ríkisstjórn í
bráð. Hættulegast núverandi rík-
isstjórn er að hún misbjóði fólki
eins og hún gerir í öryrkjamál-
inu.“