Dagur - 16.01.2001, Blaðsíða 20
20- ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
flkureyi’i-Norðurland
Styrkur til kveimaknattspymu
Bæjarráð Siglufjarðar samþykkti nýverið að styrkja Knattspyrnufélag
Siglufjarðar um 200 þúsund krónur sem sérstakt framlag til nieist-
araflokks kvenna í knattspyrnu. Hafnað var umsókn frá Bjarna Mar-
inó Þorsteinssyni vegna útgáfu Ijóðabókar. Fyrir liggur erindi frá
Listaháskóla Islands þar sem lögð er fram kostnaðaráætlun vegna
Hringferðar vorið 2001, en verkefnið felst í sýningum hringinn í
kringum landið. Oskað er eftir stuðningi Siglufjarðarkaupstaðar við
þetta verkefni með beinum eða óbeinum hætti. Afgreiðslu frestað.
Framlag lír Jöfnuuarsjóði
Kynnt var úthlutun þjónustuframlaga og viðbótarframlaga úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga. Siglufjarðarkaupstaður fékk 21 milljón króna
í þjónustuframlag á árinu 2000 og um 17 milljónir króna í viðbótar-
framlög frá Jöfnunarsjóði.
Styrkur vegna besta verðlaunagripsins
Bæjarráð fjallaði um erindi Brynjars S. Sigurðssonar, f.h. nefndar
sem vinnur að samkeppni um minjagripi, þar sem óskað er eftir
framlagi frá Siglufjarðarkaupstað að upphæð 200 þúsund krónur til
verðlauna fyrir besta grip Sigluíjarðar í samkeppni um gerð minja-
gripa. Bæjarráð samþykkti umbeðna upphæð.
Hættumat fyrir Siglufjörð
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþykkt að óska eftir því við um-
hverfisráðuneyti að gert verði hættumat fyrir Siglufjörð og að skipuð
verði hættumatsnefnd hið fyrsta í samræmi við ákvæði 3. og 4. gr.
reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu
hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr. 505/2000. Sam-
kvæmt sérstöku ákvæði til bráðabirgða í umræddri reglugerð skal
hættumatsnefnd hafa lokið við gerð hættumats fyrir Siglufjörð á ár-
inu 2001 og telur bæjarstjórn því brýnt að hættumatsnefnd geti haf-
ið störf fljótlega."
Fjárhagsáætlun 2001
Síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 fór fram skömmu
fyrir jól. Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun 2001 sem vísað var af
bæjarráði til síðari umræðu í bæjarstjórn. Skatttekjur eru áætlaðar
30 milljónir króna, framlag úr Jöfnunarsjóði 36 milljónir króna. Leik-
skólagjöld eru áætluð 10 milljónir króna, laun 25 milljónir króna og
launatengd gjöld 4 milljónir króna. Til menningarmála fara m.a. 200
þúsund krónur til leikfélagsins, 500 þúsund krónur til þjóðlagahátíð-
ar, 50 þúsund til menningardaga og 75 þúsund krónur til Karlakórs
Siglufjarðar. GG
Aðatsteinn Sigurgeirsson forstöðu-
maður Rannsóknastöðvar skógrækt-
arinnar á Mógilsá ræsir nýjan búnað
Kalstofunnar á Möðruvöllum.
1 « « » * ~
i « < < » •
1 «■«»* *
jl < < « *
11 —
HLii—-
mm gt |p
Líf eða dauði
imdir frostmarki
Milvlll breytileiM í
frostpoli trjáplantna.
Athyglisverðar rann-
sóknir á kali gerðar á
Möðruvöllum.
Eins dags ráðstefna íslenskra sér-
fræðinga í vetrarþoli lífvera var
haldin á Akureyri föstudaginn 12.
janúar og var viðfangsefnið hvern-
ig lífverur geta haldið lífi eða
hvernig þær drepast í vetrarkuld-
um. Heiti ráðstefnunnar var „Líf
eða dauði undir frostmarki - rann-
sóknir á þoli lífvera við stýrðar að-
stæður“.
Flutt voru 10 erindi sem snérust
um vetrarþol tijáplantna og tún-
gróðurs og einnig frostþol
sitkalúsar. Voru þarna kynntar
niðurstöður íslenskra rannsókna,
sem einkum hafa verið stundaðar
á Kalstofunni á Möðruvöllum.
Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur
á Möðruvölluin segir að fram hafi
kornið að breytileiki er mikill í
frostþoli trjáplantna og séu miklir
möguleikar á að beita ódýru og
skjótvirku forvali með frostþols-
prófunum á efniviði trjáplantna í
stað þess að bíða eftir að náttúran
velji réttu einstaklingana. „Einnig
var greint frá því hvaða áhrif
áburður og skygging hefðu á frost-
þol tijáplantna í uppeldi. Þá var
fjallað um kalskemmdir í túnum
en þar er einkum um að ræða
svellkal og voru kynntar rannsókn-
ir á þoli vallarfoxgrass og hvít-
smára,“ segir Bjarni.
Töluverð þekking
Svellkal er talsvert flókið íyrirbæri
en þegar hefur safnast talsverð
þekking á þessu sviði sem ætti að
vera mögulegt að beita f baráttu
við kalskemmdir. A öðrum svið-
um er margt órannsakað og er
vonast til að hægt verði að beita
nýrri tækni við að draga úr tjóni af
vetrarskemmdum. Þar ætti Kal-
stofan á Möðruvöllum að koma í
góðar þarfir að sögn Bjarna og að
loknum erindaflutningi fóru ráð-
stefnugestir út í Möðruvelli þar
sem Kalstofan var enduropnuð
með nýjum og bættum tækjabún-
aði.
Vetrarþolið mikilvægt
Það voru Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og Mógilsá - rann-
sóknastöð skógræktar - sem skipu-
lögðu ráðstefnuna og standa þær
sameiginlega að uppbyggingu Kal-
stofunnar á Möðruvöílum. Má
segja að einn þáttur ráðstefnunn-
ar hafi verið að leiða saman til
samvinnu sérfræðinga í jarðrækt
og skógrækt, en á báðum sviðum
er vetrarþolið afar mikilvægt til að
geta stundað atvinnuveginn með
góðum árangri,11 segir Bjarni.
BÞ
Þorratungl í hásuðri
Stjórnandinn sem
leiðtoginn á nýrri öld
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Símenntunarmiðstöð
Eyjafjarðar, í samstarfi við starfsþróunarfyrirtækið Skref
fyrir skref, boða til hádegisverðarfundar á Fosshótel KEA
fimmtudaginn 18. janúar kl: 12:00 til 13:30.
Frummælandi
Hansína B. Einarsdóttir
forstjóri
Skref fyrir skref
Stjórnandinn sem leiðtoginn á nýrri öld
- Breytingar í starfs- og samkeppnisumhverfi
- Leiðtogahugsun
- Að glíma við þversagnir
- Mikilvægir þættir í fari leiðtoganna - hverjir ná árangri
Fundurinn er opinn öllum þeim
sem áhuga hafa á stjórnun og
stjórnunaraðferðum
Verð kr. 1.000 innifalinn léttur hádegisverður
Skref fyrir skref ehf er starfsþróunarfyrirtæki sem hefur frá árinu 1989 starfað við
j rannsóknir, ráðgjöf, starfsþróun og stjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir um land allt.
Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (benedikt@afe.is) eða
í síma 460-5700 og hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
(simey@simey.is) eða í síma 460-5720
STM
Atvinnuþróunarfélag
Ey)al)arðar
Nokkurrar bjartsýni gætir hjá Veð-
urklúbbnum á Dalvík en félags-
menn vilja halda sig við það sem
sagt er um 3 íyrstu vetrartunglin.
Þriðja tunglið endar 24. janúar er
þorratungl kviknar, daginn fyrir
Pálsmessu í hásuðri. Samkvæmt
- því ætti veðrið að verða svipað og
verið hefur, umhleypingasamt
hvasst, norðlægar áttir og svalt en
samt með hléum, það gæti þó orð-
ið breyting á að hann verði meira
vestanstæður og meiri skafrenn-
ingur heldur en verið hefur, þó er
ekki búist við miklum snjó eða
stórtíðindum.
Ef heiðríkt er úti veður
á Pálsmessu degi,
ársins gróða’ og gæða ineður
get ég, að vænta megi.
Klúbbfélagar voru ekki alveg
vissir á hvort að yrðu einhver
umskipti á nýju tungli , fiestir
voru á því að svo yrði ekki frek-
ar að tíðin yrði svipuð áfram,
einhverjir skutu þó að, að þetta
tungl í hásuðri gæti boðað norð-
anátt og snjókomu.
Bjartsýnina byggja samt fiest-
ir á að rnjög sjaldgæft er að það
komi harður vetur eftir slíku
veðri og var hér síðastliðið sum-
ar, og út frá því eru menn nokk-
uð bjartsýnir fyrir veturinn, enn
er samt nokkuð af veðurmerkj-
unum óljós og eiga eftir að
koma fram þannig að það er
ekki gott að segja til um þetta
strax.
GG
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
Pin númer
á glámbekk
Nýjar hugmyndir til að stemma
stigu við inisnotkun á stolnum
greiðslukortum eru þær að
handhafi setji pin númer sitt á
greiðslunótuna sem hann und-
irritar í versluninni. Þetta á að
koma í veg fyrir misnotkun. Það
átlu myndirnar líka að gera og
handritssýnishorn á kortunum.
Hvorugt gekk eftir vegna and-
varaleysis afgreiðslufólks sem
lítur yfirleitt ekki á undirritun
eða mynd og þvi' mundi ekkert
annað fást út úr þessari nýju
hugmynd en að setja pin núm-
erin á glámbekk og þá byrjuðu
nú fyrir alvöru tækifærin hjá
þjófunum. Ég mun aldrei láta
mitt pinnúmer af hendi.