Dagur - 16.01.2001, Síða 4

Dagur - 16.01.2001, Síða 4
4 - l'RIDJlin/lGUIi 16. JANllAR 200 1 rD^rnr FRÉTTIR Tíu til þrettán ára í „Háskólaim“ HÍ sér um námsgögn og kennslu fyrir 10-13 ára bráðger grunnskólaböm í Reykjavík sem taka þátt í tilraunaverkefni á svlði raunvisinda. „Upphafið var það, að Pétur Blðndal kom að máli við okkur hér í haust og sagðist vilja að við færum til samstarfs við hóp foreldra um að bjóða svona verkefni. Eg Iagði til að við Ieituðum til Háskóla Islands og þannig má segja að þetta hafi orðið að formlegu sam- starfi milli Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, Raunvísindadeildar HÍ og Landssamtakanna heimilis og skóla,“ sagði Meyvant Þórólfsson kennsluráð- gjafi, sem ásamt fleirum frá framan- greindum stofnunum og samtökum kynntu samstarf um tilraunaverkefni um viðfangsefni á sviði raunvísinda fyrir 10-13 ára grunnskólabörn. Með 87 100 stig Haft var samband við forráðamenn harna sem fengu 87-100 stig í stærð- fræði og íslensku í 4. og 7. bekk. Jafn- framt eru foreldrar og skólastjórar sem vita um önnur börn sem þeir telja að eigi heima í hópnum hvattir til að hafa samband við heimili og skóla eða Fræðslumiðstöðina. Pétur Blöndal segir bráðgera krakka oft mæta ákveðnum fordómum svo þau séu jafn- vel feimin að viðurkenna góðan náms- árangur. Það sé allt annað að skara fram úr í fótbolta. Vonandi framhald Sigrún Magnúsdóttir sagði Fræðsluráð Reykjavíkur lengi hafa haft áhuga á því að koma á verkefnum til að örva hörn til raunvísindanáms og m.a. aug- lystum eftir grunnskóluni scm vildu taka að sér að móta og þróa slík verk- efni fyrir 4-5 árum. Aðeins einn hafi sótt um og lítið orðið úr starfi. „Nú má segja að foreldrar hafi ýtt við okkur. FR É T TA VIÐTALID Sigrún Magnúsdóttir formaður Fræðsiuráðs, Jónína Bjartmars formaður Heimilis og skóia og Pétur Blöndal frumkvöðull, kynntu nýjungar í skólastarfi í gær. Háskóli Islands hefur tekið að sér að sjá um námsgögn og kennslu og við erum afar stolt og ánægð með það. Við erum líka ánægð að geta boðið bráð- gerum börnum aukaverkefni við sitt hæfi, því ég held að við getum sagt það með sanni að á það hafi almennt skort á grunnskólum í landinu." Sigrún sagði þetta tilraun, bæði varðandi kennslu og val á nemendum, en hún vonaðist til að framhald verði á þessu. Og að þessi kennsla yrði þá færð inn grunnskólana. Kostar 12.000 krónur Verkefnið stendur í 3 mánuði og kost- ar 12.000 kr. á hvert barn. Gert er ráð fyrir 65-70 nemendum, sem skipt verður í 5 manna hópa sem vinna sam- an að verkefnum á sviði stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði og skyldum sviðum. Sum þeirra verða unnin úti við, önnur á rannsóknastofum og ein- hver jafnvel heima í stofu hjá kennar- anum. Hóparnir verða að lokum að búa verkefnin til kynningar og geta út- skýrt niðurstöður sínar í töluðu og myndrænu máli. Góð að leysa þrautir Meyvant segir mikinn vitsmunaþroska og háa greindarvísitölu sameigilegt einkenni bráðgerra barna. En sömu börn geti verið misjafnlega á vegi stödd hvað varðar félagslegan, líkamlegan og tilfinningalegan þroska. Þeim sé yfir- Ieitt ekki mjög tamt eða eðlilegt að vinna rútínuverkefni eins og skólinn bjóði upp á, en geti hugsað mjög óhlut- bundið og séu góð að leysa þrautir. Þau vilji gjarnan fá opin verkefni sem kalli ekki endilega á eitt rétt svar. Mark- miðið sé að bjóða börnunum upp á viðamikil verkefni á sviði raunvísinda, sem m.a. feli í sér lausnir vandamála sem lcngjist því sem gerist úti í þjóðfé- laginu. - HEl Síaukin áhrif ensktmnar ltér á landi hafa ekki farið fram hjá pottverjuin frck- ar cn öðrum landsmönn- ti m. Nýjasta dæmiö uin þetta koni fram á blaðamannafundi sem efnt var til í gær af opinhcrum aðilum til að kynna nýtt verkcfni í skólamálum. Þar var lagt fram plagg á íslensku en með enskum útskýringum innan sviga! Dæmi: „Hópur bráögerra skólabama (e. gifted students)“. að hugsa óhlutbundið (e. abstract)." „... margvíslcgar lausnir vandamála (e. problcm solving).".hver vinnur tvö verk- cfni (projckt)." Fundarboðcndur hafa þannig aug- ljóslega efast um hæfni blaðamanna til að skilja þessi algengu íslensku orö án þess aó hafa enska þýðingu til skýringar... Stuðningsmenn Guöna Ágústssonar til varafor- mannskjörs eru ekki nema í meðallægi óánægöir með að málefni innflutnings á írskum nauta- lundum skuli hafa koniið upp einmitt núna. Vissulega cru þeir ekki sáttir viö innflutninginn sem sllkan og eru alfarió á móti honum. Hins veg- ar sjá þcir að þctta er gott mál íyrir Guðna Ágústs- son (og framsókn) og vilja að hann notfæri sér þaö út í ystu æsar. Einn stuöningsmaður land búnaðarráðherra sagði í pottinnm í gær að Guöni hefði spilað vel úr þcssu máli og hefði stóraukiö líkurnar á að hann veröi næsti varaformaöur Framsóknarflokksins... Nokkurs pirrings gætti í röðun framsóknarþing- manna í gær vegna þess „bráðlætis Davíðs“ aö rjúka upp í pontu og afturkalla tillögu um af- hrigði vegna meðferöar frumvarps um almanna- tryggiugalög. Að réttu lagi lieföi Ingibjörg Pálma- dóttir átt að afturkalla málið vegna þess að það er hún sem flytur það, en Davíð varð semsé fyrri til. Á hinn hóginn þykir sú ákvörðun stjómarand- stööunnar að neita um aflirigði vegna þess að þctta sé stjómarskrárbrot, benda til þess aó þcgar frumvarpið loksins verður sainjiykkt á þingi muni stjómarandstaðan kalla eftir því aö forseti lýðveldisins staöfesti ekki lögin, líkt og Margrét Frímannsdóttir taldi h'klcgt þegar hún ræddi við Dagfyrir lielgi... V Jón Ingi Kristjánsson á Neskaupstað, nýkjörínnformaður AFLS, starfsgreinafélags Austuríands Um helgina varstofnað nýtt stéttarfélag, AFL, starfs- greinafélagAusturlands, með sameiningu 6 stéttarfélaga frá Fáskrúðsfirði til Vopnafjarðar. Nýtt starfsgreinafélag - Hvað veldur stofnun nýs stéttarfélags nú á þessti svæði? „Það er til þess að gera starfið fyrir verka- lýðinn skilvirkara og efla sjóði og annað sem fylgir starfseminni og verður öflugri málsvari út á við. Slagkrafturinn eykst ef til vinnudeilna kemur og eins erum við betur búnir til þess að styðja við atvinnulífið á Austurlandi. Með stærra félagi getum við einnig sinnt betur þörfum félagsmanna. Það er sex félög af sjö sem eru á svæðinu sem þarna eru sameinuð en áður hefur ver- ið stofnað félag með félagssvæði frá Stöðv- arfirði til Hornafjarðar. Því miður er Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðar ekki með í samein- ingunni, en í almennri atkvæðagreiðslu í fé- Iaginu var það fellt að taka þátt í þessari sameiningu. En þeir eru velkomnir til sam- starfs eða sameiningar við okkur þegar þeim hugnast það. Félagsmenn eru við stofnun l 870 talsins." - Er það ekki miður og veikir jafnframt nýstofnað starfsgreinafélag? „Jú, vissulega, og ekki síst vegna þess að nú eru í sama sveitarfélaginu, Fjarðabyggö, þ.e. Verkalýðsfélag Norðfirðinga og Verka- mannafélagið Arvakur á Eskifirði sem ganga inn f AFL.“ - Hi er verður framtíð Alþýðusambands Austurlands? „Það kemur til með að starfa áfram til þess m.a. að halda utan um þá sérkjara- samninga sem við erum með hér fyrir aust- an. En það á sér þar stað ákveðin þróun eins og annars staðar." - Talað er um að nýir kjarasamningar grunnskólakennara og framhaldsskóla- kennara valdi því að launaliðir kjara- samninga séu komnir út úr þeim ramma sem þeim voru settir. Eru forsendur kjarasaminga brostnir að þínu mati? „Það þarf að skoða vandlega áhrif kenn- arasamninganna á okkar kjarasaminga. Kjarasamningar kennara eru auðvitað fyrir utan þann ramma sem settur var, enda var þeim boðin 20% kaupbækkun í upphafi samingsferlis í byrjun nóvembermánaðar en fjármálaráðherra, Geir Haarde, hefur sagt að þeir hafi fengið það, en ekkert umfram það. En það er bara helber Iygi því kennar- ar hefðu ekki verið 9 vikur í verkfalli til þess að fá það sama og þeim var boðið í upphafi. En það þarf auðvitað að nást víðtæk sam- staða um það að svo sé, en hagfræðingur ASÍ hefur sagt að komast þurfi að því hvaða áhrif kennarakjarasamningar hafa. Lækkun á bensíni og olíu breytir þessu svolítið varð- andi verðbólgu." - Það kann þvt að koma til kasta þessa nýja verkalýðsfélags í kjaradeilu fyrr en margan grunar í dag? „Já, það kemur vel lil greina, enda mun- um við ekki skorast undan ef það verður niðurstaðan," segir Jón Ingi Kristjánsson. - GC

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.