Dagur


Dagur - 16.01.2001, Qupperneq 6

Dagur - 16.01.2001, Qupperneq 6
6 - ÞRIDJUD AGll R 16. JANÚAR 200 1 ÞfÓDMÁL m Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjúlfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og aoo 7oao Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng augiýsingadeiidar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: cREYKJavíK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf augiýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK) „Frekar fómiun við í fyrsta lagi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér merkilega yfirlýsingu vegna öryrkjamálsins, en í niðurlagi hennar segir: „Stjórnin hvetur þingmenn og ráðherra Fram- sóknarflokksins til að sýna fulla hörku í þessum máli og láta hvergi undan frjálshyggjuöflunum í Sjálfstæðisflokknum. Frekar fórnum við ríkisstjórnarsamstarfinu heldur en réttind- um þeirra sem verst eru staddir í samfélaginu.“ Þetta er afar eindregin áskorun ungra framsóknarmanna til forystumanna flokksins um að sýna í verki að yfirlýst stefna um „fólk í fyrir- rúmi“ sé mikilvægari en ráðherrastólar. 1 öðru lagi Stjórnarflokkarnir áttu í miklum vandræðum með að ná sam- eiginlegri lendingu í öryrkjamálinu eftir að dómur Hæstaréttar féll. Fyndið er að heyra suma ráðherra Sjálfstæðisflokksins lýsa þeim stormi sem geisaði á milli stjórnarflokkanna í málinu sem pólitísku stillilogni! Þótt samkomulag hafi að lokum náðst um það frumvarp sem lagt var fram á Alþingi í gær, og báðir stjórn- arflokkarnir beri þannig á því sameiginlega ábyrgð, er augljóst að sjónarmiðin voru og eru ólík. Brýning stjórnar ungra fram- sóknarmanna til ráðherra flokksins er því fram komin af gefnu tilefni og hefur vafalaust að markmiði að reyna að tryggja að viðhorf framsóknarmanna fái að ráða við endurskoðun á al- mannatryggingalöggjöfinni. f þriöja lagi Skoðanakönnun, sem birt var í DV í gær um afstöðu almenn- ings til viðbragða ríkisstjórnarinnar við dómi Flæstaréttar, sýn- ir óbeint að ungir framsóknarmenn hafa mikinn stuðning með- al fylgismanna Framsóknarflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu voru 81.5 prósent andvígir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. And- staðan meðal fylgismanna Framsóknarflokksins mældist 88.2% samkvæmt þessari könnun. Slíkar vísbendingar um vilja flokks- manna eru athyglisverðar og munu væntanlega verða forystu ungra framsóknarmanna hvatning til að fylgja samþykkt sinni vel eftir innan flokksins. Elias Snæland Jónsson. Heimska atmúgans Garri er aldeilis hissa á öllum þeim misskilningi sem virðist vera í gangi vegna þessa ör- yrkjamáls. Samkvæmt skoðana- könnun DV í gær eru meira en 80% landsmanna á móti við- brögðum ríkisstjórnarinnar og Davíðs við Hæstaréttardómin- um. Sú niðurstaða kemur hins vegar talsmönnum stjórnar- flokkanna ekki á óvart því þeir vita sem er að fólkið skilur ekk- ert hvað er í gangi og hefur ekki fengið réttu upplýsingarnar í mál- inu. Réttu upplýsing- arnar í málinu eru hins vegar þaer sem ráðherrarnir sjálfir hafa fram að færa og eðlilega tekur það tíma fyrir þá að koma þeim til skila til al- mennings, sem eins og allir vita er frekar tornæmur. Ástæður ríkisstjórnarinnar eru nefnilega afskaplega göfugar og mannúðlegar þó svo að almúg- inn, 80% þjóðarinnar, hafi hvorki greind né almenna skyn- semi til að átta sig á því án hjálpar stjórnvalda. Andstaðan við lagafrumbarp Davíðs er þess vegna misskilningur á mis- skilning ofan, tilkominn vegna takmarkaðrar ályktunarhæfi al- mennings. Heimóttarskapur Garra þyldr gott að heyra úr röðum stjórnarliða hvernig þetta mál er allt vaxið, en eins og landsfrægt er orðið horfir heimóttarskapur þjóðarinnar til mikilla vandræða nú um stund- ir - og til marks um það má nefna að algengt mun vera orð- ið að venjulegt almúgafólk sé farið að draga í efa stjórnvisku sjálfs Davíðs Oddssonar. Slíkt er ótrúleg forheimska og löngu V tímabært að ráðherrar spyrntu við fótum og bentu fólki á hver staða þess í þjóðfélagínu sé. AI- menningur á ekki að vera að hafa miklar skoðanir á því sem það ekki skilur, því útkoman verður þá tóm vitleysa eins og sannast nú í þessu öryrkjamáli. Þeir verst settu Hin rétta túlkun á viðbrögðun- um við öryrkjadóminum er auð- vitað sú að ríkisstjórn- in er að bregðast við af umhyggju fyrir sínum smæsta hróður. Eins og Halldór Ásgríms- son og Árni Mathiesen benda á í DV í gær þar sem þeir eru spurðir um viðbrögð við skoð- anakönnuninni, þá bætir dómurinn ekki hag þeirra öryrkja sem eru allra verst settir. Viðhrögð ríkisstjórnarinnar markast á hinn bóginn einmitt af um- hyggju fyrir þeim (iryrkjum sem eru verst settir. Sú umhyggja hirtist í |ní að með því að neita öryrkjum sem dómurinn tekur til um fulla endurgreiðslu á skerðingum, verður munurinn milli þeirra og hinna sent verst eru settir ekki eins mikill. Þannig eru viðbrögð ríkisstjórn- arinnar í raun jöfnunaraðgerð sem markast af umhyggju fyrir hinum verst settu í hópi öryrkja - nú er munurinn á milli þeirra og annarra ekki eins mikill og hann hefði getað orðið. Það er auðvitað ekki von að iila gefinn almenningur á íslandi skilji svona heimspeki, en Garri þakkar guði fyrir að búa í landi, þar sem stjórnendur hafa vit fyrir fólki og stýra |iróuninni með svo göfugum hætti seni raun ber vitni. — GARRi JÓHANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR I Degi um helgina var lftilega fjall- að um nýja rannsókn á viðhorfum þriggja kynslóða til innllytjenda á Islandi. Þar kemur ýmislcgt athygl- isvert tram og það sem kannski kemur hvað mest á óvart er að for- dómar gagnvart inflytjendum virð- ast mestir í yngsta aldurshópunm. (16-25 ára). Fyrirfram hefðu víst flestir búist við þveröfugri niðurstöðu, þ.e.a.s. að umhurðarlyndið væri mest í yngsta aldurshópnum, en því virð- ist ekki til að dreifa er marka má könnunina. Ein skýringin á þessu kann að vera sú að fólk á aldrinum 16-25 ára sé einfaldlega tilbúnara til að segja sína meiningu umbúðalaust en þeir eldri vilji frekar fela sína fordóma. Og það styður auðvitað þessa kenningu að flestir þátttak- enda í könnuninni telja íslendinga almennt fordómafulla en undan- skilja auðvitað sjálfan sig. Og al- geng svör voru á borð við þetta: „Eg er ekki með fordóma - en ég vil Hremskilnir ungir rasistar? bara ekki háfa þessa nýhúa nálægt mér.“ Duldir fordómar En raunar má kannski segja að yf- irhöfuð sé heldur lítið hægt að byggja á könnunum á „neikvæðum!‘ eigin- leikum eða hugsun- arhætti svarenda. Flestir munu sam- mála um að kynþátta- fordómar séu nei- kvæðir og ekkert til að hreykja sér af. Þess vegna eru menn auðvitað ekki reiðubúnir til þess að viðurkcnna eigin fordóma, jafnvel þó mcnn geri sér grein fyrir þeim, sem ekki er alltaf. Samanber þau viðbrögð að telja kyndþáttafor- dóma landlæga á íslandi en afneita þeirn algjörlega hjá sjálf’um sér. Það er til dæmis lítið að marka jákvæð svör við spurningum á borð við: Myndir þú taka fagnandi á móti dóttur þinni sem mætti í sunnudagssteikina með þeldökkan innflytjanda upp á arminn og kynna hann sem eiginmannsefni sitt og tilvonandi barnsföður? Það er létt verk og löðurmannlegt að svara svona spurningu játandi. En auðvitað kémur raun- veruleg afstaða við- komandi ekki í Ijós fyrr en þeir lenda í þessari aðstöðu í raun veruleikanu m, þ.e. þegar dóttirinn kemur heim með pilt- inn. Þá fyrst reynir á fordóma eða for- dómaleysi viðkomandi. SkUningux nauðsynlegur Þetta eru hins vegar miklu flóknari mál en svo að snúist eingöngu um innflytjendur eða hörundslit. Það er sum sé sitthvað innflytjandi og innflytjandi, á sama hátt og íslend- ingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Hvað til dæmis um þeldökka einstaklinga sem alist hafa upp á Islandi frá blautu barnsbeini, tala málið óaðlinnanlega og skera sig ekki úr hópnum nema hvað hörundslit varðar? Er afstaða manna til þeirra önnur en til ný- húa sem tala ekki málið og eiga af þeim sökum og ýmsum öðrum erfitt með að samiagast samfélag- inu? Að í raun sé það ekki hör- undsliturjnnn sem skiptir höfuð- máli heldur eitthvað annað. Og er mismunur á afslöðu Islendinga eftir því hvar þeir búa á landinu? Er auðveldara fyrir nýbúa að aðlag- ast samfélagi á litlum stöðum þar sem allir þekkja alla en í Reykja- vík? Það er mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. Þess vegna er mjög brýnt að halda áfram rann- sóknum á þessum sviði. Þarna er þekking og skilningur jafnnauð- synlegur og á öðrum sviðum ís- lcnsks mannlífs. ■Ef^ur- Væru daglegarbreytingar á éldsneytisverðitil hags- bóta fyrir neytendur? (Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, vill daglegarbreyt- ingará eldsneytisverðiístað mánaðarlegra.) Jón Geir Jónatansson leigubílstjóri á Akureyri. „Mfn reynsla er að þegar verðlækkanir verða erlendis þá eigi olíufélögin svo mildar birgðir að þeir verði að selja eldsneytið áfram á sama háa verðinu en þegar verðið hækkar á heimsmarkaði sé birgðastaðan í lágmarki. Þetta er gangurinn. Á íslenskum olíu- markaði virðist ekki vera nein samkeppni milli félaga og fljótt á Iitið sé ég ekki hverju daglegar verðhreytingar ættu að skila okk- ur neytendum." Runólfur Ólafsson jramkvæmdastjóri IÍB. „Verðbreytingar á markaði hér eru með svipuðum hætti og í ná- grannalöndunum. Vissulega gerir fjar- lægð frá olíuhreins- unarstöðvum það að verkum að hrevtingar hér verða sjaldnar en í löndunum sem við berum okkur helst saman við. Við tcljum eðli- Iegt að verðbreytingar skili sér inn á markaðinn og höfum í því sam- bandi horft til Norölandanna, þar sem verðhreytingar eru gjarnan vikulega." Samúel Guðmundsson forstöðumaðuráhættustýringarOlís. „Ekki að okkar mati og við hjá Olís sjá- uni ekki forsendur fyrir breytingum þeim sem keppi- nautur okkar reifaði í fjölmiðlum. Um núverandi fyrirkomulag hefur ver- ið ágæt sátt og því ekki ástæða til breytinga. Islensku olíufélögin eru að kaupa eldsneyti á meðal- verði mánaða en ekki skv. dags- skráningu á erlendum olíumörk- uðum. Hækkanir og lækkanir þar skila sér svo í verðinu hér heima í næsta mánuði á eltir." Jóti Pálsson formaðurstjóniarVömbílstjórast. Þróttar. „Ég óttast að ef ol- ítlverö yrði hreyti- legt frá degi til dags myndi verðskyn neytenda sljóvgast og aðhald þeirra gagnvart olíufélög- unum minnka. Á fárra færi er að fylgjast daglega með stöðunni á markaði í Rotterdam og því hvern- ig hún stendur í tengslum við doll- ara og krónu. Olíuskip koma hing- að til landsins einu sinni í mánuði og af þeim sökum hafa félögin oft lcnt í vandræðum vegna verðlagn- ingar á birgðastöðu á hverjum tíma. En sú er raunin að eftir mót- mæli okkar bílstjóra í fyrrahaust er eins og olíufélögunum hafi nú fyrst skilist að þeir þurfi að taka líka tillit til neytenda en ekld ein- vörðugu hluthafa - og er það vel.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.