Dagur - 16.01.2001, Síða 9

Dagur - 16.01.2001, Síða 9
Vagur I’RIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 - 9 Grótta/KR varð fyrst liða í vetur til að leggja topplið Hauka að velli í Nissandeild kvenna í hand- knattleik, þegar Seltjarnarneslið- ið vann fimm marka sigur, 22-17, á Hafnarfjarðarliðinu í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi á laugar- daginn. Handboltalega séð var leikurinn slakur og lítið fyrir aug- að og helst að varnir liðanna stæðu fyrir sínu og þá á kostnað sóknarleiksins, sem var hálffálm- kenndur hjá báðum liðum og mikið um mistök. Skyttum Iið- anna voru mjög mislagðar hendur og gekk illa að koma boltanum í gegnum sterkar varnirnar og mátti vart á milli sjá hvort liðið hefði vinninginn, en nýtingin hjá báðum liðum var undir 50 pró- sentum. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum og komust í 2-0 áður en heimaliðið vaknaði til lífsins, en þá voru liðnar um tíu mínútur af leiknum. Síðan var jafnræði með liðum næstu mínúturnar, eða þar tíl staðan var 5-6 fyrir Hauka. Þar með var allur vindur úr Hafnar- fjarðarliðinu og gengu Gróttu- stelpunar á lagið og skoruðu fimm mörk í röð og var staðan 12-7 í hálfleik. Haukarnir brugðu á það ráð í seinni hálfleik að taka hesta leikmann Gróttu/KR, ÖIlu Gorkorian, úr umferð, en það hefur í vetur reynst öðrum liðum ágætlega. en þegar það gekk ekki upp var Agústa Edda Rjörnsdóttir einnig tekin úr umferð, með svip- uðum árangri og náðu gestirnir mest að minnka muninn í fjögur mörk. Alla Gorkorian átti eins og áður sagði bestan leik hjá Gróttu/KR og var hún einnig markahæst með 8/1 mörk. Jóna Björk Pálma- dóttir var næstmarkahæst með 6 mörk, en þurfti til þess ótal til- raunir. Hjá Haukum áttu þær Inga Fríða Tryggvadóttir og Harpa Melsted bestan leik og var Harpa markahæst með 6/2 mörk og Inga Fríða næst með 4 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Ann- ars var Haukaliðið cngan veginn sannfærandi í leiknum, frekar en í fyrsta leiknum eftir jólafrí gegn KA/Þór á miðvikudaginn og virð- ist hátíðaslenið ennþá há liðinu, sem nú er með fjögurra stiga for- skot á Fram í toppsætinu. Fjórði sigur Fram í röð Framstelpurnar unnu sinn fjórða sigur í deildinni f röð þegar þær lögðu KA/Þór með sex marka mun, 25-19, í Safamýrinni á laugardaginn. I fyrri hálfleik benti þó til annars, því Akureyrar- liðið hafði þá mest náð þriggja marka forskoti og hafði yfir 10-12 í leikhlé. Í scinni hálfleik færðist mikil harka í leikinn og bitnaði það sérstaklega á ungu og létt- leikandi liði KA/Þór, sem mátti sín lítils gegn sterku og leik- reyndu liði Fram, sem skoraði fyrstu fimm mörkin í upphafi seinni hálfleiks. Þar munaði mestu fyrir KA/Þór að Eyrún Káradóttir, sem hafði átt bestan leik norðanliðsins, meiddist strax í upphafi seinni hálfleiks og við það riðlaðist leikur liðsins þannig að Fram náði öruggri forystu sem var orðin fimm mörk um miðjan hálíleikinn. Með sigrinum tryggði Fram sér tveggja stiga forskot á Víking, Stjömuna og ÍBV í öðru sæti deildarinnar og er liðið nú með 16 stig eftir ellefu umferðir. Hjá þeim bar mest á Marinu Zouevu, en hún var markahæst með 9/5 mörk og einnig áttu þær Irina Skorobogatykh Sveinsson og Svanhildur Þengilsdóttir ágætan leik og voru þær næstmarkahæst- ar með 4 mörk hvor. Annars var það vörnin sem gerði gæfumun- inn hjá Safamýrarliðinu og að baki henni varði Hugrún Þor- steinsdóttir með ágætum, eða alls 16 skot. Hjá KA/Þór var Eyrún best eins og áður sagði og nokkuð víst að ef hennar hefði notið við allan leikinn hefðu úrslit orðið önnur, en hún var markhæst mcð 6 mörk þrátt fyrir að hafa aðeins leikið ( rúmar 30 mínútur. Auk Eyrúnar átti Ásdís Sigurðardóttir ágætan leik og einnig Sigurbjörg Hjartardóttir, markvörður, sem varði alls 1 5 skot. Stjömuhrap Stjarnan úr Garðabæ tapaði sín- um þriðja leik í röð, þegar liðið mætti Islandsmeisturum IBV í Eyjum á sunnudagskvöldið og urðu lokatölur leiksins, 28-21. Heimaliðið hafði undirtökin mest allan leikinn og hafði náð þriggja marka forskoti í leikhlé, 16-13. Eftir sveiflukenndan fvrri hálfleik tókst Stjörnunni svo að minnka muninn í eitt mark í upphafi seinni hálfleiks, 18-17 og fór þar fremst í flokki gamla brýnið Guð- ný Gunnsteinsdóttir, sem átti bestan leik hjá Garðabæjarliðinu. En lengra komust þær ckki og var það hclst fyrir góðan Ieik Vigdísar Sigurðardóttur, sem hrcinlega sá til þess að Stjörnustelpunum tókst ekki að jafna leikinn í upp- hafi hálfleiksins. Þar með datt botninn úr leik gestanna og áttu þær eftir það litla möguleika gegn sterki vörn Eyjaliðsins, sem tíndi upp hvert hraðaupphlaupið af öðru og tryggði sjö marka sigur. Hjá IBV átti Anita Andreassen bestan leik og var hún markahæst með 7 mörk úr 8 tilraunum, en Tamara Mand/.ic var markahæst með 10 mörk þar af 8 úr vítum. Annars var það liðsheildin og sterkur varnarleikur í seinni hálf- leik sem skóp sigurinn. Hjá Stjörnunni var Guðný best eins og áður hefur komið fram, en markhæst var Svetlana Tcher- etchetcha með 7 mörk, öll úr vít- um. Einnig átlu þær Hrund Grét- arsdóttir og Halla María Helga- dóttir ágætan leik, en Halla Mar- ía var næstmarkahæst ásamt Guðnýju með 4 mörk. Helga markvördur langbest Víkingsstelpurnar byrja nýja árið með glæsibrag og hafa nú unnið báða leiki sína á nýja árinu, eftir misjafnt gengi fý'rir áramót. Um helgina unnu þær FH í Víkinni með tveggja marka mun, 25-23, eftir að hafa leitt allan Ieikinn ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins. Ungt og efnilegt lið FH- inga komst í 3-4, en skoruðu svo ekki mark næstu mínúturnar á meðan Víkingar sölluðu inn fimm mörkum í röð og breyttu stöð- unni í 8-4. Þar með datt allur botn úr leik FH-inga og varð for- ysta Víkinga mest níu mörk í fvrri hálfleik, en staðan í leikhlé var 17-10. Það var meira en Hafnar- fjarðarliðið réði við, en í seinni hálfleik skoruðu þær þrettán mörk gegn átta mörkum Víkinga og tókst þar með að minnka mun- inn í tvö mörk. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur og frá- bær lcikur Helgu Torfadóttur, sem sló FH-liðið út af laginu í fyrri hálfleik, en í þeim seinni má segja að liðin hafi haft hlutverka- skipti. Sigur Víkings var þó aldrei í hættu, til þess var forskotið of stórt. Hjá Víkingum var Helga markvörður Iangbest með 20 var- in skot og einnig átti Guðbjörg Guðmannsdóttir frábæran leik í fý'rri hálfleik, en hún var marka- hæst ásamt Kristínu Guðmunds- dóttur með 6 mörk. Hjá FH har mest á Hafdísi Hinriksdóttur og var hún markahæst með 10/7 mörk. Dröfn Sæmundsdóttir átti góða spretti og þar á ferðinni mikið efni, en hún var næst- markahæst með 4 mörk. Þá átti Jolanta Slapikiene, markvörður FH, góðan leik í seinni hálfleik, en hún varði alls 17 skot. Á Hlíðarenda fór síðan frarn leikur Reykjavíkurliðanna Vals og IR og lauk honum með tíu marka sigri Vals 20-10, eftir að staðan hafði verið 9-3 í leikhlé. Kolbrún Franklín var markahæst Valsara með 6/3 mörk, en Anna M. Sig- urðardóttir hjá ÍR með 3 mörk. Kvennalið KR-inga og karlaliö Þórsara frá Akureyri tryggðu sér um helgina Islandsmeistarartitil- ana í knattspyrnu innanhúss í úrslitakeppni Islandsmótsins sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudaginn. I 1. deild kvenna var keppt í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í riðlunum í undanúr- slit, sem voru KR, Valur úr A- riðli og Stjarnan og Breiðablik úr B-riðli. 1 undanúrslitum unnu KR-stelpurnar 8-1 stórsigur á Stjörnunni á meðan Breiðablik vann Val 2-1. Urslitaleikurinn var því milli KR og Breiðabliks og sigruðu KR-stelpurnar þar 5- 4 eftir að hafa náð 3-0 forystu í fyrri hálfleik, með mörkum þeir- ra Guðrúnar Guðmundsdóttur, Olgu Færseth og Ásthildar Helgadóttur. Mörkin í fyrri hálf- leik áttu eftir að verða fleiri, því Blikum tókst að jafna, með mörkum þeirra Margrétar Ólafs- dóttur og Margrétar Ákadóttur, sem skoraði annað og þriðja markið, áður en flautað var til hálfleiks. Mikil spenna færðist í leikinn í seinni hálfleik, en þá tókst Guðlaugu Jónsdóttur fljót- lega að ná for)'stunni aftur fyrir KR-inga, en Laufey Ólafsdóttir jafnaði í 4-4 fyrir Breiðablik og spennan f hámarki. Það var síð- an markadrottningin Olga Fær- seth, sem skoraði sigurmark KR- inga, um það bil þremur rnínút- um fyrir leikslok og þar við sat eftir spennandi lokamínútur. Þetta er limmti innanhússtitill KR-inga í kvennaflokki, en Breiðblik hefur oftast unnið titil- inn, eða alls tólf sinnum. Logi tróð best Pepsi-Iið Vals Ingimundarsonar vann 136-131 sigur á Doritos- liði Sigurðar Ingimundarsonar um helgina, í árlegum Stjörnu- leik KKÍ, sem að þessu sinni fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Maður leiksins var kjörinn Shawn Mayers, en hann var jafnframt stigahæstur í Pepsi- liðinu með 26 stig. Kristinn Friðriksson var stigahæstur í Doritos-Iiðinu með 25 stig. I hálfleik fór fram 3ja stiga keppni og troðslukeppni og sigr- aði Njarðvíkingurinn Brenton Birmingham í 3ja stiga keppn- inni, en félagi hans Logi Gunn- arsson í troðslukeppninni, eftir skemmtileg tilþrif. Sindri og Þó/KA sem urðu í neðstu sætum riðlakeppninnar falla í 2. deild. Öruggur sigur Þórsara Í 1. deild karla var leikið í fjórum riðlum og komust tvö efstu liðin f hverjum riðli áfram í 8-liða úr- slit. Það voru FH og KR úr A- riðli, Valur og KA úr B-riðli, ÍA og Grindavík úr C-riðli og Vík- ingur og Breiðahlik úr D-riðli. 8-liða úrslit: Breiðablik - Valur 1-2 FH - KA 2-1 IA - Víkingur 0-2 Grindavík - Þór 2-3 I undanúrslitum unnu Valsar- ar nauman 5-4 sigur á Vfkingum, en Þórsarar 5-1 stórsigur á FH- ingum. Það voru því Þór og Val- ur sem léku til úrslita og áttu flestir von á spennandi úrslita- leik. En það fór á annan veg því Þórsarar unnu öruggan og verð- skuldaðan 4-0 sigur, eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik og skoraði Hlynur Birgisson markið. Hlynur bætti síðan við öðru marki í upphafi seinni hálf- leiks áður en þeir Örlygur Þ. Helgason og Þórður Halldórsson gulltryggðu sigurinn með sitt hvoru markinu. Það kom virkilega á óvart í riðlakeppninni að nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Fylkis skyl- du lenda í neðsta sæti D-riðils, en þar með féll liöið niöur í 2. deild. í A-riðli féll Tindastóll í 2. deild, Hvöt í B-riðli og Dalvík- ingar í C-riðli. Sjá nánari umfjöllun í Aluir- eyrarblaði. Logi Gunnarsson treður í körfuna. IÞROTTIR Grótta/KR stöðvaði sigurgöngu Hauka Haukastelpurnar töp- uðu síuum fyrsta leik á keppmstímabilmu, þegar þær heimsóttu stöHur sínar úr Gróttu/KR á Seltjam- amesið á laugardag- inn, þar sem heimalið- ið vanu ömggan fimm marka sigur. Alla Gorkorian skorar eitt af átta mörkum sínum gegn toppliði Hauka. Guðlaug Jónsdóttir og Hlynur Eiríksson, fyriríiðar KR og Þórs, taka við ís- iandsbikurunum í 7. deild kvenna og karla. KR og Þór ís- landsmeistar- ar mnanhúss

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.