Dagur - 03.02.2001, Page 1
I
A Nesið
Longusker?
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri
Seltjarnarnesbæjar telur sterkar
líkur á því að Löngusker í Skerja-
firði séu í eigu bæjarins. Sem
kunnugt er þá hafa þessi sker
komið mikið við sögu um framtíð
flugvallar á höfuðborgarsvæðinu
og m.a. í frægri sjónvarpsmynd
Hrafns Gunnlaugssonar.
Máli sínu til stuðnings bendir
bæjarstjórinn meðal annars á að
Nesjarðirnar voru með öll
hlunnindi af skerjunum. Þar á
meðal sölvatekju, selveiðar og
allt sem því tilheyrði. Hann vill
þó ekki slá eign sinni á öll skerin
að óathuguðu máli og m.a. vegna
þess að þau heita einum sex til
átta nöfnum.
Sjálfur segist hann fljótt á litið
vera hrifinari af þeirri tillögu
sem gerir ráð fyrir að stytta NS-
brautina og leggja nýja AV-braut
á uppfyllingu á sjó til vesturs í
Skerjafirði, en velli á Liingu-
skerjum. — GRH
Sjá nm flugvöllinn
bls. 32-33.
Nýir Eyftrðingar
Tímamót urðu í Dalvíkurbyggð í gær þegar formleg starfsemi hófst í nýju kjúklingabúi. Sjá bls. 28.
Alvarlegt ástand
í fiskviimsluimi
Forsvarsmeim fisk-
viimslufólks hyggjast
taka alvarlega stöðu
upp á fundi með ríkis-
stjóm eftir helgiua.
Um 200 manus að
hætast á atvinuuLeys-
isskrá um þessar
mundir.
Atvinnuöryggi fiskverkafólks á
Islandi fer ört þverrandi þessar
fý'rstu vikur þessa árs. Atvinnu-
leysi fer vaxandi og segir Aðal-
steinn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur, að
benda megi á staði eins og Bol-
ungarvík vegna gjaldþrots, Vest-
mannaeyjar vegna stórbruna, A
Eskifirði sé búið að segja upp
starfsfólki í rækjunni, fækkað
hafi starfsfólki á
Húsavík um 20
manns og engin
rækjuvinnsla á
Kópaskeri hafi
farið af stað á
þessu ári. Ollum
starfsmönnum
hefur verið sagt
upp hjá rækju-
verksmiðjunni
Pólum á Siglu-
firði, og segir
Aðalsteinn að
búast megi við
fleiri ótíðindum
í þessa veru á
næstu vikum.
Aðalsteinn Baldursson: Vill fund
með ríkisstjórninni.
Atvinnuleysi
„Þetta gætu verið um 200 manns
sem eru að koma inn á atvinnu-
leysisskrá á næstunni. Þetta er
það alvarlegt ástand sem er að
skapast í fiskvinnslunni um allt
land og forystumenn Starfs-
greinasambands
Islands munu
funda á þriðju-
dag um ástandið
og síðan mun-
um við taka
þetta mál upp í
viðræðum við
ríkisstjórnina á
miðvikudag ef
við fáum fund
með henni,“
segir Aðalsteinn
Baldursson.
Erfittí
rækjuimi
Arnar Sigur-
--------- mundsson, for-
maður Samtaka
fiskvinnslustöðva, segir að rekja
megi þetta ástand nú til þess að
hluta, að nú sé sá tími sem
ininnst aflist og vertíð ekki kom-
in í gang, en erfiðleikarnir í
rækjuvinnslu hafi haft það í för
með sér að þar hafi störfum
fækkað, m.a. vegna þess að fjór-
ar rækjuvinnslur séu lokaðar í
dag, en ástandið sé væntanlega
tímabundið misjafnt eftir lands-
hlutum. Einnig séu erfiðleikar í
mjöl- og lýsisvinnslu og þá hafi
áhrif að á þessu fiskveiðiári dragi
heldur úr þorskaflanum, en ein-
nig miðist öll þróun og tækni í
greininni við það að störfum
fækki heldur jafnvel þótt afla-
mark geti verið svipað á milli ára.
Söltun hefur hins vegar gengið
vel og frysting hefur oft staðið
Iakar að vígi.
„Þetta ástand bitnar fyrst á út-
lendingum og þeim sem eru
lausráðnir. Launahlutfallið er
hæst í bolfiskfrystingunni og þar
er flest fólkið í úrvinnslunni, en
mun færra fólk þarf til að vinna
sama magn í saltfisk. Einnig hef-
ur tæknin fækkað fólki geysilega
í mjöl- og lýsisvinnslunni." — GG
Meiri ábyrgð
-minnilaim
Áfangastjóri Framhaldsskólans á
Húsavík er afar ósáttur við hluta
hins nýja kjarasamnings fram-
haldsskólakennara og ríkisins sem
nú hefur verið samþykktur. Sú sér-
kennilega staða er upp að hann
fær nú greidd minni laun vegna
meiri ábyrgðar. Ef áfangastjórinn
myndi segja upp starfi sínu og ger-
ast óbreyttur kennari, fengi hann
meiri laun fyrir minni ábyrgð.
Launamál áfangastjórans eru
með þeim hætti að hann raðast í
flokk sem veitir honum kr.
197.609 á mánuði. Ef hann segði
upp og gerðist óbreyttur kennari
fengi hann hins vegar kr. 216.075
á mánuði í grunnlaun. „Þetta er
niðurstaða samninganna eftir
tveggja mánaða verkfall. Þeir
sömdu af sér gagnvart Iitlu fram-
haldsskólunum," segir áfangastjór-
inn, Björgvin R. Leifsson.
Að sögn Björgvins voru búnir til
þrír launarammar í nýju samning-
unum; a-rammi fyrir byrjendur og
réttindalausa, b-rammi fýrir rétt-
indakennara og c-rammi fyrir
stjórnendur. Allir stjórnendur eru
sjálfkrafa settir í lægsta Iaunaflokk
en síðan geta þeir hækkað í laun-
um eftir stærð skóla, allt að hund-
rað þúsund krónum á mánuði.
„Okkar skóli er svo lítill að ég
hækka nánast ekki neitt," segir
Björgvin.
Björgvin er með hámarksaldurs-
réttindi eftir margra ára kennslu
og hann tekur dæmi um einkenni-
lega stöðu. „Ef Birldr skólastjóri
myndi reka mig eins og hann ætti
sjálfsagt að gera og ráða bara
mann inn af götunni sem hefði
aldrei komið nálægt kennslu, þá
fengi hann sjálfkrafa sömu laun og
ég. Masterinn minn er einskis
metinn sem stjórnanda og ekki
heldur kennslureynsla eða aldur.
Eg er mjög fúll vegna þessa."
Áfangastjórinn hefur ritað at-
hugasemd til félags stjórnenda en
svar formanns er hvorki fugl né
fiskur að sögn Björgvins.
Dagur náði ekki í það fólk sem
veitt gætu viðbrögð við upplýsing-
um áfangastjórans. — Bt>
Rusl í
Skagafirði
- sjá íslendinga-
þætti
Ráðgáta
Seðla
bankans
bls. 29
Áróðursstríð
umReykja-
víkurflugvöll
bls. 32 33