Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 5
LAUGARDAGVR 3. FEBRÚAR 2001 - 29 EFSTÁ BAUGI Hrókertngar boð- aðar meovorinu SIGURDÓR SIGURDÓRS SON SKRIFAR Þingið er nú í fríi en kemur saman á ný í næstu viku. Stjómmál- in eru þó síður en svo í fríi og umræðan er kröfug á hinni óform- legu dagskrá. Tvennt virðist vera efst á baugi í umræðuuni bak við tjöldin meðal stjóm- málamanna þessa dag- ana, en það em annars vegar fyrirhugaðar hrókeringar í ríkis- stjóminni og hins veg- ar varaformannsslagur- inn í Framsóknar- flokknum. I stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar er gert ráð fyrir ráðherrahróker- ingum í ríkisstjórninni á miðju kjörtímabili og þetta áréttaði Hall- dór Asgrímsson, utanríldsráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í helgaviðtali við Dag fyrir hálfum mánuði. Þessar hrókeringar eiga að eiga sér stað í vor en þá er kjör- tímabilið hálfnað. Dagur hefur fyrir því heimildir að mikið gangi á bak við tjöldin vegna þessara fyrirhuguðu hróker- inga. Ráðherrar reyni að treysta sig í sessi og þingmenn vilji velta sum- um ráðherrum af stóli og fá hann sjálfir. I \aðtalinu við Dag taldi Halldór Ásgrímsson engar Iíkur á því að hann og Davíð Oddsson skiptu um hlutverk. Þegar rætt er við frarn- sóknarmenn um málið vilja þeir allir að Halldór hætti sem utanrík- isráðherra og komi heim til að hressa upp á flokkinn og flokks- starfið. Halldór bendir á það á móti að hvar sem hann er staddur í heim- inum eigi menn aðgang að sér í gegnum síma. Alltaf sé hægt að ná í sig og vissulega er það rétt. Þess vegna er afar ótrúlegt að Halldór skipti um ráðherrastól nema þá að það væri stóll forsætisráðherra. Allt er þetta mál afar viðkvæmt innan flokkanna og vildi enginn viðmælenda blaðsins koma fram undir nafni. Margir kallaðir en... Framsóknarmenn, jafnt almennir llokksmenn sem þingmenn flokks- ins gera ráð fyrir að Páll Pétursson muni láta af ráðherradómi í vor. Margir er kallaðir en fáir útvaldir í einn ráðherrastól. Þeir þingmenn sem Dagur hefur rætt við telja Hjálmar Árnason standa næst því innan þingflokks Framsóknar- flokksins að fá ráðherrastól sem losnar. Margir benda líka á Kristinn H. Gunnarsson, forniann þingflokks- Magrir búsast við talsverðum hrókeringum í ríkisstjórninni með vorinu enda hafa þær verið boðaðar með afger- andi hætti. Áður en til þess kemur mun þó verða skorið úr um hver verður varaformaður í Framsóknarfiokknum. ins. Talið er víst að Kristinn bjóði sig fram í Norðausturkjördæminu í næst kosingum. Hann hefur mik- inn áhuga á ráðherradómi (hver hefur það ekki) og sækir fast á að fá næsta stól sem losnar hjá flokknum. Það gerir Olafur Orn Haralds- son, 1. þingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík, stærsta kjör- dæmi landsins. Hann bendir á að það nái engri átt að flokkurinn eigi ekki ráðherra úr Reykjavík. Eftir áfallið sem Ingibjörg Pálmadóttir varð lyrir á dögunum halda margir að hún muni draga sig út úr pólitík í vor. Þeir hinir sömu segja að hún ætli að koma breytingunum á almannatrygg- ingakerfinu í gegnum þingið á sín- um forsendum og láta svo af emb- ætti með reisn. Ef svo fer telja flestir að Jónína Bjartmarz eigi greiða Ieið í ráð- herrastól. En það eru ekki allir jafn trúaðir á það að Ingibjörg Pálma- dóttir dragi sig út úr pólitík. Hún muni í það minnsta ljúka þessu kjörtímabili. En ef ráðherrar Framsóknar yrðu að hafa stóla- skipti yrði það mun auðveldara en hjá Sjálfstæðisflokknum. Allar þessar vangaveltur munu síðan litast af því hvað gerist í vara- formannsslagnum en að honurn verður vikið síðar. Bjöm sendiherra? Sjálfstæðismenn eru flestir þöglir sem gröfin þegar minnst er á hrókeringarnar. Þó eru þeir til sem segja að sögur gangi af því að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra vilji hætta í pólitík. Aðrir benda á að hann hafi lengi stefnt að formannssæti í flokknum þegar Davíð Oddsson hætti og það gæti orðið íyrr en ýmsan grunar. Björn hefur nú í tvö ár unnið mikið og að sumra dómi „eins og kjósa ætti eftir viku“ eins og það var orðað. Hann hefur ferðast um landið þvert og endilangt hvað eft- ir annað. Menn segja hann hafa verið að kanna bakland sitt til for- mennsku, en sé ekki fyllilega ánægður. Svipaö sé uppi á tenging- um innan þingflokksins. Þess vegna sé hann tilbúinn að skoða þann möguleika að hætta og menn benda á að ckki sé búið að ráðstafa sendiherrasætinu í Washintgon, en Jón Baldvin er sagður á förum annað. ættið í Framsóknarflokknum hefur nú tekið umtalverðan kipp við það að Olafur Örn Haraldsson, 1. Guðni Kristinn H. Ágústsson Gunnarsson Erfið stólaskipti Ef Björn hættir sem ráðherra er talið víst að Sigríður Anna Þórðar- dóttir eigi stól menntamálaráð- herra vísan. Aðrir segja þetta með Björn Bjarnason bara lausasögu sem ekkert mark sé á takandi. Það að ráðherrar flokksins skipti um ráðherraembætti, hefur áður verið gert hjá Sjálfstæðisflokknum. En slíkar hrókeringar gætu þó orð- ið erfiðar nú. Davíð situr kyrr. Ótrúlegt er að Geir H. Haarde fari í annað embætti. Árni M. Mathiesen hefur staðið sig með prýði í sjávarútvegsráðuneytinu sem og Sturla Böðvarsson í sam- gönguráðuneytinu. Þá eru eftir þau Björn, og Sólveig Pétursdóttir og tæplega skipta þau um ráð- herrastól ef Björn kýs að vera áfram ráðherra. En það verður spennandi að fylgjast með framhaldi þessa máls þegar nær degur vori, en í millitíð- inni mun annar pólitískur kapall verða lagðiir í stjórnarliðinu. Sá verður að vísu framsóknarmegin og snýst um varaformennsku í flokknum. Varaformeimskan Slagurinn um varaformanns emb- þingmaður flokksins í Revkjavík hefur lýst því yfír að hann gefi kost á sér i embættið. „Eg vil koma fram þannig að fólk geti valið um þær áherslur sem ég mun leggja fram í baráttunni og þær sem aðrir kunna að koma með. Það held ég að þjóni flokkn- um vel að gefa fólki slíkt val. Mér finnst líka að 1. þingmanni flokks- ins í Reykjavík beri nokkur skylda til, nú þegar kjördæmið er orðið áhrifalaust í forystusveitinni, að bjóða fram sína krafta og láta reyna á hvort framsóknarmenn vilji opna leið fýrir framsóknar- menn í Reykjavík til áhrifa í for- ystusveitinni," sagði Ólafur Örn Haraldsson. Guðni sjóðheitur Því hefur verið haldið fram að þeir sem áhuga hafa á varaformennsk- unni hafí allir verið að bíða eftir því hvað Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra geri. Það er vegna þess að fullvrt er af þeim sem gerst þekkja til í flokknum að hann muni hreppa embættið fyrir- hafnarlítið gefi hann kost á sér. Guðni hefur enn sem komið er tal- að í véfréttastíl þegar hann hefur verið spurður um málið. „Ég mun taka mér helgina í þetta mál og kynna mína ákvörðun í næstu viku," sagði Guðni í sam- tali við Dag í gær. Samkvæmt ör- uggum heimildum frá nánustu stuðnins- og samstarfsmönnum Guðna mun hann hafa tekið ákvörðun um að gefa kost á sér til varaformennsku í flokknum. Siv að skoða málin Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur líka verið orðuð við varaformannsframboð. Hún fór fram gegn Finni Ingólfssyni í vara- formannskjöri á síðasta flold<sþingi og náði þá umtalsvert betri árangri en fyrirfram hafði verið búist við. Eftir því sem nær dregur flokks- þinginu, en það verður haldið 16. til 18. niars nk., mun áhugi Sivjar hafa auldst á að fara í slaginn. Hún sagði í samtali við Dag í gær að hún væri að skoða málin vel og vandlega og að hún teldi ekki tíma- bært að gefa út yfirlýsingu um hvað hún hyggðist gera. Meiri líkur en minni Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins, er einn þeirra sem talinn er líkur til að gefa kost á sér í vara- formannsslaginn. Hann sagði í samtali við Dag í gær að hann hefði enga ákvörðun tekið enn, væri bara með þetta í kollinum til að velta vöngum yfír. „Það breytir engu fyrir mig þótt Ólafur Órn sé búinn að taka ákvörðun urn að gefa kost á sér. Ég mun taka ákvöröun út frá mínum forsendum og óháö því hvað aðrir gera þegar þar að kemur. Það er svo margt sem skoða þarf áður en endanleg ákvörðun er tekin," sagði Kristinn H. Gunnarsson. - Sam- kvæmt heimilldum Dags eru meiri líkur en minni á því að Kristinn H. gefi kost á sér til varaformennsku í flokknum. Og svo Mnir Fleiri hafa á undanförnum vikum verið orðaðir við varaformanns- slaginn. Hjálmar Ámason er einn af þeim. Hann hefur hins vegar sagt að ef Guðni Ágústsson gefi kost á sér muni hann ekki fara á móti honunt. Ingibjörg Pálmadóttir sagði í samtali við Dag fyrir nokkrum vik- um að hún útilokaði ekkert í þess- um efnum. Eftir áfallið á dögun- um gætu rnálin hafa breyst. Engin leið hefur verið að ná tali af Ingi- björgu síðustu daga þannig að allt er í óvissu mað hvaða fyrirætlanir hún er með í pólitíkinni. Því hefur verið haldið fram af framsóknarmönnum, sem Dagur hefur rætt við, að Halldór Ás- grímsson formaður flokksins hefði gjarnan vilja fá Ingibjörgu sem varaformann, enda mun vera leit- un að duglegri manneskju til póli- tískra verka en henni. Jónína Bjartmarz er nýjasta nafnið sem nefnt hefur verið í þennan slag enda hefur hún þótt standa sig vel í stjórnmálunum í vetur og er greinilega rísandi stjarna innan Framsóknarflokks- ins. Jónína var í gær stödd eiiend- is í einkaerindum og ekki náðist f hana í síma þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.